Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 10. des. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 VERÐUR DÆMD EFTIR VERKUM SÍNUM A L L T frá því að íslendingar hófu endurheimt frelsis síns og Alþingi var endurreist hefur það þótt sjálfsagt, að ríkisstjórn — hver sem hún var — undirbyggi mál milli þinga og legði fjárlaga- frumvarp og frumvörp um önnur helztu mál og réttarbætur svo fljótt fyrir Alþingi, sem nokkur kostur væri. Stundum hefur raun ar orðið á þessu nokkur misbrest- ur en hingað til hefur ekki verið um það deilt, að eftir þessu bæri að keppa. Einstakir Alþingis- menn hafa að sjálfsögðu frum- kvæðisrétt að lagafrumvörpum og öðrum tillögum en eðli máls- ins samkvæmt hafa þeir ekki jafna aðstöðu og ríkisstjórnin með allt stjórnarráðið og embeett ismenn ríkisins sér til styrktar, til undirbúnings málum. Um eng- in mál á þetta frekar við en efna- hagsmál, slík sem nú bíða úr- lausnar. Um þau verða ekki með neinu móti gerðar heildartillögur af öðrum en þeim, sem aðgang hefur að öllum gögnum um af- komu ríkis og atvinnuvega og getur látið sérfræðinga vinna úr þeim til undirbúnings ákvörðun- um. Lausn þessarra mála er hins vegar undirstaða flests annars, sem gert verður á Alþingi, þ. á. m. og ekki síst afgreiðslu fjár- laga. Þinghald er þess vegna þýðing arlítið fyrr en fram eru komnar tillögur um lausn þessarra mála, ásamt nauðsynlegum gögnum svo að þingheimur og almenningur geti áttað sig á og dæmt um hin- ar framkomnu tillögur. Það er ■tvímælalaus skylda ríkisstjórnar að leggja þessar tillögur fyrir þingið svo fljótt sem verða má, til þess að störf þess geti hafist og haldið áfram með eðlilegum hætti. Ákvörðun Alþingis sjálfs Nú tók ný ríkisstjórn við völd- um sama dag og Alþingi kom saman. Af þessu leiðir, að hún hefur engan tíma haft til venju- legs undirbúnings til að greiða fyrir störfum þingsins. Þvert á móti stendur svo á, að fjárlagafrumvarpið er samið undir umsjá annars fjármálaráð- herra en nú á að leggja það fram og gera grein fyrir því — að því ógleymdu, að það er að sjálfsögðu ekki sniðið eftir þeim tillögum í efnahagsmálum, sem hin nýja stjórn á eftir að semja. Þess vegna er ákveðið, að nýtt fjár- lagafrumvarp skuli samið, og mundi því starf fjárveitingnefnd- ar að frumvarpinu nú gersamlega unnið fyrir gýg. Bráðabirgðalögin um landbún- aðarverð varð nú einnig að leggja fram af hinum nýja landbúnaðar- ráðherra, sem allir vita, að er efni þeirra andvígur. Þegar svo stendur á getur eng- an undrað, heldur er það eitt eðlilegt, að hin nýja ríkisstjórn fari fram á það við þingið, að fá þinghlé til þess að geta undir- búið mál og komið þeim í það horf, sem venjulegt er, þegar Al- þingi kemur saman. Þetta er því nauðsynlegra þar sem vandi efna- hagsmálanna er nú svo mikill og aðkallandi, að lausn — hver sem hún verður — má ekki dragast lengur en óhjákvæmilegt er. Fjarstæða er þess vegna að telja það ofbeldi við þingið, þótt stjórnin fari fram á það að fá nokkurra vikna undirbúnings- tíma og starfsfrið. Frestun þings- ins verður einmitt ekki gerð, nema meiri hluti þingsins veiti samþykki sitt til hennar. Gugnuðu eftir viku málþóf Þeir, sem hér hafa haft í frammi óhæfileg vinnubrögð, eru forystumenn stjórnarandstöðunn- ar, sem hafa sjálfir ásamt fylg- ismönnum sínum, sem þeir hafa Lausn efnahagsmálanna undirstaða annarra starfa Alþingis Útvarpsræða Bjarna Benediktssonar kúskað til þess, haldið uppi mál- þófi á þinginu nokkuð á aðra viku um mál, sem hingað til hefur þótt sjálfsagt að afgreiða umræðulítið og oftast með af- brigðum frá þingsköpum á ein- um eða tveimum dögum. Þeim loddaraleik lauk ekki fyrr en sýnt var, að ef þeir létu ekki af sínum óþinglegu vinnubrögð- um yrði ákvæðum þingskapa beitt til þess að binda endi á málþófið. Er meira en hlálegt að heyra Hermann Jónasson býsnast yfir því, að umræður séu skorn- ar niður, manninn sem beitti sér í sinni fyrstu stjórnartíð, fyrir miklu harðari ákvæðum um nið- urskurð umræðna en áður höfðu gilt og lét síðan beita þeim ótæpt. Voru ófeimnir við útgáfu bráðabirgðalaga Jafn fráleitt er tal þessarra manna um það, að það sé gegn réttum stjórnarháttum, ef stjórn- in leysir einstök vandamál í þing- hléinu með útgáfu bráðabirgða- laga. Stjórnskipulegur réttur til slíkrar lagaútgáfu er óumdeildur. Má þar um t.d. vitna til útgáfu stjórnar Hermanns Jónassonar á bráðabirgðalögum um heimild fyrir ríkisstjórnina til íhlutunar um sölu og útflutning á ýmsum íslenzkum afurðum hinn 8. maí 1935, sem gefin voru út nokkru eftir að þingi hafði verið frestað. Og allra síst ferst núverandi stjórnarandstæðingum að saka aðra fyrir útgáfu bráðabirgða- laga í upphafi stjórnartíma. Minna má á, að þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson komust fyrst í ríkisstjórn 29. júlí 1934. En strax hinn 9. ágúst sama ár gáfu þeir út bráðabirgðalög um ráðstafanir til þess að greiða fyrir viðskiptum um sláturafurð- ir og ákveða verðlag á þeim og hinn 10. sept. sama ár um með- ferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl. Sízt munu aðstandendur þessarra laga þó vilja gera lítið úr þýðingu þeirra fremur en for- ystumenn vinstri stjórnarinnar úr þýðingu bráðabirgðalaganna frá 28. ágúst 1956 um festingu kaup- gjalds og verðlags, sem var eitt fyrsta verk þeirrar stjórnar eft- ir að hún tók við völdum 24. júlí sama ár. Hermann vildi víkja öðrum til hliðar Eftir tali Framsóknarmanna og kommúnista nú hefði mátt ætla, að þeim hefði aldrei til hugar komið að setja slík grundvallar- ákvæði án þess að kveðja Alþingi til funda og tryggja sér fyrir- fram formlegt samþykki þess. Reynslan sýnir annað. Mjólkur- lögin frá 10. sept. 1934 áttu m. a. s. ekki að meginefni að taka gildi fyrr en löngu eftir að Al- þingi skyldi komið saman. Til- gangurinn með bráðabirgðalögun um sýnist því einkum hafa ver- ið sá, að láta ráð þáverandi stjórn arandstöðu alls ekki komast að. Víkja henni til hliðar, eins og Hermann Jónasson stærði sig af á Hólmavík fyrir rúmu ári, að þá- verandi stjórn hans væri vel á veg komin að gera með nær helm ing þjóðarinnar. Þvílíkur hugsunarháttur er fjarri núverandi stjórn. Hún Bjarni Benediktsson ætlar sér að engan að setja til hliðar, heldur mun leita sam- starfs við alla þá aðila sem hér hafa réttmætra hagsmuna að gæta„ þingmenn, stéttasamtök og aðra. Stjórnin biður um það eitt að fá tíma til þess að undirbúa til- lögur sínar í meginmálum fyrir Alþingi til ákvörðunar og að- stöðu til þess að leysa einstök vandamál, sem að kunna að steðja á þessu tímabili. Allt mun þetta síðan lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem föng eru á, en það mun koma saman aftur ekki síð- ar en hinn 28. janúar næstkom- andi. En auðvitað hefur engum í ríkisstjórninni komið til hug- ar, að lögfesta heildarlausn efna- hagsmálanna með bráðabirgða- lögum svo sem sumir stjórnar- andstæðingar hafa fullyrt nú í umræðunum. Úrskurður kjósenda Stefnuyfirlýsingar Sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokks voru svo líkar fyrir kosningar, þrátt fyr- ir ágreining þeirra um einstök atriði, að engum blandaðist þá hugur um, að ef þeir fengju sam- an meirihluta á Alþingi bæri þeim að mynda stjórn og reyna að leysa þann voða, sem yfir vofir, í samræmi við yfirlýsingar sínar. Hermann Jónasson reyndi raunar áðan að láta svo sem aílt annað hefði verið gefið í skyn fyrir kosningar. Óteljandi um- mæli Tímans og Þjóðviljans sanna, að í þessu sem mörgu öðru fór Hermann Jónasson með rangt mál. Bæði Tíminn og Þjóð- •viljinn fullyrtu fyrir kosningar, að stefna Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokks í hinum stærstu málum væri hin sama. Á grund- velli þessara yfirlýsinga greiddu kjósendur atkvæði. Úrskurður þjóðarinnar var ótvíræður. Nú- verandi stjórnarflokkar fengu saman nær 55% atkvæða en Framsókn og kommúnistar ein- ungis um 42%. Myndun núver- andi ríkisstjórnar er þess vegna bein framkvæmd og fullnæing á úrskurði mikils meirihluta þjóð- Þingleg málsmeðferð Það eitt er í samræmi við kosn- ingaúrslitin, að þessir flokkar semji um þau ágreiningsatriði, sem eru þeirra í milli og úr- lausnar krefjast. Framsóknar- menn býsnast nú yfir því, að Sjálfstæðismenn skuli ekki strax við 1. umræðu hafa greitt at- kvæði á móti bráðabirgðalögun- um um verð á landbúnaðarvör- um. Með því hefði málinu verið neitað um þinglega meðferð og fyrrverandi hæstv. ríkisstjórn verið sýnd frekleg óvirðing, önn ur og meiri en tíðkuð er þótt mikill málefna-ágreiningur sé fyrir hendi. Fjóröungur 13 ára barna reykir 1 VOR áður en skólum lauk sendi borgarlæknir spurningalista til nemenda í unglingaskólum bæj- arins, með það fyrir augum að komast að því hve mikill hluti unglinganna reykti að staðaldri. Kom í ljós að 17% 13 ára stúlkna reykja og 34,4% 13 ára drengja. Reykja börnin misjafnlega mikið, frá 10 sígarettum á mánuði og upp í 1—20 á dag. Reykingar meðal unglinganna fara síðan vaxandi. 49,1% af 16 ára drengjum reykir og 24,7% stúlkna á sama aldri, en árið eftir virðist draga úr reykingum stúlkna því af 17 ára stúlkum reykja ekki nema 19%. Drengirn ir virðast aftur á móti halda áfram að auka reykingarnar og 56,2% þeirra reykir 17 ára. Þessi háa hundrastala reykinga meðal stálpaðra barna mun koma flestum á óvart, þar eð hætt er við að krakkarnir feli það fram- an af a.m.k. fyrir foreldrum og kennurum að þau eru farin að reykja. Flugfélagið veitir skóla- fólki afslátt FLUGFÉLAG íslands hefir á- kveðið að veita skólafólki, sem ætlar að ferðast í jólafríinu með flugvélum félagsins, afslátt á far- gjöldum. Slíkir afslættir hafa verið veitt ir fyrir nokkur undanfarin jól og hafa námsmenn notfært sér þau hlunnindi í æ ríkara mæli til þess að dveljast með skyldmenn- um sínum um hátíðarnar. Námsmannaafsláttur þessi er 25% frá núverandi tvímiðagjaldi og gildir á öllum flugleiðum Flug félags íslands innanlands. Afslátturinn er háður eftirfar- andi skilyrðum: 1. Að keyptur sé tvímiði og hann notaður báðar leiðir. 2. Vottorð frá skólastjóra, er staðfesti að viðkomandi stundi nám við skólann. 3. Að farseðillinn sé notaður á tímabilinu frá 15. des 1959 til 15. jan. 1960. Það skólafólk, sem hugsar sér að notfæra sér þessi hlunnindi, ætti að panta sér far með góðum fyrirvara, því búast má við því að síðustu ferðir fyrir jól verði fljótt fullskipaðar. Framsóknarmenn eru raun- ar illræmdir á meðal allra, sem með þeim hafa unnið, fyrir óbil- girni í samstarfi. Þar af meðal annars kemur einangrun þeirra nú. En þó efast ég um, að jafnvel þeir hefðu beitt samstarfsflokk sinn slíkum aðförum. Fyrir Sjálf- stæðismenn kom það aldrei til greina. Við virðum • og höldum eigin orð, en við virðum einnig réttar samstarfsreglur. Fer fram á starfsfrið Hér sem ella skiptir þó mál- efnaleg lausn vandans sjálfs mestu máli. Þar mun ríkisstjórn- in leggja sig alla fram um, að samkomulag á milli aðila sjálfra geti tekist og með tiltækilegum ráðum reyna að afstýra vand- ræðum. Mikið liggur við fyrir þjóðina alla að vel takist í þessu og þó enn meira að leysa sjálfan megin vanda efnahagsmálanna, svo að hruni verði afstýrt og sjálfstæði þjóðarinnar verði tryggt. En um það er nú að tefla. Um tillögur ríkisstjórnarinnar er fyrst tíina- bært að ræða þegar þær koma fram. Ógnartal Lúðvíks Jósefsson ar hljómar innantómt, þegar menn hafa í huga þá tvöföldu gengislækkun, sem hann var að- ili að fyrst 1956 og síðan með „bjargráðunum" 1958. Og drógust þau raunar mun lengur en hann segir nú, að tillögur okkar muni frestast. Um hvernig til takist ef best fyrir okkur alla, á báða bóga, að spara stóru orðin fyrir fram. Þau gera engum gagn. En að rétt um lýðræðisreglum á þjóð og þing kröfu til þess, að ríkis- stjórnin leggi fram tillögur sínar og greinargerðar eins fljótt og við verður komið. Ríkisstjórnin viðurkennir þessa skyldu óg fer nú fram á það eitt að fá starfsfrið til þess að leysa hana af höndum. Síðan mun þessi ríkisstjórn eins og aðrar verða dæmd eftir verkum sínum. Lúcíu-háffið ÍSLENZK sænska félagið efnif að vanda til Lúcíu-hátíðar á Lúcíu-daginn, sunnudaginn 13. desember. Verður hún í Þjóðleik húskj all aranum og hefst kl. 20,30 stundvíslega. Þar mun Sigur- björn Einarsson biskup flytja ræðu. Sýnd verður sænsk kvik- mynd, gerð í tilefni af aldaraf- mæli Selmu Lagerlöf. Árni Jóns son, söngvari, syngur og Lúcía (Anna Geirsdóttir) og þernur hennar syngja Lúcíusöngva yfir kaffiborðum. Síðan verður stíg- inn dans, þar á meðal sænskir þjóðdansar, til kl. 1. Miðar verða seldir við innganginn sama verði og síðastliðið ár og er félagsmönn um heimilt að taka með sér gesti meðan húsrúm leyfir. Þeir, sem vildu tryggja sér aðgöngumiða 1 tíma, geta tilkynnt þátttöku sína í síma 1-39-87 frá 9—5 fyrir föstudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.