Morgunblaðið - 26.01.1960, Page 3

Morgunblaðið - 26.01.1960, Page 3
í>rJðin^ía<y>1T' ^ ÍQ59 ^nrnvnr 4 x> f f) 3 Innra borðið af húðinni á tilraunarottum, 15 klst. eftir bruna. Xil vinstri er húð af rottu, sem meðhöndluð var með köldu vatni eftir brunann. Til hægri húð af rottu eftir sams konar bruna, sem enga slíka meðferð fékk. ' '0 0 0-0’,0> 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 nokkru leyti á vegum British Counsil og með smástyrk úr Vísindasjóði íslands. Rann- sóknirnar leiddu í ljós, að kaeling á brenndum líkams- hlutum í vatni drengur mjög úr hinum skaðlegu afleiðing- um brunans. Við rannsóknirn ar voru notaðar hvítar rottur (albino). Það skal tekið strax fram, að dýrin voru svæfð fullkomlega áður en nokkrar tilraunir hófust, svo að þau liðu ekki þjáningar. í stórum dráttum var tilraunum hagað á þennan hátt: Hár var klippt af vissum líkamshluta •— venjulega baki — sem síðan var brennt í heitu vatni. I hverri tilraun var dýrunum skipt í 2 jafna hópa Annar nóp urinn var strax settur í búr sín eftir brunann, en brenndu Brunasár kæld í vatni GamaSt huisráð kom Ófeigi J. Ófeigssyni á sporið ÓFEldrUR J. Ófeigsson læknir hefir um skeið unnið að rann- sóknum á aðferð við að lækna brunasár, sem byggist á kæl- ingu brenndra líkamshluta 1 vatni. Er þessi aðferð í sam- ræmi við gamalt íslenzkt hús- ráð. Fyrir skömmu flutti hann erindi um þessar rannsóknir síanr í Læknafélagi Reykja- Blaðið sneri sér því til Arin- bjarnar Kolbeinssonar, for- manns læknafélagsins, og spurðist fyrir um þessar rannsóknir. — Það er ekki venja að dag blöð hérlendis birti fregnir af læknafundum sízt þegar rætt er um fagleg efni eingöngu. Hvort þessi siður er heppileg- ur eða ekki skal ósagt látið, en þess má geta að víða er- lendis leitast blöð og timarit við að túlka fyrir almenningi nýjungar á sviði læknavís- inda hvort heldur þær koma fram á læknafundum eða rannsóknarstofnunum, sagði Arinbjörn. Hvað viðvíkur þvi erindi sem Öfeigur J. Ofeigsson flutti á læknafundi 7. des. s.l. þá hefur það sérstöðu að því leiti að rannsóknarefnið er tekið úr lífi íslenzkrar al- þýðu, — gamalt ísl. húsráð — en niðurstöðurnar geta haft hagnýta þýðingu fyrir al- menning. Af þessum ástæðum tel ég að efni þetta geti verið fróðlegt og gagnlegt fyrir les- endur daglaða, og mjög ólík- legt að það valdi neinum misskilningi. Varðandi efni erindisins vísa ég til Öf. J. Óf., að sjálfsögðu getur enginn skýrt betur frá því en hann. Óf. J. Óf. færðist undan að hafa blaðaviðtal um þessar rannsóknir sínar en gaf fyrir sitt leyti leyfi til þess að for- maður Læknafélags Reykja- víkur skýrði frá efni erindis þess, er hann flutti fyrir lækna í des. s.l. Að fengnu leyfi Ófeigs sneri blaðið sér aftur til Arin bjarnar Kolbeinssonar lækms. sem nú veitti greið svör: — Sú hlédrægni og fast- heldni Óf. J. Öf. í gamlar venj ur, sem lýsir sér í því að hann vill ekki skýra blaðamönnum frá þessum rannsóknum sín- um, er algerlega óþörf, ekki sízt vegna þess að hann hefur birt grein um þetta efni í þekktu brezku læknariti, British Journal of Plastic Surgery July 1959, sem ísl. blöð gætu fengið aðgang að til þýðingar. I öðru lagi skuldar Ófeigur ísl. almenningi frá- sögn af þessum rannsóknum, fyrir það að hafa lagt honum til þetta sérstaka rannsóknar- efni. , Sé Ófeigur hins vegar ófá- anlegur til þess að ræða þetta mál við blaðamenn þá vil ég í hans stað aðeins segja laus- lega frá þeim rannsóknum sem Óf. lýsti á læknafundi í des. og birzt höfðu áður í tíma ritsgrein þeirri er að ofan greinir, og er það í stuttu máli á þessa leið: Vann að tilraunum í Englandi Kæling brenndra hxams- hluta í vatni, mjólk, mysu eða jafnvel snjó, mun hafa verið tíðkuð hér á landi mjög lengi af alþýðu manna. Til þess að kanna gildi þessarar aðferðar, mæla það og meta gerði Ófeigur J. Ófeigsson tilraunir við háskólann í Glasgow, að STAKSTEINAB blettirnir á hinum hópnum voru kældir í vatni ákveðinn tíma í senn. Byrjað var á að kæla dýrin í ísvatni, þ.e. við Ó°, kom þá í ljós, að vatns- kældu dýrin dóu fyrr en hin, sem enga meðferð fengu. Flest öll dýrin, bæði vatnskæld og ókæld, dóu fljótlega. Dánar- talan varð því í báðum flokk- unum allt upp í 100% Öll voru dýrin krufin og kom þá í ljós, að skemmdirnar á brenndu líkamshlutunum voru minni hjá þeim vatns- kældu en hinum, þrátt fyrir að þau drápust fyrr. Læknin- um fannst því eðlilegasta skýr ingin myndi vera sú, að dýrin sem kæld voru, dæu fyrr af því að við hitalostið sem öll dýr fá við meiriháttar bruna, bættist nú kuldalost. Honum datt því í hug að nota hlýrra vatn en 0° til kælingarinnar. Hann notaði því fyrst 15°C vatn. Þá lækkaði dánartala vatnskældu dýranna niður í 70%_ Næst notaði hann 18°C vatn til kælingarinnar. Þá drápust ekki nema 30%. Þvi næst hækkaði hann hitastig vatnsins upp í 22° C og í næstu tilraunum upp í 25 °C. 1 þessum tilraunum lækkaði dánartala vatnskældu dýr- anna niður í 10—0%, en hjá samanburðardýrunum, sem enga vatnskælingu fengu, var dánartalan 100%. Lækninum tókst einnig að sanna að dýr, sem voru hulin „klæðnaði“ til að líkja eftir fötum manna, dóu fyrr og brunasár þeirra urðu miklu dýpri en dýranna sem engin „föt‘‘ voru látin á. Því þykk- Framh. á bls. 22. I Samdómn álit Alþýðublaðið ræðir sl. sunni- dag um flokksstjórnarfund Al- þýðuflokksins, sem setið hefur á rökstólum undanfarið. Kemst blaðið þá m. a. að orði á þessa leið: „Það er samdóma álit manna, að ríkisstjórnin verði í dægur- málunum að sýna fulla einurð og marka ákveðna, skýra stefnu, sem siðan verði staðið eða fallið með. Þjóðin er leið á hiki og hálf káki. Hún vill gera alvarlegar tilraunir til að bæta efnahags- ástandið og komast varanlega á réttan kjöl, þannig að ekki þurfi árlega að gcra nýjar ráðstafanir, hækka uppbætur, gera kerfið flóknara, leggja á nýja skatta og skyldur. Landsfólkið er reiðubú- ið til að taka á sig kvaðir, ef þær ganga jafnt yfir alla — og bera árangur“. Þetta er vel mælt og hressi- lega. Endurskoðun 40 ára gamalla hugmynda Alþýðublaðið ræðir einnig im skattamálin og kemst þá að orði á þessa leið: „t skattamálum hafa Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn einnig átt samleið, sem treyst er að leiði til róttækra breytinga á skattakerfi ríkisins. Þar hafa jafnaðarmenn hiklaust endurskoðað 40 ára gamlar hug- myndir sínar og komizt að þeirri niðurstöðu að skattastefna þeirra frá fyrri striðsárunum eigi ekki lengur við, heldur hafi nútíma- ástæður þveröfug áhrif við það, sem til var ætlazt í upphafi. Jafnaðarmenn hafa því endur- skoðað stefnuna og munu leit- ast við — í núverandi stjórnar- samstarfi — að byrja að hrinda hinum endurskoðuðu hugmynd- um í framkvæmd. Verkafólki og öðru launafólki mun reynast það stórum raunhæfari kjarabót, að tekjuskattur þeirra verði afnum- inn, heldur en loddarabrögð kommúnista, sem veita þeim kauphækkanir, en gera samtímis baksamning við atvinnurekend- ur um að velta hækkuninni yfir á verðlagið — og eyðileggja hana þar með“. Morgunblaðs-, ,bóndinn‘* HlaupiÖ A SUNNUDAGINN flaug Bjöm Pálsson inn yfir Grímsvötn með Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, og fleiri, til að athuga hlaupið í. Grímsvötnum. Sýndist Sigurði yfirborð Grímsvatna hafa sigið um 20—30 m. og væri þá þriðj- ungur vatnsins runninn fram miðað við síðasta hlaup, þegar ishellan hrapaði um 80—90 m. Sigurður telur líklegt að hlaupið gangi hægt fyrir sig, þar sem Skeiðará hefur vaxið mjög hægt, en það er ekkert smáræð- is magn, sem rennur úr vötnun- um á hverjum sólarhring, þó ekki vaxi úr þessu, því vatns- magnið er farið að skipta þús- undum teningsmetra á sek. í gær virtist draga úr hlaup- inu i Skeiðará. Hafði Ragnar í Skaftafelli farið upp að jöklinum, þar sem áin kemur undan hon- um og var greinilega komið fjöruborð á hana. Meðfylgjandi mynd tók Mágn- ús Jóhannsson á sunnudaginn einmitt ofan á skriðjökulinn, rétt þar sem vatnið kemur und- an Vatnajökli í hinum venjulega farvegi árinnar. Sér yfir minni Morsárdals, þar sem vatnið renn- ur áður en það beygir niður á sandinn. í baksýn eru Skaftafell >g Öræfajökull. ál. sunnudag bar önnur for- ystugrein Tímans þessa fyrir- sögn. í forystugreininni var síð- an komizt að orði á þessa leið: „Morgunblaðið finnur stundum upp á því að birta ýmis ummæli, sem það telur sig hafa eftir þess- um og þessum bónda, en forðast jafnan að nefna nöfn þessara bú- andmanna sinna, og er kannske ekki nema að vonum. Nýlega hafði það tal af einum „bóndan- um“ sínum og sagðist honum svo frá, að fylgismenn Frani- sóknarflokksins í sveitum væru mjög gramir flokksforystunni sinni, og teldu hana hafa leitt flokkinn út í einhverskonai pólitíska einangrun. Er helzt svo að skilja, að sú einangrun bygg- ist á því, að Framsóknarmenn skuli ekki vera í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn". Við þetta er aðeins því að bæta, að öllum fregnum utan úr sveitum ber saman um það, að Framsóknarbændum finnist al- mennt að leiðtogar flokks síns hafi haldið hrapalega á málstað flokksins á undanförnum árum. Hafi skammsýni þeirra nú leitt yfir flokkinn pólitíska einangr- un og svo báglega sé fyrir flokknum komið að kommúnist- ar séu einu mennirnir, sem með honum vilji vinna. Morgunblaðs- „bóndinn", sem Tíminn er sár- reiður við, hefur því vissulega haft rétt fyrir sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.