Morgunblaðið - 26.01.1960, Síða 8
8
MORGinVBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. jan. 1959
ar
EITT þúsund áttatíu og fimm
ár eru liðin frá upphafi ís-
landsbyggðar og flest hefur
breytzt nema lega landsins.
Landnámsmennirnir könnuðu
ókunna stigu, en við, sem höf-
um tekið við arfleifð þeirra
eigum einnig ferð fyrir hönd-
um um ókunna stigu, þótt
kannski í öðrum skilningi sé.
Við* lítum um öxl til liðinna
daga eins og þeir og við minn-
umst þess, þegar allt brosti
við, því að framtíðin er ekki
alltaf jafn björt, og dagarnir
og árin bera óvissu í skauti
sér og stundum andstreymi.
Landnámsmennina dreymdi
stóra drauma, er þeir stigu á
land, en við eigum líka að
setja markið hátt og dreyma
enn stærri drauma.
Að vísu hafa kringumstæð-
urnar mikið breytzt, en kjarni
fólksins í landinu er að mestu
hinn sami. Hugrekki og dugn-
aður, bölsýni og bjartsýni og
hugsjónir, sem sigrast á öllu.
Þetta er sú arfleifð, sem okk-
ur hefur hlotnast til að taka
nýjum vandamálum og leysa
þau. A þann hátt einan mun
menning haldast í þessu landi
og byggð þess vaxa enn um
hríð.
í byrjun árs er ekki úr
vegi að líta yfir farinn veg og
minnast þess, sem gert hefur
verið og einnig hins, sem ætl-
að er að framkvæma á kom-
andi tímum.
Fyrst ber að líta á þá mynd,
sem talið er, að blasað hafi við
fyrir eítt þúsund árum. Fróð-
ir menn hafa áætlað, að gróið
land á landnámsöld hafi num-
ið um 40.000—50.000 ferkíló-
metrum og þeir telja jafn-
framt sennilegt, að það hafi
að miklu eða mestu leyti verið
trjágróðri vaxið. í dág þrátt
fyrir alla ræktun hefur land
með samfelldum gróðri rýrn-
að um rúmlega helming og er
nú áætlað um 16.000—18.000
ferkílómetrar og þar af eru
aðeins um 1000 ferkílómetrar
þaktir kjarr- og trjágróðri.
Astæður þessarar landrýrn
unar eru flestar augljósar,
þótt deilt hafi verið um mikil-
vægi hverrar einstakrar. Tíð
eldgos hafa sett svip sinn á
mikinn hluta þessa tímabils og
rista víða djúpt í gróðursögu
landsins, en aðallega virðist
það þó eiga við suðurhluta
landsins og eldgosasvæði, enda
er talið, að sveitir svo sem
Þjórsárdalur hafi lagzt í eyði
af þessum sökum.
Sumir telja lækkandi hita-
stig megin orsök gróður- og
landeyðingarinnar. Vel kann
að vera, að loftslag hafi kóln-
að hér um 2 eða 3°C frá því
á landnámsöld, en erfitt er
samt að slá nokkru föstu þar
um. Fullyrðingar í þá átt virð-
ast margar byggja á því, að
kornrækt hafi verið miklu al-
mennari meðal frumbyggja
landsins en það, er síðar varð.
Þessar fullyrðingar taka hins
vegar ekki með í reikninginn,
að frumbyggjarnir voru aidir
upp við kornrækt í sínu fyrra
heimalandi. Það var því eðli-
legt, að kornrækt var víða
stunduð hér á landi, meðan
áhrifa frumbyggjanna naut
við og fyrst á eftir í skjóli
skóganna. En um leið og skóg-
arnir hurfu, hlaut kornyrkja
hins vegar að líða undir lok.
Það er þó staðreynd, að enn
í dag má rækta korn í land-
inu. Að vísu uþpskera ekki tal-
in örugg í öllum árum, en þess
ber að gæta, að einskis skógar-
skjóls nýtur lengur við á þeim
stöðum, þar sem kornrækt
hefur verið reynd.
Kólnun loftslags er tæplega
nógu sannfærandi sem megin
skýring á rýrnun gróðurlendis
ins. Hitt væri nær að telja,
að óstöðugleiki veðurfarsins
og þá fyrst og fremst rok og
rigningar hafi stuðlað að eyð-
ingunni, þegar þess er gætt,
hver uppruni íslenzks jarðveg-
ar er og hve næmur hann er
fyrir öllum veðrabreytingum.
Þá er enginn vafi á, að bú-
skaparhættir íslendinga hafa
ekki stuðlað að landvernd
eða að bættum jarðargæðum x
neinni mynd. Síður en svo, en
hér verður þó að einhverju
leyti að undanskilja túna- og
garðrækt. Alltaf hefur draum
urinn verið hinn sami, draum-
ur líðandi stundar, að bera
meira úr býtum, að þiggja, en
gefa lítið og helst ekkert í
móti.
Kolagerð i skógum landsins
var mjög algeng á tímum land
námsins, að talið er, og hrísrif
til hitunar húsa og eldunar
tíðkaðist alveg fram á þessa
öld og einnig mótekja. Ólík-
legt er þó, að mótekja hafi
valdið miklu tjóni eða flýtt
mjög fyrir eyðingunni, a. m. k.
ekki í samanburði við kola-
gerðina og hrísrifið.
Þá er talið, að búsmali hafi
að einhverju leyti gengið sjálf
ala árið um kring og má segja
með sanni, að í því efni hafi
næsta lítil breytng orðið á.
Það er alkunna, að fé er látið
ganga á hinu óræktaða beiti-
landi í nánd við býlin svo
lengi á haustum og vetrum
sem veðrátta leyfir. Því má
skjóta hér inn í, að mat manna
á, hvað veðráttan leyfir, er
æði misjafnt og væri fróðlegt
að vita, hvað til þarf, þegar
verst er, til að fé sé tekið á
gjöf. Bændur tala um gjaf-
milda vetur, að jörð hafi nýtzt
• vel, að jörð hafi verið auð og
bithagar góðir, að fé hafi verið
létt á fóðrum o. s. frv., enda
var í heylitlum árum kvistríki
í sauðfé a. m. k. áður fyrr al-
gengt í Þingvallasveit, ef féð
þurfti lengi að draga fram líf-
tóruna á lyngi og bjarkar-
kvistum einum saman.
Sú er sennilega skoðun
flestra, að landið sé betur til
sauðfj árræktar fallið en nokk-
urs annars búskapar, vegna
þess að mikið af gróðri lands-
ins sé ekki hægt að hagnýta
öðru vísi en til sauðbeitar. —
Eflaust er margt rétt um þessa
skoðun líðandi stundar, þótt
hún hafi sína annmarka líka.
— Þegar gróa tekur í byggð á
vorin, er hálendið oftast enn
undir snjó. Féð notar nýgræð-
inginn í byggðum, unz það er
rekið á afrétt og enn fær það
nýgræðinginn þar. Að vísu hef
ur sauðféð þannig tækifæri til
að velja næringarmestu og
beztu jurtirnar, en hins vegar
er það einmitt nýgræðingur-
inn, sem mesta þýðingu hefur
í verndun landsins. Tæplega er
þetta til frambúðar, en óneit-
anlega umhugsunarverðir bú-
skaparhættir og því er sem er,
að samfellt gróið land er nú
aðeins um 1/6 hluti alls ís-
lands eða tæplega helmingur
þess, sem áður var.
Skylt er samt að geta þess,
að sauðbeit á ræktað land sýn-
ist vera að skjóta upp koll-
inum, en tæplega þó enn nema
til fitunar í sláturtíð. Samt
sem áður bendir flest til, að
ekki muni slíkt búskaparlag
síður vera arðvænlegt en það,
sem nú ríkir. Það mundi verða
verðugt verkefni á næsta ára-
tug að breyta hinu forna bú-
skaparlagi í nútímabúhætti
hagsýni og skynsemi.
Árið 1950 var gerð á vegum
stéttarsambands bænda áætl.
um framkvæmdir í þágu land-
búnaðarins áratuginn 1951—
1960 (sjá: Úr þjóðarbúskapn-
um, 2, 1956) og er hið nýja
ár því lokaár þessarar fram-
kvæmdaáætlunar. Reyndar
varð það strax árið 1955 ljóst,
að framkvæmdir mundu ná
langt fram úr áætlun miðað
við þáverandi afköst og af-
kasta aukningu, og var áætl-
Hér birtist grein um land-l
búnaðarmál eftir dr,
Bjarna Helgason jarðvegs-
fræðing. Mun hann skrifa
greinar í blaðið um þessi
mál og er þess að vænta(
að þeim lesendum blaðsinsi
sem áhuga hafa á ræktun-
ar- og búnaðarmálum,
þyki fengmr að greinum
hans.
Dr. Bjarni varð stúdent
frá M.R. 1953, lauk B.A.-<
prófi við Háskóla íslands'
1956 og lagði síðan stiund á
jarðvegsfræði við háskól
ann í Aberdeen í Skotlandi.
Prófritgerð hans fjallaðii
um jarðveg í landnámi Ing-<
ólfs og varði hann hana til
doktorsprófs I júní sl.
Dr. Bjarni starfar nú við'
búnaðardeild Atvinnudeild
ar Háskóla fslands.
unin þá endurskoðuð í Ijósi
þeirrar reynslu.
Niðurstöður um hag land-
búnaðarins og landbúnaðar-
framkvæmdir ársins 1959
liggja að sjálfsögðu ekki fyrir
enn. Hins vegar hafa ýmsar
tölur, er snerta landbúnaðinn
árið 1958 verið birtar nýlega
í Hagtíðindum (nóv. 1959) og
verður því að notast við þær
að sinni. Samanburður nokk-
urra atriða framkvæmdaáætl-
unarinnar eins og hún leit út
eftir endurskoðunina 1955 við
Túnastærð í ha.............
Töðufengur tn..............
Vélgrafnir skurðir í rúmm. ..
Sauðfé í sláturtíð.........
Sauðfé í árslok............
Kindakjötsframleiðsla tn...
Kýr .......................
Mjólkurframleiðsla tn......
samsvarandi liði Hagtíðind-
anna og upplýsinga frá Hag-
deild Framkvæmdabankans
sýnir:
Af þessari upptalningu sést,
að furðunálægt markinu er
komið og er athyglisvert, að
strax árið 1958 skuli bæði töðu
fengur og mjólkurframleiðsla
komin fram úr hinu upphaf-
lega marki, sem sett var fyrir
árið 1960, enda þótt túnastærð
og kúafjöldi hafi ekki enn náð
hinni áætluðu tölu miðað við
fyrrgreint ár, 1960. Þá hefur
nýlega verið áætlað í nýút-
komnu hefti Árbókar landbún
aðarins 1959, að í vetur muni
um 860.000 fjár verða á fóðr-
um og er það allmiklu meira
en 10 ára áætlunin gerði ráð
fyrir. Eitt vekur samt athygli
í þessari búnaðaráætlun, sem
senn er að verða að raunveru-
leika. Það, sem gleymdist
þrátt fyrir og í öllu skipulag-
inu. Það voru áætlanir um
auknar rannsóknir í þágu land
búnaðarins. í því efni hefur
orðið lítil breyting á eða aukn-
ing afkasta. Rannsóknir kosta
mikið fé en margir virðast
halda, að þær séu gerðar fyrir
ekki neitt. Það heyrist sem sé
oft talað um, að „þessar rann-
sóknir séu alltof dýrar“, og að
það sé betra að nota pening-
ana í eitthvað annað. Öðrum
er hins vegar ljóst, að rann-
sóknir eru dýrar, en telja þær
óarðbærar, unz í torfæruna er
komið og vilja þá, að allt sé
leyst á einni nóttu. En rann-
sóknir eru ekki gerðar á einni
nóttu, þær taka tíma og stund-
um langan tíma og kosta þá
enn meira fé. Þetta er sá meg-
ingalli allra rannsókna og sem
flestir eiga mjög erfitt með að
sætta sig við. En á næsta
áratug ber að taka þessi mál
til greina, virða gildi þerra og
skilja hagnýti þeirra, svo að
betur megi búa sig undir á-
tök áratugsins á eftir, þegar
fjöldi Islendinga nálgast fjórð-
ung milljónar eða meira.
Á liðnum áratug vann Skóg-
ræktarfélag íslands að ýmsum
fjáröflunarleiðum til skóg-
ræktamálanna og var árið
1952, m.a. lagt til við stjórn-
arvöld landsins, að hluti að-
flutningsgjalda af timbri yrði
látinn renna til skógræktar í
landinu. Árið 1955 fékkst það
svo samþykkt, að leggja mætti
lágt aukagjald á vissar tóbaks-
vörur, sem sérstáklega væru
auðkenndar, og skyldi það
renna í Landgræðslusjóð til
ráðstöfunar. Enn var árið
1957 samin 5 ára skóggræðslu-
áætlun, en þar mun hafa verið
gert ráð fyrir meira fé, en til
fékkst og því lítið orðið úr
framkvæmd hennar. En þrátt
fyrir hálfgert tómlæti margra
er skógræktin sannarlega
merkilegt verkefni fyrir stóra
og smáa, verkefni, sem sinna
þarf betur á nýbyrjuðum ára-
tug og þar sem vinna þarf
að skipulögðum rannsóknum,
svo að til heilla horfi fyrir
alla landsmenn.
í sambandi við skógræktina
skýtur alvarlegt vandamál
upp kollinum, en það er um
réttindi og skyldur garða-,
skógar- og landeigenda annars
vegar og þeirra, sem reka bú-
efnanna, sem leysa þarf, áður
en langt um líður.
Á síðasta áratug var stigið
merkilegt spor, er snert gat
landbúnaðinn og haft mikla
þjóðhagslega þýðingu, en það
var þó spor í öfuga átt. Minka-
eldi var bannað með lögum
árið 1952 og var svo fyririagt,
að öll þáverandi minkabú
skyldu hafa verið lögð niður
að 5 árum liðnum frá setn-
ingu laganna1). Sú sakleysis-
trú ríkti, að á þann hátt mundi
stuðlað að tortímingu þeirra
aðkeyptu og innfluttu vágesta,
minkanna og einnig hinnx, ref
anna, sem hafa verið í landinu
svo lengi sem sagnir ná. Voru
nú hæg heimatökin og mink-
ar, sem ekki höfðu þegar slopp
ið úr búrum, allir drepnir.
Síðan gerðist það árið 1957, er
síðasti aliminkurinn féll, að
lög voru sett um veiðistjóra,
sem skipuleggja skyldi her-
ferð á hendur ófögnuðinum,
útnefna veiðimenn og gera
aðrar þær ráðstafanir og til-
lögur, sem skipulagið út-
heimti. Verður það eitt að
teljast hin merkilegasta ráð-
stöfun í hvívetna, en hinu ber
ekki að neita, að erfitt er
verkefnið viðfangs, því að
slíkt er eðli loðdýranna, að
harla erfitt hlýtur það að vera
að gera sér grein fyrir, hvort
fjölgun eða fækkun á sér stað
í gtofninum. En kannski reyn-
ist skipulagið drepandi? Skul-
um við óska þess á hinum ný-
byrjaða áratug. En er þessi
ráðstöfun ekki svipuð og álíka
gáfuleg því, ef einhverjum
dytti í hug nauðsyn þess að
útrýma villiöndum í iandinu,
að hann byrjaði á að drepa
allar húsendurnar á Vatns-
leysu? Sannarlega er loðdýra-
rækt í landinu meira virði en
svo, að hún skuli bönnuð með
lögum.
Þá er fiskrækt sú, sem lítil-
lega hefur verið byrjað á hér
á landi, vissulega verð frekari
athugana til að auka svokall-
aða fjölbreyttni í framleiðslu
landsins á hinum nýbyrjaða
áratug. Klak í ár og vötn hef-
ur lengi tíðkast hér, en það er
ekki nóg. Framtíðin er líka
bundin við fiskeldi í tjörnum
og lækjum og fiskeldisstöðv-
um eins og veiðimálastjórinn
var nýlega að brýna fyrir
mönnum. En hér vaknar sú
spurning, hvort ekki megi
nota íslenzka silunginn til
slíkrar ræktunar og þannig
framleiða eitthvað nýtt og sér
stakt í stað hins bragðdaufa,
innflutta regnbogasilungs. —
Þetta sýnist merkilegt við-
fangsefni, sem vel er þess
virði, að sé íhugað vandlega
og almennt á næstu árum.
Annars má um það deila
og eflaust verða skiptar skoð-
f byrjun í byrjun
áætlunar 1959
(1951)
46.111 70.257
148.200 304.500
6.996 33.540
780.000 1.532.000
415.544 774.814
6.300 11.500
31.766 35.115
73.600 98.000
skap hins vegar. Ha'fa \
fyrrnefndu jafnan verið skör
lægra settir hjá löggjafanum,
þar sem sú venja hefur ríkt í
landinu, að búpeningur hefur
verið látinn og hefur mátt
vaða átölu- og bótalaust um
allar jarðir, afgirtar sem ó-
girtar, en eigendum sínum
framdráttar og blessunar og
hinum til ama og jafnvel stór-
tjóns. Verður gerð betur grein
fyrir þessum aðstöðumun
seinna, en þetta er eitt verk-
Áætlað í lok Áætlað í lok
1959 1960
(10 ára áætl.) (10 ára áætl.)
70.900 78.500
283.600 298.800
40.500
1.600.000 1.600.000
800.000 800.000
13.718 13.718
36.400 37.200
94.300 96.500
anir um, hvert hið næsta tak-
mark skuli verða, hve hátt
skuli spenna bogann og hve
mikið leggja að sér, hvað beri
að endurbæta og hvað nýtt að
reyna. Enginn vafi er á, að
margt má bæta og annað stór-
auka. Að sjálfsögðu er gott að
gera áætlanir, en hinu má
ekki gleyma, hverjar eru
raunverulegar stoðir slíkra á-
ætlana og allra framfara.
^en refarækt skyldi háð
leyfisveitingum yfirvaldanna
og meðmælum.