Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 8
8 MORCinvnrjniÐ Fimmtudagur 10. des. 1959 Þing og þjóð hata meira gagn af fjárlagsrœðu eftir áramót Öll skynsamleg rök mœltu með þingfrestun Útvarpsrœða Gunnars Thoroddsen fjármálaráðherra Þegar ríkisstjórnin var mynduð, reyndi hún strax að gera sér grein fyrir því, hvaða stórverk- efni væru mest aðkallandi og hver vinnubrögð væru hagkvæm- ust varðandi lausn þeirra. Fjárlög ríkisins og róttækar efnahagsað- gerðir hlutu að verða efst á baugi Að tilhlutan fyrrverandi stjórnar höfðu farið fram undirbúnings- rannsóknir á efnahagsástandi og horfum. í>að var ljóst, að óhjá- kvæmilegt yrði að ætla 6—8 vik- ur til að búa tillögur í efna- hagsmálum í hendur Alþingis. Frv. til fjárlaga fyrir næsta ár lá fyrir fullgert og prentað, ágæt- lega undirbúið af hæstv. fyrrv. fjmrh., Guðmundi í. Guðmunds- syni og starfsmönnum ráðuneytis ins. En frv. var byggt á þeirri skipan útflutnings- og innflutn- ingsmála, sem nú hefur ríkt um hríð, og þar sem þarf að gerbreyta því kerfi öllu, verður og að gjör- breyta fjárlagafrv. Fljótlega var því horfið að því ráði að semja nýtt fjárlagafrv., sem lagt yrði fyrir Alþingi um svipað leyti og tillögur í efnahagsmálum. Nú lágu fyrir tvær hugsanlegar leið- ir um vinnubrögð. Önnur sú, að Alþingi héldi áfram fundum sin- um allan þennan biðtíma sýslandi við einhver Cnnur mál en hin að- kallandi stórmál. Ráðherrar væru bundnir við þingfundi, fyrirspurn ir og málþóf ergilegra stjórnar- andstæðinga og gætu því ekki starfað að stórmálum í næði. Hin leiðin var sú, að Alþ. ákvæði að fresta fundum sínum þennan tíma, ríkisstj. gæti þá gefið sig alfarið að efnahagstillögunum og þær lægju fyrir tilbúnar ásamt fjárlögum, þegar þing kæmi sam an að nýju. Ríkisstj. ræddi þessar leiðir við alþm., sem styðja har.a. Allir þm. stjórnarflokkanna og allir ráðh. voru á einu máli um, að síðari aðferðin væri fortaks- laust hyggilegri og hagkvæmari vinnubrögð fyrir alla aðilja, þjóð og þing og stjórn. Áður samþykkt ágrein- ingslaust Þegar þetta lá fyrir, lagði hæstv. forsrh. fram till. til þál. um samþykki Alþingis til frest- unar á fundum þess til janúar- loka, í samræmi við yfirlýstan vilja meiri hluta alþm. Jafnframl beitti rikisstj. sér fyrir tveimur málum, sem nauðsynlegt var að afgreiða fyrir þingfrestun. Annað um að heimila venjulegar greiðsl- ur úr ríkissjóði tvo fyrstu mán- uði ársins, unz fjárlög væru samþ., hitt um óbreytta fram- lengingu á nokkrum tekjulögum, sem gilda um eitt ár í senn. Sarns konar frumvörp hafa oft legið fyrir Alþingi áður og verið sam- þykkt þar ágreinings- og hljóða- laust, og öll skynsamleg rök mæltu svo eindregið með þessurn vinnubrögðum, að þingreyndir menn urðu furðu lostnir, þegar stjórnarandstaðan, í stað þess að fallast á þessar aðgerðir, reis upp gegn þeim með slíkum ofstopa, taugatitringi og rosa, að elztu menn muna ekki annað eins veð- ur. Við skulum nú virða fyrir okk ur lítillega þessar sápukúlur, sem þeir hafa blásið upp og kallað rök gegn frestun funda. í fyrsta lagi: Þingfrestun heitir á máli stjórnarandstæðinga ofbeldi, ger- ræði, þingræðisbrot, ríkisstj. sé að reka nýkosna þingmenn heim, senda þá hvern og einn á sina sveit, svo að ég noti nokkur orða tiltæki þeirra undanfarna sólar- hringa. Þar til er því fyrst að svara, að þingfrestanir með sam- þykki Alþingis eru tíðar, ýmist um stuttan eða langan tíma. T. d. var fundum Alþingis frestað eitt sinn í sex mánuði eftir till. forsrh., sem þá var, Hermanns Jónassonar. Alþingi ákveður En auk þess er það ekki stjórn- in, heldur Alþingi sjálft, sem tekur endanlega ákvörðun um frestun, ef hún á að standa leng- ur en tvær vikur. Ásakanir stjórn arandstæðinga um þingræðis- brot og gerræði, ef þingi er frest- að án samþykkis þeirra, þýða því grímulaust þetta: Vér, Fram sóknarmenn og kommúnistar, 27 að tölu, eigum að ráða, en ekki 33 þm. í stjórnarliðinu. Meirihluti Alþingis og ríkisstjórnin skal beygja sig undir vilja minnihlut- ans. Á annan veg verður afstaða þeirra ekki skýrð, þegar búið er að afklæða hana stóryrðum og blekkingum. í öðru lagi: Ég ætla, að flestir, ef ekki allir þm. við- urkenni, að eðlilegt og óhjá- kvæmilegt sé að fresta afgreiðslu fjárlaga fram yfir nýjár. Afleiðing þess var auðvitað sú, að samþykkja þurfti nú lög um fjárgreiðslur úr ríkissjóði fyrstu tvo mánuði ársins. Hvort tveggja þetta hefur iðulega kom- ið fyrir áður, t.d. oftlega í ráð- herratíð hv. 1. þm. Austurlands. En þótt þessi frestur sé nauðsyn legur nú, vegna þess hve seint á árinu stjórnin var mynduð og efnahagsaðgerðir framundan, ber vitaskuld að stefna að því sem meginreglu, að fjárlög séu af- greidd fyrir áramót. En hvert er þá ádeiluefnið í þessu sambandi? Það, að fyrsta umræða fjárlaga fer ekki fram nú, fyrir þingfrest un, heldur þegar þing kemur saman að nýju. Við 1. umr. fjárlaga heldur fjmrh. venjulega ýtarlega ræðu, fjárlagaræðuna, og skal henni útvarpað samkv. þingsköpum. Þar gerir hann grein fyrir frum- varpinu, almennt og í einstök- um atriðum, rekur fjárhagsaf- komu ríkisins á liðnu ári og því ári, sem er að líða, ræðir ástand og horfur í efnahags- og fjár- málum og höfuðstefnu stjórnar- innar í þeim málum. Gleggra yfirlit í janúar Með hliðsjón af því, að sam- ið verður nýtt fjárlagafrv. og efnahagsráðstafanir enn á undir- búningsstigi, má það öllum mönn um ljóst vera, að ólíkt gleggri skil er hægt að gera þessum mál- um í janúarlok en í desember- byrjun og að þing og þjóð hafa miklu meira gagn af fjárlaga- ræðu, sem flutt er mánuði eftir áramót en mánuði fyrir áramót. Þessa ákvörðun um 1. umr. fjár- laga hafa stjórnarandstæðingar kallað ýmist óvenjulega aðferð eða einsdæmi eða brot á þing- venju eða lagabrot eða jafnvel stjórnarskrárbrot, allt eftir því á hvaða stigi geðshræringar þeir hafa verið staddir. Stjórnarskráin segir, að frv. til fjárlaga skuli lagt fyrir regxu- legt þing, þegar er það er sam- an komið. Þetta var gert. En hvergi í stjórnarskrá né lögum stendur eitt orð um það, hvenær víkur er 60 ára í dag, en stofn- fundur félagsins var haldinn í Iðnaðarmannafélagshúsinu 10. des. 1899. Þar var kosin fyrsta stjórn félagsins og skipuðu hana eftirtaldir menn: Sveinn Sveinsson, for- maður, Hjörtur Hjartarson, skrifari, og Einar J. Pálsson, féhirðir. Á þessum fundi og framhaldsstofnfundi, er hald- inn var 17. des. s. á. undirrit- uðu 51 maður félagslögin og eru þeir taldir stofnfélagar. Auk húsasmiða voru skipa- smiðir og húsgagnasmiðir lengi í Trésmiðafélagi Reykja víkur. — FYRSTU drög að stofnun Tré- smiðafélags Reykjavíkur munu hafa verið lögð um áramótin 1893—’94. En þá var haldinn fund ur trésmiða í Reykjavík. Á þeim fundi var kosin nefnd manna til þess að vinna að þessu máli. Nefndin var skipuð 8 mönnum og voru þeir þessir: Einar Páls- son, formaður og með honum þeir: Hjörtur Hjartarson, Sigurð- fjárlagaræðan skuli haldin og 1. umr. fara fram. Engin þingvenja er heldur til um þetta. í reynd hafa liðið af þinghaldinu ýmist nokkrir dagar eða vikur, jafn- vel upp í fimm vikur, til 1. umr. fjárlaganna. Að þessu sinni mun ur saman að nýju, m.ö.o. áður en þrjár vikur eru liðnar af þing- haldinu. Ekki greiðsluhalli á þessu ári Varðandi afkomu ríkissjóðs á árinu 1959 vil ég taka það fram nú, eins og hæstv. fyrrv. fjmrh. sagði í útvarpsræðu í október og einnig segir í grg. fjárlagafrv., sem liggur fyrir Alþingi, að ekki er ástæða til að óttast greiðslu- halla á yfirstandandi ári. Þá er í þriðja lagi frumvarpið um bráðabirgðabreytingu og framlengingu nokkurra tekju- laga, þ.e. að framlengja óbreytt ákvæði, sem staðið hafa árum saman varðandi ýmis gjöld til ríkissjóðs. Þessi lög hafa Fram- sóknarmenn framlengt ár eftir ár og enginn teljandi ágreining- ur um þau lengi, en nú hafa þeir allt á hornum sér. Það er kallað óviðeigandi og óþinglegt að hafa þessar framlengingar í einu frv. nú í stað fimm áður. En það er á alla lund hagkvæmara að hafa ur Árnason, Þorkell Gíslason, Sveinn Sveinsson, Magnús Ólafs- son, Magnús Árnason og Helgi Thordersen. í febrúar 1894 hélt nefndin fund og er sú fundargjörð enn varðveitt. Þar segir m.a.: „að nefndin hafi samið verðlista“ og að umræður hafi verið um ýmis Sveinn Sveinsson, 1. formaður T. R. var fæddur á Staðarbakka í Miðfirði 1846. Sveinn var for- maður félagsins til ársins 1903. Hann lézt 1918. 1. umr. fjárlaganna fara fram í fyrstu viku eftir að þing kem- þennan hátt á, og sízt situr það á Framsfl. að gagnrýna það, því að hann beitti sér á sinni tíð fyr- ir frv., sem breytti tuttugu lög- um í einu lagi, án þess að ég sé að vitna til þess frv. sem fagurr- ar fyrirmyndar. En nú má ekki framlengja þessi lög til eins árs, eins og jafnan hefur verið gert áður undir forystu hv. 1. þm. Austurl., heldur aðeins til tveggja mánaða. Ef rannsókn efnahags- og fjármála leiðir til breytinga á þessum tekjustofn- um geta þær breytingar að sjálf sögðu komið til framkvæmda hvenær á árinu sem er. Einn liður þessara framleng- inga er söluskatturinn. Sá skatt- ur er gallaður í núverandi mynd á marga lund, og er hafin endur- skoðun á honum frá grunni. Stjórnarandstæðingar hafa í þessu sambandi tekið upp fyrri tillögur mínar um, að fjórðung- ur söluskattsins renni til bæjar- og sveitarfélaga. En um leið flytja þeir tillögu um, að þessi skipan skuli aðeins gilda í tvo mánuði, janúar og febrúar næsta árs. Ég er þeirrar skoðunar nú, sem fyrr, að sveitarfélögin þurfi nýja tekjustofna, þ.á.m. óbeinan skattstofn eins og söluskattinn, en ekki um tveggja mánaða skeið, heldur þurfi varanlega lausn. Það var því eitt af fyrstu verkum rmínum í rfkisstj. að hefja undirbúning að nýrri lög- gjöf um tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga, og munu tillögur um þau mál„ a.m.k. suma þætti þeirra, koma fyrir Alþingi síðax í vetur. atriði í honum, en var þó að síðustu samþykktur". Þá voru kosnir 7 mehn í nefnd til þess að semja lög fyrir félagið og voru það allir þeir sömu, er áður höfðu starfað. Að því sem að framan er sagt má sjá að trésmiðir hafa þegar árið 1894 haft hug á því að stofna með sér félagssamtök, þótt þessi viðleitni bæri ekki árangur að sinni. Þegar félagið var stofnað var tímakaup 35 aurar á klst. og vinnutíminn 11—12 klst. dag- vinna. í fyrstu lögum þess voru ákvæði um „sveinapróf“ og var það nýmæli. Lét félagið mjög til sín taka menntun og fræðslu iðnaðarmanna og hefir svo verið alla tíð. Á árunum 1910—1917 var dauft yfir Trésmiðafélaginu. En á ár- inu 1917 færist mikið fjör 1 fé- lagsstarfið og hefir svo verið alla tíð síðan. 1931 opnaði félagið skrifstofu með öðrum iðnfélög- um. En frá 1937 hefir félagið rek- ið eigin skrifstofu. 1951 keypti félagið húsið Laufásveg 8 í félagi við Landssamband iðnaðarmanna og hefir skrifstofan verið þar síðan. 1953 var höfð allsherjar- atkvæðagreiðsla innan félagsins um skiptingu þess í meistara- og sveinadeild og var þá fellt að Framh. á bls. 23. Núverandi stjóm Trésmið aféiags Reykjavíkur Trésmiðafélag Reykjavíkur 60 ára Félagsrnenn um 600 og starfsemi blómleg TRÉSMIÐAFÉLAG Reykja-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.