Morgunblaðið - 26.01.1960, Qupperneq 14
14
MORCUNfíT-JfílÐ
ÞriSjudagur 26. jan. 1960
unaraðferða, frystingar, herzlu
Og söltunar. Þó varð aukningin
á herzlunni hlutfallslega mest en
bæði frysting og söltun fengu
hlutfallslega minna af bátaaflan-
um nú en árið áður.
Síldveiðamar
Sumarvertíðin
Svo sem sjá má í töflu 2 varð
mjög mikil aukning á síldarafl-
anum á árinu. Varð heildarafl-
inn nú 183.000 smál. og er það
um 70% aukning. Ef frá er talið
árið 1947, þegar síldin veiddist
um veturinn í Hvalfirði, hefir
ársaflinn af síld ekki orðið svo
mikill allt frá árinu 1944 og sum-
araflinn aldrei svo mikill síðan
það ár. Er hér um að ræða mjög
ánægjulega þróun og kemur þar
ýmislegt til. Mestu olli sennilega
um, að tíðarfarið á sumarvertíð-
inni var með því bezta, sem
verið getur. Er það afar þýðing-
armikið þegar veiðarnar fara að
mestu fram á djúpmiðum. Flot-
inn fór að þessu sinni snemma til
veiða, þar sem reynslan undan-
farin ár hefir kennt mönnum,
að aflavon er þá oft góð. Veiðin
hófst eftir miðjan júní eða nánar
tiltekið 19. júní á vestursvæðinu
og var oft allmikil veiði þar
og á miðsvæðinu en slíkt er
óvenjulegt miðað við mörg und-
anfarin ár. Þá kom síldin einnig
nú nær landi en áður og upp
á landgrunnið og einnig kom það
fyrir, að sildin óð allvel þó jafn-
aðarlega væri það stutt í einu.
Var hér greinilega um að ræða
breytingar frá því, sem verið
hefir um allmörg undanfarin ár.
Þegar leið á vertíðina færðust
veiðarnar austur fyrir land en
óvenjulítil veiði var hins vegar
á svæðinu út af Norðaustur-
landi. Vertíðin stóð að þessu
sinni fram í byrjun sept. en mörg
skip höfðu þó snúið heim nokkru
fyrr. Alls tóku 224 skip þátt í
veiðunum um sumarið og var
það 17 færra en árið áður. Voru
nú öll skipin nema 8 með hring-
nót en herpinót með tveim nóta-
bátum er nú alveg að hverfa.
Hefir reynslan sýnt mönnum, að
hringnótin hefir mikla yfirburðí
yfir herpinótina m. a. vegna þess,
að auðveldara virðist vera að
staðsetja torfurnar og kasta á
þær með þeirri aðferð. Þá voru
allmörg skip með nylonnætur og
virðast þær hafa ýmsa kosti fram
yfir bómullamæturnar, en verð-
munur er líka mikill.
fara, þar sem unnt er að komaþví
við á skipunum. Enda þótt afli
væri æði misjafn svo sem ávallt
vill verða þá var hann þó með
bezta móti að meðaltali á hvert
skip.
Hagnýting síldaraflans í heild
er sýnd í töflu 3. Kemur þar í
ljós, að miðað við árið áður, og
á það raunar við allmörg und-
anfarin ár, fór nú meira til
bræðslu, þar sem möguleikar til
annarrar hagnýtingar eru tak-
markaðir.
Að þessu sinni var nokkur
tregða á sölu saltsíldar framan
af vertíðinni en olli þó ekki telj-
andi töfum á saltsíldarframleiðsl-
unni.
Það er hins vegar Ijóst, að
mikið átak er nauðsynlegt að
fyrir meira en 100 millj. kr. í við-
bót við þær, sem fyrir voru. 1
nær hálfan annan áratug stóðu
þessar verksmiðjur uppi að
mestu hráefnislausar og hefir
aldrei verið reiknað hvílíkt gíf-
urlegt tjón hefir af þessu orðið
ekki aðeins fyrir verksmiðjurnar
sjálfar heldur og fyrir þjóðar-
búið allt.
Síldin, sem veiddist á sumrinu,
var oftast ekki vel fallin til sölt-
unar, bæði vegna þes hversu hún
var oft misjöfn að stærð og einn-
ig misfeit. Var það m. a. ástæð-
an fyrir því, að ekki fór meira
til söltunar en raun varð á.
Frysting Norðurlandssildar
var með meira móti, en hún er
eingöngu fryst til beitu.
TAFLA III. HAGNÝTING FISKAFLANS
1 —9—5—9 1 — 9 —5 —8
Afli á þorskveiðum Togarar Bátar Samtals Togarar Bátar Samtals
smál. % smál. % smál. % smál. % smál. % smál. %
fsvarinn fiskur .... 13.000 8.5 500 0.2 13.500 3.6 9.735 4.9 91 0.0 9.826 2.5
Til frystingar .... 109.380 71.5 122.170 55.3 231.550 62.1 143.845 72.9 114.406 57.1 258.251 64.9
Til herzlu 14.200 9.3 29.660 13.5 43.860 11.7 18.973 9.6 22.767 11.4 41.740 10.5
Til söltunar 6.780 4.5 60.600 27.5 67.380 18.1 20.098 10.2 57.297 28.6 77.395 19.5
Annað 9.400 6.2 7.570 3.5 16.970 4.5 4.794 2.4 5.714 2.9 10.508 2.6
Samtals: 152.760 220.500 373.260 197.445 200.275 397.720
Afli á síldveiðum
ísvarin síld 200 0.2 200 0.2
Til frystingar .... 50 41.7 14.700 6.7 14.750 6.7 7 0.5 15.931 15.1 15.938 14.9
Til söltunar 36.300 20.0 36.309 20 0 424 24.9 53.036 50.2 53.460 49.8
Til bræðslu 70 58.3 131.680 73.1 131.750 73.1 1.269 74.6 36.651 34.7 37.920 35.3
Samtals: 120 182.880 183.000 1.700 105.618 107.318
ny
veiðarnar, sem getur komið til
að hafa mikla þýðingu, en það
var notkun hinnar svokölluðu
„kraftblakkar". Er „blökk“ þessi
amerísk smiði og hefir fengið
mikla útbreiðslu bæði á vestur-
og austurströnd Bandaríkjanna.
Er hún notuð til að draga inn
nótina, en það hefir hingað til
verið gert með handafli. Með
notkun blakkarinnar gefst lika
möguleiki að losa sig með öllu
við nótabátinn en það er mikill
kostur, bæði sparnaður og ekki
síður hitt að auðveldara verður
að athafna sig við veiðarnar og
á siglingu þó eitthvað sé að
veðri. Tókst tilraun sú, sem Har-
aldur Ágústsson á m.s. Guð-
mundi Þórðarsyni gerði með
„blökkina“ mætavel og má gera
ráð fyrir, að margir munu á eftir
gera til öflunar nýrra markaða
fyrir saltsíld, ef sú framleiðsla
á ekki að dragast saman.
Sýnir yfirlitið hér á eftir
hvernig Norðurlandssíldin skipt-
ist eftir hagnýtingu:
1959 1958
mál mál
Til bræðslu 908.605 239.776
Til söltunar tn. tn.
(uppsaltað) 217.653 289.105
Til frystingar (uppmælt) 22.163 16.707
í fyrsta skipti um margra ára
skeið mátti nú heita, að nokkr-
ar af síldarverksmiðjunum
fengju sæmilegt magn af síld tii
vinnslu og mátti raunar segja,
að ekki væri vanþörf á. Eftir lok
styrjaldarinnar voru byggðar
síldarverksmiðjur á Norðurlandi
Haustvertíðin
Að venju hófu bátar reknetja-
veiðar við Suðvesturland í sept-
ember en þó var það með minna
móti bæði af því, að bátarnir
komu venju fremur seint af
sumarvertíðinni o'g eins vegna
þess, að undanfarin ár hefir afli
oft verið fremur rýr á þessum
tíma. Svo fer og að þessu sinni.
Sáralítill afli var í september og
það var ekki fyrr en kom fram
í miðjan nóvember að síldin
veiddist í miklu magni. Fyrst
hófst veiði við Vestmannaeyjar
með hringnót. Fengu bátar þar
oft ágætan afla í hringnót en
almenn þátttaka varð ekki þar.
í fyrsta skipti tókst nú að veiða
sildina hér við Faxaflóa í hring-
nót og flotvörpu. Um nokkur ár
hafa verið gerðar tilraunir með
Hringnætnr hafa
stóraukið síldaafla
á Suð-Vesturlandí.
þessi veiðarfæri en teljandi á-
rangur hefir ekki náðst fyrr en
nú. Hafa hér orðið merkileg
straumhvörf í síldveiði mum Suð-
vestanlands og líklegt, að þegar
á næstu vertíð verði þessi veið-
arfæri notuð allmikið. Hefir ver-
ið skýrt ýtarlega frá tilraunum
þessum í blöðum og sé ég því
ekki ástæðu til að endurtaka það
hér.
Afli var oft mikill, einkum í
desember, enda var tíðarfar þá
oft gott. Enda þótt flestir bát-
anna hættu fyrir lok desember
til þess að hefja undirbúning
undir vetrarvertíðina voru þó
nokkrir, sem héldu áfram fram
í janúar. Hagnýting síldarinnar,
sem veiddist í haust, til desem-
berloka, var sem hér segir:
1959 1958
mál mál
Bræðslusíld 65.054 41.340
Til söltunar tn. tn.
(uppsaltað) 51.488 106.895
Til frystingar (uppmælt) 125.293 142.216
Auk þess, sem hér er talið var
dálítið magn flutt út ísvarið og
selt á þýzka markaðnum, en verð
var þar mjög hátt í desember.
Skipti það nokkur hundruð
smálestum. Ekki var lokið að
salta upp í gerða samninga við
áramót, en gert ráð fyrir að halda
áfram söltun fram í miðjan jan.
Var söltun miklu minni en á
fyrra ári, enda samningsmagn
minna. Frysting síldar á haust-
vertíðinni varð svipuð eins og
árið áður, en meginhluti þeirrar
síldar er til útflutnings.
Hvalveiðar
Hvalveiðivertíðin var að ýmsu
leyti með erfiðasta móti á þessu
sumri. Var tíðarfar óhagstætt,
dimmviðri oft mikil og hvalur-
inn hélt sig yfirleitt mjög langt
undan. Enda var árangurinn eftir
því.
Heildarveiðin varð 371 hvalur
og er það mikill munur frá fyrra
ári þegar veiðin var 517 hvalir,
enda var hún þá meiri en nokkru
sinni fyrr.
Þegar litið er á afkomu sjáv-
arútvegsins á árinu 1959 í ljósi
þess, sem hér hefir sagt verið
kemur eftirfarandi í ljós.
Veðurfar til sjávarins var af-
arerfitt fyrstu tvo mánuði árs-
ins, en þó einkum í febrúar, en
þá máttu um tíma heita alger
úrtök. Kom þetta að sjálfsögðu
hart niður á togurunum og ekki
síður bátaflotanum, sem á þess-
um tíma stundaði aðalega veið-
ar með línu. Eftir að ógæfta-
kaflanum lauk voru aflabrögð
góð á vetrarvertíðinni en þá var
mestur hluti bátaflotans kominn
á þorskanetjayeiðar. 1 heild kom
því vetrarvertíðin vel út hvað
aflabrögð snerti.
Um aflabrögð togaranna verð-
ur þó ekki hið sama sagt og
kemur það m. a. af því, að nokk-
ur beztu togaramiðin voru nú
kominn innan fiskveiðilandhelg-
innar og togurunum óheimilt að
stunda þar veiðar á vetrarvertíð-
inni.
Síðari hluti ársins olli einnig
vonbrigðum, að því er togarana
snerti. Á fyrra. ári höfðu hin
nýju karfamið undan Labrador
og Nýfundalandi verið afar gjöf-
ul og afli togaranna á því ári
orðið meiri en áður mun hafa
þekkzt. Hin góðu aflabrögð
höfðu staðið að mestu þar til
óveðurskaflinn í febrúar 1959
batt enda á ferðir togaranna á
þessi mið. Um vorið þegar tog-
ararnir vitjuðu miðanna aftur
virtist afli í fyrstu ætla að verða
svipaður og árið áður. Ekki var
þó komið langt fram á sumarið
þegar mjög dró úr honum og eft-
ir það var afli yfirleitt stopull
þarna. Var því togaraflotinn
dreifður um fleiri svæði, bæði
við Grænland og hér við land
og afli oftast fremur stopull. Ár-
ið var því erfitt fyrir togaranna,
einkum ef borið er saman við
hið góða aflaár 1958.
Afkoma fiskvinnslustöðvanna
var allmisjöfn á árinu. Hið mikla
framleiðslumagn frystihúsanna
og tiltölulega greiður útflutning-
ur afurðanna lengst af gerði
það að verkum, að afkoma þess-
arar greinar mun mega teljast
sæmileg. Svipað má segja um
skreiðarframleiðsluna, að þar
var afkoman sæmileg.
Hins vegar var vafalaust, að
saltfiskframleiðslan átti erfitt
uppdráttar samanborið við hinar
tvær verkunaraðferðirnar. Kem-
ur þar ýmislegt til. Vaxandi hluti
netjafisks í bátaaflanum hefir
mjög dregið úr gæðum þess hrá-
efnis, sem fæst til saltfiskverk-
unar. Góða vöru er aldrei hægt
að framleiða úr lélegu hráefni
og kemur þetta þó e. t. v. harðast
niður á saltfiskfranileiðslunni. Á
vertíðinni 1959 var ástandið þó
venju fremur slæmt, þar sem
ógæftakaflinn tók einmitt úr
þann tímann, sem beztur fiskur-
inn fæst og á línu en sá fiskur
er auk þess miklu betri til sölt-
unar en netjafiskurinn. Hefir
þessi þróun ekki átt óverulegan
þátt í lélegri afkomu saltfisk-
framleiðslunnar á árinu. Það
vandamál, sem hér er á ferðinni
er eitt hið erfiðasta viðfangs fyr-
ir saltfiskframleiðsluna.
Sumarsíldveiðarnar sýndu nú
nýja mynd. Var það hvort
tveggja að tíðarfar var afar hag-
stætt lengst af en einnig hitt,
að veiðitækninni fleygir nú fram
með nýjum leitartækjum og betri
veiðarfærum en áður. Var afla-
fengurinn á vertíðinni með bezta
móti borið saman við mörg und-
anfarin ár. Var því afkoma
veiðiflotans góð hjá mörgum en
særriileg hjá þorra skipa og stór-
um betri en árið áður og raunar
um árabil. Hinn tiltölulega mikli
afli kom einnig mörgum sildar-
verksmiðjum til góða, sem um
mörg undanfarin ár vart hafa
fengið nokkra síld og því átt afar
erfitt uppdráttar.
Haustveiðin við Suðvestur-
land var hins vegar mjög lítil
fyrr en kom fram í fyrri hluta
nóvember, enda tíðarfar erfitt
framan af. Sú mikilsverða breyt-
ing, sem varð við það, að takast
skyldi að veiða síld í flotvörpu
og ekki síður hitt að hringnóta-
veiðar gáfu nú góða raun hjá
nokkrum bátum í fyrsta skipti,
getur boðað nýjan þátt í þessum
veiðiskap í framtíðinni. Of
snemmt er þó enn að segja fyrir
Framh. af bls. 14.