Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 11
Þriðjudagur 26. jan. 1960
MORCUNBLAÐIÐ
11
Pólýfónkórinn vorið 1959, ásamt söngstjóra, Ingólfi Guðbrandssyni, og undirleikara, Gísla Magn-
ússyni, píanóleikara.
Raddstyrkur er
aukaatridi
1 REYKJAVÍK er starfandi söng
félag; sem nefnist Pólýfónkórinn.
Hann mun vera yngstur þeirra
kóra, sem hafa látið til sín heyra
í höfuðstaðnum, en þrátt fyrir
það hefur söngur hans vakið
mikla athygli fyrir óvenjulega
fiágun, nýstárlegt efnisval og
hljómfegurð.
Söngstjórj kórsins, Ingólfur
Guðbrandsson, átti á dögunum
leið um Aðalstræti, þar sem ég
stóð í höm við húsið númer 9 og
beið eftir strætisvagni. Tókum
við tal saman um eitt og annað
og innti é'g hann frétta af kórn-
um og starfsemi hans. — Ég
saknaði þess, að heyra ekkert í
kórnum fyrir jólin.
— Já, það varð ekkert úr jóla-
tónleikum að þessu sinni, sök-
um þess að ég dvaldist erlendis
fram að jólum. Söngfólkið naut á
meðan kennslu þeirra Einars
Sturlusonar og Kristins Hallsson-
ar, en nú erum við nýbyrjuð að
æfa nýja efnisskrá, sem vonandi
verður flutt með vorinu.
— Verður hún með líku sniði
og áður?
— Næst verða kirkjutónleikar
með verkum eftir gamla og nýja
meistara.
— Æfiirðu eingöngu kirkjutón-
list?
— Nei, alls ekki, kirkjulega og
veraldlega jöfnum höndum. A
síðustu tónleikum kórsins voru
viðfangsefni t.d. eingöngu verald
leg.
— Þetta er nokkuð sérstæð tón
list, sem þið flytjið. — Segðu
mér annars — hvað þýðir orðið
pólýfónn.
— Orðið er af grískum upp-
runa og táknar margröddun, en
var seinna notað um þann tón-
listarstíl, þar sem hvef rödd tón-
verksins myndar sjálfstæða lag-
línu með sjálfstæðri hreyfingu.
Þessi tónlist hefur náð mikilli út
breiðslu og vinsældum erlendis
á síðustu áratugum, einkum
meðal unga fólksins.
— Er yfirleitt ungt fólk í Pólý
fónkórnum?
— Já, flestir eru á aldrinum
16—30 ára. Raddir unga fólksins
eru gæddar þeim Serskleika og
birtu, sem flutningur þessara
verka krefst,
— En hafa allir félagar kórs-
ins hlotið tónlistarmenntun eða
þjálfun í söng?
___ Flestir hafa einhverja til-
sögn fengið í hljóðfæraleik eða
söng áður en þeir gengu í kórinn,
svo er ágæt þjálfun í því fólgin
Trésmiður
óskar eftir að taka að sér tré-
verk og standsetningu á 3ja
til 4ra herb. íbúð gegn leigu.
Tilboð sendist Mbl., merkt:
„Vönduð vinna — 8301“.
að iðka þá músik, sem kórinn
leggur stund á.
— Eru æfingar vel sóttar?
— Já, mjög vel, þrátt fyrir
það, að kórfélagar eru margir
ofhlaðnir störfum. Unga fiólkið
kann vissulega að meta góða tón-
list, þegar það fær tækifæri til
að iðka hana sjálft, og það er eitt
af hlutverkum Pólýfónkórsins,
að hvetja ungt fólk til þess.
Heimurinn er fullur af tónlist í
dag, en flestir eru aðeins hlut-
lausir áheyrendur, sem hleypa
músikinni inn um annað eyrað
og út um hitt. Það veitir marg-
falda ánægju að vera virkur þátt
takandi í henni, þótt árangurinn
sé ekki fullkominn. — Annars
háir það nokkuð starfsemi kórs-
ins, að ýmsa, sem gjarna vildu
taka þátt í starfsemi hans, skort-
ir nægan undirbúning, t.d. í
nótnalestri, Og þú gerðir okkur
greiða með því að vekja athygli
fólks á námskeiði, sem hefist hjá
okkur í kvöld.
— Námskeiði?
— Já, námskeiði fyrir fólk,
sem gjarna vill afla sér undir-
stöðuþekkingar í nótnalestri og
beitingu raddarinnar.
— Hvernig verður þessu nám-
skeið hagað.
77/ sölu
málningaloftpressa (bílasprantun), logsuðutæki.
Austin fólksbifreið. — Upplýsingar í sima 10717
frá kl. 8—5,30.
Óska eftir að taka á leigu
rúmgott búsnœði
fyrir rakarastofu, þarf að vera á, götuhæð, á góð-
um stað í bænum, eða úthverfum. Tilboð sendist til
afgr. Mbl. fyrir 2 febrúar 1960, merkt:
„Góð rakarastofa — 8305“.
NÁMSKEIÐ
> bókfærslu og vélritun
Nokkrir geta enn komist að í byrjenda og framhalds-
flokka námskeiðsins.
Innritun dagl. kl. 5—7 e.h. á Vatnsstíg 3 sími 16838.
Einnig upplýsingar í síma 11640 og 18643.
Sigurbergur Ámason.
Stórt Verzlunarfyrirtæki
vantar nú þegar:
verzlunarstjóra fyrir matvörubúð og 3—4 af-
greiðslustúlkur í matvörubúðir. Umsóknir send-
ist Morgunblaðinu fyrir 27. þ.m. merkt: „8289“.
— Námskeiðið á að standa í 10
vikur og verður kennt eitt kvöld
í viku, þriðjudagskvöld kl. 8—10.
Kristinn Hallsson og Einar
Sturluson taka að sér söngkennsl
una, en ég kennslu í að syngja
frá blaðinu eins og það er kallað.
Kennslan mun fara fram í smá-
hóp, og ég vona að þetta verði
skemmtilegir tímar. Auk þess
gefst þátttakendum kostur á að
sækja skemmtikvöld Pólýfónkórs
ins, sem haldin eru nokkrum
sinnum á vetri. Þar er sungið,
leikið á hljóðfæri og dansað af
miklu fjöri,
— Hvaða eiginleika þurfa þær
raddir að hafa, sem þér finnst
bezt henta þessum kór?
— Raddstyrkur er aukaatriði,
tóngæði og tónhæfni skipta meg-
inmáli.
— Telur þú að námskeið sem
þetta mundi henta nemendum í
firamhaldsskólum?
— Já, vafalaust þeim eins og
öðrum. I framhaldsskólum er
því miður sorgléga lítið um
söngmennt vegna skorts á kenn-
urum. En fullvíst er að margir
hafa góða hæfileika, sem aldrei
koma í ljós eða fá notið sín. Ég
hef kynnzt mörgum, sem langar
til að syngja, en eru of uppburð-
arlitlir og vantrúaðir á sjálfa sig
til að byrja á því.
Námskeið Pólýfónkórsins ætti
að geta komið slíku fólki eitt-
hvað áleiðis og vákið með því
sjálfstraust.
Það er trú mín, sagði Ingólfur
að lokum, að tónlistin verði eitt
helzta athvarf í tómstundum
fólksins í framtíðinni. MBj.
10 fonna vörubíll
eða 10 tonna undirvagn, óskast til kaups. Tilboð
óskast sent afgr. Mbl. merkt: „10 T — 9321“.
Kjötbúð — Fiskbúð
Norðurendinn af verzlunarhúsinu nr. 1 við Lauga-
veg (Homið) er til leigu fyrir Kjöt og fiskbúð.
Upplýsingar á staðnum í kjörbúðinni.
VINNA
Menn óskast til vinnu á smurstöðvum. Upplýsingar
á skrifstofu vorri, Tryggvagötu 2, miðvikudag og
fimmtudag kl. 10—12 f.h. (Uppl. ekki gefnar í síma)
Olíufélagið Skeljunguo- h.f.
Lóð til leigu
Húsfélag iðnaðarmanna óskar eftir leigutilboði til
eins árs í senn í lóð sína á,samt steinskúr við Ingólfs-
stræti og Hallveigarstíg. — Leigt verður hæstbjóð-
anda ef um semur. Tilboð merkt: Húsfélag, sendist
Þorsteini Sigurðssyni, Grettisgötu 13, fyrir 29. þ.m.
Útboð
Tilboð óskast í raflögn í barnaskóla við Túngötu I
Hafnarfirði. Upplýsingar á skrifstofu bæjarverk-
fræðings í Hafnarfirði.
Iðnfyrirtœki til sölu
Til sölu er nú þegar iðnfyrirtæki, sem hefur mikla
stækkunarmöguleika. Framleiðslan er sú eina sinn-
ar tegundar sem framleidd er hér á landi.
Fag kunnátta ekki nauðsynleg. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir miðvikudag 27. janúar, merkt:
„Góður markaður — 8298“.
Byggingarsamvinnufélag barnakennara
tilkynnir
Fyrir dyrum standa eigendaskipti að stórri kjallara-
íbúð félagsmanna, við Rauðagerði. Óskir félags-
manna um að neyta forkaupsréttar verða að berast
fyrir mánaðamót.
STEINDÓR GUÐMUNDSSON
Hjarðarhaga 26, 1. hæð t.li. Síini 16871