Morgunblaðið - 16.12.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 16.12.1959, Síða 20
20 MORCVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. des. 1959 OfiREHA það ekki? I>ér eruð ekki reiður við mig, vegna þess hvað ég hag- aði mér kjánalega og sagði margt vitlaust í dag?“ Á slíkum augna blikum vakti sú hugsun mér dul arfulla undrun, að ég sem ekk- ert hafði að gefa nema innileg- ust/u samúð mína, skyldi hafa svona mikið vald yfir annarri manneskju. En það er einkenni hinna ungu að sérhver ný þekking stígur þeim til höfuðs. Jafnskjótt og ég uppgötvaði, að þessi hæfileiki minn til að vorkenna og finna til með öðrum, var afl, sem ekki aðeins æsti mig skemmtilega, heldur náði lika með gagnlegum áhrifum sínum út fyrir sjáifan mig, þá varð einhver gagnger breyting innra með mér. Frá því er ég hafði í fyrsta skipti veitt þessarri samúðarhæfni aðgang að sjálfum mér, fannst mér lík- ast því sem toxin (eiturteg.), hefði komizt inn í æðar mínar og gert blóðið heitara, rauðara og blóðrásina hraðari, ákafari. Og allt í einu gat ég ekki lengur skilið hina tilfinningalausu ómennsku, sem ég hafði hingað til lifað í, eins og í gráu ömur- legu rökkri. Hundrað hlutir, sem ég hafði aldrei fyrr veitt nokkra minnstu athygli, fóru nú að vekja eftirtekt mína og æsa mig. Alls staðar umhverfis mig tók ég nú eftir hlutum, sem drógu að sér athygli mína, hrifu mig, hræddu mig, eins og fyrsta inn- sýn mín í þjáningar annarra hefði gefið mér nýrri, skyggnari og skilningsríkari augu. Og þegar ég var að prófa nýja hesta fyrir herdeildina, brá svo undar lega við, að mér var allt í einu gersamlega ómögulegt að gefa þrjózkufullum hesti svipuhögg á lendina, eins og áður, án þess að finna til samvizkubits, því að ég skynjaði nú þær kvalir, sem ég varð valdur að og svipufarið brann á sjálfs míns hörundi. Og ég kreppti greiparnar ósjálfrátt um beizlistaumana, með svo krampakenndu taki, að hnúarnir hvítnuðu, þegar hinn stygglyndi höfuðsmaður okkar sló ungan ulana beint í andlitið með kreppt um hnefanum, vegna þess að hann hafði ekki girt hnakkinn nægilega fast á einn hestinn og Jólatrésseríur - 17 Ijós - Jólatrésseríurnar sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hef- ir komið í ljós að vegna misjafnrar spennu sem venjulega er um jólin, endast 17 Ijósa-seríur margfalt lengur en venju legar 16 ljósa. NOMA amerískar seríuperur. Verð kr. 3,50 pr. stk. Austurstræti 14 Simi 11687 pilturinn stóð teinréttur og hreyf ingarlaus. Hinir hermennirnir hlógu tómlátlega, en ég var sá eini, sem gat séð heitu blygðunar tárin, sem þrengdu sér út undan signum augnalokum piltsins. Allt í einu fann ég líka, að ég gat ekki þolað hið ruddalega gaman í liðsforingjaklúbbnum, sem allt af var á kostnað einhvers klunnalegs eða klaufalegs fé- laga. Frá því er ég hafði skilið þjáningar aflleysisins í brjósti hinnar varnarlausu, máttarvana stúlku, hafði ég megnasta við- bjóð á hvers konar ruddaskap, en hrærðist til meðaumkunar með öllu því sem var hjálpar- vana. Margs konar smámunir, sem hingað til höfðu alveg sloppið við athygli mína, vöktu nú eftir- tekt á sér, eftir að tilviljunin hafði gróðursett fyrsta samúðar fræið í brjósti mínu, smómunir, sem flestir hefðu kallað einiber- an hégóma, en sem höfðu þó mátt til að vekja mig til umhugsunar og athafna. Ég veitti því nú t. d. athygli, að konan í tóbaksbúð- inni, þar sem ég keypti alitaf vindlingana mína, brá peningun um, er ég fékk henni, undarlega fast upp að þykku glerjunum í gleraugunum sínum og sá grun- ur gerði mér þegar órótt innan brjósts, að hún kynni að hafa vagl á augum. Næsta dag hugs- aði ég mér að spyrja hana nán- ar um þetta, að sjálfsögðu með fyllstu nærgætni og jafnvel biðja Goldbaum, herlækninn okkar, að gera svo vel og athuga aug- un í henni. I annað skipti veitti ég því at- hygli, að sjálfboðaliðarnir höfðu í seinni tíð sniðgengið mjög greinilega K. litla, rauðhærða piltinn. Og þá minntist ég þess, að ég hafði lesið það í blöðunum, að frændi hans hefði verið dæmd ur fyrir fjárdrátt og settur í fang elsi. Hvað gat K. gert að því, aumingja strákurinn? Ég fékk mér því, af ásettu ráði, sæti við hliðina á honum í borðsalnum okkar og rabbaði lengi og alúð- lega við hann. Þakklætið, sem þegar skein úr augum hans, sýndi mér betur en nokkur orð hefðu getað, að hann vissi fylli- lega að ég gerði þetta einfaldlega til þess, að sýna öllum hinum, hversu illa og ódrengilega þeir hegðuðu sér. Aftur og aftur, dag eftir dag, fékk ég ný tækifæri til að breyta samkvæmt þessum tilfinningum mínum, sem svo skyndilega og algerlega höfðu gagntekið mig. Og ég sagði við sjálfan mig: Hér eftir skaltu veita öllum alla þá hjálp, sem þér er mögulegt að veita. Hættu að vera tilfinninga- sljór og afskiptasamur. Gerðu þig sjálfan að meiri • og betri manni, með því að helga öðrum alla krafta þina. Auðgaðu sjálfan þig með því, að gera forlög ann- arra að þínum eigin, með því að þola og skilja hverja mann- Tii jólagjafa HÁRÞURKA er tilvalin jólagjöf Jfekla Austurstræti 14. Simi 11687. SKREYTINGAR GBÓÐRASTÖÐIN v/Miklatorg — Sími 19775. CTS AL AN Laugavegi. >ú virðist vita talsvert um úti- lcgur SirrL Faðir minn er leiðsögumaður Súsanna . . . Og Markús hefur kennt mér mikið. >á höfum við eitthvað sam- eiginlegt. Ég lærði mjög mikið af Markúsi þegar við vorum sam- an í norðurferðinni. ......áparió yftur hlaup á mLQi maxgra vta-zlana! WHWOL Á ÖllUM HttUM! Auafcurslrseti | SHtltvarpiö Miðvikudagur 16. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfr. — 3.20 Tónleikar). 12.15—13.15 Hádegisútvarp — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfr.) 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; XIII. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Tónleikar. — Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Með ungu fólki (Guðrún Helga- dóttir). 21.00 Tónleikar: Þjóðlög og dansar frá Júgóslavíu (Þarlendir listamenn flytja). 21.20 Framhaldsleikritið: „Umhverfis jörðina á 80 dögum", gert eftir samnefndri sögu Jules Verne; VL kafli. Þýðandi: Þórður Harðarson. Leikstjóri: Flosi Olafsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Leikhúspistill (Sveinn Einars- son). 22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs Reykjavíkur. 23.10 Dagskrárlok* Fimmtudagur 17. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. •— 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. 8.40 — Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni" — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.30 Fyrir yngstu hlustendurnar (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Tónleikar. — Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Vísitölur vínguðsins (Bald ur Johnsen læknir). 20.55 Einsöngur: Sigurveig Hjaltested syngur lög eftir Bjarna Böðvars- son. Undirleik annast Fritz Weiss- happel. 21.15 Upplestur: Ævar R. Kvaran leik- ari les ljóð eftir Vilhjálm frá Skálhloti. 21.30 Músíkkvísindi og alþýðusöngur; VI. erindi (Dr. Hallgrímur Helga- son). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Ætli Björn bóndi sé heima?" eftir Kolbein frá Strönd (Njörður P. Njarðvík stud. mag.). 22.25 Sinfónía nr. 4 í Es-dúr eftir Anton Bruckner (Ríkisóperu- Ifljómsveitin í Dresden leikur; Karl Böhm stj.). 23.35 Dagskrárlok. Föstudagur 18. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.00 Miðdegisútvrap. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli skyggnist aftur í aldir" eftir Cornelius Moe; VI. kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Tónleikar. — Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gísla saga Súrssonar; VII. (Oskar Hall- dórsson kand. mag.). b) Söngur frá móti austfirzkra kirkjukóra á Reyðarfirði 15. ágúst s.l. c) Frásöguþáttur: „Landsskuld af Langavatnsdal" eftir Jón Helga son ritstjóra (Dr. Kristján Eld- járn þjóðminjavörður flytur). d) Upplestur: Böðvar Guðlaugs- son les frumort kvæði. e) Utilegumannasaga: „Sagan af Sveini sterka", skráð af Hall- grími Jónassyni kennara (Hö- skuldur Skagfjörð). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Vilma", smásaga eftir Sandor Hunyady (Guðmundur Frímann skáld þýðir og les). 22.40 Islenzkar danshljómsveitir: Hljóm Arna Elfars leikur. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.