Morgunblaðið - 04.02.1960, Side 15
Fimmtuðaerur 4. febrúar 1960.
M a n c ri \ n r
15
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁL FSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: BJARNI BEINTEINSSON
Stjórn og varastjórn F.U.S. í Vestmannaeyjum. — Efri röð frá vinstri: Jón Pálsson, varaform.,
Theódór Georgsson, ritari, Sigurgeir Sigurjónsson, Júlíus Magnússon. Neðri röð: Ueifur Ársæls-
son, Brindís Einarsdóttir, Sigfús J. Johnsen, formaður, Sigrún Þorsteinsdóttir, gjaldkeri og Ey-
jólfur Marteinsson.
Aldargömul rödd i útvarpinu
Fjölbreytt félags
líf FUS í Vest-
mannaeyjum
A onnað hundrað nýir félagsmenn
AÐALFUNDUR FUS í Vest-
mannaeyjum var haldinn 8. des.
sl. Fóru þar fram venjuleg aðal-
fundarstörf og auk þess urðu
miklar umræður um málefni fé-
lagsins og framtíðarstarf.
f>órarinn Þorsteinsson, sem
verið hefur formaður félagsins
að undanförnu, lét af því starfi,
þar sem hann hefur náð aldurs-
hámarki. Formaður var kjörinn
Sigfús J. Johnsen, og aðrir í
stjórn: Theódór Georgsson, Eyj-
ólfur Marteinsson, Jón B. Páls-
son, Sigrún Þorsteinsdóttir og
Leifur Ársælsson. í varastjórn
voru kosin: Brimdís Einarsdótt-
ir, Júlíus Magnússon og Sigur-
geir Sigurjónsson.
Skemmtikvöld
Á þrettándanum gekkst félag-
ið fyrir því, að haldinn var
grímudansleikur. Var hann hald-
inn í tvennu lagi fyrir unglinga
og eldri félagsmenn. Grímudans-
leikurinn var mjög vel sóttur og
hinn ánægj ulegasti í alla staði.
Ákveðið hefur verið að halda
skemmtikvöld annað hvert mið-
vikudagskvöld og verða þá höfð
ýms skemmtiatriði eins og t. d.
bingóspil, félagsvist og að lok-
um dans.
sæti: Loftur Magnússon, Lárus
Long, Árni B. Johnsen, Stefanía
Guðmundsdóttir og Stefanía
Þorsteinsdóttir.
Stjórnmálanámskeið
Síðastliðið fimmtudagskvöld
var stjórnmálanámskeið sett í
Samkomuhúsinu, en þátttakend-
ur eru um 40. Flutti Bragi Hann-
esson, lögfræðingur, þá erindi um
ræðumennsku. Fundarstjóri var
Sigfús J. Johnsen, en fundarrit-
ari Júluís Magnússon. Á eftir
voru umræður um staðsetningu
sundhallar í Eyjum. A föstudags-
kvöldið ræddi Bragi Hannesson
um fundarsköp. Fundarstjóri var
Sigurður Hallvarðsson, en Júlíus
Magnússon fundarritari. Auk
þess mætti á fundinum Ársæll
Sveinsson, forseti bæjarstjórnar
Vestmannaeyja, og flutti hann
fróðlega ræðu um Vestmannaeyj-
ar fyrr og síðar. Á eftir voru
umræður.
Stjórnmálanámskeiðinu hefur
verið haldið áfram og hafa ýms
bæjarmál verið rædd.
1 stjórnmálanámskeiðsnefnd
F.U.S. í Vestmannaeyjum eiga
sæti: Sigurður Hallvarðsson, Arn
ar Sigurmundsson, Erling Gunn-
laugsson og Laufey Einarsdóttir.
Næstu verkefni
Unnið er að því að endur-
skipuleggja spjaldskrá félagsins.
Auk þess hefur félagið fengið til
afnota fyrir starfsemi sína her-
bergi, þar sem leshringir geta
starfað og nefndir félagsins.
Áformað er að farnar verði
stuttar ferðir um Eyjarnar í sum-
ar á vegum félagsins, auk ferða-
lags um kjördæmið. Hafa ungir
Sjálfstæðismenn í Vestmanna-
eyjum mikinn áhuga fyrir því
að kynnast starfsemi annarra fé-
laga ungra Sjálfstæðismanna í
Suðurlandsk j ördæmi.
Þá mun félagið gangast fyrir
vormóti um hvítasunnuna. Er
þess vænzt, að þar verði fjöl-
mennt.
í ferðanefnd F.U.S. í Vest-
mannaeyjum eiga sæti: Dorothea
Einarsdóttir, Kjartan Úlfarsson,
Elisabet Arnoddsdóttir, Guðni
Grímsson og Jóhann Guðmunds-
son.
Á annað hundrað nýir félags-
menn hafa gengið í félagið að
undanförnu.
Eins og sjá má af þvi, sem sagt
hefur verið, er starfsemi F.U.S.
í Vestmannaeyjum mjög þrótt-
mikil og stjórn félagsins og for-
manni, Sigfúsi J. Johnsen til
mikils sóma.
ÞÁTTURINN „Spurt og spjallað
í útvarpssal", sem útvarpað var
sl. sunnudag vakti mikla athygli
hlustenda. Rætt var um hvort
breytinga væri þörf á launakerfi
okkar. Stjórnandi þáttarins
hafði að venju valið þáttakendur
úr ýmsum áttum og komu í þess-
um þætti fram verkfræðingur,
verkamaður, atvinnurekandi og
iðnverkamaður. Umræður urðu
allskemmtilegar, en aldrei þessu
vant urðu þrír þátttakendur
sammála um nokkur meginatnði,
t. d. um það,að rétt sé að launa
menn misjafnlega vel miðað við
menntun launþegans, ábyrgðina
sem fylgir starfinu o. s. frv. —
Einnig voru þeir sammála um að
launa bæri að öðru jöfnu betur
þau störf, sem væru sérstaklega
hættuleg eða erfið.
Einn þátttakandi skar sig þó
algerlega úr og var ekki sam-
mála hinum um neitt, sem máli
skipti. Var það iðnverkamaður-
inn, sem er þekktur ungkomm-
únisti. Enda þótt hann hafi eigi
komið þarna formlega fram sem
fulltrúi kommúnista, túlkaði
hann þó hina opinberu stefnu
þess flokks í launamálum, sem
sé, að laun allra þjóðfélagsþegna
skuli vera hnífjöfn, án nokkurs
tillits til sérstakra aðstæðna.
Kenningu þessa settu upphafs-
menn kommúnismans fram fyrir
um það bil 100 árum og hafa
kommúnistaflokkarnir eigi fallið
frá því opinberlega, að þetta sé
það mark, sem keppa beri að.
Aðspurður lýsti þessi ungi
fulltrúi kommúnista margsinnis
yfir því, að regla þessi ætti að
gilda undantekningarlaust. Tók
hann m .a. fram í þessu sam-
bandi að hann sæi enga ástæðu
til þess að laúna betur þá, sem
ynnu sérstaklega hættuleg eða
erfið störf, svo sem sjómenn.
Hins vegar yrðu slíkir menn
að vera vel tryggðir ef þeir fær-
ust við vinnu sína! Þótti spjall-
mönnum öðrum lítil huggun af
því fyrir hinn látna.
Yfirlýsihgar þessa unga manns
vöktu hina mestu athygli og
jafnframt undrun annarra þátt-
takenda svo og að sjálfsögðu út-
varpshlustenda. Héldu menn að
þessi aldargamla kenning komm-
únista væri löngu dauð og úrelt
og mörkuðu það m. a. af því; að
launamismunur er hvergi í heim-
inum meiri en í Rússlandi. En
íslenzkir kommúnistar virðast
nú hafa dustað rykið af Marx
gamla og Engels og flytja hinar
fjarstæðukenndustu kenningar
þeirra ómengaðar í ríkisútvarp-
inu.
Með því að hálærður marxisti
stjórnar æskulýðssíðu Þjóðvilj-
ans væri ekki úr vegi að þar
yrði upplýst hvort þetta er enn
yfirlýst stefna kommúnista í
launamálum. Þætti m. a. sjó-
mönum fengur að því að fá af-
dráttarlausar skýringar komm-
únista í þessum efnum.
Heimdallarfundur
i kvöld kl. 8,30
Kætt verður um fræðslulöggjöfina.
Framsögumenn:
Jakob R. Möller, Haraldur Gíslason,
Lúðvík Karlsson og Stefán Snæbjörnsson.
Ritgerðasam•
keppni
Heimdallar
HEIMDALLUR hefur ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni
um efnið „Samrýmist þjóðnýting lýðræðisþjóðfélagi?“
Eftirfarandi reglur gilda um samkeppnina: Ritgerð-
irnar skulu vera 1500—6000 orð. Rétt til þátttöku hefur allt
ungt fólk í Reykjavík á aldrinum 16—25 ára. Ritgerðirnar
mega ekki hafa birzt áður opinberlega. Stjórn Heimdallar
áskilur sér rétt til birtingar innsendra ritgerða. Ritgerðirnar
skulu hafa borizt til skrifstofu félagsins í Valhöll við Suður-
götu eigi síðar en 15. apríl nk. Ritgerðunum skal skilað í
handriti undirrituðu dulnefni, en nafn höfundar og heimilis-
fang fylgi með í lokuðu umslagi, merktu dulnefninu. Fimm
manna dómnefnd dæmir ritgerðirnar. Verðlaun fyrir beztu
ritgerð að áliti dómnefndar er ferð með Gullfossi til Kaup-
mannahafnar og heim aftur. Dómnefndinni er heimilt að
veita fleiri ritgerðum verðlaun eða viðurkenningu. Einnig
er heimilt að verðlauna sérstaklega ritgerðir eftir höfunda
á aldrinum 16—20 ára.
1 skemmtinefnd félagsins eiga
Mynd af nokkrum þátttakendum á stjórnmálanámskeiðinu.