Morgunblaðið - 04.02.1960, Page 11
Fimmtudagur 4. febröar 1960.
MOHCVISBLAÐIÐ
11
Arabía -
Nýríkt land með gomlum venjum
ITALSKVR maður, sem nú
dvelst hér á landi, hefur
skrifaff þessa greln um dvol
sína í Arabíu. Þar hefur véla-
menning Vesturlanda hafið
innreið sína og umhverfis
olíulindirnar miklu hafa
borgið sprottið eins og gor-
kúlur upp úr eyðimerkur-
sandinum.
Ég kom til konungsríkisins
Saudi-Arabíu með flugvél að
næturlagi. Við flugum í þrjú
þúsund metra hæð og er við
fórum yfir eyðimörkina í tungl-
skinslausri nóttinni, sá ég allt í
einu fyrir neðan mig fjölda
rauðra loga, sem glömpuðu eins
og hrapaðar stjörnur í eyðimerk-
ursandinum. En þessir logar eru
næturmynd þessa konungsríkis
olíu- og eyðimerkursanda.
Svo lentum við á Dhahran-
flugvellinum í suðausturhluta
Arabíu. En þegar ég gekk út
úr flugvélinni, sló mér fyrir
brjóst af þeirri hræðilegu lykt,
sem mætti mér. Það minnti á fúl-
egg. En ég horfði upp í vindinn
og þá fékk ég skýringuna. Óþef-
urinn stafaði einmitt af eldstólp-
unum ,sem standa upp af olíu-
hreinsunarstöðvunum. Fyrstu
nóttina sem ég dvaldist í Saudi-
Arabíu sofnaði ég við fýlu, sem
minnti á rotnandi egg. £>að er
brennisteinslykt frá jarðefnum,
sem eru hreinsuð og brennd frá
olíunni. Þannig bauð arabiska
olían mig velkominn.
Pílagrímar á Ieið til Mekka
Það eru ekki mörg ár síðan
Arabía var gleymt og einangrað
útkjálkasvæði. Þó hafa pílagrím-
ar löngum sótt að Mekka, en
það eina sem landið hefur boðið
þeim er sandar, klettar og fár-
viðri með æðilegum sandbyl. —
En þegar olia fannst í iðrum
eyðimerkurinnar, þá fengu fleiri
áhuga á Arabíu og síðan hefur
margt furðulegt gerzt þar. Höf-
uðborg Saudi-Arabíu er Riadj,
þar sem konungurinn Ibn Saud
býr og hefur um sig 4—5000
manna lið vopnaðra Bedúína. —
Aðalverzlunarborgin er Jedda,
sem er hafnarborg við Rauða-
hafið, en mestan ágóða og at-
vinnu er nú að fá í suðaustur-
hluta landsins, þar sem áður var
svo til dauð eyðimörk. í Jedda
má sjá endalausa röð af pílagrím
um. Þeir koma til borgarinnar
með skipum og setja upp tjald-
búðir á leiðinni til Mekka. Þeir
halda út á eyðimörkina, sumir
eru aldurhnignir og illa farnir,
og er algengt að menn láti lífið
á göngunni gegnum eyðimörk-
lina. Engar slíkar pílagríma-
göngur er að sjá í suðausturhluta
Arabíu.
Draugabær og holdsveiki
Helztu bæirnir í suðaustur
Arabíu eru Ras Tanura, með
olíuhreinsunarstöðvum og höfn
fyrir tankskip, Dammam, þar
sem landstjórinn býr, Dhahran,
þar sem er stærsta olíuhreinsun-
arstöðin og flugbækistöð Banda-
ríkjamanna, A1 Khobar, þar sem
aðallega eru búsettir ýmis konar
verzlunarmenn, sem lifa á við-
skiptum við hið hvíta starfsfólk
í Dhahran og Azyzyah, sem er
draugabær. Hann hefur verið
yfirlýst holdsveikrahæli en ég
heimsótti hann nokkrum sinnum
á ferðum mínum um eyðimörk-
ina og sá þar ekki nokkra ein-
ustu sál. Borgin var auð og tóm.
Ég hef eytt mörgum mánuðum
í Saudi-Arabíu og mér virtist
það undarlegt og óhugnanlegt að
sjá sveltandi Bedúína og hungr-
aðar kýr og geitur ganga þar
um vegi og stræti og það við
hliðina á síðustu árgerðum af
bandarískum bílum, sem þjóta
um stræti. Hungur sumra hús-
dýranna er svo mikið, að þau
éta jafnvel tóma sígarettu-
pakka, sem Evrópumennirnir
kasta á götuna.
Þannig eru hinar tvær hliðar
á lífi Araba. Kannski er bærinn
A1 Khabar lifandi tákn arabískra
bæja. Fyrir 10 árum voru þarna
aðeins nokkrir kofar, gerðir úr
leir og fúaviði eða úr tómum
benzínbrúsum. Allt umhverfis
voru auðar sandhæðir, sem
stormamir blésu fram og aftur
og sandfokið frá þeim gekk langt
út yfir sjóinn.
Leigubílstjórar sem kunna
ekki á gírana
í dag er búið að byggja þarna
ótölulega mörg steinsteypt hús.
Þau spretta upp eins og gorkúl-
ur allt í kring. Þarna eru skyn-
ugir Bedúínar, sem hafa lært
svolítið í ensku og komið upp
sínum eigin fyrirtækjum, svo
sem smáverzlunum og testofum.
En það er óskadraumur hvers
Bedúína að verða leigubílstjóri
á eigin leigubíl. Strax og ein-
hverjum Bedúínanum hefur tek-
izt af safna saman talsverðri
fjárhæð, þá lærir hann að keyra
bíl, fær ökumannsréttindi og
kaupir amerískan bíl. Og þar
með er hann orðinn leigubíl-
stjóri. Það er í rauninni furðu-
legt, hve mikill fjöldi af nýtízku
bandarískum bifreiðum er notað-
ur fyrir leigubíla, ef borið er
saman við hve tiltölulega fá-
mennur þessi staður er.
Það er alveg einkennandi fyrir
arabiska leigubílstjóra, að nota
alls ekki girstöngina, fyrr en vél-
in er alveg að þrotum komin af
áreynslu. Þegar ég dvaldist í
Arabiu, þá hafði ég alltaf sama
leigubílstjórann, bara vegna þess
að hann var sá eini, sem ég
fann og kunni að nota gírstöng-
ina á réttan hátt. Hann var mjög
hreykinn af því.
Stormar og sandþokur
Versti félagi minn á löngum
ferðum um Arabíu hefur verið
monsún-vindurinn, þ. e. a. s.
arabiski sandstormurinn, sem
Arabar kalla Sjanal. Ég kynnt-
ist honum fyrst um kl. 6 síð-
degis dag nokkurn í júní. Ég var
einmitt að velta því fyrir mér,
hvers vegna sólin, sem var enn
enn að velta þessu fyrir mér, þeg
hátt á lofti, var allt í einu orð-
maður gat horft á hana án þess
að renna til augunum. Ég var
ar sandstormurinn skall allt í
einu yfir eins og skoti væri
hleypt af byssu. Og á minna en
10 minútum hafði stormurinn
náð 140 km hraða á klukku-
stund. Maður gat ekki séð út
úr augunum. Allt var orðið hálf-
rökkvað og dimmt og þegar mað-
ur gekk um, var eins og maður
þyrfti að synda áfram í sand-
skýli. Ég flýði fljótlega inn í
braggabyggingu, sem var búin
ágætu loftræstikerfi og ég sagði:
„Guð blessi loftræstikerfið.“ —
Þarna inni var ég í þrjár klukku
stundir, þangað til sandstormur-
inn var afstaðinn. Ég frétti af
því á eftir, að þessi stormur
hefði orðið mönnum dýr. Mörg
hús fuku og nokkur arabísk
skip fórust í Persaflóa, sum
þeirra hlaðin pílagrímum. Þegar
sandstorminum er lokið, kemur
í kjölfar hans hin kaldi hali
hans. Það eru 2—3 dagar af
köldu eða svölu veðri.
En eitt af undarlegustu fyrir-
brigðunum, sem ég hef kynnzt,
er hin svonefnda arabíska sand-
þoka. Hún lítur út alveg eins og
venjuleg þoka, hún er að vísu
með eilítið rauðleitum blæ. Hún
er sett saman úr sandi eða mjög
fíngerðu ryki. Loftið er alveg
kyrrt, þegar sandþoka stendur
yfir, en rykið getur haldizt í
marga klukkutíma eða jafnvel
í nokkra daga.
Veðurfræðingarnir á flugvell-
inum í Dhahran skýrðu fyrir
mér: — Inn í miðbiki eyðimerk-
urinnar lyftist mikið magn af
sandryki upp í loftið með lóð-
réttum loftstraumnum, er geng-
ur beint upp frá sandinum og
upp í 3000 metra hæð. Þar grípa
háloftavindarnir rykið og flytja
það út yfir ströndina. Þar logn-
ast vindarnir út af og dreifa
rykinu í loftið, svo að það líður
smám saman til jarðar. Þegar
sandþoka er, þá er hitinn að
jafnaði mjög hár, og loftið mjög
þurrt.
Réttvísin að verki
Og ef ég sný mér nú að lífi
fólksins, sem þarna býr, þá kem-
ur mér fyrst í huga að segja frá
hinu undarlega dómsmálakerfi
landsins.
Það er furðulegt að sjá, hve
fljótt er verið að kveða upp
dóma í Arabíu og framkvæma
dómana í viðurvist almennings.
Maður er leiddur fram fyrir
dómarana, sakaður um þjófnað.
Á stundinni er hann kannski
dæmdur fyrir verknaðinn og þá
kemur böðullinn fram og hegg-
ur hægri höndina af honum með
sveðju. En til þess að hindra
að drep komi í handlegginn er
stubbnum dýft ofan í sjóðandi
olíu. Morðinginn er leiddur fyr-
ir dómarann strax að verkinu
loknu. Þar er ekki verið að eyða
tímanum í það að grafa upp,
hvernig þetta hafi átt sér stað
eða hvenær. Það er staðreynd
að hann framdi morð og þá er
dómurinn kveðinn upp yfir hon-
um og höfuðið höggvið af hon-
um, einnig með sveðju. Sama
er að segja um refsingu fyrir
hórdómsbrot o. s. frv. Þetta ger-
ist alltaf á föstudögum, þá kem-
ur dómstóllinn saman. Sá sem
sér um framkvæmd laga og rétt-
vísi er landstjórinn og hann ger-
ir það í nafni konungsins. Þessi
sýslumaður hefur aðsetur í
Damman og sérhver Arabi verð-
ur dauðhræddur, þegar nafn
hans er nefnt.
Líf hvítra manna örðugt
I suðausturhluta Saudi Arabíu
búa um 2000 Ameríkanar, ítalir
og aðrir Evrópumenn. Flestir
þeirra eru verkfræðingar á laun-
um olíufélaganna eða þá starfs-
menn við herbækistöð Banda-
ríkjamanna. Sumir vinna líka
fyrir ný arabísk félög, sem hafa
verið stofnuð til áð inna af hönd-
um ýms verkefni. Sannleikur-
inn er sá, að Arabar, sem eru
mjög góðir kaupmenn, virðast
ekki hafa mikla tæknilega þekk-
ingu eða hæfileika, a. m. k. ekki
þeir sem eru orðnir miðaldra. —
Hins vegar eru nokkrir af yngstu
kynslóðinni, sem leggja stund á
verkfræði.
Líf Evrópumanna og annarra,
sem ekki eru múhameðstrúar, er
S Með nútímatækni hafa •
j ýmsar nýjungar verið inn- s
■ leiddar í Arahíu. Áður fyrr i
S voru gróðurvinjar aðeins á •
i þeim stöðum í eyðimörk- /
• inni miklu, þar sem nátt-
S úrlegar uppsprettur var að
S finna. En nú hafa amerísk-
• ir verkfræðingar borað í '
S jörðina eftir olíu og eftir 1
S vatni. Myndin sýnir þegar
• verið er að vatna úlfaida- '
S lest í vatnskeri eins olín-
S félagsins. Arabarnir átta
| bágt með að skilja, hvers S
S vegna hvítu mennirnir sótt- |
S ust svo mjög eftir oliunni, :
• en þeim fannst sér koma S
S vel að fá vatnið.
frekar erfitt þarna suður 1 Am-
bíu. Það er stranglega bannað að
drekka áfengi og það er að
minnsta kosti öruggara, ef menn
hafa brotið af sér og drukkið
áfengi, að vera ekki á almanna-
færi, því að arabíska lögreglan
hefur þá rétt til að handtaka
menn og það er mjög slæmt að
komast í kast við hana. Þær
fáu arabísku konur, sem sjást
þarna, eru vafðar í svartar slæð-
ur og það er betra fyrir aðkomu-
mennina að vera ekkert að skipta
sér af þeim.
Sumarhitinn þarna er oft yfir
40 stig og stundum er raki í loft-
inu upp undir 90%. Einu sinni
þegar hitinn komst svo hátt,
ákváðum við, ég og nokkrir
kunningjar mínir, að taka okk-
ur frí og baða okkur í Persa-
flóa, hinu bláa vatni hans. —
Ströndin er sú flatasta og gróð-
urlaustasta, sem ég hefi nokk-
urn tímann séð og hafið er það
saltasta, sem ég hef ^ynt í. —
Að vísu verður að viðurkenna
það, að einstaka pálmarunnar
standa þarna við ströndina, en
það er betra að koma ekki ná-
lægt þeim vegna þess að í kring-
um þá hefst við heilt ský af
grimmum og hungruðum flug-
um, sem ráðast á hvem þann,
sem nálgast pálmana.
Fæða Arabanna er mjög ó-
venjuleg, næstum allur matur,
sem hvítir menn neyta í suð-
austurhluta Arabíu er innflutt
niðursoðin matvara. Menn flytja
jafnvel inn niðursoðin brauð. —
Framfærslukostnaður þar er
frekar hár, venjulegt hótelher-
bergi á flugvellinum kostar 10
dollara eða meira. Matur í gisti-
húsinu kostar 10 dollara eða
meira. Ef maður ætlar að kaupa
föt, þá fást þau ekki undir 50
—70 dollurum. Sem betur fer
veitti vinnuveitandinn mér
ókeypis húsnæði, meðan ég
dvaldist þar.
Undir blaktandi pálmum
Að lokum langar mig til að
segja frá því, hvað mér fannst
eftirminnilegast og unaðslegast
af því sem fyrir mig bar í
Arabíu.
Þar langt inn í þessari miklu
eyðimörk, eru fáeinar vinjar,
sem eru hreinustu sælustaðir.
1 mörgum vinjanna eru rústir af
gömlum virkjum arabískra
þrælasala og ræningja. 1 þeim
er mikill og safaríkur gróður og
háir pálmar, sem veita mönnum
skjól og svala í hitunum. Þar
Framh. á bls. 1-).
Maðurinn á myndinni heitir Omar Mushab. Hann er arabískur
kaupmaður í A1 Khobar. Kunningi greinarhöfundar tók
þessa mynd af honum þar sem hann var önnum kafinn.