Morgunblaðið - 26.01.1960, Síða 23

Morgunblaðið - 26.01.1960, Síða 23
Þriðjudagur 28. jan. 1959 MORGUNBLAÐ1D 23 Myndin er afbuðravel leikln, enda fara þar með veigamesta hlutverkin margir mikilhæfustu leikarar Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, meðal þeirra Poul Reichhardt, sem leikur Jens og Astrid Villaume, sem, leikur Evu. Lenti Reichhardi I mikilii lífshættu, þegar það atriði myndarinnar var tekið, er hann hrapar í jökulsprungu. Mynd þessi er prýðisgóð og mætti þó aðeins finna að hljóð- upptökunni, sem er ekki sem bezt. — Mæli ég eindregið með þessari mynd. * KVIKMYNDIR + Austurbæjarbíó: QIVITOQ ÞETTA er dönsk mynd tekin í litum. — Sú var tíðin, á fyrri hluta þessarar aldar, að Danir höfðu forystuna í kvikmynda- — Námuslysið Framh. af bls. 1 Einn af námumönnunum, sem vinna að björgunarstarfinu, sagði í dag að allir sex eldri bræður hans væru meðal þeirra innilok- uðu. — ★ „Engin von“ Flestir ættingjanna, sem bíða við námuopið, eru svertingjar, því aðeins sex inniluktu mann- anna eru hvítir, og í gær mætti þar skrautlega búinn töfralæknir þakinn perlum og bjöllum. Hann fleygði beinum til jarðar, athug- aði hvernig þau féllu, og sagði síðan: „Allt er tapað. Það er eng- in von.“ Því sama spáðu tveir menn úr björgunarliðinu, sem vann að því að grafa göng niður til námu- mannanna. „Það er vonlaust,“ sagði annar þeirra. „Við höfum enga möguleika til að bjarga þeim. Göngin falla saman jafn- óðum og við gröfum.“ Hinn björgunarmaðurinn sagði að þeir hefðu þurft að nota flot- hylki við björgunarstörfin, því nærri tveggja metra djúpt vatn væri í göngunum. „Það er hrein- asta Víti,“ sagði hann. „Stærðar klettur féll rétt hjá okkur. Eg þurfti að forða mér. Ekki munaði nema nokkrum þumlungum, að hann lenti á fótunum á mér.“ Jóhannes páfi hefur sent að- standendum námumannanna 500 sterlingspunda gjöf ásamt sam- úðarkveðjum. Kveðst hann hafa beðið Guð um að „veita hinum inniluktu styrk og fjölskyldum þeirra og aðstandendum himn- eska huggun.“ ★ Einn af þeim, sem voru að vinnu í námunni er slysið bar að höndum, en komst undan, var Gert van des Merwe. Honum segist svo frá: „Eg var sá síðasti". „Eg var að vinnu, er fyrsta hrunið varð. Það var kl. rúm- lega 4 síðdegis. Eg get enn heyrt hið óhugnanlega hljóð. Þrír námumenn meiddust lítillega af grjóthruni, en við álitum ástand- ið ekki alvarlegt og héldum á- fram vinnu eftir að hafa styrkt göngin með sperrum. Um hálf- áttaleytið um kvöldið kom svo aðalhrunið. Eg ríghélt mér í eina sperruna, en loftþrýstingurinn þeytti öðrum námumönnum fram hjá mér. Síðan missti ég meðvit- und, ég veit ekki hve lengi, en þegar ég komst til meðvitundar aftur, staulaðist ég út úr námu- opinu. Eg var sá síðasti, sem komst undan.“ I. O. G. T. Þlngstúka Reykjavíkur St. Einingin og st. Mínerva KVÖLDVAKA — í Góðtemplarahúsinu annað kvöld, miðvikudag, 27. jan. kl. 8,30: Avarp, leikþættir, kvikmynd: Heklugosið. Spurningaþáttur Kvartettsöngur, Ferðaþáttur og Upplestur. — Allt stutt atriði. Templarar fjölsækið og bjóðið gestum með ykkur. — Þingtemplar. gerð í heiminum. En svo kom að því að þeir drógust afturúr, gátu ekki fylgzt með hinum öru fram- förum á sviði kvikmyndagerðar, einkum eftir að talmyndirnar komu til sögunnar. Nú virðist aftur vera að lifna yfir danskri kvikmyndagerð, svo sem marka má af ágætum kvik- myndum, sem þeir hafa látið frá sér fara á allra síðustu árum, t. d. Karlsen stýrimanni, sem sýnd er nú í Hafnarfirði og er ágætlega gerð mynd og bráðskemmtileg, og nú síðast Qivitoq, myndina, sem hér er um að ræða. Er mynd in tekin í Grænlandi og er ágæt- lega gerð og sérstaklega vel tek- in. Blasir þar við augum áhorf- andans ægifegurð grænlenzks landslags, fjöll og jöklar og lygn ir firðir. Þá gefur myndin góða hugmynd um líf og háttu Græn- lendinganna og þær aðstæður, sem hinir dönsku stjórnendur eiga þar við að búa. En megin- efni myndarinnar fjallar um 2 persónur, kennslukonuna Evu Nygaard og ráðamanninn i smá- þorpinu Sermalik, Jens Lauritzen að nafni. Bæði hafa þau orðið fyrir sárum vonbrigðum í lífinu og hafa því leitað einveru í hinu afskekkta og fámenna þorpi. Eva hafði farið til Grænlands til þess að hitta unnusta sinn, Erik Halsöe, læknir og ætlar að gleðja hann með því að koma honum á óvart. En hún verður fyrir sár- um vonbrigðum, því að hún verð ur þess þegar áskynja að unnusti Fékk flösku í höf- uðið op; slasaðist illa AKUREYRI, 25. jan. — Síðastl. laugardag var þorrablót haldið á Sólgarði frammi í Eyjafirði. Á dansleiknum vildi það slys til, að maður fékk flösku í höfuðið. Skarst hann allmikið og missti mikið blóð. Stöðvarbíll frá Akureyri var á staðnum og var manninum ekið í snarheitum niður á Akureyri og á sjúkrahús. Þar fékk hann strax blóðgjöf. Liggur hann þar enn. Rannsókn er ekki hafin í mál- inu og ekki öruggar heimildir um hvernig slysið vildi til. -mag. S jálfstæðiskonu r Kópavogi Framhaldsaðalfundur Sjálf- stæðiskvennafélagsins Edda i Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 2. febrúar n.k. i Valhöll við Suðurgötu og hefst kl. 9 sd. hennar hefir. leitað huggunar í tilbreytingaleysi daganna í faðmi hjúkrunarkonumiar Krist- in Prage, með þeim afleiðingum að hún á von á barni. Af þessum ástæðum hverfur hún á brott úr Friðriksminni og heldur til Sermelik og tekur Jens Laur- itzen á móti henni þar. Hún var | Jens enginn aufúsugestur, því að hann var bitur í huga vegna þess að kona hans hafði brugðizt honum. Per hann ekkert leynt með þennan hug sinn til Evu og verður það til þess að hún á- kveður að vera sem skjótast á brott úr þorpinu. En nú gerast ýmsir atburðir, sem leiða til betri sambúaðar Evu og Jens og að lokum finna þau hvers virði þau eru hvort öðru. — Túnis Framh. af bls. 1. A Frakkar hafa fengið tækifæri Hinn 8. febrúar eru tvö ár liðin síðan franskar flugvélar vörpuðu sprengjum á landamæra þorpið Sakiet Sidi Yussef í Túnis, þar sem sagt var að alsírskir uppreisnarmenn væru í felum. Eftir þessa sprengjuárás um- kringdu hermenn Túnis franskar herstöðvar í landinu þar til samningur var undirritaður hinn 17. júní 1958 um brottflutning franskra hermanna, nema frá Bizerte, sem átti að semja um síðar. í dag sagði Bourguiba: „Við höfum gefið Frakklandi mörg tækifæri, en biðin þessi tvö ár hefur ekki verið til einskis. Þjóðin verður að vera viðbúin, því hugsanlegt er að Frakkar beiti þvingunum, en til eru al- þjóðasamtök og Túnis á stuðn- ingsmenn í heiminum." Forsetinn talaði á arabisku og var hvað eftir annað gripið fram í fyrir honum með hrópum: „Bourguiba, Bourguiba“ og „Guð er mikilL“ ic Árás á Afriku I mannhafinu voru borin spjöld með áletrunum á arabisku, frönsku og ensku, þar sem stóð: „Afríka fyrir Afríkubúa“ og „Við erum engin tilraunadýr." í mótmælum gegn áformum Frakka um kjarnorkusprengju í Sahara, sagði Bourguiba: „Við hefjum baráttu okkar í viðurvist fulltrúa Afríkuríkjanna og mæt- um þessari árás sem Frakkar fyrirhuga á meginland Afríku. Á sama tíma og innileg von vakn ar hjá mönnum, þegar búizt er við samþykki allra þjóða um að hætta tilraunum, þennan tíma velur fjórða landið til að sprengja sína litlu sprengju, sem hvorki getur skapað því ágóða né virðingu. Einasti árangurinn verður sá að koma á stað mót- mælum Afríkuþjóðanna.“ Hjartanlegar þakkir til ættingja og vina, sem minnt- ust min með margvíslegri góðvild, á áttræðis afmæli mínu 23. janúar s.l. Magnús Magnússon, Hellus. 7 Innilega vil ég þakka vinum mínum fjær og nær, sem minntust mín á 75 ára afmæli mínu 20. janúar með gjöfum, heimsóknum og skeytum. Sérstaklega vil ég þakka börnum mínum og tengdabörnum, sem á allan hátt gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna G. Árnadóttir, Patreksfirði Systir mín, HELGA HALLDÓRSDÓTTIR andaðist að Bæjarsjúkrahúsinu Reykjavík, 24. þ.m. Ölafía Petersen Systir mín GERÐUR PÁLSDÖTTIR andaðist að heimili sínu, Ásvallagötu 17 aðfaranótt sunnudagsins 24. janúar. Fyrir hönd systkina. Áslaug Pálsdóttir Konan mín INGIRÍÐUR BERGSTEINSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja að Hjallanesi, sem lézt á Heilsuverndarstöðinni þann 15. þ. m., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. þ. m. kl. 13,30. — Fyrir mína hönd og barnanna. _______________Sigurður Lýðsson, Sogabletti 1. Útför systur okkar GUÐJÓNlNU SVERRISDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28 janúar kl. 13,30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna: Guðný Sverrisdóttir Kveðjuathöfn um móður okkar VILBORGU JÓNSDÓTTUR Auðsholti, Biskupstungum, fer fram miðvikudaginn 27. jan. frá Fossvogskirkju kl. 10,30 árdegis. Jarðsett verður í heimagrafreit að Auðsholti, laugardaginn 30. þ.m. og hefst athöfnin kl. 1,30 s.d. Systkinin. Hjartkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ALEXANDER KLEMENSSON Hólabraut 16, Keflavik verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 28. janúar. Húskveðja hefst að heimili hins látna kl. 13 eftir hádegi. Fyrir hönd allra ættingja og vina: Valgerður Pálsdóttir, Páll Sveinsson, Guðrún Kristjánsdóttir og börnin. Hjartanlega þökkum við öllum nær og fjær, sem sýndu okkur samúð við fráfall eiginmanns míns, föður og sonar, BJÖRNS ANTONlUSSON AR stýrimanns sem fórst með M.b. Rafnkell. Guðrún Michelsen og dætur, Sigrún Björnsdóttir. Okkar hjartans þakklæti færum við öllum, sem auð- sýndu okkur hluttekningu við andlát og útför INGIBJARGAR NIKULÁSDÓTTUR Ásveg 4, Selfossi. Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir, Elías Kristinsson, Ólafur Nikulás Elíasson. Kærar þakkir öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa sýnt samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR Börn, tengdabörn og barnabörn Mína rbeztu þakkir færi ég ykkur öllum nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför konu minnar SIGURBJARGAR JÓNSDÓTTUR Gísli Daníelsson, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.