Morgunblaðið - 16.12.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.1959, Blaðsíða 11
Mlðvikudagur 16. des. 1959 MORCllTSfíhAÐIÐ 11 Mannlýsingar eftir Einar HjÖrleifsson Kvaran Tómas Guðmundsson skáld, annast útgáfu ritgerða- safns þessa öndvegishöfundar íslendinga, sem framt var einn atkvæðamesti blaðamaður landsins, lét stjórnmál til sín taka, og skrifaði sæg ritgerða um hvers konar andleg efni, trúmál, bókmenntir leiklist og önnur menningarmál. Hann var sífelld- lega opinn fyrir öllum andlegum straumum sam- tíðarinnar, heimsborgari í hugsun, víðsýnn og fr jáls- lyndur, boðberi mannúðar, umburðarlyndis og kær- ieika. Mannlýsingar eru mjög skemmtilegar aflestrar, mótaðar af persónu- legum stíl og bornar upp af sérstæðri og sannfærandi rökvísi. Dómsdagurinn í Flatatungu eftir Selmu Jónsdóttur listfræðing Þessi bók mun áreiðanlega vekja mikla athygli bæði inn- anlands og utan. Hún f jallar um útskornar furufjalir frá Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, sem höfðu verið notaðar í árefti á skemmu þar, en eru nú geymdar í 1‘jóðmynja- safni. Fjalir þessar komu að Bjarnastaðahlíð frá Flata- tungu í sömu sýslu og munu vera frá því um 1070, að því er höfundur bókarinnar færir rök að. Myndirnar á f jölum þessum hafa valdið mönnum ærnum heilabrotum, en með bók þessari virðist uppruni þeirra ráðinn. tjt frá efnisatr- iðum og stíl myndanna færir höfundur rök af menningar- tengslum, sem vissulega munu koma mönnum á óvart. Bókin er í stóru broti, 140 bls. að stærð. 1 henni eru 66 glæsilegar myndir, þar sem myndimar á fjölunum eru bornar saman við erlend listaverk. Ljósmyndirnar af fjölunum gerði þýzkur Ijósmyndari, en bókin er prentuð í Sviss. Heimspekideild Háskóla Islands hefur dæmt ritgerð þessa hæfa til doktors- varnar, og verður þá Selma Jónsdóttir fyrsta konan, sem ver doktorsritgerð hér. Bókin er komin út á íslenzku og kemur bráðlega einnig á ansk^. Bækur A B fást i bókabúdum, en jafnframt er afgreiðslan oð Tjarnargötu 16 opin félagsmönnum eins og verzlanir fyrir jólin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.