Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 20. jan. 1960 Fréttabréf frá Ströndum: Læknabústaðurinn gerður að sæðingar- stöð ? ARIÐ 1959 var með betri árum hvað búskap og fiskveiðar snert- ir. Að vísu kom gróður seint. Túnsláttur byrjaði ekki fyrr en í byrjun júlí, en þá kom góð og ör spretta. Sláttur hófst ekki fyrr en um 20. júlí, og var hey- fengur mikill og góður hér í hreppi. Að vísu kom hér óþurrka kafli, en því eru Arnesingar ekki óvanir og hafa lært af reynsl- unni. Eru flestir bændur búnir að koma sér upp mörgum súr- heysgryfjum. Eru aðeins nokk- ur ár síðan bændur hér fóru að gefa kindum súrhey og hefur það reynzt vel, ekki borið á neinni veilu í kindum. Hjá Kaupfélagi Strandamanna var slátrað á fjórða þúsund fjár og er það heldur meira en vant er. Kemur þar tvennt til greina, — bændur eru heldur að fjölga fé sínu en margir fjáreigendur fluttu héðan. Meðalvigt var í ! góðu meðallagi, 12,1 kg., rösku kílói meira en í fyrra. Mestu meðalvigt hafði hinn merki bóndi í Bæ. Guðmundur Yalgeirs son, 16,5 kg. Það er mikill hugur í bændum í hinu góðu landbúnaðarhéraði að koma sér upp sæðingarstöð, og heyrzt hefur, að komið hafi til tals að kaupa gamla lækna- bústaðinn í Trékyllisvík til þeirra framkvæmda. En þess má geta, að enginn læknir hefur ver- ið í læknabústaðnum sl. 15 ár. og hann aðeins notaður til að hreinsa í hunda hreppsins. Mest háir bændum í Trékyllisvík skort ur á beitilandi, en alltaf er fólk að flytja burt úr byggðarlaginu. Við að býli, sem illa eru í sveit sett og rýr að landkostum, fara í eyði, fæst land fyrir væntan- legt fé stærri bænda. Eim fækkar fólki Sl. tvö ár hafa 9 fjölskyldur flutt úr byggðarlaginu, samtals 47 manns. Allar hafa þessar fjölskyldur flutt til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, nema Trausti Magnússon, sem fór með sína fjölskyldu ‘í Sauðanesvita við Siglufjörð og Steindór Arason í Veiðileysu, er fór til Ölafsvíkur. Fjórar fjölskyldur fluttu á sl. ári frá Djúpavík og eiga nú 17 manns heima á Djúpuvík, þar af 8 börn. Tvær jarðir fóru í eyði á árinu. Forsetinn sæmdi Guðjón Guð- mundsson, Eyri, Fálkaorðunni um síðustu áramót. Er það fyrsti hreppsbúinn, sem þann heiður hlýtur, og eru allir sammála um, að hann sé vel að honum kom- inn. Guðjón á Eyri er algerlega ómenntaður maður, en hefur gengt fjölmörgum trúnaðar- [ störfum fyrir sveit sína og leyst ' öll sín störf vel af hendi. I.æknir, en engin Ijósmóðir Grásleppuveiði var mjög góð á Gjögri í vor, fengust úr aflan- um 112 tunnur af verkuðum hrognum, og er það talsvert meiri veiði en undanfarin ár. Veðráttan var afar hagstæð og auk þess notuð nælonnet, sem eru miklu betri til veiðanna en hampgarnsnet, sem hafa verið notuð. Tilkynning trá Laugarás sf. Tll sölu er íbúð á 10. hæð nr. 5 í I. byggingaflokki. Þeir félagsmenn í H. byggingjiflokki sem vilja neyta forkaupsréttar síns, láti félagið vita skriflega fyrir hádegi á laugardag. STJÓRNIN. ÁrshátíÖ hárgreiðslukvenna og háfrskera verður haldin að Hótel Borg laugard. 6. febr. og hefst með borðhaldi kl. 7. Skemmtiatriði á meðan á borðhaldi stendur. Allar upplýsingar í símum 12274, 13846, 33968, 22997,10375 og 16460. Skemmtinefndirnar. Lítið hefur verið um jarð- vinnslu á árinu, vegna þess að jarðýta Búnaðarfélagsins í hér- aðinu hefur verið í ólagi. í sumar var byrjað að ýta fyrir vegi inn Kjörvogshlíð með smájarðýtu. Gekk verkið seint og var dýrt, en ýtt var fyrir um þrem km. Sveinn Sigmundsson, kaupfé- lagsstjóri Strandamanna, sagði upp starfi sínu í fyrravetur. Sóttu þrír menn um kaupfélags- starfið, er það var auglýst laust, en engum var veitt það. Sveinn flytur héðan í vor en enginn kaupfélagsstjóri fenginn ennþá. Er Strandamönnum mikil eftir- sjá að Sveini Sigmundssyni. Ljósmóðurlaust er í hreppnum, en læknir kom hér í byrjun des. og er mikið öryggi í að hafa lækni í svo afskekktu byggðar- lagi. Veit ég ekki annað en að hann verði fram á sumar, nema Leikfélag Kópavogs sýndi sakamálaleik Agötu Christie, „Músa- gildruna", 18 sinnum fyrir jól við ágæta aðsókn. Þess má geta að forseti Islands og menntamálaráðherra voru viðstaddir síð- ustu sýningu á „Músagildrunni". Nú hefur L. K. ákveðið að sýna Ieikinn nokkrum sinnum enn og verður næsta sýning nk. fimmtudag kl. 8,30 i Kópavogsbíói. — Myndin er af Magnúsi Kristinssyni og Arnhildi Jónsdóttur í hlutverkum sínum. — hvað hann verður £ tvo mánuði frá febrúarlokum á Fæðingar- deild Landspítalans. Alltaf fjölgar heimilum, þar sem aðeins eru þrjár til fjórar manneskjur allt árið. Eftir ára- mótin fór fjöldi manns héðan á Suðurlandsvertíð. Þrír frændur frá Veiðileysu, bræðurnir Karl og Lýður Hall- bergssynir og Elías Magnússon, reru Sólartindi héðan 6 vikur fyrir áramót. Fiskuðu þeir 57 lestir. Gæftir voru góðar. Menn- irnir eru allir bráðduglegir og beittu alltaf sjálfir, þó róið væri dag eftir dag. Elzta fólk hér í hrepp man ekki eftir eins góðri veðráttu að staðaldri og verið hefur það, sem af er vetrar. — Verksmiðju- togarar Framh af bls. 11 jafnvel svo mánuðum skiptir, er það ekki sérstökum erfiðleikum háð að senda olíuskip til flot- ans og birgja hann þannig upp af eldsneyti. Afgreiðslustúlka Óskum eftir að ráða stúlku til afgreiðslustarfa við Flugbarinn á Reykjavíkurflugvelli. Uppl. í sima 16600. Námskeið í föndri 1 Reykjavík. Föndumámskeið á vegum Tómstundaheim- ilis ungtemplara hefjast 25. janúar. Leiðbeint verður í byrjenda- og framhaldsflokkum. — Innritun fer fram að Fríkirkjuvegi 11 (bakhúsi) í kvöld, fimmtu- dags- og föstudagskvöld kl. 8—10. 1 Hafnarfirði. Námskeiðin á vegum Tómstundaheimilis Tempiara hefjast 26. janúar. Leiðbeint verður í bast- og tágavinnu, ljósmyndun, flugmódelsmíði, skák og fl. Innritun fer fram í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði í dag, fimmtudag, föstudag og laugar- dag, alla dagana kl. 5—7. ÖIlu fólki, jafnt piltum og stúlkum, á aldrinum 12—25 ára er heimil þátttaka í ofangreindum námskeiðum. Námskeiðsgjald er kr. 25.— sem greiðist við innritun. Tómstundaheimili Ungtemplara Reykjavík Tómstundaheimili Templara Hafnarfirði. Húsnæði undir léttan, þriflegan iðnað óskast. Þarf að vera 50—80 ferm. Tilboð merkt: „8250“ sendist Mbl. fyrir næstu mánaðarmót. Nýlend uvöruverzl un eða verzlunarpláss á góðum stað óskast. Tilboð merkt: „Verzlun — 8215“ sendist blaðinu fyrir laug- ardag. Framtíðarafvinna Stórt atvinnufyrirtæki hér í bæ vill ráða starfsmann, sem hefir góða þekkingu á reikningshaldi og æfingu í slíkum störfum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 1323 fyrir 22. þ.m. SVAVAR PÁLSSON, löggiltur endurskoðandi — Tjarnargötu 4. Skrifstofuhúsnœði 2—3 herbergi óskast í miðbænum. Vikublaðið ÁSIIMIM Sími 23287. Vísindalegar fiskveiðar Talsverð útþenslustefna er í' fiskveiðum Rússa. Þeir leggja og mikla áherzlu á fiski- og haf- fræðirannsóknir, kannski fram- kvæma þeir meiri rannsóknir en nokkur önnur þjóð, að undan- teknum Bandaríkjamönnum. 1 því sambandi má minna á um- mæli franska fiskifræðingsins Francis Minot á síðustu ráðstefnu um fiskveiðar. Hann segir þar, að það sé ósennilegt að fiskveið- ar haldi áfram í sömu mynd og þær hafa gert hingað til, þegar þörfin fyrir að framleiða meiri matvæli eykst, þá verður og brýnni þörf fyrir vísindalegar aðferðir við fiskveiðar og þá verður litið á þær aðferðir, sem nú eru notaðar, sem algerlega úreltar. Fiskimaðurinn mun hætta að verða fyrst og fremst veiðimaður. Hann verður þess í stað miklu frekar fiskiræktar- maður. Þegar þessi bylting verð- ur, þá mun vafalaust verða þörf fyrir margar nýjar tegundir af skipum og veiðitækjum, sem menn myndu telja mjög róttæk nú og vafalaust mun fiskifræðin þá skipta margfalt meira máli en hún gerir í dag. (Lauslega þýtt og stytt eftir grein A. C. Hardy í Fishing News). Köttur Stór, grá-bröndóttur högni, með hvíta bringu og lappir hefur tapast frá Karfavogi 42. Vinsamlegast látið vita í sima 32384 eftir kl. 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.