Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 2
2 MORCTJNRLAÐIÐ Miðvilíudagur 20. Jan. 1960 Vinsæl ritsöfn se//- ast i 20 þús. eint. Jónas og Davið mest, þá íslendinga- Á KORTINU í dag ber mest á lægðarsvæði yfir Græn. landi. Þessi lægð myndaðist á óvenjulegan hátt. Seinni hluta dags í gær fór loftþrýstingur skyndilega að lækka á NA- Grænlandi og hefur smám saman myndazt lægðasvæði, sem hreyfist hér um bil beint suður eftir. Háþrýstisvæði er enn sem fyrr yfir N.-Græn- landi og 20—30 stiga frost. Kl. 9 í gærmorgun var aftaka veð- ur í Skoresbysundi á Græn- landi, sem er um 400 km beint norður af Horni. Þar var veð- urhæð 15 vindstig og fór upp í 17 vindstig í byljum, en það er 120 sjómílna hraði á klst. I gær var stillt veður hér á landi þangað til allt í einu í gærkvöldi var komið NA-rok á Hornbjargsvita og var búizt við að hvassviðrið breiddist yfir landið í nótt en stæði stutt. Heimskautaloftið er nú komið suður um Bretlandseyj- ar og var nokkur snjókoma á Irlandi og Skotlandi, enda all- djúp lægð yfir Norðursjó. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-mið til Breiðafjarðarmiða: Skýjað, víða úrkomulaust. — Vestfirðir til Austurlands: All hvass norðaustan og víða snjó- koma í nótt, en lygnir og birt- ir á morgun. — Vestfjarðamið til Austfjarðamiða: Norðaust- an stormur og snjókoma í nótt en lygnir og léttir til á morg- un. — SA-land 'og SA-mið: Stinningskaldi norðaustan, all hvass með köflum, víðast létt- skýjað. 17 vindstig yfir Grænlandi. Ófremdarásfand vegna rafmagnsleysis AKUREYRI, 19. jan. — Enn er rafmagnið hér skammtað og bæn- um skipt niður í tvö hverfi, sem hvort um sig hafa straum í fjórar klukkustundir. Orkan sem stöðin við Laxá gef- ur nú í kvöld nemur 6000 kw, en var ekki nema 3000 kw í morgun, svo að horfur eru batn- andi. Rafveitustjóri bjóst við að ekki yrði skammtað rafmagn í nótt, en hins vegar yrði það gert á morgun. Veðurútlit er slæmt. Orsökin til vatnsskortsins í Laxá er sem fyrr myndun grunn- stinguls við Mývatnsósa og heft- ir hann rennsli vatnsins í ána. Er ekki um annað að ræða en að freista þess að sprengja stíngul- inn og gengur erfiðlega. Einnig hefir myndast krapastífla niður við Helluvað, en þar er áin mjög breið svo að erfitt er að ryðja stíflunni burt. Hér á Akureyri fer daglegt líf manna mjög úr skorðum við raf- magnsskömmtunina og kemur þetta sér mjög illa fyrir ýmis iðnfyrirtæki og verzlanir. Flest stærri fyrirtækin í bæn- um hafa komið sér upp eigin raf- stöðvum með dieselvélum. Frystihúsin í bænum hafa sér- stöðu og er rafmagn ekki skammt að til þeirra. Kennsla fer fram í gamla barna skólanum, nema í viðbótarbygg- ingunni við hana, en þar er raf- hitun. Þar eru 8 bekkjardeildir og samtals 200 börn, sem ekki ganga í skóla á meðan á rafmagns skömmtuninni stendur. 1 Menntaskólanum á Akureyri er kennt meðan bjart er, þar sem upphitunin er ekki háð rafmagni. I Gagnfræðaskóla Akureyrar gild ir sama. Heimavist Menntaskól- ans er hins vegar hituð með raf- magni og nægir hið skammtaða rafmagn vart til að halda þar hita. — mag. sögurnar og Jón Trausti RITSÖFN vinsælla höfunda selj- ast vel á Islandi, eins og eftir- farandi dæmi sýna: Helgafell mun nú hafa selt ritsafn Jónasar Hallgrimssonar í um 20 þús. ein- tökum og verk Davíðs Stefáns- sonar í upp undir það jafn mörg- um. Islendingasögur tslendinga- sagnaútgáfunnar í 13 biiulum hafa selzt í 18 þús. eintökum og ritsafn Jóns Trausta í 17 þús. eintökum. Blaðið átti í gær tal við Ragn- ar Jónsson, forstjóra Helgafells. Hann kvaðst ekki hafa nákvæm- ar tölur yfir sölu þessara rit- : Hálfsögð saga í sænskum blöðum GAUTABORG 19. janúar. — (Frá fréttaritara Mbl.). — Sænsk blöð skýrðu frá því fyrir nokru að tveir íslenzkir togarar Úranus og Þormóður goði væru týndir við Ný-i fundnaland eða hefðu farizt með 60 manna áhöfn. Fréttin olli sorg og ótta meðal íslcnd- inga hér en það furðulegasta er að sötnu blöð og fréttastofn anir, sem skýrðu frá hvarfi togaranna hafa ekki hirt um að birta frásagnir eða leið réttingar um það að báðir tog ararnir fundust aftur með öll- um áhöfnum heilum á húfi. Þegar stærsta blaði Gautaborg ar, Göteborgs Posten var skýrt frá þessu, sögðu þeir, að þeim þætti þetta leitt, en fréttin hefði gengið út til allra sænsku blaðanna gegnum sænsku fréttastofuna TT og hefði hún ekki komið með það framhald fréttarinnar, að skip in hefðu fundizt. safna, en þetta væri nálægt lagi. í ritsafni Halldórs Kiljans Lax- ness eru nú 20 bindi og er salan á ritsafninu milli 10 og 15 þús. Þá var leitað upplýsinga hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, sem sér um útgáfuna á verkum Jóns Trausta. Sagði hann, að allt rit- safnið hefði verið uppselt um skeið, en nú í vor yrði það aftur fáanlegt í heilu lagi. Yrði upp- lagið af ritsafninu, sem eru 8 bækur með öllu sem eftir Jón Trausta liggur, þá komið upp í 22 þús. eintök. Það eru um 20 ár síðan ritgerðasafn Jóns Trausta byrjaði að koma út. Við spurðumst fyrir um Is- lendingasagnaútgáfuna hjá Gunn ari Steindórssyni. Sagði hann að íslendingasögurnar 13 hefðu selzt í 18 þús. eintökum eða 234 þús. bækur, en ef Eddurnar, Riddarasögur o. fl. tilheyrandi bækur, sem eru í allt 28, væru taldar með, væru þegar seldar 461 þús. bækur. íslendingasögur útgáfunnar byrjuðu að koma út 1946—1949. Biblían mun vera sú bók, sem almennt er talið að seljist bezt í heiminum. Ekki vitum við hve mikið hefur selzt af henni frá upphafi, en árið 1958 munu um 1000 eintök hafa selzt hér á landi en 1947 var biblíuútgáfan flutt heim. Fram að þeim tíma hafði brezka biblíufélagið séð um prentun á biblíunni. Samvinna um kjarnorku MADRID, 19. jan. — Reuter: — I dag var undirritaður samning. ur milli Bretlands og Spánar, þar sem gert er ráð fyrir samvinnu landanna um notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. IfNAIShnúhr ¥: Snjókoma 7 Skúrir W/ýR*gn- KuUasht H Hmt | ^ SV SOhnútor » OSi fC Þrumur 'yyy/t*mii ^ HihtkH L Lma* Starfsfólk Hótel Borgar fyrir 30 árum — Alþingishátíöarárið. Hótel Borg þrítug SL. mánudag voru liðin 30 ár frá því að Hótel Borg tók til starfa. Á þeim degi bauð Jóhannes á Borg allmörgum gestum til kampavínsdrykkju síðdegis, og voru þar margir þjóðkunnir menn. Ræður voru fluttar og fóru ræðumenn viðurkenningar- orðum um framtakssemi hans. Knud Zimsen, þáverandi borgar stjóri, færði Jóhannesi árnaðar- óskir og þakkir í nafni bæjar- búa. Guðmundur Finnbogason mælti þar nokkur orð og Sigurð- ur Eggerz hafði haldið ræðu. Sjálfur hafði Jóhannes mælt nokkur orð til gesta sinna. Mark aði tilkoma Hótel Borgar tíma- mót í sögu bæjarins. -— Fyrsta kvöld P é t u r Ólafsson, fyrr- um alþingismað ur og Tryggvi heitinn Magnús- son, sagði Pétur Daníelsson á Hótel Borg í stuttu samtali við Mbl. í gær. Var Pétur einn af 8 þjónum Borgarinnar og gekk hann um beina þetta kvöld. Þetta var ágætis klúbbur og bezta fólk. Margt af því kemur nú til okkar og leiðir þá stund- um sér við hönd barnabörnin. Er ég ekki í neinum vafa um, að stundum vakni minningarnar um áramótafagnaði Nýársklúbbs ins, er það sveif hér í léttum dansi. Næsta dag kl. 3, voru salir Borgarinnar opnaðir. Man ég, sagði Pétur, að þá var löng bið- röð gesta, sem komin var og eft- ir að við opnuðum salinn var hvert borð setið eftir fáein augnablik. Hótel Borg fékk risið undir sínu veglega nafni. Og á norrænu stúdentamóti þetta sum ar, sem venjulega er kallað Al- þingishátíðarárið, var hér hald- in fjölmennasta veizla sem hald- in hefur verið hér á hótelinu. Voru þar rúmlega 500 gestir sam an komnir. En svo fátt var þá af starfsfólki er nokkuð kunni til hótelstarfa, að leita varð til Dan- merkur eftir starfsfólki, m. a. til þess að stjórna þvottavélum hótelsins, til þess að búa til mat inn og svo til framreiðslustarfa í dag eru starfandi við Hótel Borg 60—70 manns. Þrettán þjón ar, undir yfirstjórn Sigurðar ÓI- afssonar, þrír matreiðslumenn, undir stjóm Herberts Peterson yfirmatreiðslumanns og hljóm- sveit Björn R. Einarssonar. — Og svo ætlið þið að fara að byggja við hótelið — Jú, um það eru áform sem kunnugt er. En áður en við ráð- umst í það, verðum við að gera margt sem við teljum aðkallandi svo að viðurgerningur allur megi verða sem beztur, ásamt vist- legum hótelherbergjum. Þegar við verðum búnir að koma þessu í það horí sem við teljum að við- unanlegt sé, þá verður hægt að fara að hugsa til hreyfings varð andi stækkun hótelsins og annað þessháttar. En það mál er að öðru leyti ekki á dagskrá eins eins og stendur, heldur að gisti- 'húsið fái risið undir þeim eðli legu kröfum, sem gera verður til aðalhótels höfuðborgarinnar, sagði Pétur Daníelsson. Firma- keppni í skák í KVÖLD kl. 7.30 hefst í Lídó skákkeppni stofnana 1960, hin fyrsta sveitarkeppni í stærri stíl hérlendis. Þátttökusveitir eru 42 frá 30 stofnunum og fyrirtækjum. Hver sveit er skipuð 4 mönnum og allt að 3 til vara, svo að alls eru þátttakendur um 270 að tölu. Meðal þeirra eru margir þjóð- kunnir skákmenn, eins og þessi tylft ber með sér: Eggert Gilfer, Baldur Möller, Áki Pétursson, Sveinn Kristinsson, Sigurgeir Gíslason, Gunnar Gunnarsson. Sveitum er skipt niður í 6 riðla. Koma þá í hvern þeirra 7 sveitir, sem keppa innbyrðis. Skal keppni vera lokið fyrir 1. apríl. Riðlarnir keppa hver í sínu lagi án tillits til annarra riðla, þegar undan er skilin fyrsta og síðasta umferð. Þessi mikla skákkeppni verður sem fyrr segir sett í kvöld. Það gerir forseti Skáksambands ís- lands, Ásgeir Þór Ásgeirsson verkfr. Síðan skýra Guðmundur Amlaugsson menntaskólakenn- ari og skákstjórinn Gísli ísleifs- son skákreglur og fyrirkomulag. Að því búnd hefst keppni fyrstu umferðar, og verður sú barátta háð á 72 borðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.