Morgunblaðið - 24.02.1960, Qupperneq 3
Miðvikudagur 24. febrúar 1960
M ORCT’NTtf 4 ÐIÐ
3
FEGURSTA útsýnið til
Reykjavíkur er ekki að
fara upp á Vatnsgeymi,
Öskjuhlíð eða Valhúsa-
hæð, heldur að fá sér 10
nínútna siglingu út í Eng-
ey, standa á hlaðinu. Þá
breiðir öll Reykjavík úr
sér fyrir framan mann, allt
utan af Seltjarnarnesi og
inn í Laugarnes og i
fjarska sér á fyrstu
„skýjaklúfa“ borgarinnar
inni í Laugarási og við
Álfheima. Inn og út með
eynni er stöðug sigling
skipa, hinir glæsilegu
Fossar, stór olíuskip og
fiskihátarnir.
Það hefur án efa oft ver-
Þannig líta bæjarhúsin í Engey út. Húsið vinstra megin hafði herinn tii umráða á stríðsárunum.
Það var áður betra íbúðarhúsið. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
ir eitthvað fimm árum flutti
hann í land. Nú er þar engin
byggð, en níu fallegír gæðing-
ar reika þar um í ríki sínu.
Þeir eru stríðaldir, því að
leiðin fyrir þá er opin inn í
að bænum. íbúðarhúsin hafa
verið tvö. Er hið vestara þeirra
mjög illa leikið. Áður var það
tálið betra íbúðarhúsið, en her
inn hafði það til umráða á
stríðsárunum og hefur það
innsiglingu Reykjavikur
ið fagurt á vorkvöldum að
standa á hlaðinu í Engey
og horfa á eldrauðan vest-
urhimininn, þegar sólin
hné til viðar í Faxaflóa.
Eða að horfa á hið ramm-
eflda brim, sem gnauðar
þar við kletta og stundum
varð sjómönnum að fjör-
tjóni.
í rikiseign
En nú horfir enginn á feg-
urð og mikilleik náttúrunnar
frá Engey. Eyjan sem forðum
var tvíbýli eða jafnvel marg-
býli er nú í eyði. Það var her-
námsliðið, sem lék jörðina
verst, umturnaði öllu, reisti
fallbyssuvirki og stór bragga-
þorp í túninu. Eftir stríðið
gerði þáverandi eigandi jarð-
arinnar skaðabótakröfu til rík
isins og varð þá úr, að ríkið
keypti jörðina. Fyrst átti að
reka þar tilraunabú á vegum
Atvinnudeildarinnar og setja
þar upp einangrunarstöð fyrir
góða sauðfjárstofna. En það
fór heldur itla, sauðféð i eynni
smitaðist af garnaveiki og tel-
ur Halldór Pálsson sauðfjár-
ræktarráðunautur, að það geti
ekki hafa smitazt öðru vísi, en
að sjórinn hafi borið innyfli
úr sauðfé frá slátui'húsinu við
Skúlagötu og út í Engey.
Þá var þessari tilraunastarf-
semi hætt og eyjan leigð Sig-
urði Gíslasyni frá Hamraend-
um í Borgarfirði. Hann bjó
fyrstu árin úti í eynni, en fyr-
hlöðu sém er hálffull af heyi.
Og ríkið vill skipta á Engey
og fá Korpúlfsstaði. En væri
ekki jafnari skipti að það
fengi Kolviðarhól?
aldrei beðið þess bætur.
Nú leikur vindurinn um
alla glugga og herbergin
standa auð, nema hvað sjávar-
fuglar virðast hafa gert þau
Við vitann í Engey.
Þannig er saga Engeyjar hin
síðustu ár, þessa merkisbýlis
og frábærlega góðu heyskapar
jarðar, sem áður var. Engeyj-
ar, sem áður var þekkt fyrir
skipasmíðar þeirra feðgartna
Kristins og Péturs í Engey.
Það sem veldur því hvernig
komið er, er fyrst hernámið og
svo hitt að flutningaörðug-
leikar gera það nú að verkum,
að hver eyjan á fætur annarri
leggst í eyði.
Hús í niðurníðsiu
Fréttamaður Mbl. fékk í
gærmorgun að verða samferða
starfsmönnum Reykjavíkur-
hafnar, er þeir skruppu út í
Engey til þess að setja gas á
vitann, sem stendur á vestur-
enda eyjarinnar. Meðan þeir
voru að braska við að skipta
um geymana, fór fréttamaður-
inn um eyna. Hann kom heim
Við leggjum að landi. Siglt var út að eynni á lóssbátnum
en farið í land með kænu, sem hafnarstarfsmennirnir fengu
iánaða í Slippnum.
að heimili sínu og sjást ýmsar
leifar þeirra. Hitt íbúðarhúsið
er opið og öllum gengt inn í
það. Þar er að finna gamlan
rokk, og gamla stóra kistu eða
byrðu, sem hefur verið
sprengd upp. Kolaeldavél er
þar og þvottapottur og mið-
stöðvarkerfi er í húsinu.
Forvitnir hestar
Hlaðan er sem fyrr segir
hálffull af heyi og geta hest-
ar, sem í eynni eru gengið í
það. Hafnsögumennirnir segja
mér, að þeir hafi ekki haft
minnstu vitneskju um flutning
hestanna út í eyju. Allt í einu
hafi þeir heyrt frásagnir sjó-
manna af því, að heilt stóð
væri komið út í eyna. Þetta
fannst þeim dularfuilt. Ætli
hestarnir hafi verið fluttir að
næturlagi eða úr Vatnagörð-
um. Það veit enginn En lík-
lega er það Sigurður leigj-
andi jarðarinnar. sem hefur
flutt þá út.
Sumir sjómenn hafa verið
að segja, að þetta sé slæm með
ferð á hestunum, að skilja þá
eftir úti í eyrini og sögur hafa
komið upp um, að hestarnir
séu í svelti þegar frost gerir í
lengri tíma. En allar þessar
sögur virðast hafa verið úr
lausu lofti gripnar. Hestarnir
eru vel haldnir.
Þeir koma á móti okkur
sunnan við bæinn. Eru forvitn
ir að sjá til mannaferða, loðn-
ir með sítt fax fram í augu
og frísa í frostinu. En
þegar við ætlum að nálgast
þá og réttum fram hendina,
hieypur styggð í þá og þeir
taka undir sig stökk austur
eyna Þeir eru fallegir og una
frelsinu.
Eyjan er stór
Þegar maður stendur á hlað-
inu á Engey undrast maður
tvennt, — hvað Engey er stór.
Nú skilur maður, hvers vegna
alltaf hefur verið talað um
£að að hún sé frábærlega góð
heyskaparjörð. Túnið er svo
stórt, —- hitt sem kemur manni
á óvart, er hve bærinn stend-
ur hátt. Þess vegna er víð-
sýnt af hlaðinu í Engey.
Skammt frá bænum stendur
nýleg snúningsvél að þvS er
virðist gefin á vald vindum
og veðrum og r.iður við 'end-
inguna stendur tákn vélaa'dar,
Fergusson-dráttarvél líklega í
bezta lagi, þótt vindar og sjáv-
arselta gnauði um hana.
Fallbyssuvirki
Á vesturhluta Engeyjar má
sjá leifarnar af þremur öflug-
um fallbyssuvirkjum. Fall-
byssurnar eru horfnar en eftir
standa sverir ryðgaðir járn-
boltar og í grennd við virkin
eru járnboltar og í grennd við
virkin eru járnbrautarteinar
og nokkrir járnbrautarvagnar,
sem liggja þó margir á hlið-
inni. Þeir hafa verið ætlaðir
til þess að flytja fallbyssukúl-
urnar. Og hérna er sennilega
geymslustaður skotfæranna,
geysistórt neðanjarðarbyrgi,
rúmir tveir metrar undir loft.
Og hér sjást merki þess, hvern
Minnismerki Breta. Arinn og
hlaðinn skorsteinn.
ig túninu var spillt. Út um
allt eru botnar eftir bragga-
byggingar og á tveimur stöð-
um háir múrhlaðnir skor-
steinar við brezka arna. Hér
hafa Bretar setið við arineld-
inn á síðkvöldum. Áhöfn eins
voldugasta fallbyssuvirkis
þeirra við ísland.
Það var i þann tíð, er Bret-
ar komu til að verja landið
gegn blóðþyrstum nazistum.
— Ætlarðu ekki að fara að
koma? Við erum að fara í
land, hrópa hafnarstarfsmenn-
irnir. Þú ætlar kannski að
verða eftir og gerast einsetu-
maður í Engey?
— Eg er að koma.
Ekki til frambúðair
Jónas Haralz, ráðuneytisstjórl,
sem einnig var aðalefnahags-
málaráðunautur vinstri stjórn-
arinnar, ræddi í fyrrakvöld í út-
varpið um ástæður og tilgang
vaxtahækkunarinnar. Komst
hann þá m.a. að orði á þessa leið:
„Hún (vaxtahækkunin) örfar
til aukinnar sparifjármyndunar
og hún dregur úr eftirspurn eft-
ir lánsfé. Það er óhætt að full-
yrða, að eins og nú er komið hér
á landi, sé ekki hægt án slíkrar
vaxtahækkunar að ná jafnvægi
milli sparifjármyndunar annars-
vegar og aukningar útlána hins-
vegar. Þessari vaxtahækkun er
ekki ætlað að standa til fram-
feúðar. Hún er hinsvegar nauð-
synleg í bráð, meðan ráðstafanir
þær, sem felast í hinum nýju
lögum Alþingis um efnahagsmál,
eru að hafa áhrif og skapa nauð-
synlegt jafnvægi í efnahagslífi
þjóðarinnar. Þeim mun skjótari
og betri árangur sem af þessum
ráðstöfunum hlýzt, þeim mun
skemur munu hinir háu vextir
haldast".
„Til að skera niður at-
vinnu og framkvæmdir“
Framsóknarmenn segja, „að
vextir hafi verið hækkaðir til
að „skera niður atvinnu og fram-
kvæmdir“. En þeir minnast ekk-
ert á það, að einn af miðstjórn-
armönnum Framsóknarflokks-
ins, Vilhjálmur Þór, seðlabanka-
stjóri, tók þátt í því að ákveða
vaxtahækkunina. Þar með virð-
ist Tíminn hafa þá skoðun, að
hann hafi átt hlut að því, „að
skera niður atvinnu og fram-
kvæmdir“.
Um þetta segir Tíminn þó í
gær:
„Ráðstafanir þessar voru born
ar undir stjórn Seðlabankans og
andmælti fulltrúi Framsóknar-
flokksins þar, Ólafur Jóhannes-
son þeim harðlega. Sama gerði
fulltrúi Alþýðubandalagsins,
Ingi R. Helgason. Meirihluti
bankastjórnarinnar mælti með
þessum ráðstöfunum, en kvaðst
ekki viðbúinn að taka afstöðu til
annarra vegna ónógrar athugun-
ar, t.d. vaxtahækkunarinnar hjá
stofnlánasjóðunum. Þrátt fyrir
það knúði stjórnin þessar hækk-
anir fram“.
Samkvæmt ummælum Tímans
er þá bara Ólafur Jóhannesson
„fulltrúi Framsóknarflokksins“ í
stjórn Seðlabankans. En á sjálf-
um seðlabankastjóranum, Vil-
hjálmi Þór, þykist Tíminn nú
enga ábyrgð bera. Hann á samt
sæti í miðstjórn Framsóknar-
flokksins og hefur til þessa tima
verið talinn einn af aðalleiðtog-
um hans.
Aukning sparifjár
Eins og áður er sagt, er til-
gangur vaxtahækkunarinnar tví-
þættur. f fyrsta lagi að stuðla að
aukningu sparifjár og í öðru lagi
að draga úr eftirspurn eftir láns-
fé og skapa þannig jafnvægi )
efnahagsmálum þjóðarinnar.
Hækkun útlánsvaxta er að
sjálfsögðu hvergi vinsæl ráð-
stöfun. En henni hefur verið
beitt í fjölmörgum löndum með
sama markmið fyrir augum og
her á Iandi að þessu sinni. Margt
bendir til þess, að hin mikla
hækkun innlánsvaxta upp í 10%
muni hafa í för með sér mjög
aukna sparifjármyndun og eiga
þannig sinn þátt í því, að treysta
grundvöll efnahagslífsins og
koma á því jafnvægi, sem að er
stefnt.
Þjóðin verður að öðlast aftur
trú á gjaldmiðil sinn. Ella er von
laust um efnaliagslega viðreisn.