Morgunblaðið - 26.01.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUWRLAÐIÐ Þriðjudagur 26. jan. 1960 Cuðmundur Daníelsson ; Eiríkur Hreinn kynnir Ijóðskáld 6 LJÖÐSKÁLD. Ljóð eftir Einar Braga, Hannes Pé'tursson, Jón Óskar, Matthías Johannessen, Sigurð A. Magnússon og Stef- án Hörð Grímsson. Útgáfuna annaðist Eiríkur Hreinn Finn- bogason. Grammifónsplata með upplestri skáldanna úr eigin verkum fylgir bókinni. Kápu- síðu og umbúðir á talplötunni teiknaði Atli Már_ Útgefandi: Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Reykjavík 1959. ★ 1 formálsorðum fyrir þessari bók skýrir Eiríkur Hreinn svo frá að í ágústmánuði sl. hafi hann tekið að sér að sjá um út- gáfu á sýnisbók eftir 6—8 skáld. Hann hafði alfrjálsar hendur um val höfunda og fór nú á fund 8 skálda og bauð þeim samstarf. Sex þeirra tóku boðinu fúslega, en tvö höfnuðu því. Eiríkur Hreinn nefnir ekki nöfn hinna tveggja í formálsorðunum, en heyrzt hefur að það séu þeir Hannes Sigfússon og Sigfús Daðason sem ekki vildu vera með. Enn fremur skýrir Eiríkur Hreinn frá því í formálanum að skáldin hafi að mestu leyti sjálf valið kvæði sín í bókina, og hafi hverju þeirra verið gefinn kostur á að koma í hana 10—12 kvæðum. ÖU notuðu skáldin sér þá heimild, nema eitt: Jón Öskar, hann vildi ekki hafa í þessari bók fleiri en sex af kvæðum sínum, og' varð þá svo að vera. Það sem nýstárlegast er við bókina 6 ljóðskáld er talplatan, sem fylgir henni. Þetta er alger nýjung hérlendis í bókaútgáfu, en vafalaust verður hér eftir far- ið að gefa út vissar bækur með slíkum viðauka, til dæmis ljóða- bækur snjallra samtíðarskálda og úrvöl gefin út á merkisafmæl- um góðra höfunda, því það er alveg frábært að geta eignazt og geymt lifandi rödd þeirra ásamt skáldverkinu sjálfu. Ljóðskáldin 6 lesa öll vel, en hafa að sjálf- sögðu misgóðar raddir. Ég hef ekki hingað til skipt mér 'af eða tekið þátt í þeirri langvinnu og stund- um nokkum illskeyttu kapp- ræðu um það hvaða bragarhátt nútíma íslendingar eiga að brúka þegar þeir setjast niður til að yrkja_ Deilurnar hafa að mestu leyti staðið um formið, — hvort það eigi að nota svo nefnt hefð- bundið ljóðform (með stuðlum, höfuðstöfum, endarími reglu- bundinni hrynjaridi o. s. frv.) eða það frjálsa form, sem mörg yngri skáldin aðhyllast og búa kvæðum sínum, sem ýmist eru nefnd atómljóð, ljóð í óbundnu formi, prósaljóð, eða eitthvað svoleiðis. Að sjálfsögðu leiði ég gersamlega hjá mér þessa deilu um formið, í mínum augum er hún barnaleg eða út í hött og kemur skáldskapnum sáralítið við. Þar með er ég ekki að segja að formið skipti litlu máli, því það er að minnsta kosti jafin- mikilvægt og sjálft efnið: skáld- skapur er samhæfing forms og yrkisefnis, efnislaust form er engin list, formlaust efni ekki heldur. En svo er það spurningin: hvaða form á skáldið að velja verkum sínum? Því getur eng- inn svarað, nema skáldið sjálft, og enginn annar getur valið því form. Sérhvert skáld velur sér eða býr sér til það form sem því finnst bezt hæfa því listaverki, sem það er að skapa, — það er sjálfsagður hlutur, um það má ekki sakast. En um hitt má ekki heldur sakast, þó að fólkið hafi sinn smekk, láti sér ekki allt jafn- vel lynda. Mikill hluti eldri kyn- slóðarinnar í landinu og einnig margt yngra fólk á auðveldara með að njóta ljóða sem ort eru eftir hefðbundnum bragreg’.um en hinna, þar sem kveður við annan tón. Þetta er mjög eðlilegt; sú gamalkunna tóntegund, sem eyrað er langþjálfað í að nema, talar næmari tungu og einlæg- ari til hjartans og tilfinninganna en hið disharmoniska lag nútím- ans hversu ágætt sem það kann að vera. Á hinn bóginn virðast svo ýms- ir af liðsmönnum módernismans í skáldskap vera alveg heyrnar- lausir á aðra hljóma en þá sem þeir sjálfir slá úr hörpunni eða finnist að minnsta kosti allt ann að ómerkilegur skáldskapur og leiðinlegur. Æskilegt væri að geta borið nokkurt friðarorð á milli ís- lenzkra skálda og milli skáld- anna og fólksins í landinu. Það er óviðkunnanlegt að heyra kunna vel sitt fag. Annars mjög ólík. Ég hef aldrei séð jafnglöggt og við lestur þessarar bókar hve mikil fjarstæða það er að skáld órímuðu eða lausrímuðu Ijóð- anna séu hvert öðru lík, eins og sumir álíta. Sexmenningarnir hafa allir sterk séreinkenni, ljóð þeirra eru jafnólík og andlit þeirra og skapgerð, — þrátt fyr- ir þann augljósa skyldleik, sem tiðarandi, svipuð menntun og líkur aldur hljóta að valda. Þetta eru allt eftirstríðsmenn og synir atómaldar skáld sömu kynslóð- ar. Skal nú leitazt við að gera lítilsháttar grein fyrir hlut hvers um sig í bókinni, í sömu röð og þau hafa þar, sem er stafrófsröð: Einar Bragi birtir í Ijóðabálki sínum, Regn í maí lýrik sem hvarvetna er ljós og auðskilin, og þó víðast bæði djúp og tær. Fög- ur þykja mér ljóðin: ,,eilífbjart- ur er vor draumur'- og smáljóð- ið um stúlkuna sem sefur á ber. Matthías Johannessen kemur á verð, stórbrotinn skáldskapur móti lesandanum með hörpu slætti um borgina sína, enda er hann í skáldskap sínum skilgetn- ari sonur borgarinnar en nokkurt annað íslenzkt skáld af yngri kynslóðinni. „Galdra-Loftur hinn nýi“ er sonetta um .,Fást“ allra tíma — tilraunina miklu að sækja lykil vísdóms- ins og valdsins í greipar máttar- valdanna. 1 ljóðum Matthíasar gætir mjög kosmopoliskrar hugs- anar, hann er heimsborgari þeg- ar hann yrkir kvæði eins og ,,Þið komuð aftur“ og ,Sakied Sidi Youssef. Borg í Túnis“. 1 þess- um kvæðum leitast skáldið við að skilgreina manneskjuna and- spænis tortímingunni og í sjálfri kvörn hennar, líkt og málarinn Picasso gerir í mynd sinni Guernica. Þessu skylt er hið mikla kvæði „Undir krossinum‘‘. Þó að rammi þess sé að líkindum Vesturbærinn umhverfis Landa- kotskirkjuna og efnið minningar skáldsins frá bernsku til fullorð- ins ára, er það fyrst og fremst heimspekilegt og sammannlegt og átakamikil tilraun í þá átt að gera sér grein fyrir afstöðu sinni um líf mannsins á jörðinni, misk- unnarlaus sundurrakning á til- finningalífinu, skynjun og skyn- villu, — heimspekilegt ljóð ekki síður en „Undir krossinum“, og nokkuð þungskilið á köflum. Ljóðum er stundum líkt við mál- verk. Það er eitthvað við ljóð Matthiasar Johannessen, sem aftur leiðir mig að stóru mál- verki, þar sem pensilförin eru breið og löng og litirnir í for- grunninum stríðandi og æstir, en lengst uppi og fjarst eygir mað- ur bláma og kyrrð. Þessi sam- líking kann að vera fjarstæðu- kynj'uð, en eitt er víst: í ljóðum M. J. er gífurleg ólga og stríðandi líf, sem af allri orku leitar jafn- vægis og friðar. Sigurður A. Magnússon er skáld hins orðknappa stíls í ljóð- um sínum, svo að stundum dett- ur manni í hug símskeyti milli fjarlægra landa. Hann er sjald- an mjög ljóðrænn. en karl- mennskusvipur er á öllu sem hann lætur frá sér fara. Örstutt ljóð hans líkjast höggmyndum, meitluðum fáum, en afar ákveðn- Stefán Hörður yngri skáldin flokkuð í eitt og sama númer, undir lítilsvirðing- arheitinu „atómskáld". Þó er hitt enn hvimleiðara að heyra, eða sjá á prenti, þegar ung skáld varpa tilefnislaust smánarorðum að ástsælum stórskáldum eldri kyn- slóðarinnar. Hvers vegna þessi ergilegi tónn — þessi strákslegu hróp að því sem maður kann ekki að meta? Það er mesti misskiln- ingur að dónaskapur í rithætti sé einhlítt gáfnamerki eða óbrigð- ull vottur andríkis. Ég drep á þetta að nýlega gefnu tilefni, en sleppi því nú og sný mér aftur að bókinni 6 ljóðskáld. Það er þá fyrst, manni verður ósjálfrátt litið til Eiríks Hreins, þar sem hann situr mitt í kvæða- bókadyngjunni og velur úr skáld- in sem bjóða skuli. Eftir hverju fór hann? Þess er ekki getið í bókinni. Maður fær einungis að vita hversu mörg hann vildi hafa skáldin og hversu mörg kvæði eftir hvert þeirra. Það er að lík- indum stærð bókarinnar sem hér er verið að marka, varla annað. En hvers vegna þessi skáld, en ekki einhver önnur? Eru þessir 8 menn beztu Ijóðskáld Islend- inga að dómi Eiríks Hreins? Spyr sá sem ekki veit. Eða hvort hann hefur farið eftir aldri þeirra, þegar hann útvaldi hina átta? — Hið elzta þeirra sem í bókinni er verður fertugt á þessu ári, hið yngsta 29 ára, hér eru því hvorki fulltrúar yngstu skáld- anna, né hinna miðaldra, hvað þá hmna rosknu. Það hefur með öðrum orðum ef til vill vakað fyrir Eiríki Hreini að kynna hér úrval ljóða eftir fremur ung skáld, sem þó hefðu náð fuilum þroska. Við það sjónarmið er þó það að athuga, að enginn veit fyrr en eftir á hvenær skáld hef- ur náð þeim áfanga í list sinni, aldursárin eru gagnslaus mæli- kvarði á slíkt. 1 fáum orðum sagt, ég get ekki ráðið gátuna: hvers vegna Eiríkur Hreinn bauð þessum og ekki öðrum en þeim, — mér finnst það hálf leiðinlegt, en það verður svo að vera. Nú má ekki skilja orð mín svo að ég sé óánægður með bókina eða gruni Eirík Hrein um hæpin vinnubrögð. Skáldin hans sex — af hverju sem hann hefur valið þessi — þau hafa öll mikið til síns ágætis, einkum er vand- virkni þeirra á háu stigi og þau Jón Óskar Hannes Matthías angri, sterkt og magnað kvæðið „sporglaðir hestar (með söng- djarfar hörpur í brjósti“. en eft- irminnilegust er þó myndin af hreininum unga, þar sem hann hverfur seinlega úr högum til Kiðjafellshlíða að deyja á af- viknum bletti í auðninni .Það er sjaldgæft að sjá einmanaleikann betur túlkaðan í skáldskap, — sambærilegt við pardusdýr Hemingways í „Snjóum Kili- mandjaros“. Tónn Einars Braga er lágvær og mjúkur, og alvar- legur. Hannes Pétursson stendur að sumu leyti nær hinu gamalkunna formi Ijóðlistarinnar en félagar hans í þessari bók. Það er kannski þess vegna sem mér finnst hann bera hæst þeirra allra. Þar að auki sé ég ekki betur en hann sé stórvitur mað- ur, og spegla jafnvel örstutt ástarkvæði hans þessa eigind, svo sem ljóðperlan „Hjá fljót- inu“, og ekki síður kvæðið „María Antóínetta“. Þar fer sam- an formsnilld og andagift. „Gam- all þulur“ er og framúrskarandi kvæði. „Haustvísa“ á heldur ekki marga sína líka í nýrri lýrik á Islandi. Sama má segja um „Þú spyrð mig um haustið“ sem er gert af aðdáanlegri íþrótt. Aft- ur á móti kann ég síður að meta kvæðin „í kirkjugarði“, „Geim- flaugar" og „Að deyja“. Hannes Pétursson á því láni að fagna að vera umdeildur. Það út af fyrir sig gefúr góða bendingu um að hann sé mikill listamaður, en fullgilda sönnun fyrir því er hins vegar að finna í tveim ljóðabók- um hans. Þá kemur Jón Óskar, sem ekki vildi láta nema sex kvæði þó honum byðist rúm fyrir tíu eða tólf. Skemmtilegasta einkennið á ljóðum þessa skálds er fimlegur leikur með form, endurtekning- ar sem fléttast með afar Iist- rænum hætti gegnum heil kvæði. Hámark slíkra vinnubraga er að finna í kvæðunum „Um mann og konu“, „Vorkvæði um ísland“ og „Ljóðið og heimurinn". „Hús- bygging“ er skemmtilegt kvæði í hefðbundnu formi, en andxnn í því er nokkuð kaldhæðinn og í mikilli mótsetningu við mjúka molltóna áðurnefndra kvæða, og í hinu gullfallega ljóði „Ég heyri regnið falla“ er leikið und- ir á hljóðfæri tregans. til tilverunnar í lífi og dauða, uppeldi sínu, trú sinni og hlut- verki í hinu flókna og mjög svo torráðna samfélagi. Að lokum birtir Matthías fjögur kvæði úr óprentuðum ljóðaflokki, sem hann nefnir „Hólmgönguljóð“. Mér virðast þau afar athyglis- Sigurður A. um dx-áttum, og ekkert fær að fljóta með sem hægt er að kom- ast af án. Það er auðséð að Sig- urður kostar sér öllum til að brjótast inn að kjarnanum í yrk- isefnum sínum, hvort sem það er nú prómeþevs, orðið eða ást- Framh. á bls. 15. Samtal við Gísla Alfreðsson Aðaleinkenni Þjóðverja sparsemi og dugnaður EINN af þeim heppnu íslending- um, sem átti þess kost að koma heim um jólin var Gísli Alfreðs- son frá Keflavík, sém nú stundar leiklistai'nám í Þýzkalandi, í stór borginni Múnchen. Það er alltaf ástæða til að vita um og fylgjast með okkar mörgu námsmönnum, sem eru víðsvegar að búa sig undir lífsstarf fyrir land og þjóð — koma svo heim að námi loknu og miðla af áunn- inni þekkingu og reynslu okkur öllum hinum til góðs. Við Gísli hittumst á förnum vegi og tókum tal saman. A5 sjálfsögðu spyr ég hann um nám hans og dvöl í því fjarlæga landi og fannst margt af því þess hátt- ar,_ að koma mætti til fleiri. Ég spyr Gísla um skólann, störf og kennslu þar, um fólkið i krmg um hann og sambúðina við þá þýzku. Skólinn, sem ég er við, heitir Otto Falckenberg Schule, og er leikskóli, sem er í sambandi við leikhúsið Munchener Kammer- spiele, og er eitt af fimm beztu leikhúsum Þýzkalands. Otto Falckenberg var leik- hússtjóri, leikstjóri og leikari við þetta leikhús og gerði það að því, sem það nú er, en hann lézt um stríðslokin síðustu 1946. Nemend - ur við skólann eru alls 24, eða 12 í hvorum árgangi og skólavistin er tvö ár. — Jú, inntökuprófin eru erfið. Fyrst verða allir umsækjendur að skila heilbrigðisvottorði og sinni eigin ævisögu. Þá eru valdir úr þeir, sem fá að gangast undir prófið. Þegar ég tók prófið sóttu 500 um skólavist og fengu um 200 að taka prófið, en aðeins 13 þeirra stóðust prófið í það skiptið, en 15 er hámark nemendafjölda, sem skólinn tekur á móti. Prófið er í því fólgið að leika þrjár „senur" úr leikritum, sem umsækjendur hafa sjálfir vahð og æft og er það einleikur ein- göngu. Mín prófatriði voru úr Macbeth eftir Shakespeare, Trauer muss Elektra tragen og úr „Stúlkan á loftinu", eftir Axel- rod. — Nei, ég er eini íslendingur- inn og eini útlendingurinn á skól- anum. Áður hefur aðeins einn útlendingur verið á skólanum og Gísli Alfreðsson var það Persi — hann útskrifao.-. um leið og ég tók inntökuprófxð. — Skólinn er ekki gamall, en leikhúsið hefur alltaf haft nokkra nemendur, en sem sjálfstæður Frh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.