Morgunblaðið - 26.01.1960, Page 6

Morgunblaðið - 26.01.1960, Page 6
6 MORCUNfíLAÐIÐ Þriðjudagur 26. jan. 1959 Fréttabréf úr Mývatnssveit Unglingur, 13 ára, kirkjuorganisti GRÍMSSTÖÐUM, Mývatnssveit, 8. jan. — Tíðarfar hefur verið framúrskarandi gott, frostlítið og frostlaust flesta daga og hæg viðri. Allir vegir bílfærir og hjarnið svo hart að aka má um allar heiðar á jeppum. Árið 1908 var kirkjukór Reykjahlíðarkirkju stofnaður, fyrir forgöngu Sigfúsar Hall- grímssonar í Vogum. Síðan hefur kórinn starfað óslitið og Sigfús verið söngstjóri hans frá stofnun og fram á þennan dag, án launa og látið sér annt um kórinn. Sig- fús er nú mjög farinn að heilsu, einkum er sjónin að bila, enda er hann kominn hátt á áttræðis- aldur. Það hefur því verið nokk urt áhyggjuefni fyrir söfnuðinn, á undanförnum árum, hver tek- ið gæti við störfum Sigfúsar við söngstjórnina, þegar hans nyti ekki lengur við. Á sl. jólum var Sigfús rúmfast ur vegna illkynjaðs kvefs sem þá var að ganga. Sonarsonur Sigfús ar, Jón Stefánsson, sem aðeins er 13 ára, tók þá að sér að leika á orgelið í kirkjunni, við jóla- messuna, og stjórna söngnum. Gerði hann það með slíkum á- gætum að það vakti undrun allra kirkjugesta. Var öryggi hans og var að afi hans hafði búið hann vel undir væntnlegt söngstjóra starf, og þar með séð vel fyrir söngmálum Reykjahlíðarsóknar i framtíðinni. Nú er verið að byggja nýja kirkju í Reykjahlið, sem verður stór og myndarleg. Er það mik- ið átak fyrir fámenna og fátæk- an söfnuð. Kirkjan telst nú fok- held, en mikið er ennþá óunnið þar til hún verður fullgerð, enda er áhugi fyrir því að vanda hana svo sem kostur er á. Margir hafa veitt góðan stuðn Asgeir * Asmundsson frá Seli ÞAÐ er sjónarsviftir að því er aldraðir bæjarbúar hverfa sjón- um. Þessi, sem nú er horfinn okk- ur var einn af þeim er „setti svip á bæinn“, þó ekki stæði hann hátt í metorðastiganum. Nafn hans er ekki í sandinn skráð, því nokkur barna hans eru nýtir þjóðfélagsþegnar í þess um bæ, en önnur uppkomin eru á undan honum komin yfir móð- una miklu. Mér var Asgeir kær, hann var meira en meðal-greindur, fróður og minnugur, og gamansamur svo að af bar. Ég hefi um fjóra ára-tugi tal- ið hann meðal vina minna, og vil því með þessum fáu línum þakka honum ótaldar ánægjustundir. Guð blessi þig á þeirri löngu leið eilífðarinnar, sem hafin er. Hittumst heilir. Árni B. Knudsen ing við kirkjubygginguna með gjöfum, og töluvert fé hefur henni borizt í áheitum. Hefur una. Á sl. hausti barzt kirkjunni þótt gefast vel að heita á kirkj- mjög höfðingleg gjöf. Þrír bræð ur sem búa á Geiteyrarströnd í Mývatnssveit, Sigurður, Jón og Jóhannes, Jóhannessynir gáfu kirkjunni 30. þúsund krónur til minningar um foreldra sína. J,- hannes Sigurðsson og Guðrúnu Jóhannesdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir bræður sýna höfðingsskap og skilning þegar þurft hefur að styðja menn eða góð málefni. Þá hefur aldrei stað ið á framlagi frá þeim og hafa þeir þá ætíð sýnt mikla rausn. Má með sönnu segja, að þeir hafi verið sterkar stoðir í sínu sveit- arfélagi, og víðar hefur stuðning ur þeirra gætt. Er það mikill stuðningur öllum góðum málefn um og hjálparstarfsemi að fá notið slíkra manna, sem þeir eru. Aðalfundur Sjálf- sfæðisfél. Akureyrar AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Akureyrar var haldinn í Landsbankasalnum, þriðjudag- inn 19. þ.m_ Á dagskrá voru venjuleg aðal- fundarstörf. Framsöguræðu um fjárhags- áætlun bæjarins flutti Jón G. Sól- nes bæjarfulltrúi og urðu fjör- ugar umræður um hana. Árni Jónsson tilraunastjóri var endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru: Baldvin As- geirsson, Jóhannes Kristjánsson, Bjarni Sveinsson og Gunnlaugur Jóhannsson. — mag_ Sjómoksturinn koslaði 1,3 milljón í SKÝRSLU bæjarverkfræðings- ins í Reykjavík árið 1958, er sagt frá snjóhreinsun á götum bæjrains það árið. Segir í 'skýrsl- unni að snjór í bænum þann vet- urinn hafi kostað bæjarsjóð rúm lega 1,3 millj. króna. Hafi kostn- aðurinn verið með meira móti. En með hverju ári sem líður vaxa þær kröfur, sem gerðar eru til snjóheinsunar á götum bæjarins, segir í skýrslunni. I Nausti FYRIR þremur eða fjórum ár- um var byrjað á því í veit- ingahúsinu Naustinu að hafa rammíslenzkan mat á boðstól- um á þorranum borinn fram í trogum að gömlum sið. Þetta mæltist þegar í upphafi mjög vel fyrir og hafa nú fleiri veitingahús fylgt því góða for- dæmi. Það er ekkert vafamál að þetta framtak Halldórs Gröndals í Nausti hefur mjög aukið neyzlu hinna Ijúffengu íslenzku rétta, sem eru hinir gimilegustu eins og myndin sýnir. — Ljósm. P. Thomsen. Loffnetssfengur rifnar af 12 bílum LOFTNETSSTENGUR voru rifn- ar af 12 bílum á götum Reykja- víkur í fyrrinótt. Stóðu fjórir þeirra við Bjarnarstíginn, en átta við Grettisgötuna. Auk þess hefur skemmdarvargurinn brot- izt inn í einn bílinn við Bjarnar- stíg og stolið þaðan teppi og plastkápu. Skemmdarverk þessi voru unnin á fjórða tímanum um nóttina, og sást þá til manns á Grettisgötunni, sem talið er að sé valdur að skemmdunum,- en ekki tókst að hafa hendur í hári hans. Ættu íbúar við götur þess- ar og aðrir að gefa lögreglunni allar upplýsingar, ef þeir hafa orðið varir við skemmdarvarg- inn. —• Norðmenn ahyggjutullir Síldin sein á sér NORÐMENN eru farnir að verða áhyggjufullir vegna þess að ekkert bólar enn á síldinni, þótt kominn sc seinni hluti janúar. Þegar góð síldarár hafa verið í Noregi, hefur veiðin byrjað snemma í mánuðinum. Tvö norsk haf- rannsóknaskip, „G.O. Sars“ og „Johan Hjort“ hafa að undanförnu leitað síldar með litlum árangri. Nú á „Johan Hjort“ að fara í þorskleit, en skipið „Peder Rönnested“ kemur í staðinn í síldarleit- ina. — ★ Finn Devold, fiskimálastjóri Norðmanna, sem hefur verið á „Sars-inum“ að undanförnu, tel- ur nú mjög ólíklegt að nokkur síldveiði verði í janúarmánuði. Samt er engin ástæða til að ör- vænta, segir hann. Síldin virðist nú hafa farið norðar en venju- lega og kemur því seinna að landi, en hún kemur örugglega að landi, sagði Devold. ★ í fyrra kom síldin líka seint. En þann 20. janúar var hún pó að koma upp að ströndinni og veiðin í fullum gangi upp úr 26. janúar. Norsku hafrannsóknaskipin hittu þann 9. janúar stóran, rússneskan síldveiðiflota, 200 skrifar úr dagleqq lífinu ] • Kynningardagur Landbúnaðarins Ólafur Gunnarsson skrifar: í Morgunblaðinu 21. jan. var smágrein í dálkum Vel- vakanda, sem hét „Kynningar dagur landbúnaðarins.“ Höf- undur þessarar greinar harm- ar það, að ekki skuli hafa ver- ið komið á kynningardegi landbúnaðarins eins og gert hafi verið að bví er iðnaðinn snertir. Þar eð greinarhöfundur virð ist rugla saman heiti starfs- fræðsludaganna og „iðn- fræðsludags" þykir mér rétt að benda á, að síðan starfs- fræðsludagarnir hófust fyrir fimm árum hafa þar alltaf verið fulltrúar frá öllum helztu starfsgreinum landsins til þess að veita unglingum, sem fræðast vilja um fram- haldsnám og störf sem gleggst ar upplýsingar. Meðal annars hafa frá upphafi verið 6—7 fulltrúar fyrir landbúnaðinn og á síðasta starfsfræðsludegi var glæsilegri myndasýningu komið upp í sambandi við landbúnaðardeildina og mun svo einnig verða á næsta starfsfræðsludegi þann 27. marz næstkomandi. ♦ Starfsfræðsludagar Starfsfræðsludagarnir hafa frá upphafi verið í Iðnskol- anum í Reykjavík sem er vafalaush bezt í sveit settur allra stórbygginga bæjarins til þess að Ijá slíkri fræðslu húsaskjól. Hafa allar stéttir notið þar jafnra fræðslumögu leika og ýmis konar fyrir- greiðsla verið veitt af starfs fólki Iðnskólans án endur- gjalds en sá litli beini kostn- aður sem af dögunum hefur hlotizt verið að mestu greidd- ur af Iðnfræðsluráði. Starfsfræðsla hefur á seinni árum rutt sér mjög til rúms hvarvetna um heim og er víða orðin skyldunámsgrein í ungl- ingaskólum þótt svo sé ekki hér á landi. Markmið hennar er að veita unglingum hlut- lausa fræðslu um sem flest störf, sem unnin eru í þjóð- félagi þvi sem þeir alast upp í. Á þann hátt hefur fræðsian einnig verið veitt hér í Reykjavík og á því mun eng- in breyting verða meðan ég ræð nokkru um framkvæmd hennar. fiskiskipa, á milli Islands og Færeyja. Norsku skipin leituðu síldar á veiðisvæði Rússanna en fundu mjög lítið, enda sáu þeir að afli í reknet Rússanna var sáralítill eða ekki meira en hálf tunna í net. Eldur í mannlausu húsi HÓLMAVÍK, 22. jan. — Á ellefta tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í húsinu Dalur í Hólmavík. Húsið er einlyft íbúðarhús úr timbri, múrhúðað. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang svo og fjöldi þorpsbúa er aðstoðuðu við sllökkvistarfið. Erfitt var að kom ast að eldinum, sem var mikill í tróði í lofti hússins. Innan- stokksmunum tókst að mestu að bjarga út, en töluvert skemmd- ist. Bráðlega tókst að ráða niður- lögum eldsins, en miklar skemmdir urðu á húsinu. Bæði hús og innanstokksmunir var vá- tryggt. Eigendur hússins eru Guð finnur Sveinsson, sem nú er á vertíð á Suðurlandi og Þórunn Benediktsdóttir, er nú starfar sem hjúkrunarkona hér við sjúkrahúsið. Húsið var mannlaust er eldur- inn kom upp. Eldsupptök eru ó- kunn. Fréttaritari. A F M Æ L I Ólöf Jónsdóttir, Byggðarholti í Eyjum er 85 ára í dag. 100000 0 00000*00001 Fuglalíf á Græn- landi í hæltu ÞÓRSHÖFN, Færeyjum, 19. janúar. NÚ ER talið að fuglalíf á Grænlandi sé í mikilli hættu, og fuglar muni jafnvel deyja þar út, ef ekkert verður að gert. Er hætta þessi talin stafa af því, að á síðari árum hafi hið gegndarlausa dráp á fuglum aukizt mjög ískyggi lega. Aðeins við vestur- strönd Grænlands séu til dæmis skotnir um milljón fuglar árlega. Einnig eru nú skemmd á ári hverju fleiri hreiður en áður. t þessu samhandi er bent á, að mikill f jöldi báta bæt- ist nú árlega í fiskiflota Grænlendinga — og svo einnig það, að nú eignast æ fleiri Iandsmenn byssur. \.0 000000 0 00000001

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.