Morgunblaðið - 04.02.1960, Qupperneq 2
2
MORCV1SBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 4. febrúar 19#0.
Innflutningsskrif-
stofan lögð n/ður
Fyrirkomulag verðlags-
eftirlitsins óbreytt
SAMKVÆMT upplýsingum í greinargerð efnahagsmála-
frumvarps ríkisstjórnarinnar, verður ekki heimilt að hækka
verð á vörum eða þjónustu í sambandi við efnahagsráð-
stafanirnar, nema sem svarar þeirri hækkun tilkostnaðar,
sem ákvæði frumvarpsins hafa í för með sér. Ekki verður
heldur heimilt að hækka verð á birgðum innfluttrar vöru.
Verður það hlutverk verðlagseftirlitsins að fylgjast með því,
að þessum ákvæðum sé framfylgt.
ÞÝÐINGARMINNA ÞEGAB FBÁ LÍÐUB
f greinargerðinni segir, að ætlun ríkisstjórnarinnar sé
að halda valdssviði og fyrirkomulagi verðlagseftirlitsins
óbreyttu frá því sem nú er. Hinsvegar sé áformuð breyting
á yfirstjórn verðlagsmálanna. Telur rikisstjórnin verðlags-
eftirlitið eiga þýðingarmiklu hlutverki að gegna í sambandi
við framkvæmd þessara efnahagsráðstafana. Þegar frá líður
og betra jafnvægi skapast í efnahagsmálum og meiri sam-
keppni í innflutningi, mun hinsvegar þýðing verðlagseftir-
litsins verða minni en hún verður nú fyrst um sinn.
Skýrt er frá því að sérstakt frumvarp verði flutt á
næstunni um gjaldeyris- og innflutningsmál. Muni þar verða
lagt til að innflutningsskrifstofan skuli lögð niður.
— Uppbótakerfið
Framh. af bls. 1.
hefur nú þegar borið fram en
sumpart verða fluttar síðar á
þessu þingi.
Gagnger stefnubreyting
í stefnuyfirlýsingu þeirri, sem
ríkisstjórnin birti, þegar hún tók
við völdum í nóvember sl. taldi
hún það höfuðverkefni sitt að
koma atvinnulífi þjóðarinnar á
traustan og heilbrigðan grund-
mánuðir síðan ríkisstjórnin hóf
störf sín, er nú lokið þeim rann-
sóknum, sem taldar voru nauð-
synlegar. Þegar ríkisstjórnin og
stuðningsflokkar hennar höfðu
kynnt sér þessar athuganir og
niðurstöður þeirra, var ákvörð-
un tekin um, að ríkisstjórnin
skyldi beita sér fyrir gagngerri
stefnubreytingu í efnahagsmál-
um þjóðarinnar, og m.uðsynleg
frumvörp samin, þar sem hin
nýja stefna er mörkuð. Hér er
ekki um að ræða ráðstafanir
sama eðlis og þær efnahagsráð-
stafanir, sem tíðkazt hafa svo
að segja árlega nú um skeið og
snert hafa fyrst og fremst breyt-
ingar á bótakerfi útflutningsins
og nauðsynlega fjáröflun í því
sambandi, heldur algera kerfis-
breytingu samhliða víðtækum
ráðstöfunum í félagsmálum,
skattamálum og viðskiptamál-
um.
Varanleg viðreisn
Það hefur verið augljóst ein-
kenni allra þeirra efnahagsráð-
stafana, sem gripið hefur verið
til árlega undanfarið, að þær
hafa verið gerðar til bráða-
birgða, enda ekki staðizt nema
stuttan tíma í senn. Að vísu
verður aldrei tekjð upp efna-
Dagskrá Alb'mgis
í DAG er boðaður fundur í sam-
einuðu þingi kl. 1,30 og deildar-
fundir að honum loknum. Á dag
skrá sameinaðs þings eru fyrir-
spurnir:
a Rekstrarfé fyrir iðnaðinn.
—Hvort Ieyfð skuli.
b. Skattfríðindi við störf í
þjónustu útflutningsfram-
leiðslunnar. — Hvort leyfð
skuli.
Á dagskrá efri deildar er eitt
mál: Sjúkrahúsalög, frv. — 1.
umr.
Á dagskrá neðri deildar eru
þrjú mál.
1. Almannatryggingar, frv. —
3. umr.
2. Útsvör, frv. — 2. umr.
3. Erfðafjárskattur, frv. 1. umr.
hagskerfi, sem ætla megi að
standi óbreytt um langt árabil.
Hitt er þó víst, að árlegar breyt-
ingar á aðstöðu atvinnuveganna
og hin mikla óvissa, sem svo tíð-
um breytingum hlýtur að fylgja,
draga verulega úr afköstum
þjóðarbúsins og tefja þar með,
að lífskjörin batni eins ört og
yrði að öðrum kosti. Af þessum
sökum er það megintilgangur
þeirrar stefnubreytingar, sem
ríkisstjómin leggur til, að fram-
leiðslustörfum og viðskiptalífi
landsmanna sé skapaður traust-
ari, varanlegri og heilbrigðari
grundvöllur en atvinnuvegimir
hafa átt við að búa undanfarin
ár.
Aukning þjóðarframleiðslu
Með því móti telur ríkisstjórn-
in, að atvinnuöryggi sé bezt
tryggt til frambúðar, og líkleg-
ust skilyrði sköpuð fyrir aukinni
þjóðarframleiðslu og batnandi
lífskjörum. En jafnframt því að
gera nauðsynlegar breytingar til
varanlegrar viðreisnar í atvinnu
lífi landsmanna telur ríkisstjórn-
in sjálfsagt að gera víðtækar ráð-
stafanir í félagsmálum og skatta-
málum. Tilgangur þeirra er sá
að dreifa byrðunum af þeim
breytingum, sem óhjákvæmilega
verður að gera, sem réttlátast á
þjóðarheildina og vernda hags-
muni þeirra, sem umfram aðra
ber að forða frá kjaraskerðingu,
en það eru barnmargar fjölskyld
ur, aldrað fólk og öryrkjar.
Vegna þessa verður að Iíta á
tillögur þær, sem nú eru lagðar
fyrir Alþingi, sem eina heild,
þótt þær séu bornar fram í
nokkrum frumvörpum. Megin-
atriði tillagnanna eru þessi:
Bandaríkjadollar 38 kr.
1. Bótakerfi það, sem útflutn-
ingsframleiðslan hefur búið
við siðan 1951, verði afnumið,
en skráningu krónunnar
breytt þannig, að útflutnings-
framleiðslan verði rekin halla
laust, án bóta eða styrkja.
Útflutningssjóður verði þess
vegna lagður niður, en gengi
krónunnar breytt, þannig að
38.00 krónur verði í Banda-
ríkjadollar. Eru ákvæði um
þetta í þessu frv.
Aðstaða barnafjölskyldna
sem næst óbreytt
2. Til þess að draga úr þeirri
kjaraskerðingu, sem þessar
ráðstafanir hafa í för með
sér vegna hækkaðs verðlags,
og til þess að koma í veg fyrir
hana með öllu hjá þeim, sem
sízt mega fyrir henni verða
Hlýtt fyrír austan, kalt fyrír vestan
\ í FYRRADAG var lægðar-
) miðja um 1100 km. suðaustur
^ af Dyrhólaey. Á kortinu í dag
\ er hún sýnd norður undir
'i Jan Mayen. Ný lægð er kom-
^ in í ljósmál við vesturströnd
S Skotlands. Hún mun hreyfast
norður eftir milli Færeyja og
^ íslands.
S í S-áttinni fyrir austan Iand
5 er 7 stiga hiti, en á Suður-
Grænlandi er 7 stiga frost.
Lítur út fyrir hæga norðlæga
átt og frostlítið veður hér á
landi næstu dægur.
Veðurhorfur kl. 10 í gær-
kvöldi: — Sv-land, Faxafl..,
SV-mið og Faxafl.-mið: Hæg-
virði í nótt en norðan kaldi á
morgun, léttskýjað.
Breiðafj. til Norðurlands, og
Breiðafj.-mið: NA-kaldi skýj-
að.
Vestfj.-mið og Norður-mið:
NA-kaldi, snjóél á morgun. J
NA-land og NA-mið: Vax- s
andi NA-átt, snjókoma eða)
slydda á morgun. ^
Austfirðir og Austfj. mið: S
Vaxandi NA-átt, allhvass á i
morgun, þokuloft og rigning ^
á morgun. S
SA-land og SA-mið: Stillt i
og bjart veður fyrst en all- i
hvass NA og skýjað á morg- S
leggur ríkisstjórnin til, að
mjög mikil hækkun sé gerð á
bótum almannatrygginga, sér
staklega á fjölskyldubótum
og elli- og örorkulífeyri.
Munu heildar bótagreiðslur
almannatrygginga um það bil
tvöfaldast. Ákvæði um þessi
efni verða í frv., sem lagt mun
verða fyrir Alþingi næstu
daga. Þá hefur ríkisstjórnin
ákveðið að nota heimildir,
sem eru í gildandi lögum og
endumýjaðar eru í þessu frv.,
til þess að greiða nokkuð nið-
ur verð á kornvörum, kaffi,
sykri o. fl.
Munu þessar ráðstafanir
hafa það í för með sér, að
hækkun framfærslukostnaðar
vegna gengisbreytingarinnar,
sem hefði numið 13%, ef eng-
ar gagnráðstafanir hefðu ver-
ið gerðar, verður aðeins 3%,
en kjör þeirra, sem mestrar
bótaaukningar munu njóta
hjá almannatryggingum, þ.e.
aldraðs fólks, öryrkja og fjöl-
skyldna með 3 börn eða feiri,
verði sem næst óbreytt.
Tekjuskattur fellur niður
3. Þá leggur ríkisstjórnin til, að
tekjuskattur verði feldur nið- j
ur á almennum launatekjum, |
og mun hún bráðlega flytja
sérstakt frumvarp um það.
Eftir þeim tillögum verða hjá
barnlausum hjónum 70.000 kr.
tekjur undanþegnar tekju-
skatti til ríkissjóðs, og siðan
heimilaður 10.000 kr. skatt-
frjáls frádráttur fyrir hvert
barn, þannig að hjón með 3
böm greiði engan tekjuskatt
af 100.000 kr. tekjum.
Endurskoðun fjármála
ríkisins
4. Svo sem kemur fram í fjár-
lagafrumvarpi því, sem þegar
hefur verið lagt fyrir Alþingi
er nú hafin gagnger endur-
skoðun á fjármálum ríkis-
sjóðs. Þær breytingar, sem
þegar er lagt til að gerðar
verði, eru fyrst og fremst
nauðsynlegar vegna væntan-
legs afnáms útflutningssjóðs,
aukins framlags til almanna-
trygginga, niðurfellingar tekju
skatts á almennum launatekj-
um og afnáms þess 9% skatts,
sem um nokkurra árabil hef-
ur verið innheimtur af iðnað-
arframleiðslu og þjónustu. Til
þess að rikissjóður verði
greiðsluhallalaus, þrátt fyrir
þessar breytingar, er nauð-
synlegt að lögfesta nýjan
gjaldstofn, og mun ríkisstjórn
in þess vegna á næstunni
flytja frumvarp um söluskatt.
Munu bæjar- og sveitarfélög
fá nokkurn hluta þess skatts
til þess að gera þeim kleift að
lækka útsvör.
60% innflutnings frjáls
5. Ríkisstjórnin mun ennfremur
leggja til, að víðtæk breyting
verði gerð á skipan innflutn-
ings- og gjaldeyrismála. Inn-
flutningsskrifstofan mun
verða lögð niður og öll höft
afnumin af um það bil 60%
árlegs innflutnings til lands-
ins í því skyni, að auka fjöl-
breytni í vöruvali. Að meiri
hluta eru þau höft, sem hald-
ið verður, nauðsynleg til þess
að vernda viðskiptasambönd
þjóðarinnar við jafnkeypis-
löndin í Austur-Evrópu, en
innflutningur á þeirn vöruteg-
undum, sem heppilegast er
talið að kaupa þaðan, verður
í reyndinni ekki takmarkað-
ur, ef þetta viðskiptasvæði er
tekið sem heild.
Baunveruleg höft munu því
ekki verða á nema 10—15%
innflutningsins. Verðlagseftir
liti verður haldið. Um þessi
efni verður flutt frv. innan
skamms. Jafnframt hefur rík-
isstjórnin gert ráðstafanir til
þess, að landið fái afnot af
allverulegum gjaldeyrissjóði
hjá alþjóðastofnunum, sem ís-
land er aðili að fAlþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og Efna-
hagssamvinnustofnun Evr-
ópu).
6. Þá er gert ráð fyrir því, að
gerðar verði ráðstafanir til
þess að koma á jafnvægi í
peningamálum innanlands, m.'
a. með hækkun innláns- og
útlánsvarcta.
Kaupgjald óháð breytingu
á vísitölu
7. Til þess að koma í veg fyrir,
að aftur hefjist það kapp-
hlaup milli verðlags og kaup
Framhald á bls. 23.
V
\
\
\
\
\
\
\
\
\
\
]
\
\
\
\
\
\
S
\
í
\
\
\
\
|
\
\
j
\
\
\
\
]
\
\
f
\
\
\
\
„Þjóðviljinn" skilur ekki \
\
hlutlauson iréttuflutning
í ÞJÓÐVILJANUM í gær er
ráðist á Morgunblaðið fyrir
„óþokkalegar" og „ósæmileg-
ar árásir“ á fulltrúa færeyskra
sjómanná eins og komizt er að
orði í blaðinu. Ekki færir blað
ið nein rök fyrir fullyrðing-
um sínum, en þær munu vera
byggðar á því, að Morgun-
blaðið skýrði frá þessum samn
ingaviðræðum frá sjónarmið-
um allra aðila.
Auðvitað eiga fullyrðingar
Þjóðviljans ekki rétt á sér og
gífuryrðin sýna aðeins slæma
blaðamennsku hjá þeim Þjóð-
viljamönnum sjálfum, því þeir
hafa lítið um málið skrifað.
Morgunblaðið hefur aftur á
móti
1.) Átt samtöl við alla
færeysku nefndarmennina og
gefið þeim tækifæri til að
skýra málstað sinn, ekki einu
s
sinni heldur tvisvar )
2.) Birt bréf frá LÍÚ til ^
nefndarmanna, þar sem Lands \
sambandið skýrir sitt sjónar- J
mið. ^
Og loks hefur blaðið átt \
samtal við Jón Sigurðsson full •
trúa Sjómannafélags Reykja- ^
víkur og ITF, sem eru alþjóða \
samtök flutningaverkamanna. \
Samt talar Þjóðviljinn um \
„ósæmilegar árásir“ Mbl. á i
Færeyingana og „svívirðing- ^
ar“ um Erlend Patursson. s
Sannleikurinn er sá, að Þjóð- i
viljinn skilur ekki, að góð •
blaðamennska er fólgin í því \
að skýra frá öllum málavöxt i
um og láta sjónarmið allra ^
aðila koma fram. Þessi vinnu- \
brögð stinga í stúf við vinnu- i
brögð rússnesku ríkisfrétta- £
stofunnar Tass og þess vegna \
skilur Þjóðviljinn þau ekki. i