Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 9
MiðvíkudaOTir 90 ían 10R0 Mnrrr.TnvrtrjniD 9 ) Talið frá vinstri: Gvendur snemmbæri (Sig. B Sigurðsson), Anna (Guðrún Valtýsdóttir), Jón (Björn Pétursson), Guðrún (Sigríður Kolbeins), Margrét (Ásgerður Gísladóttir), Guðmundur bóndi (Þorsteinn Ragnarsson). Leikfélag Akraness: Nýársndttin eftir Indriða Einarsson ÞÓ að oft heyrist, pg jafnvel sjá- ist á prenti, íítilsvirðandi og með aumkunarblandin ummæli um starfsemi þeirra, sem fást við að þjóna leiklistargyðjunni úti á landsbyggðinni, er það eigi að síður talið með merkisatburðum á sviði menningarmála heima í héraði, er leikfélag viðkomandi staðar ræðst í að koma upp leik- sýningu. Og þó að hneyksla kunni einhverja hinna meiri háttar gagnrýenda, vil ég leyfa mér að halda því fram, að ekki sé alltaf verr skilað hlutverkum úti í hinni strjálu byggð en þar sem þéttbýlla er, og ætti staðhæf ing þessi ekki að þurfa að stríða gegn almennri skynsemi, því að listrænir hæfileikar eiga það til að skjóta upp kollinum á hinum ólíklegustu stöðum og virðast ekki svo mjög vera háðir þéttbýli eða strjálbýli, annesjum eða af- dölum. En ekki meira um það að sinni. Það sem ætlunin er að minnast hér á nokkrum orðum, er leiksýning Leikfélags Akra- ness á sjónleiknum Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson, en sjón- leigur þessi var frumsýndur í Bíóhöllinni laugard. 9. jan. sl., og hefur aldrei fyrr verið sýndur hér á Akranesi. Má hiklaust telja hann með stærstu verkefnum fé- lagsins fyrr og síðar, enda þótt það hafi oft áður sýnt meiri hátt. ar sjónleiki og ekki ætíð ráðizt á garðinn þar sem hann var lægst ur. Efni sjónleiks þessa er sótt í ís- lenzkar þjóðsögur, þann þátt þeirra, sem að álfatrú lýtur, og er svo þekkt, að ekki gerist þörf að rekja það nánar hér. Hin þekkta leikkona og leik- stjóri, Hildur Kalman, dótturdótt ir höfundar, hefur sett leikinn á svið og stjórnar honum. Er hún löngu landskunn fyrir leiklistar- hæfileika sína og á enda til slíkra að telja. Ber sýningin þess merki, að stjórnandinn hefur unnið verK sitt vel og náð furðanlegum ár- angri, þegar þess er gætt, að leik endurnir eru að sjálfsögðu mjög misjafnlega þjálfaðir og sviðsvan ir, og sumir algerir nýliðar. Verður vandi leikstjórans og þeim mun meiri, þar sem sýning- in er mjög fjölmenn en sviðið í þrengra lagi. En eigi að síður hefur leikstjóranum tekizt að ná góðum heildarsvip á sýninguna. Með hlutverk fara þeir, sem nú skal greina: Þorsteinn Ragnarsson leikur Guðmund bónda. Er meðferð hans á hlutverkinu í höfuðatr- iðum góð, framsögn skýr og skil- merkileg, en gervi hans, og lát- bragð á stundum, þykir mér vera í unglegra lagi. Margréti, konu Guðmundar bónda, leikur frú Ásgerður Gísla dóttir. Er hlutverkið ekki stórt, en ekki get ég fundið að með- ferð þess, enda er frúin sviðs- vön og ótvíræðum leikarahæfi- leikum búin. Önnu, ystur Margrétar, Ieikur ungufrú Guðrún Valtýsdóttir. Er hún alger nýliði á sviðinu, og bar leikur hennar þess nokkur merki, sem ekki er óeðlilegt. En fram- sögn hennar er skýr og góð og skilaði hún hlutverki sínu sóma- samlega, svo ung sem hún ennþá er. En það sem helzt verður að fundið er einmitt það, að hún er til muna of ung til að geta gert hlutverkinu þau skil, sem vera þyrfti. Kemur það bæði fram í gervi og raddblæ. En þessi ann- marki verður fremur að skrifast á reikning leikstjórans en leik- arans, þ.e., að velja hana svo unga í hlutverkið. Björn Pétursson leikur Jón fósturson hjónanna. Ekki veit ég til, að hann hafi fyrr leikið, og var frammistaða hans slík. að ætla má, að nokkurs sé af hon- um að vænta með aukinni þjálf- un á leiksviði. En sviðsöryggi er byrjendum sjaldan gefið, sem ekki er við að búast. Það sem belzt mætti finna að leik Björns er að hann sé í daufara lagi á köflum. En þess ber jafnframt að gæta, að hann er stöðugt á milli tveggja elda, hinnar mennsku meyjar annars vegar og álfameyj anna hins vegar, sem stöðugt reyna að heilla hann til sín, og getur það réttlætt að nokkru það hik, sem á honum virðist vera stundum. Frú Sigríður Kolbeins leikur Guðrúnu, unnustu Jóns, af góð- um skilningi og nokkrum tilþrif- um. Hefur hún farið með nokkur hlutverk hér áður og jafnan reynst vel liðtæk, en bezta leik þykir mér hún sýna nú. Er fram sögn hennar ágætlega skýr. Ungfrú Ásdís Berg Einarsdótt ir leikur Siggu þjónustustúlku. Er hlutverkið ekki stórt, en sem byrjandi fór hún ekki ólaglega með það. Alfreð Einarsson leikur Grím, verzlunarmann. Alfreð er orðinn sviðsvanur leikari á áhugamanna vísu, enda skilaði hann hlutverki sínu með prýði. Sýndi hann sér- staklega góðan svipbrigða- og lát bragðsleik auk þess sem fram- sögn hans er skýr og góð. Sigurður B. Sigurðsson leikur Gvend Snemmbæra. Tekst hon- um með ágætum að túlka þennan kynlega kvist, enda er Sigurður orðinn sviðsvanur vel og lætur einkum vel með ferð gamanhlut- verka. Þórleifur Bjarnason leikur álfa kónginn með miklum tilþrifum og skörungsskap. Er hann réttur maður á réttum stað í þessu hlut- verki og gerir því hin ágætustu skil. Frú Ingibjörg F. Hjartar leik- ur Áslaugu álfkonu. Skilar hún hlutverkinu sérlega vel, er tígu- leg í framkomu, svo sem vera ber og hefur með afbrigðum skýra framsögn. Túlkar hún þessa heilladís álfheima af næmum skilningi. Frú Bjarnfríður Leósdóttir! leikur Mjöll, dóttur álfakóngsins, með þeirri reisn og tígulleik, sem hlutverkinu sæmir. Má hiklaust telja hana í flokki þeirra, sem fremst standa í leiklistinni hér. Þær frúrnar Sigríður Sig- mundsdóttir og Ólafía Ágústs- dóttir leika stallsystur Mjallar, Ljósbjört og Heiðbláin. Er þokki N auBungarppboB sem auglýst var í 92., 93. og 94. tbl. Lögbirtingablaðsins 1959, á hluta í Nýlendugötu 15B, hér í bænum, eign Ingi- bjargar Ingólfsdóttur, fer fram eftir kröfu Einars Viðar hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 22. janúar 1960, kl. 3,30 síðdegis. BORGAFÓGETINN 1 REYKJAVlK. eða lítil bandsög óskast til kaups. Uppl. í síma 22453. yfir leikmeðferð þeirra, en þó virðist Ölafíu vanta herzlumun- inn til að skila hlutverki sínu (Heiðbláin) ákjósanlega vel, og stafar það vafalaust fremur af ónógri þjálfun á leiksviði en hæfileikaskorti. Adam Þ. Þorgeirsson leikur Húnboga stallara. Er hann einn hinna mörgu nýliða á sviðinu og fer laglega af stað. Hefur hann góða framsögn og er ekki ólík- legur til meiri afreka síðar. Garðar Óskarsson leikur Reið- ar sendimann. Hlutverkið er ekki stórt en sómasamlega af hedi leyst. Bogi Sigurðsson leikur Svart, þræl álfakóngsins. Bogi er ungur og lítt reyndur á leiksviði, ef til vill í yngra lagi í hlutverkið, en leysir það eigi að síður vel af hendi, og mun betur, en búast mætti við af byrjanda. Árni Marinósson og Finnbogi Gunnlaugsson leika álfasveina. Þá fara nokkrir ónafngreidir leikendur með' hlutverk huldu- fólks og álfa. Undirleik á flygel annast frú Sigríður Auðuns. Lárus Árnason hefur málaft leiktjöld og tekizt vel, en betur hefur hann þó stundum gert. Leiksviðsstjóri er G,sli Sigurðs son, sem jafnframt hefur annazt leiktjaldasmíði ásamt Ingibergi Árnasyni. Ljósameistari er Jóhannes Gunnarsson. Hárgre:ðslu annast frú Ragnheiður G. Möller, en hvíslari er ungfrú Jóhanna Þórðardóttir. Leiksýning þessi er þeim sem að henni standa til mikils sóma, og eiga leikstjóri og leikendur, svo og allt aðstoðarfólk, þakkir skilið fyrir sitt mikla og óeigin- gjarna starf. Húsfyllir var á frumsýning- unni og létu leikhúsgestir óspart í ljós ánægju sína með öflugu lófataki, og leikstjóranum voru færð blóm. Þegar petta er ritað, hafa alls verið fjórar sýningar á framan- greindum sjónleik á Akranesi, og alltaf fyrir fullu húsi. Formaður Leikfélags Akra- ness er Alfreð Einarsson, kenn- ari. Valgarður Kristjánsson. Til sdlu í Vesturbænum 3 herb. íbúð við Víðimel á I. hæð ásamt 1 herb. í kjallara og hlutdeild í eldhúsi. Stór og mjög vandaður bílskúr. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson: fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, IL — Símar 2-28-70 og -94-78. íbúB óskast Höfum kaupanda að nýrri eða nýlegri 6 herbergja íbúð sem ekki þyrfti að vera laus fyrr en 1. okt. í haust. Mjög mikil útborgun í boði. MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOF A Vagns E. Jónssonar. Austurstræti 9. Sími 14400 íbúBir til sölu Til sölu eru góðar 2ja og 4ra herbergja íbúðir í sambýlis- húsi á fögrum stað í Háaleitishverfi. íbúðirnar eru seldar með fullgerðri miðstöð, tvöföldu gleri, útidyrahurðum, múrhúðun á allri sameign inni í húsinu, handrið á stiga og húsið fullgert að utan. Nýtízku sjálfvirkar þvottavélar fylgja. Frystiklefi. Bílskúrsréttur. Hagstætt verð. Lán kr. 50 þús. til 5 ára á 2. veðrétti. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. CóB risíbúB til sölu á ágætum stað í bænum. íbúðin er ca. 110 ferm., 3 herbergi, eldhús, bað, ytri og innri forstofa og stór geymsla auk sameignar í kjallara. íbúðin er laus nú þegar. Góð hitaveita, fagurt útsýni. íbúðin er nýstandsett. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Húseigiim Akrahóll i Grindavík eign dánarbús Jóhannesar Hannessonar er til sölu. Tilboð sendist: Málflutningsskrifstofu Einars B. Gnðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, og Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6 — Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.