Morgunblaðið - 10.12.1959, Síða 17
Fimmtudagur 10. des. 1959
MORGinS KLAÐIÐ
17
Lárus Björnsson
Grímstungu 70 ára
í DAG lr 70 ára einn af merkustu
bændum á íslandi. í>að er Lárus
Björnsson bóndi í Grímstungu í
Vatnsdal.
Hann er fæddur 10. desember
1889 á Réttarhóli í Forsæludals-
kvíslum. Þar bjuggu þá foreldrar
hans hjónin Helga Sigurgeirs-
dóttir og Björn Eysteinsson. Er
býli þetta langt fram á heiði og
bjuggu hjónin þar um fjögra ára
skeið, en fluttu þaðan að Skára-
stöðum í Miðfirði. En að Gríms-
tungu fluttu þau með börn sín
1899 og hefir Lárus átt þar heima
alla ævi síðan, nú í 60 ár.
Af foreldrum Lárusar er sagt
all rækilega í ævisögu Björns
Eysteinssonar er út kom fyrir
2 árum og ætt þeirra þar rakin
einkum Björns. Ég sleppi því hér,
að rekja ætt Lárusar, en það hygg
ég ekki ofmælt, að svo mikill
gæfumaður sé hann að hafa það
bezta úr 'báðum ættum. Þess
vegna hefir hann orðið slíkur úr-
valsmaður sem raun ber vitni.
Árið 1910 byrjaði Lárus búskap
í Grímstungu rétt rúmlega tví-
tugur og hefir búið þar alla tíð j
síðan með miklum skörungsskap.
Konu sinni Péturínu Jóhannsdótt
ur giftist hann 5 árum síðar þ.e.
árið 1915. — Um krossmessuna á
næsta vori á þessi merki bóndi
þá 50 ára búskaparafmæli og 45
ára hjúskaparafmæli. Þá ætlar
hann að fá til sín vini sína og
vandamenn og fresta þangað til,
að halda nokkuð upp á sitt 70 ára
afmæli. Tilefni heimilishátíðar-
innar á næsta vori verður því þre
falt og fer vel á því.
Hjónaband Grímstunguhjóna
hefir verið frábærlega ástríkt og
farsælt, enda er konan mikilhæf
kona, ósérhlífin, góðgjörn og
skyldurækin. Þau eignuðust 8
börn og eru 6 þeirra á lífi, 4
drengir og 2 stúlkur. Allt fullorð
ið, efnilegt og gott fólk. Tvö af
börnunum eru dáin. Stúlka er dó
á 5. ári Helga að nafni, og dreng-
ur er dó á 19. ári Helgi Sigurður
að nafni. Auk eigin barna hafa
þessi mætu hjón alið upp að
mestu 3 fósturbörn.
Heimilið í Grímstungu hefir
um daga þessara hjóna verið hið
mesta myndarheimili. Þar hefir
ríkt alúð, friður og gestrisni.
Þangað hefir komið fjöldi ferða-
manna úr héraðinu og utan þess
og æfinlega fengið ánægjulegar
viðtökur. Mest hefir þó oftast
verið um gestafjölda um göngur
og réttir. Hafa nokkuð margir
lagt leið sína að Grímstungu
þegar þeir komu blautir og kald-
ir og illa til reika af heiðum
ofan. Og allir hafa þeir fengið
góðar viðtökur og aðhlynningu
hjá húsbændum og heimilisfólki.
Þegar Lárus byrjaði að búa
vorið 1910 átti hann 80 kindur og
var það öll eignin. En hann
keypti til viðbótar 27 ær sem
Jósep þá stórbóndi á Hjallalandi
bauð honum.
Þegar hann tók við þeim kom
I ljós, að það voru allt fallegar
tvævetlur. Lárus undraðist slík-
an drengskap, en Jósep sagði:
„Ungir menn hafa ekkert að gera
með að kaupa gamalær“.
Fyrstu 3 árin hafði Lárus ekki
nema % Grímstungu móti Þor-
steini bróður sínum, en síðan hef-
ir hann búið á allri jörðinni. En
síðastliðið vor seldi hann sonum
sínum Eggerti og Grími, sinn
þriðjunginn hvorum. Sjálfur
heldur hann eftir beitarhúsum
og þriðjungi af beitilandi.
Lengst af hefir Lárus Björns-
son verið fjárríkasti bóndi í
Húnavatnssýslu og greitt hæst út
svar allra Vatnsdælinga.
Umbæturnar á jörðinni eru
stórkostlegar. Túnið var tæpir 8
hektarar þegar hann byrjaði. Nú
30 hektarar heima og 10 á beitar-
húsum. Byggingar allar eru úr
steinsteypu og þær eru þessar:
íbúðarhús mjög stórt. Fjárhús
yfir 830 fjár. Fjós yfir 20 naut-
gripi. Hlöður og votheysgryfjur
fyrir 3000 hesta af heyi. Auk
þess hesthús og geymslur. Gefa
þessar byggingar hugmynd um
bústærð og heyskapar möguleika.
Grenjaskytta hefir Lárus verið
yfir 50 ár bæði á heiðum og í
heimalöndum. Vafasamt að nokk
ur núlifandi íslendingur hafi út-
mennings hefir Lárus talsvert
unnið og alltaf til góðs. Hann var
lengi í Hreppsnefnd Áshrepps. í
í stjórn Búnaðarfélags Áshrepps í
40 ár og í Skólanefnd Áshrepps
í 30 ár. Auk þess hefir hann ver-
ið mjög oft fulltrúi á fundum
Kaupfélags Húnvetninga og Slát-
urfélags AusturHúnvetninga, og
margt fleira mætti nefna.
Lárus í Grímstungu hefir
aldrei lært í öðrum skóla en
skóla lífsins. En honum hefir
gengið námið afburða vel, enda
er maðurinn framúrskarandi vel
greindur og glöggskyggn. Hann
hans og drengskapur þegar vanda
ber að höndum er frábært. Ef
Lárus í Grímstungu getur eigi
bjargað vinum sínum þá mun
mörgum þeirra þykja næsta lítil
von í öðrum áttum. Á því eru
heldur aldrei nein tvímæli að
Lárusi er óhætt að treysta, sem
heilsteyptum og öruggum heiðurs
manni, sem aldrei fer með rangt
mál, eða notar sér veikleika
annara manna til hagnaðar.
Þess vegna hefir hann alla tíð
verið gæfumaður og margir aðrir
hafa notið gæfu af því, að fara
að ráðum hans ög komast á ann-
an hátt í náin kynni við hann.
Lárus Björnsson er einbeittur
í skoðunum, fastur fyrir og fer
sínar eigin götur, en þó samn-
ingslipur við góða drengi. Hann
hefir haft og hefir enn frábært
vinnuþrek og er svo mikill ferða-
maður að fágætt mun. Einkum er
þetta undravert nú síðustu árin
eins og aldri hans er komið. Hann
fer enn í göngur og aðrar heiða-
ferðir, grenjaferðir og hvað sem
er eins og ungur væri. Meðal
annars þótti mörgum furðu gegna
í sumar sem leið, þegar Húnvetn-
ingar úr Reykjavík og heima
héraði héldu mót á Hveravöllum,
þá fór Lárus í Grímstungu á hest-
um sínum þessa leið, sem er 9—10
tíma reið. Flestir aðrir fóru á
bifreiðum.
Lárus er mjög vel skapi farinn.
glaðvær og skemmtilegur í vina-
hóp. Hefir mikila ánægju af Ijóð-
um, kvæðamaður ágætur og get-
ur verið hrókur alls fagnaðar
þegar svo ber undir. Hann er
myndarlegur maður og aðlað-
andi. Öllum Húnvetningum þyk-
ir hann góður gestur.
Á þessum tímamótum þegar
þessi ágæti maður er 70 ára, þá
þakka ég honum fyrir langa og
trausta vináttu og margvíslegan
drengskap.
Ég óska honum, konu hans,
börnum og öllu tengdafólki til
hamingju með gæfuríka ævi, sem
liðin er og óska þess, að hans
megi enn lengi við njóta. Það
er öllu venzlafólki og sveitinni
og héraðinu mikilsvert.
Jón Pálmason,
Nýjar bækur:
Tvœr ,,stríðsbœkur44
frá Ægisútgáfunni
Péturína Jóhannsdóttir og Lárus Bjarnason.
rýmt fleiri tófum en hann, og
geta flestir bændur gert sér í
hugarlund hvílíkt nytjaverk það
er. Þar hefir líka verið að verki
hin fágæta fórnfýsi og dugnaður
þessa manns, með óteljandi næt-
urvökum og óhemju ferðalögum
um fjöll og firnindi. Lárus var
í öndverðu heiðarinnar barn og
hann hefir líka verið lengur en
flestir aðrir yfirmaður og stjórn-
arí um að allt það er afréttirnar
heimta. í göngum, vorleitum,
eftirleitum o. s. frv. Hefir hjá
honum aldrei verið skortur á fórn
fýsiinni með þeirri alkunnu at-
orku, fyrirhyggju og afburða
dugnaði og þrautseigju sem hann
hefir einkennt.
Að öðrum störfum í þágu al-
hefir haft á því gott lag, að not-
færa sér rök reynslunnar frá
fyrri og síðari timum. Og í gegn
um sitt örðuga og tilbreytinga-
sama starfslíf, hefir hann komizt
á þá leið, að hann er elskaður
og virtur af öllum sem honum
eru kunnugastir. Sem húsbóndi á
sínu heimili hefir hann verið
sérlega vinsæll og vel metinn,
enda hefir sumt af hans hjúum
verið langdvölum hans heima-
menn, og ekki kosið fremur aðra
staði meðan ekki var breytt um
stöðu. Á sama hátt er Lárus mjög
vinsæll í sveit sinni og sýslu.
Hvar sem hann velst til stjórnar,
hvort sem er á heiðum eða í
byggð, þá hefir hann gott lag á
því, að allt fari vel. Hjálpfýsi
TVÆR nýjar bækur eru komntr
á markaðinn frá Ægisútgáfunni
í Reykjavík. Báðar bækurnar
geyma frásagnir úr heimsstyrj-
öldinni síðari, lýsa ógnum stríðs-
ins á ljósan hátt og fela raunveru
lega báðar í sér hina hörðustu
ákæru ' gegn hernaðaranda og
striðsæði.
Bækur þessar eru: „Hersveit
hinna fordæmdu", eftir Danann
Sven Hassel (De fordömtes Leg-
ion). — Hassel var neyddur til
að ganga í þýzka herinn, vegna
þess að faðir hans var þýzkur.
Hann barðist með Þjóðverjum á
Austurvígstöðunum, en fylltist
viðbjóði á stríðinu og tilgangs
leysi þess og strauk úr hernum.
Hann lenti í hinum mestu hörm
ungum, og segir frá því öllu á
hinn hispurslausasta hátt í þess-
ari bók, sem hlotið hefir mikla
útbreiðslu og verið þýdd á mörg
tungumál. — Sumir hafa jafn-
vel borið bókina saman við stríðs
sögur þeirra Hemingways og
Remarques.
Hin bókin er „Að sigra eða
deyja“ (Getreu bis in den Tod),
eftir Will Berthold. Þýðandi er
Stefán Jónsson fréttamaður. Frá-
sögn þessi fjallar um örlög þýzka
orustuskipsins Bismarcks fyrst
og fremst, viðureign þess viS
brezka bryndrekann Hood, sem
það sökkti vestur af íslandi 1941
og endalok þess, er brezk flota-
deild yfirbugaði það suðvestur
af írlandi í hinni sömu ferð. í
átökum þessum létust um eða yf-
ir 4000 manns. Þessum hrikalega
hildarleik segir höfundur frá á
mjög hlutlausan og áhrifaríkan
hátt.
Báðar eru bækurnar prýddar
mörgum sögulegum myndum, og
er vel frá þeim gengið. Þær eru
prentaðar í Prentsmiðjunni Hól-
um.
Pillsbuiys
((BESX
...ollar
húsmæður
þekkja
(Pillsburys BEST
hveiti
Pillsbury’s Best
er efnabætt hveiti
í endurbættum pakka
og gæðunum er alltaf hægt
að treysta.