Morgunblaðið - 04.02.1960, Side 8

Morgunblaðið - 04.02.1960, Side 8
8 MORCVNBIAÐ1Ð FimmtucTagnr 4. febrúar 1960. Sigurður A. Magnússon Ferðast um íslenzku arstíðirnar ÞEGAR ég kem út úr lestinni í Belgrad er mér tjáð að næsta lest til Aþenu fari ekki fyrr en eftir 10 tíma. Það eru skelfilegar fréttir, því kuldinn er vægast sagt ónotalegur, yfir 20 stiga frost. Eftir mikið stímabrak tekst mér loks að koma farangrinum í geymslu, en ég hef ekki hug- mynd um hvað ég á að gera af sjálfum mér. Á þessari aðalbrautarstöð höf- uðborgarinnar virðist allt ganga á tréfótum, áreiðanlega engin breyting síðustu 50 árin. Það er erfitt að komast leiðar sinnar fyrir manngrúanum, sem ráfar um í hálfgerðu sinnuleysi, ber sér til hita og bíður. Hér virðast allir vera að bíða. Biðsalurinn er yfirfullur af fólki, bæði sitjandi, liggjandi og mest standandi. í öðrum enda hans er heljarmikill múrofn þar sem fólkið stendur í þéttum hnapp. Ég sé ekki annað ráð vænna en reyna að ganga mér til hita í borginni. Á götunum eru allir á hraðri férð, dúðaðir í þykka frakka eða aðrar skjólflíkur. Annar hver maður virðist vera sveitamaður ef dæma má af klæðnaði. Þessir menn klæða sig í gömlum íslenzkum stíl, þeir eru í reiðbuxum, reimuðum eða hnepptum niður á ökla, með sér- kennilegar rosabullur á fótunum. Einstaka maður er í leðurstígvél- um, en fleiri gyrða buxurnar í sokkana. Margir eru í sérkenni- legum útsaumuðum treyjum með skrýtin „pottlok“ á höfðinu. Velklæddan mann ber ekki fyrir augu í Belgrad. Ég reika um götumar hverja af annarri, finn miðbik borgar- innar; þar eru nokkur stórhýsi í smíðum, en mér er ómögulegt að gera mér í hugarlund að ég sé staddur í höfuðborg víðlends ríkis. Borgin er kannski áþekk- ust Akureyri nema auðvitað mörgum sinnum mannfleiri; það er einhver undarlegur smábæjar- bragur á henni, eins og hún hafi ekki enn vaknað til vitundar um hið nýja hlutverk sitt. Eftir klukkustundargöngu sezt ég inn á kaffihús til að fá hlýju í ískaldan kroppinn, en þar er sami kuldinn ,og ódaunninn ó- skaplegur. Ég fer enn á stjá og stefni á brautarstöðina. Það hlýt- ur að vera hægt að ná í pláss við múrofninn með lagni. Hópur- inn þar er sízt þynnri en áður, en fólk er sifellt að koma og fara, svo ég tek mér stöðu utar- lega í þrönginni og mjaka mér smám saman að múrnum eftir því sem stæðin losna. En sú blessuð hlýja! Það er eins og að komast að arninum í ensku húsi. Ég stend við þennan heita múr í tvo tíma og virði fyrir mér mannsöfnuðinn meðan kuldinn líður úr líkamanum. Það er að sönnu sundurleit hjörð sem við augum blasir, en kauðaskapurinn í klæðaburði er öllum sameig- inlegur, þó hann sé á mismun- andi háu stigi. Þó klæðnaður sé kennski ekki heppilegur mæli- kvarði, þá má jafnan nokkuð af honum ráða um lífskjör fólks þegar heildin er skoðuð. í bið- salnum virðast skíturinn og hirðuleysið eiga sér lítil tak- mörk. Fólkið maular brauð og hvítan ost með svörtum hönd- um innan um ryk og annan óþverra, menn eru skirpandi og snýtandi sér í lófana eða á gólf- ið. Það er sannarlega úr vöndu að ráða hvort sé þolanlegra, kuldinn úti eða sóðaskapurinn í hlýjunni inni. Klukkan er rúmlega eitt þegar ég gefst upp á stöðunni við múr- ofninn og fer út í kuldann aftur. Kannski get ég fengið mér að borða á einhverju góðu hóteli og dvalizt í hlýjunni þar svo sem tvo tíma. Eftir langa leit kem ég auga á nafnið „Hotel Astoria“ og finnst það lofa góðu. En þegar í matsalinn kemur er hann eins og þriðja flokks knæpa heima á Islandi. Þar er samt sæmilega hlýtt og maturinn hreint ekki af- leitur, svo ég læt fyrirberast þar fram undir klukkan þrjú við glymjandi sönglist úr útvarpinu sem er að æra úr manni hlust- irnar. Ég geri mér það til dundurs að líta í enskan upplýsingabækl- ing um Júgóslavíú, og þar rekst ég á merkilega grein um leiklist- arlíf í Belgrad. Það er þá meira menningarlíf í þessari borg en ætla mætti við fyrstu sýn! í greininni er sagt frá „Atelje 212“, litlum leikflokki, sem starf- að hefur undanfarin þrjú ár og hefur til umráða sal með 212 sætum. Hefur hann sýnt ýmis af merkilegustu leikhúsverkum Ferðapistlar frá Balkanskaga II. samtímans. Þessi leikflokkur er þannig rekinn að hann ræður til sín leikara frá öðrum leik- húsum, en hefur ekki fast starfs- lið. „Atelje 212“ hefur þegar sýnt verk eftir höfunda eins og Samu- el Beckett, Eugene Ionescu, Jean Paul Sartre og William Faulkner. í desember sýndi flokkurinn „Eggið“ eftir Felicien Marceau undir stjórn franska leikstjórans Rogers Blains. Næst sýnir hann „Geitaeyjuna" eftir Ugo Betti, síðan „Prófessor Tarana" eftir Arthur Adanov og loks „Mis- Frá sýningu á „Egginu“. skilning" eftir Albert Camus. Þá sýnir flokkurinn einnig nýjustu verk eftir innlenda höfunda, t. d. þá Milan Djokovic, Alexander Obrenovic og Vitomir Zupan. Forstöðumaður „Atelje 212“ er leikstjórinn Bojan Stupica, og hefur leikflokknum verið boðið að taka þátt í Hátíð tilraunaleik- húsa í Brússel á þessu ári. Ég kann betur við Belgrad eftir þessar upplýsingar! Klukkan er að verða þrjú og ég verð enn að arka út í kuld- ann. Ég ráfa um göturnar í klukkutíma en rekst þá til allrar hamingju á kvikmyndahús sem sýnir nýlega ameríska gaman- mynd. Þar hlýtur að vera hlýtt. Næstu tveim tímum er borgið. Húsið er troðfullt og mér til undrun kunna Júgóslavar vel að meta barnalega fyndni Ameríku- manna. Bróðurparturinn af biðtíman- um í Belgrad er liðinn. Það sem eftir er verð ég að þrauka við múrofninn. Belgrad er sennilega ein kaldasta borg á jarðríki um þetta leyti árs, og þó er hún svört af kolareyk liðlangan dag- inn. Hvert skyldi hitinn af þess- um kolum fara? Klukkan átta um kvöldið er lagt upp í síðasta áfangann og hef ég sjaldan orðið fegnari nokkru framhaldi, jafnvel þó lestin sé svo troðfull af fólki að þar verði í bókstaflegum skiln ingi ekki þverfótað. Menn eru skorðaðir fast hver við annan, bæði í klefum og göngum, og — --1®.-.-^ - ■ TUNCARJWNtV Heyknosar- inn sparar þurrkun um þriðjung LÖNGU er það þekkt að vaxtarbroddur tækninnar er í Ameríku. Hvergi í heimin- um mun varið eins miklu fé til tækni og tilrauna, er finna eiga leiðir tif aukinna þæg- inda og betri og fjölbreyttari framleiðslu. 1 jafnmiklu nautgriparæktar- landi og Bandaríkjunum er mik- ið notað af votheyi. Það sem margir telja ein höfuðfjanda vot- heysnotkunarinnar er hin súra lykt, sem fylgir þeim, sem gefa þurfa heyið á jötur. Bandaríkja- menn hafa leyst þennan vanda fyrir alllöngu síðan. Nú er svo komið að með því að styðja á aðeins tvo -takka er súrheysgjöf- in framkvæmd. Hnífur í botni turnsins Þessu er þannig fyrir komið að neðst í votheysturninum er sett- ur útbúnaður, er losar heyið og blæs því fram í fóðurganginn til kúnna. Útbúnaðurinn í turnbotninum er trekt, en í henni er hnífur eða tætari, sem sker neðan af stál- inu í turninum og hrynur heyið þá ofan í trektina. Við botn trektarinnar er tengdur blásari, sem blæs heyinu fram í fóður- gangsendann. Á jötubarminn, er veit frá kúnum, eða i jötunni. ef um hjarðfjós er að ræða, er komið fyrir snigli, sem flytur síðan súrheyið fyrir kýrnar. Það þarf því aðeins að styðja á tvo hnappa, annan, sem setur af stað hnífinn og blásarann og hinn er snýr sniglinum, og gjöf- inni er lokið. Sparnaður, þrifnaður Það er ekki að efa að hér munu margir verða til þess að láta smíða þennan útbúnað í turna sína, þar sem að þessu er ekki aðeins gífurlegur vinnu- sparnaður heldur og mikill Þessi mynd sýnir heyknos- arann og tengingu hans við sláttuvélartraktorinn. Knos- arinn er knúinn með drif- tengingu frá afivélinni. í horni myndarinnar neðst til hægri er skýringarmynd, er sýnir hvernig heyið tætist inn milli valsanna. þrifnaður fyrir hirðingarmann i fjósinu. Þetta mun og kæta marga húsmóðurina í sveit, sem þá þarf ekki lengur að finna súr- heyslyktina af þeim, sem í fjósið gengur. lestarverðirnir verða að hálf- klifra yfir fólkið til að komast ferða sinna. Það er rifizt og ragn- að, stympazt og hrundið, og tím- inn virðist aldrei ætla að líða. Vegir eru sagðir slæmir í Júgó- slavíu og bílar fáir, þannig að járnbrautir eru í rauninni ein- ustu samgönguæðar landsins, enda sér það á í þessari ferð. Hermenn eru fjölmennir í lest- inni, svo eru þar heilar fjöl- skyldur með allt sitt hafurtask og loks áhöfn af grísku skipi sem selt var til Júgóslavíu sem brota- járn. Grikkir eiga eins og kunn- ugt er mörg skip undir flöggum Panama og Líberíu, og eru þau nú sem óðast að ganga úr sér. Ég heyrði grísku sjómennina ræða það sín á milli, að ekki væri beinlínis notalegt að sigla á þessum ryðkláfum sem kynnu að sökkva undir sjálfum sér þá minnst vonum varði. Nóttin líður seint við óþæg- indi, rifrildi, formælingar og stympingar. Grikkir og Júgó- slavar sitja ekki beint á sátts höfði, og veldur þar sennilega mestu gagnkvæm vankunnátta á tungum þessara nágrannaþjóða. Undir morgun rýmkast verulega um okkur, því lestin er að smá- tæmast eftir því sem við nálg- umst landamærin. Ég lendi í klefa með griska skipstjóranum, kornungu glæsimenni, og félög- um hans. Það er kominn léttleiki í fas manna, því við eigum betri tíma framundan. Strax .við landamærin batnar veðrið til muna, það er eiginlega gott ís- lenzkt vorveður, hvanngræn tún, raki í lofti og hlýindi. Veður- blíðan eykst eftir því sem sunn- ar dregur í Makedoníu. Til Þessalóníku er komið um ellefuleytið og þar njótum við vorblíðunnar í fullum mæl4 sötrum griska kaffið lútsterka og skoðum nýju járnbrautarstöðina, mikið mannvirki. Ég er kominn á fornar slóðir og finnst ég allt í einu hafa vaknað af vondum draumi. Á hádegi heldur lestin áleiðis til Aþenu, ellefu tíma stím. Sam- kvæmt öllum skynsamlegum lög- málum ætti ég nú að halla mér út af eftir svo til svefnlausa tvo sólarhringa, en slíkt flökrar ekki að mér. Það er furðulegt með grískt landslag að margbreytnin er svo ótrúleg, að maður stendur með fúsu geði upp á endann heil- an dag til að virða það fyrir sér. Að minnsta kosti var svo um mig. Það er einna áþekkast þvi að horfa á góða landslags- kvikmynd, sem er þannig klippt að maður hefur sífellt eitthvað nýtt fyrir augum. Ólýmpos-fjall gnæfir yfir okkur í feiknarlegri tign og gefur sjálft skýringu á því, hvers vegna Forn-Grikkir völdu guðum sínum bústað þar uppi. Ekkert fjall hef ég „guð- dómlegra" augum leitt. Klukkan ellefu um kvöldið er- um við í Aþenu í íslenzkri mið- sumarblíðu eins og hún verður bezt. Það er dálítið kul þetta kvöld, en næsti morgunn rennur yfir borgina heiður, fagur, sól- heitur — andstæða alls sem ég upplifði í Belgrad. Akrópólis Framh. á bls. Þt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.