Morgunblaðið - 24.02.1960, Page 8

Morgunblaðið - 24.02.1960, Page 8
8 MORCVN BLAÐIÐ Miðvikudagur 24. febrúar 1960 Lengstur vinnutími - fæstar næðistundir Jómfrúræða Auðar Auðuns á Alþingi um orlof Kúsmæðra Á FUNDI efri deildar Al- þingis á mánudag var frum- varp til laga um orlof hús- mæðra tekið til fyrstu um- ræðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, frú Auður Auðuns, 2. þingmaður Reyk- víkinga, talaði fyrir frum- varpinu og flutti jómfrúræðu sína á Alþingi. Fórust henni orð á þessa leið: Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, er flutt af okkur 4 þing- mönnum þessarar deildar fyrir tilmæli stjórnar Kvenfélagasam- bands íslands. Efni frumvarpsins er í stuttu máli það, að komið verði á fót orðlofsnefndum húsmæðra, sem fái til starfsemi sinnar lögbundið framlag húsmæðra sjálfra gegn jafnháu framlagi frá ríkinu auk þess fjár, sem aflað kann að verða með öðru móti til starf- seminnar. Rætt á landsþingum K. í. Frú Auður Auðuns alþm. Það hefur verið nokkuð unnið verið að fela hana samtökum, sem starfa á víðari grundvelli. Það má reyndar vera að einnig hafi verið til þeirra leitað án þess að mér sé kunnugt um það. 320 þús. kr. fjárveiting Með frumvarpi þessu, ef að lögum verður, þyrfti að taka upp fjárveitingu sem væntanlega mundi nema 320 þús. kr., en í grg. við 3. gr. frumvarpsins er áætlað, að á landinu öllu séu um 32 þús. konur eða húsmæður, sem greiða mundu 10 kr. hver á móti jafnháu framlagi frá ríkinu. — Jafnframt yrði svo lögfest hvernig úthluta skyldi orlofsfénu og hvaða aðilar hefðu þá úthlut- un með höndum. Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um frumvarpið sjálft eða einstakar greinar þess umfram það sem í grg. fyrir frv. segir. Þó er e. t. v. rétt að taka það fram, að héraðasambönd kvenfélaga, sem um ræðir í frv. eru nú 18 að tölu. Sambands- svæði margra þeirra falla saman við sýslurnar en önnur nú yfir fleiri sýslur og skiptingin á milli fylgir þá ekki alltaf sýslumörk- um. Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd í miðbænum á dögunum, lögregluþjónar voru að gera mælingar í sambandi við árekst- ur, sem þar hafði orðið. Nú er starfandi innan lögreglunnar sérstök deild, sem annast þetta verk. Hér er einn lögreglu- þjónanna með handhægt og gott „málband“. Það er hjól, sem mælir fjarlægðina á götunni. — Vörn gegn eldflaugaárásum Bretar og Bandar'ikjamenn reisa mikla radarstoð i Englandi Mál það, sem frumvarpið fjall- ar um, orlof húsmæðra, hefur verið til umræðu á landsþingum Kvenfélagasambands íslands á árunum 1955, 1957 og 1959 og á fulltrúaráðsfundum samtakanna árin á milli þeirra þinga. A landsþingi Kvenfélagasambands- ins sl. haust var svo samþykkt frumvarp það, sem hér liggur fyrir og stjórn sambandsins var þá falið að fá það flutt. Létta störf húsfreyjunnar Samtök þau, Kvenfélagasam- band íslands, sem að frumvarp- inu standa, eru langfjölmennustu samtök kvenna hér á landi og hafa innan vébanda sinna nokk- uð á þriðja hundrað kvenfélaga víðsvegar um landið með á 14. þús. félagskonum. Kvenfélaga- sambandið hefur á stefnuskrá sinni ýmis hagsmunamál heimil- anna, þar á meðal eins og segir orðrétt í lögum sambandsins: „Að stuðla eftir megni að hverju því, sem létt geti störf húsfreyjunnar og bætt aðstöðu hennar“. Á þingi Kvenfélagasambands- ins 1955 þegar orlof húsmæðra kom þar fyrst til umræðu skilaði allsherjarnefnd þingsins áliti, sem hófst með þessum formála: — Rík áherzla hefur verið lögð á það á síðari árum, að sem flest- um þegnum þjóðfélagsins verði árlega tryggður nokkur hvíldar- og frítími. Sú stéttin, sem lengst- an hefur yfirleitt vinnutímann og fæstar næðisstundirnar, mæð- urnar, sem jafnframt eru hús- freyjur, hafa samt algerlega orð- ið þar útundan. Erfiði þeirra og tómstundaleysi hefur vaxið að sama skapi og torveldazt hefur að að fá aðstoð við heimilisstörf. Augljóst er, að úrbætur eru hér hin mesta nauðsyn en úrræði vandfundin. Kvenfélagasamband íslands telur þó, að við svo búið megi ekki lengur starida og verði því að hefjast handa. Ég ætla, að þingmenn geti fall- izt á réttmæti þessa formála nefndarinnar. Allir þekkja til þess hver fjöldi húsmæðra á erfitt um vik að veita sér þó ekki sé nema nokkurra daga hvíld frá daglegum önnum og ég mun ekki fjölyrða frekar um nauðsyn þess, að þeim sem verst eru sett- ar sé gert slíkt kleift, svo sem ætlunin er með frumvarpinu. að því á undanförnum árum og áratugum af ýmsum aðilum að sjá húsmæðrum fyrir orlofsdvöl. En sá aðilinn, er ég hef þekkt, sem lengstan á starfsferil í þeim efnum og umsvifamestan, er Mæðrastyrksnefndin hér í Reykjavík. Hún hefur nú í senn 3 áratugi nær óslitið haldið uppi sumardvölum fyrir mæður og börn og hvíldarvikum fyrir rosknar konur, oft við hinar erf- iðustu aðstæður. Fyrir nokkrum árum kom Mæðrastyrksnefnd sér upp húsnæði fyrir þessa starfsemi og fékk til þess nokk- urn styrk frá ríki og bæ en aðal- lega var fjár aflað til þeirra framkvæmda sem og til starfsem innar allrar með ýmsum fjáröfl- unarleiðum, sem meðlimir nefnd arinnar beittu sér fyrir. Starfsemin byggist á velvild Þótt þessari starfsemi hafi verið hægt að halda uppi hér í fjölmenninu, þar sem hlut átti að máli gróinn og vinsæll félags- skapur hér í bænum, sem nýtur ríkulegs örlætis bæjarbúa auk sumardvalarstyrks frá Reykja- víkurbæ, þá byggist þó starf- semin öll á velvild þessara aðila, og það er hætt við því, að erfitt sé um vik á fámennari stöðum. Á 17. gr. fjárlaga hefur síðan árið 1957 verið fjárveiting til orlofs- dvalar fyrir húsmæður frá barnmörgum heimilum. Alþýðu- sambandinu mun hafa verið falin úthlutun þess fjár, sem ég tel út af fyrir sig hafa verið nokkuð vafasamt, þar sem eðlilegra hefði SAMKVÆMT framtíðarskipulagi mun hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg eiga að hverfa, en torg verða gert þar sem það stendur. Það liggur í augum úppi, að til þessara framkvæmda kemur þó ekki fyrr en nýtt hegningarhús hefur verið byggt. En tíminn líð- ur og einhverntíma skeður þetta og nú er það tillaga mín, að þá verði þetta gamla hús tekið í sundur stein fyrir stein og flutt , í byggðasafnið upp að Arbæ. Þótt London, 17. febrúar. — (Reuter) —■ B R E T A R og Bandaríkja- menn munu í sameiningu byggja mjög öfluga radar- stöð í Englandi, sem ætlað er vara nógu snemma við mögu- legri eldflaugaárás. — George Ward flugmálaráðherra Bret- lands sagði frá þessu í neðri deild þingsins í dag, og kvað hann kostnað við þessar framkvæmdir vera áætlaðan 43 millj. punda (um 120.400.- 000 dollara). — Bretar munu greiða sem svarar 22 millj. dollara af kostnaðinum, en Bandaríkin um 98 milljónir. Radarstöðin verður reist á landi ríkisins í Yorkshire. Hún Njósnaði Adenauers KARLSRUHE, V.-Þýzkalandi, 18. febr. (Reuter). — Hæstiréttur margir eigi skuggalegar minning ar um þetta hús, þá geymdi það okkar fyrsta hæstarétt, það er virðuleg bygging og mjög sögu- leg fyrir land og þjóð. Gæti svona áform ekki líka flýtt fyrir því, að ákvörðun yrði tekin um bygg- ingu nýs hegningarhús, sem vissu lega er mikil þörf fyrir, í stað þessarar miðaldalegu byggingar? Á Árbæ mundi gamla hegning- arhúsið sóma sér vel sem minja- gripur, safnhús og varðarhús. J.H. verður hin þriðja í „öryggis- keðju“, sem ætlað er að vara við eldflaugaárás á Bandaríkin í tæka tíð. — Brezki flugherinn mun sjá um rekstur stöðvarinn- ar og hafa á hendi yfirstjórn hennar. — Ward sagði, að með þessari stöð yrði allt öryggis- kerfi Atlantshafbandalagsríkj- anna stórum bætt. Nokkrar umræður urðu í þing- inu um málið. Kom m. a. fram gagnrýni á því, að Bandaríkjun- um væri þannig „afhent" land brezka ríkisins. Ward svaraði því til, að hér væri um sameigin- lega framkvæmd að ræða, sem kæmi ekki aðeins Bretum og Bandaríkjamönnum að gagni, heldur „öllum hinum vestrænu ríkjum". Verkamannaflokksþing- maðurinn George Brown hélt því fram, að radarinn gæti ekki „séð“ eldflaugar fyrr en 4 mínút- um flokk V.-Þýzkalands dæmdi í dag 27 ára gamlan blaðamann, Lothar Horst Noack að nafn, 1 þriggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir njósnastarfsemi í þágu Austur- Þýzkalands. — Kona hans, Christa Maria Noack, var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir sömu sakir. Ré’ttarforsetinn sagði, að Noack hefði af fúsum vilja gefið Aust- ur-Þjóðverjum allar þær upplýs- ingar, sem .hann gat aflað, um stjórnarflokk Vestur-Þýzkalands, Kristilega Demokrataflokkinn. — Einng reyndi hann að fá aðra til þess að hjálpa sér við þessa iðju — og a.m.k. kona hans lét til leið- ast, sagði dómarinn. En hann bætti því við, að Noack hefði ekki getað aflað sér neinna mikil vægra upplýsinga. um áður en þær hittu í mark, en Bandaríkjamenn fengju aðvörun 15 mín. fyrr. — Þannig mundum við rétt hafa tíma til þess að segja „góðan daginn, strákar', áður en við værum sprengdir í loft upp, sagði Brown. Hann gagnrýndi það, að Bretar skyldu eiga að taka þátt í kostnaði við byggingu radarstöðvar, sem virt- ist fyrst og fremst eig< að þjóna vörnum Bandaríkjanna. Ward mótmælti þessu og taldi, að viðvörun við eldflaugaárás mundi berast miklu fyrr en þing- maðurinn hefði haldið fram. — 1 það minnsta væntum við þess, að fá aðvörunina nógu snemma til þess að koma á loft meginhluta sprengjuflugvélaflotans, sagði ráðherrann. 4-6 lestum af skemmdu kjöti eytt árlega STUNDUM heyrast bæjarbúar hafa orð á því, að allt kjöt sem til bæjarins berst og ekki er sem skyldi fari bara til vinnslu. Því leitaði blaðið upplýsinga hjá borgarlækni um hve mikil brögð væru að því að þyrfti að eyði- leggja kjöt sem bærist. Kemur í ljós að 4—6 smálestir af kjöti eru eyðilagðar árlega fyrir at- beina heilbrigðiseftirlitsins, auk þess sem miklu er eytt áður en kemur til kasta eftirlitsins. A ár- inu 1949 voru eyðilagðar 4,3 smá- lestir af kjöti, sem borizt hafði til bæjaiins, en ekki þótti hæft til neyzlu. Þess skal getið, að læknar sjá um skoðun á kjöti þegar því er slátrað, en komið getur fyrir að það skemmist seinna í geymslu, eða í flutningum og kemur þá til kasta heilbrigðiseftirlitsins, sem hefur eftirlit með kjöti sem öðrum neyzluvörum í Reykjavík. Verði það vart við slíkt kjöt er það umsvifalaust tekið úr um- ferð. Bréf sent Mbl.: Hegtiíngarhúsið upp að Arbæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.