Morgunblaðið - 04.02.1960, Page 23
MORGVNBLAÐ1Ð
23
Fimmtudagur 4. febrúar 1960.
Bretar andvígir kyn
þáttastefnu S.-Afríku
HÖFÐABORG, Suður-Afríku,
3. febr. — (Reuter) —
FORSÆTISRAÐHERRA Breta,
Harold Macmillan, tilkynnti
þinginu í Suður-Afriku í dag, að
Bretland mundi ekki styðja
stefnu þess um aðskilnað kyn-
þáttanna.
Forsætisráðherrann hefur und
anfarið ferðazt rúmlega 27 þús.
kílómetra leið um Afríku til að
kynna sér ástandið þar, og sagði
hann meðal annars í ávarpi sínu
til Suður-Afríku-þingsins:
„Hvort sem okkur líkar það
betur eða verr, hlýtur þjóðernis-
hreyfingin vaxandi fylgi í þess-
ari álfu. Við verðum að taka því
sem veruleika“. Ef það væri ekki
gert, „væri jafnvægi austurs og
vesturs teflt í voða, en á því
grundvallast friðurinn í heimin-
um“.
Macmillan kvaðst álíta að stór-
mál seinni hluta 20. aldarinnar
væri „hvort þjóðir þær í Asíu og
Afríku, sem enn hafa ekki bund-
izt samtökum, snúi sér til austurs
eða vesturs".
„Dragast þær inn í herbúðir
kommúnista, eða munu tilraunir
þær, sem nú eru gerðar með
sjálfsstjóm í Asíu og Afriku
Skíðaferð í kvold
í KVÖLD kl. 7.30 verður kvöld-
ferð á skíði. Farið er frá BSR.
Brekkan við Skíðaskálann verð
ur upplýst og lyftan í gangi. Næg
ur snjór er nú við Skíðaskálann.
19 luku Iláskóla-
prófi
í JANÚARMÁNUÐI luku 19
nemendur við Háskóla íslands
lokaprófum,
Embættisprófi í guðfræði lauk
Ingiberg Hannesson, í læknis-
fræði Bogi Melsted, Einar Bald-
vinsson, Guðmundur Georgsson,
Jón Jóhannesson, Jónas Oddsson
og Kjartan Kjartansson og i lög-
fræði Benedikt Blöndal, Hjörtur
Torfason, Jóhann Nielsson og
Þorkell Gíslason. Kandídats-
prófi í tannlækningum luku Guð-
jón Axelsson, Hörður Sævalds-
son og Sigurður Jónsson og í við-
skiptafræðum Sigurpáll Vil-
hjálmsson. B. A.-prófi luku Hauk
ur Melax, Hörður Lárusson, Ólöf
Benediktsdóttir og prófi í ís-
lenzku fyrir erlenda stúdenta,
Kai A. Saanila.
■ Uppbótakerfið
Framh. af bls. 2.
gjalds, sem tókst að stöðva á
sl. ári, leggur ríkisstjórnin til,
að óheimilt sé að miða kaup-
gjald við breytingar á visitölu.
Reynslan hefur sýnt, að það
vísitölukerfi ,sem hér hefur
verið í gildi síðan í byrjun
heimsstyrjaldarinnar síðari,
hefur ekki verið launþegum
til neinna varanlegra hags-
bóta. Þess vegna leggur ríkis-
stjórnin til, að það verði af-
numið, og eru áikvæði um það
í þessu frv.
Hins vegar eru ekki í fmm-
varpinu nein ákvæði um
grunnkaup. Það er stefna rík-
isstjórnarinnar, að það sé og
eigi að vera verkefni sam-
taka launþega og atvinnurek-
enda, að semja um kaup og
kjör. Þegar afkoma atvinnu-
veganna leyfir hækkun kaup-
gjalds, telur ríkisstjórnin
hana eðlilega og sjálfsagða,
en hún mun beita sér gegn
því, að kaup verði hækkað og
kostnaðinum við þá hækkun
síðan velt yfir á herðar al-
mennings i landinu með hækk
un vöruverðs eða á annan
hátt.
reynast það vel og árangurinn
það sannfærandi að önnur lönd
velji leið frelsis, reglu og rétt-
lætis? Baráttan er hafin, og það
er barátta um hugi manna“,
sagði Macmillan.
Hendrik Verwoerd, forsætis-
ráðherra Suður-Afríku, svaraði
Macmillan og sagði að ekki væri
nóg að skapa réttlæti fyrir
svertingja í Afríku, heldur
einnig fyrir hvíta menn.
i Fór út með i
flensuna
i \
• Vestmannaeyjum, 3. febr. S
S SAMKVÆMT upplýsingum, j
j sem yfirlögregluþjónnin hér, (
( Stefán 'rnason, hefur gefið i
S mér, kom hingað í gærmorg- j
( un belgiskur togari og bað i
i um lækni. Læknir fór um j
j borð í skipið og kom þá i s
S ljós, að meira en helmingur )
i áhafnar hafði lagzt veikur j
j með allmikinn hita sl. 2—3 S
S daga. J
( Ýmislegt bendir til, að hér S
S væri um innflúensu að ræða ;
í )
; og taldi héraðslæknir rétt S
S að setja skipið í sóttkvi. j
j Skipið lá hér í 3 kLst. og j
S fengu skipverjar lyf við veik i
j inni. Meðan skipið lá hér j
i stóð lögregluvörður við land S
S göngubrúna. j
j Skipið átti að fá heimild S
S til að liggja í sóttkví úti við j
j bauju, sem er á miðri höfn- s
S inni, en skipstjóri tók það i
j heldur til bragðs að sigla til j
^ hafs. — Bj. Guðm. S
Viðbúnaður
í Túnis
Bizerte, Túnis, 3. febr. (Reuter).
FRÖNSK flotayfirvöld hófu í
dag viðbúnað gegn væntanleg-
um aðgerðum Túnisbúa til að
hrekja þá af frönsku flotastöð-
inni í Bizerte eftir 8. febr. n.k.
Bourguiba forseti lagði hinn
28. jan. sl. fram formlega kröfu
þess efnis að Frakkar yfirgæfu
flotastöðina fyrir 8. febr., en
þetta er síðasta herstöð Frakka
í Túnis. Viðræður um framtíð
Bizerte hafa farið fram að und-
anförnu.
Álitið er að Bourguiba sé sam
þykkur því að leyfa Vesturveld-
unum aðgang að Túnis, en álíti
að frönsk herseta sé fyrir neðan
virðingu þjóðarinnar.
Notuð frímerki óskast
Örugg greiðsla í peningum fyr
ir notuð frímerki, en sé þess ósk
að að fá vörur svo sem sjálf-
blekunga, myndavélar, fatnað o.
fl., þá verður það sent í skiptum.
Sendið 300 merki eða fleiri. —
Edwin P. Phipps, 10968, Well-
worth Ave., Los Angeles 24, —
Califomia, U. S. A.
I. O. G. T.
Stúkan Andvari nr. 265
Fimdur í kvöld kl. 8,30. —
Spurningaþáttur o. fl. — Æ.t.
Stúkan Frón nr. 227
Fundur í kvöld kl. 20,30. Árs-
fjórðungsskýrslur og reikningar.
Svana Dún rithöfundur flytur
ferðasögu frá Evrópu. Spum-
ingaþáttur og draugasaga. Kaffi
eftir fund. Félagar, mætið vel og
stundvíslega. — Æ.t.
Gerum gömul húsgögn sem ný.
MÁLARASTOFAN
Barónsstíg 3. — Sími 15281.
öskar eftir unglingum til
blaðburðar í eftirtalin hverfi
Nesveg
Sörlaskjól
Háteigsveg
Bænda- og húsmæðrafundur
verður haldinn að Klébergi á Kjalarnesi laug-
ardaginn þann 6. febrúar n.k.
Fundarefni:
Ragnar Asgeirsson, ráðunautur, hefur fram-
sögu um byggðasöfn.
Kvikmyndir um önnur efni verða sýndar.
Fólki úr nærsveitum er hér með boðið á fund-
inn. Hann hefst með kvikmyndasýningu kl. 14
stundvíslega.
Formaður búnaðarfélags Kjalarness
Eiginmaður minn
HELGI S. HANNESSON
blikksmiður, Sörlaskjóli 68,
lézt í Landspítalanum, miðvikudag. 3. febrúar.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Gíslína Jónsdóttir
Mínar beztu þakkir sendi ég öllum vinum mínum
fjær og nær, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu
29. janúar sl., með heimsóknum, skeytum, blómum og
öðrum gjöfum. Sérstaklega þakka ég eiginmanni mín-
um, börnum og tengdabörnum fyrir að gera mér
daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug Þorsteinsdóttir, frá Berunesi.
Hjartans þakkir sendi ég öllum vinum mínum er
minntust mín og glöddu á 60 ára afmæli mínu, með
heimsóknum, blómum, skeytum ög góðum gjöfum.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafía Gísladóttir,
Strandgötu 21, Ólafsfirði.
Hjartkær sonur minn
EIRÍKUR STEINGRÍMSSON
vélstjóri, Lönguhlíð 15,
andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 1. þessa mán-
aðar.
Halla Eiríksdóttir.
Móðir mín og tengdamóðir
VIGDÍS BJÖRNSDÓTTIR
frá Kjaransstöðum í Biskupstungum, andaðist í
sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði, aðfaranótt 3.
febrúar.
Margrét Þormóðsdóttir. Haraldur Pétursson.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda-
faðir
DAGBJARTUR GUÐMUNDSSON
verkstjóri,
andaðist aðfaranótt 2. febrúar, að heimili sínu Silfur-
túni H 15 Garðahreppi.
Jarðarförin auglýst síðar.
Dagbjört Brynjólfsdóttir,
synir og tengdadætur.
Yndislega litla stúlkan okkar
INGIBJÖRG
lézt 29. janúar. Jarðarförin hefur farið fram. Hjart-
ans þakkir til allra vina okkar fyrir þeirra hluttekn-
ingu.
Ingibjörg Jónsdóttir, Gunnlaugur Ólafsson,
Grettir og Jón Steinar Gunnlaugssynir.
Einginkona mín
DAGBJÖRT HANNESDÓTTIR
Holtsgötu 13, andaðist 2. þ.m.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Júlíus Jónsson.
Jarðarför
AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR
verzlunarmanns, Þverholti 12
er andaðist 27. janúar sl. fer fram frá Neskirkju,
föstudaginn 5. febrúar kl. 13,30 e.h. Blóm vinsamleg-
ast afþökkuð. En þeim, er vildu minnast hins látna,
er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda:
Sigurbjörg J. Magnúsdóttir.
Pétur J. Guðmundsson.
Þökkum af alhug öllum vinum og vandamönnum
sem auðsýndu okkur samúð og kærleik við andlát
og útför eiginmanns, stjúpföður, tengdaföður og afa
ALEXANDERS KLEMENSSONAR
Hólabraut 16, Keflavík.
Sérstakar þakkir flytjum við venzlafólki og starfs-
félögum hans fyrir dásamlegar minningargjafir svo
og Olíufélaginu h.f. fyrir rausnarlega hjálp.
Guð veri með ykkur ævinlega.
Valgerður Pálsdóttir, Páll Sveinsson,
Guðrún Kristjánsdóttir og börnin.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hluttekningu við fráfall og jarðarför konu minnar
KRISTRÚNAR SIGFÚSDÓTTUR
Karl Oddsson og börn.