Morgunblaðið - 04.02.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 04.02.1960, Síða 3
3 FimmtudaffUT 4 fptirúar 1960. MOKCTlNnTAfílÐ STAKSTEIMAR Skóli ísaks aldar- bribjungs gamall í GÆR var boðað til blaðamannafundar í skóla ísaks Jónssonar við Ból- staðarhlíð. Tilefnið var fyrst og fremst það að skólinn er um þessar mundir aldarþriðjungs gamall og hefur því nú starfað í rúm 33 ár, byrj- aði 1926 og voru nemendur þá 12 talsins. Þá var einn og sami maðurinn allt í senn, skólastjóri, kennari, framkvæmdastjóri — og hreingerningarmaður. Nú er skólinn hins vegar sjálfs eignarstofnun með 20 fast- ráðnum kennurum auk skólastjóra, húsvarðar, læknis, hjúkrunarkonu og hreingerningarliðs, alls 20 manns. Og nemendurnir eru orðnir 585 á aldrinum 6—8 ára og skiptast í 20 bekkjadeildir og er þrísett hvern dag. Svo mikil er aðsóknin að skólanum að um síðastliðin áramót var hætt að taka börn til innritunar fyrir næsta ár og þeir sem síðan hafa sótt og sækja munu verða skráðir á biðlista. fsak skólastjóri stýrði blaða mannafundinum af sinni al- kunnu röggsemi og fjöri, sýndi ýmsar kennsluaðferðir og fór með blaðamenn í allar skólastofurnar. Þá sýndi hann og innanhússíma og hátalara- kerfi, sem notað er við kennsl- una og var það einkar fróðleg nýjung. Infl uensan so ögð væg 1 GÆR leitaði blaðið fregna af inflúensu þeirri sem nú gengur í Evrópulöndunum hjá skrifstofu borgarlæknis. Fengust þær upp- lýsingar af inflúensan væri sögð væg, og að ekki væri vitað til þess að hún hefði borizt hingað. Óskaði Haraldur Guðjónsson, aðstoðarlæknir borgarlæknis að koma eftirfarandi á framfæri: „Vegna missagna í blaðavið- tali við mig, sem dagblaðið Vís- ir birti í gær, óskast eftirfarandi vinsamlegast tekið fram: Ekki er vitað að „Evrópuinflúensan“ hafi borizt hingað enn sem kom- ið er, þó eru hér eins og á flest- um tímum árs dreifð tilfelli af inflúensu. f umræddri blaðagrein var vikið að því að í Vestmanna- eyjum hafi verið komið í veg fyrir að belgizkur togari, sem álitið var að hefði inflúensu um borð, hafi ekki fengið að hafa samband við aðra menn í landi en héraðslækninn og var á blaðaviðtalinu að skilja sem ég hafi litið svo á að skort hafi lagaheimild til þess. Hér er mjög ranglega sagt frá og er ég þess fullviss að hér i Reykjavík hefði nékvæmlega sama aðferð verið viðhöfð og í Eyjum.“ Talað við nemendurna í síma Hann hringdi t. d. í þrjá nemendur úr skólastjórastofu sinni. Fyrst talaði hann við Ingunni litlu: — Já, viltu lofa mér að tala snöggvast við hana Ing- unni litlu í símann. — Þakka þér fyrir — Ingunn! — Sæl og blessuð. Þetta er ísak. — gengur með lesturinn? — Já, þú skalt velja þér tvær bæk- ur og hafa heim með þér og lofaðu mér að sjá þær áður en þú ferð. Vertu sæl. Og nú hefst annað samtal við drenghnokka í annari kennslustofu. — Já, vinur minn. Það gengur ekki vel með hegðunina ennþá. Hún er ekki góð. — Reyndurðu ekki að fara með eitthvað fallegt áður en þú fórst að sofa í gær- kvöldi? — Já, gerðu það vin- ur minn. — Vertu sæll. Og að síðustu talaði fsak við Pál litla. Hann hafði leg- ið veikur lengi og var skóla- stjórinn að bjóða hann vel- kominn. Sími í öllum stofum Þetta símakerfi er um allar stofur skólans. Það auðveldar alla stjórn hans og störfin þar, sparar spor og tíma og greið- ir fyrir samstarfi skólastjóra og kennara og peirra innbyrð is. Og þetta snertir einnig börnin. Skólastjóri getur hringt upp einstök börn og hvatt þau og leiðbeint og börn' in læra að tala í síma og erl hann þá um leið orðinn| kennslutæki. Baldur Skarp-. héðinsson rafvirkjameistari hefir haft allan veg og vanda af uppsetningu þessa síma og ísak Jónsson, skólastjóri er hann mjög vandaður að öllum frágangi en kostaði þó ekki nema tæpar 20 þúsund krónur þótt hægt sé að tala í 13 staði úr skrifstofu skóláns. Án styrkja Skólinn er byggður og starf- ræktur án styrkja af hálfu hins opinbera. Foreldrar þeirra barna, sem í skólanum hafa verið hafa með fjárfram- lögum í skólagjöldum og Þessi mynd er tekin í gær við skóla ísaks Jónssonar við Bólstaðarhlíð. — Ljósm.: vig. kaupum á skuldabréfum lagt fram megnið af því fé, sem til skólans og byggingar hans hefir þurft. Fastir kennarar við skólann eru launaðir af bæ og ríki eins og við aðra barnaskóla í landinu, en skóla gjaldið 75.00 kr. á mánuði fyr- ir barn, stendur undir rekstri hans að öðru leyti. Tæki öll við skólann eru mjög fullkomin og eru stöð-^ ugt aukin og bætt. Gat þar að líta margar skemmtilegar nýjungar. Byggingarfróðir menn telja að verðmæti skól- ans og tækja hans séu nú á 5. milljón. Framtíðarvonir Framtíðardraumur forsvars manna þessa skóla, sem hefir að einkunnarorði: starf, háttvisi, þroski, hamingja, er að svo megi auka hann að stærð að í honum sé tvísett og megi nota bezta hluta dags- ins til kennslunnar. í lok blaðamannafundarins þakkaði Sveinn Benediktsson formaður skólanefndar, ísak Jónssyni fyrir hans ötulu for- ystu um málefni þessa skóla. í skólanefnd sitja nú auk Sveins Benediktssonar, Sveinn Tryggvason framkvæmda- stjóri, frú Aðalbjörg Sigurð- ardóttir, Othar Ellingsen, verzlunarstjóri og fsak Jóns- son. Danskt smjör flutt inn ísl. smjorið nægir ekki SMJÖRBIRGÐIR í landinu eru nú farnar að minnka og er reikn- að með að þegar kemur lengra fram í mánuðirn nægi íslenzka framleiðslan ekki. Mun þetta mest stafa af því að nautpeningi var slátrað meira í haust en venjulega vegna rýrs heyfengs bænda og er mjólkurframleiðsl- an af þeim sökum minni. Hafa því verið gerðar ráðstafanir til kaupa á dönsku smjöri. Blaðið leitaði upplýsinga um þessi smjörkaup hjá Ingva Ólafs- syni í viðskiptamálaráðuneytinu. Sagði hann að búið væri að festa kaup á 100 tonnum af dönsku smjöri, eða því magni, sem áætl- að væri að vanta mundi þangað til mjólkurframleiðslan fer aftur að aukast með vorinu. Er gert ráð fyrir að um helmingur þess magns komi með Gullfossi næst. Sagði Ingvi, að ekki hefði enn verið ákveðið hver sæi um dreif- ingu á danska smjörinu, en senni lega yrði það Osta- og smjör- salan. Danska smjörið kemur hingað innpakkað þai eð ekki eru hér aðstæður til -að geyma og pakka svo miklu magni í einu, ef það kæmi á tunnum, eins og komið hafði til mála. Frá fiskiþingi í GÆR voru tveir fundir og voru tekin fyrir ýms mál og visað til nefnda. Að loknum síðari fundi skoðuðu fulltrúar . nýja Óðin í boði Péturs Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Landhelgisgæzl- unnar. Var þar setið við kaffi- drykkju í ánægjulegum fagnaði og skipið rækilega skoðað. Dáðu fulltrúar hið nýja skip og óskuðu Landhelgisgæzlunni, skipherra og skipshöfn allra heilla. í dag verður fundur kl. 10.30 árdegis. PÓLITÍSFUR SKOLLALEiKUR Alþýðublaðið ræðir í gær í fdft- ystugrein sinni samvinnu komm- únista og Framsóknarmanna inn- an verklýðsfélaganna. Kemst blaðið þar m. a. að orði á þessa leið: „Kommúnistar misnota verka- lýðsfélögin á hvern þann hátt, sem þeir geta. Þeir koma agent- um sinum á laun hjá félögunum, hindra inntöku andsíæðinga sinna, halda mönnum skuldugum við félögin, til að þeir hafi ekki kosningarétt og beita hvers kyns klókindum til að missa ekki völd in. Þegar þeim þóknast, misbeita þeir verkalýðshreyfingunni til pólitiskra verkfalla og nota hana í þjónustu hins alþjóðega komm- únisma. Ætla mætti að Framsóknar- menn ættu ekkert sameiginlegt með þessum mönnum og vildu ekki binda sig starfsaðferðum þeirra. En nú gerist það sam- kvæmt skipunum fra flokks- stjórnum í Reykjavík, að þarna er skyndilega algert bandalag komið á. Þetta er pólitískur skollaleikur, sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir verkaiýðshreyfinguna og þjóðina alla. Framsóknarmenn eiga eftir að sjá síðar, hvert illvirki þeir vinna með því að veita komm- únistum stuðning sinn.“ FJÖLGAÐI NÆRRI UM HELMING. Það er vissulega athyglisvcr# staðreynd, sem segir sina sögu, að 1 Iðju, öðru stærsta verka- lýðsfélaginu í Reykjavík, nær tvöfaldaðist tala félagsmanna á fyrsta ári eftir að kommúnistar töpuðu völdum þar. Hvernig skyldi nú hafa staðið á þessu? Ástæðan var engin önnur en sú, að kommúnistar höfðu um langt skeið farið með stjórn í félaginu og lagt á það meginá- herzlu að ekki fjölgaði í því meira en svo, að þeir væru ör- uggir um að hafa þar undirtök- in. Þannig hafði tiltölulega fá- mennur kommúnistakjarni í fé- laginu hreiðrað þar um sig, og tekizt að vinna þar hverjar stjórnarkosningarnar á fætur öðrum með alls konar ofbeldi og bolabrögðum. En um leið og iðnverkafólkinn tókst að hrinda kommúnistum af höndum sér, streymdi fólk inn í félagið, sem átti fullan rétt á að vera þar. JÁRNKLÆRNAR UM DAGSBRÚN f Dagsbrún standa málin hins vegar þannig, að í desember 1938 var íbúatala Reykjavíkur rúmlega 37 þúsund manns. 1. jan úar 1939 fóru fram kosningar í Dagsbrún og voru þá á kjörskrá í félaginu 1783 menn. 21 ári síðar, eða i janúar 1960, er íbúatalan á félagssvæði Dags- brúnar komin upp í tæp 80 þús. manns. En félagsmönnum á kjör- skrá þessa stærsta verkalýðsfé- lags landsins hefur aðems fjölg- að upp í 2307!! í stuttu máli sagt: Meðan íbú- um á félagssvæði Dagsbrúnar fjölgar úr 37 þúsund manns upp í 80 þúsund, hafa aðeins bætzt við 524 verkamenn á kjörskrá Dagsbrúnar. Slíkum járnklóm hafa komm- únistar haldið um þetta stóra verkalýðsfélag. Þeir hafa haldið þvi meira og minna lokuðu. Á meðan íbúum á félagssvæði Dagsbrúnar fjölgar um 42 þús. manns, fjölgar aðeins um rúm 500 á kjörskrá Dagsbrúnar. Sjá nú ekki allir hugsandi menn, hvers konar skollaleik kommúnistar hafa leikið með þetta verkalýðsfélag?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.