Morgunblaðið - 16.12.1959, Side 6

Morgunblaðið - 16.12.1959, Side 6
6 MORGUWBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. des. 1959 Eftirprentun á málverki eftir Jóhann Briem. Nýjar eftirprentanir 1 SAMTALI við fréttamann Mbl. I gær skýrði Ragnar Jónsson frá nýjum eftirprentunum Helga- fells. Hann komst að orði eitt- hvað á þessa leið: Málverkaprentun Helgafells heldur áfram, þó nokkru hægar en vonað var, enda reyndist nauð synlegt að stækka safnið nokkuð frá því sem upphaflega var ráð- gert. Ýmsir hinna yngri málara hafa enn ekki skilað myndum til prentunar, en flestir þeirra munu hafa þær tilbúnar um mitt næsta ár og ennfremur hafa margir þjóðkunnir málarar enn ekki val- ið mynd í safnið, en munu gera það í byrjun næsta árs. Þá verða í safninu nokkrar myndir af högg myndaverkum, prentaðar í þrem- ur til fimm litum. Þá hefur þótt æskilegt að hafa í safninu nokk- uð greinilegt yfirlit yfir list fárra málara og hafa fyrst verið valdar í því skyni myndir eftir Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím, Scheving og Þorvald Skúlason. Vafalaust má nú telja að nokk- urt safn málverka, meðal annars frummyndir sumra verkanna, sem prentuð hafa verið, verði send til sýningar erlendis ásamt prentununum, og þá t. d. allítar- .legt yfirlit yfir verk eins málara á hverjum stað. Um 2000 málverkaprentanir hafa þegar verið gefnar ýmsum einstaklingum erlendis, auk þeirra sem fólk hér hefur sent. Er það gert í því skyni að kynna list okkar meðal þeirra, sem mik- ið sækja myndlistarsýningar, eins og t. d. meðlimir frægra list- klúbba. Kynning verkanna meðal listamanna erlendis, einnig safnstjóra, listkritikara og ann- arra áhrifamanna, er í byrjun. En slíkt er alveg lífsnauðsynlegur undirbúningur undir sýningar í stórborgum. Einnig hefur komið til orða að bjóða hingað forstöðu- mönnum nokkurra listasafna. Ellefu nýjár málverkaprentan- ir, sem gerðar hafa verið smám saman á þessu ári, koma á mark- aðinn samtímis í dag og þar á meðal 5 eftir málara, sem ekki hafa áður átt myndir í þessu safni, Kristínu Jónsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jóhann Briem, Gunnlaug Blöndal og Ásmund Sveinsson og ennfremur nýjar myndir eftir Ásgrím, Þorvald og fimm eftir Kjarval. Kristín Jónsdóttir valdi sjálf sína mynd, taldi hana í hópi sinna beztu, er það uppstilling, blóm og ávextir. Mynd Nínu Tryggvadóttur er valin af nefnd er gekk frá bók þeirri er nýlega kom út í Frakklandi og víðar, um nútímalist. Er myndin prent- uð þar í litum. Jóhann Briem og Gunnlaugur Blöndal völdu mynd imar í samráði við útgefanda og sama er að segja um Ásmimd og Kjarval. Þó landslagsmyndir Kjarvals séu stórfenglegar, eru fantasíur hans margar ekki síðri, en meðal hinna allra fegurstu og óvenju- legustu eru nokkrar í eigu alda- vinar hans, Jóns Þorsteinssonar, íþróttakennara, og nefni ég þar sérstaklega tvær, sem nú hafa verið prentaðar, Höll vindanna og Sólþokur, báðar þrungnar ástríðum og mannviti, fegurð og ævintýralegu hugarflugi. En sjálfur benti hann sérstaklega á mynd Kristjáns Gíslasonar af drengnum (kannske er það mynd af Ingimundi bróður hans), sem situr í grasinu og leikur á puntstrá en fuglarnir hópast í kringum hann í þakklátri hrifn- ingu, ein hin Ijúfasta mynd sem listamaðurinn hefur gert. Af þessum myndum sem nú eru komnar er aðeins prentað 3—400 eintök. Myndirnar eru aðeins seldar I Unuhúsi og nokkrum stöðum úti á landi. — • — Jólabækur Helgafells eru Ævi- saga Stephans G. Stephanssonar eftir Sigurð Nordal, Ævisaga Gunnars Gunnarssonar eftir Stellan Arvidson, endurminning- ar Erlings Friðjónssonar frá Sandi, Undir gervitungli eftir Thor Vilhjálmsson, í sumardöl- um, ljóðabók Hannesar Péturs- sonar og Salka Valka, ennfremur ensk útgáfa af Ungfrúnni góðu eftir Laxness, handa fólki að senda vinum sínum í enskumæL andi löndum. Cœsar í Þjóðleikhúsinu og Ríkisútvarpinu ÞAÐ eru allar líkur á að leik- húsgestir héT í Reykjavík og út- varpshlustendur fái að heyra og sjá talsvert um þá frægu sögu- legu persónu, Júlíus Ceasar, um þessi jól. Þjóðleikhúsið frumsýnir hið stórbrotna leikrit Shakespears, Júlíus Ceasar á annan dag jóla og sama kvöldið og kvöldið þar á eftir verður flutt í útvarpinu leik ritið Ceasar og Cleópatra eftir Bernard Shaw. Haraldur Björnsson leikur Ceasar í Þjóðleikhúsinu en Þor- steinn Ö. Stephensen fer með hlut verk Ceasars í útvarpinu í leikriti Shaws. Leikrit Shakespears segir frá síðustu dögum í stjórnartíð Ceas- ars, frá morðinu á honum 15. marz 44 f.K. og frá afleiðingun- um, sem hlutust af morði Ceasars og valdastreitunni í Róm eftir frá fall hans. „Júlíus Ceasar“ er talið eitt stórbrotnasta verk Shakespears og vilja margir álíta að skáldlegt flug hans nái þar einna hæst. Fræg er ræðan, sem Shakes- skrifar úr daglega lifinu i Strætisvasmar til fyrirmyndar Ný bók eftir Guð- f innu Þorsteins- dóttur tlT er að koma hjá IÐUNNI bók, ■sem Vogrek nefnist, eftir Guð- finnu Þorsteinsdóttur, sem kunn er undir skáldasafninu Erla. Bók þessi hefur að geyma frásagna- þætti ýmis konar af þjóðlegum toga. Fyrir tveimur árum gaf sama forlag út bókina Völuskjóðu eftir sama höfund, og var henni mjög vel tekið. Vogrek er að efni og útliti samstæð hinni fyrri. Þar segir m.a. frá hrakningum og mannraunum ýmiss konar, horfn- um búskaparháttum og heimilis- Iwag, meinlegum örlögum og mörgu sérkennilegu fólki. Loks eru í bókarlok allmargar frásagn- ir af dulrænum fyrirbærum. Bfnið er þannig margþætt og fjölbreytilegt. Vogrek er ritað á íögru og myndauðugu alþýðumáli og mun v&falaust verða kærkomin bók þeim, sem þjóðlegum fróðleik unna, ekki siður en Völuskjóða var á sinum tíma. Nú er til þess ætlazt að allir bifreiðastjórar, sem aka um götur höfuðborgarinnar, kunni að nota stefnuljós og geri það. Að öðrum kosti eru þeir kærð- ir, þegar til þeirra sést. Það ættj ekki að vera mjög erfítt fyrir sæmilega greint fólk að læra að nota stefnuljós, enda hafa margir bifreiðastjórar komizt upp á lag með það á mjög skömmum tíma. Enn eru þó margir, sem ekki virðast geta lært þetta, og ýmist gefa engin merki með stefnuljósun- um, þegar þeir ætla að beygja eða fara ranglega að. Ekki veit ég hvort strætis- vagnabílstjórar eru skarpari menn en bílstjórar almennt, en þeir virðast hafa lært sína lexíu fljótt og snarlega, og eru" nú til fyrirmyndar hváð þetta snertir. “ Ég hefi orðið var við að sumir ökumenn eru ekki vissir um hvort þeim beri að gefa merki, nema ef einhver bif- reið er í nánd. Ef betur er að gáð, liggur það í augum uppi að svo hlýtur að vera. Ef bil- stjórinn ætti alltaf að líta í kringum sig og vega og meta hvort nauðsynlegt sé að gefa merki, áður en hann beygir eða skiptir um akrein, ja þá er hætt við hann sé annað hvort búinn að beygja áður en til framkvæmda kemur eða hafi blátt áfram misst af beygj unni. Aðrir eru ekki vissir um hvort þeim beri að gefa merki um að þeir ætli að beygja, ef þeir eru komnir á þá akrein, sem gerir ráð fyrir beygju. En svo mun vera. Menn eiga að o gefa merki, þó þannig standi á. Ökumenn verða að venja sig á það að gefa merki, svo að þeir geri það ósjálfrátt, rétt eins og að stíga á hemlana, þegar þess gerist þörf. • Götuheitið í nf. eða bef? Póstnotandi á Akureyri hef- ur skrifað Velvakanda bréf í sambandi við nýútkomna fréttatilkynningu um jólapóst- inn r ' ' 'ststofunni. Þar er m. a sem nefnist „Rétt utanás... iit sendanda færir honum rétt áritað bréf“. Um þetta segir póstnotandi: Vildir þú ekki í allri vin- semd vekja athygli póstmanna og annarra á því, að ekki á að skrifa staðarnöfn á bréf á þann hátt sem gert er í sumum dæmunum í fréttatilkynningu póststofunnar í Reykjavík. Þar eru sum götunöfnin rituð í nefnifalli, en það er ekki ís - lenzka, heldur ber að rita þau í þágufalli — eins og raunar er gert í öðrum dæmum þarna á blaðinu, þar sem skrifað er t. d. Árnanúpi (þgf.), en ekki Árnanúpur (nf.) og Fossatúni og Selfossi. Þá getur hann þess að aftan á fréttatilkynningunni séu til- greind tvö verð til Vestur- Evrópu, þar sem getið er um helztu fluggjöld til útlanda. Annað til N- og V-Evrópu, en þar er 20 gr. bréf verðlagt á kr. 3,50, en á hinum staðnum eru 20 gr. bréf til A- og V- Evrópu verðlögð á kr. 4,00. Hve mikið á maður að greiða undir bréf sín til V-Evrópu, spyr Póstnotandi að lokum. • Prentvilla Velvakandi spurðist fyrir um verðið hjá póstmeistaran- um í Reykjavík. Og það kom á daginn að prentvillupúkinn, óvinur okkar blaðamannanna, hafði líka verið á ferðinni hjá honum og breytt A- og V- Evrópu. Þá voru prentuð 5000 ný eintök af fréttatilkynning- um með leiðréttri þessari villu ag þeim dreift aftur. Kvaðst póstmeistarinn vona að leiðréttingin hafi einnig kom- izt til Akureyrar, þó frétta- tilkynningin hafi í rauninni aðeins verið ætluð Reykvík- ingum. En sem sagt, það kost- ar kr. 3.50 undir 20 gr. bréf. Um hitt atriðið, faliið á götunafninu, væri gaman að heyra nánar, frá einhverjum af málfræðingum okkar. pear lætur Marcus Antoniu* halda yfir líki Ceasars í Róm. Leikritið „Ceasar og Cleópatra** eftir Shaw er gjörólíkt harmleik Shapespears en eigi að síður stór- merkilegt verk. Leikurinn fjallar eins og nafnið bendir á um Júlíus Ceasar og Cleópötru hina fögru drottningu. „Iletjur í hafróti64 og tvær barnasögur UT er komin skáldsagan „Hetjur í hafróti", eftir hollenzka skáldið Jan de Hartog í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Hartog er höf- undur leikritsins Rekkjan, er sýnt var hér í Þjóðleikhúsinu fyr- ir fáum árum. Hetjur í hafróti kom fyrst út árið 1939, en hefur síðan verið endurprentuð hvað eftir annað i Hollandi og kom nýlega út í 32. útgáfu þar. Þá hefur verið þýdd m.a. á ensku, þýzku og spænsku. Sagan gerist á heimshöfunum þremur, Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi. Hún er saga mikillar baráttu við óblíð náttúru öfl. Söguhetjan hefst upp í skip- stjórastöðu af eigin ramleik þrátt fyrir óvild valdamanna, er leggja allar hugsanlegar tálman- ir á braut hans. Prentsmiðja Guðmundar Jó- hannssonar gefur bókina út. Þá hefur sami útgefandi nýlega sent frá sér tvær barnabækur. Eru það Ævintýri músanna eftir K.H. With í þýðingu Guðmundar M. Þorlákssonar og Jólasögur handa börnum, er Guðmundur M. Þorláksson hefur tekið saman og þýtt. Eiui barizt í Paraguay BUENOS AIRES, 14. desember. — Talið er, að um 3000 upp- reisnarmenn berjist nú gegn hernum í Paraguay víðs vegar um landið, en aðalátökin eru samt i nánd við argentínsku landamær- in. Foringi uppreisnarmanna er sagður 26 ára gamall stúdent, en aðalskipulagsmaður uppreisnar- innar mun vera maður að nafni Mendez, sem áður var aðalbanka. stjóri þjóðbankans í Paraguay. Annars er af ýmsum talið, að sam band sé á milli uppreisnarfor- ingjanna og stjórnar Castro á Kúbu. — Síðari fregnir herma, að stjórnarhermenn hafi tekið á sitt vald eina útvarpsstöðina, sem uppreisnarmenn hafa sett upp til þess að hvetja aiþýðu manna til að rísa upp gegn ein- ræðisherranum og slást í lið með uppreisnarherjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.