Morgunblaðið - 24.02.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.02.1960, Qupperneq 12
12 MORCVNBL4Ð1Ð Miðvikudagur 24. febrúar 1960 JUtripiiMaMI* Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsir.gar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið SJÓÐIR LAND- BÚNAÐARINS ¥ GREINARGERÐ fyrir frumvarpi, sem Fram- sóknarmenn flytja á Alþingi, um að ríkissjóður taki að sér greiðslur á erlendum lánum, er hvíla á Ræktunarsjóði ís- lands og Byggingarsjóði sveitabæja, koma fram merki legar upplýsingar. Þar er frá því skýrt, að nú sé svo komið, að þessar þýðingarmiklu lána stofnanir landbúnaðarins séu reknar með geysilegum halla og hafi rekstrarhalli Ræktun- arsjóðs verið rúmar 3 millj. kr. sl. ár, en rekstrarhalli Byggingarsjóðs sveitabæja tæplega 2 millj. kr. Ömurleg mynd Þessi mynd af afkomu hinna þýðingarmiklu lána- stofnana landbúnaðarins er vissulega ömurleg. Ræktun- arsjóður og Byggingarsjóður hafa vissulega gegnt mikil- vægu hlutverki í hinu mikla uppbyggingarstarfi landbún- aðarins á undanförnum árum. Þing og stjórnir hafa viljað sýna skilning sinn á starfsemi þeirra. Sjóðunum hafa verið útveguð allmikil erlend lán til þess að geta haldið áfram stuðningi við framkvæmdir í sveitum landsins. En þeir hafa verið látnir lána pening- ana út innanlands með miklu lægri vöxtum en þeir hafa orðið að greiða lánveitendum sínum. Af því sprettur rekstr- artap þeirra á síðustu árum fyrst og fremst. Viðurkenning Fram- sóknar Framsóknarmenn hafa með fyrrgreindu frumvarpi sínu viðurkennt að í raun og veru séu Ræktunarsjóðurinn og Byggingarsjóðurinn á gjald- þrotabarmi. Þrátt fyrir það berjast þeir gegn því eftir megni, að sjóðirnir fái að- stöðu til þess að hækka vexti sína nokkuð og bæta þannig aðstöðu sína. Núverandi ríkisstjórn hef- ur fullan hug á því að bæta úr erfiðleikum Ræktunarsjóðs og Byggingarsjóðs og koma rekstri þeirra á traustan og heilbrigðan grundvöll. Bænd- ur mega vera þess fullvissir, að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur nú sem fyrr fullan skiln- ing á því að brýna nauðsyn ber til þess að haldið verði áfram uppbyggingu í sveitum landsins. Þar verður að gæta heilbrigðrar þróunar, ekki síður en á öðrum sviðum at- vinnulífsins. UTAN UR HEIMI Um 200 bílar af ýmsum gerðum FÖSTUDAGINN 26. febrúar nk. verður opnuð bílasýning í Forum í Kaupmannahöfn. Þar verða sýndar um 200 bifreiðir af ýms- um tegundum frá a. m. k. níu löndum. Þarna verða til sýnis svo til allar gerðir af fólksbifreiðum sem fáanlegar eru í Danmörku, þeirra á meðal nýjungar, sem ekki hafa verið sýndar þar áður. SAAB 96: Þriggja strokka. Að minnsta kosti ein bifreið verður þarna sýnd í fyrsta skipti í heiminum, en þar er SAAB 96, sem smíðuð er hjá SAAB flug- véla og bílaverksmiðjunum í Trollhattan í Svíþjóð. Bifreiðin, sem er knúin þriggja strokka, 42 hestafla vél, tekur 4 farþega auk bifreiðastjóira. Þykir frágangur allur hinn ákjósanlegasti, og verðið (um 17.000, — d. kr.) ekki fyrsta skipti til Danmerkur aust- ur-þýzka bifreiðin Trabant, sem þarna verður til sýnis. Þetta er mjög ódýr bifreið (tæpar 10.000, — d. kr.) með yfirbyggingu úr plasti. smiðjurnar og General Motors verða með stærstu deildirnar á þessari sýningu. Af Ford bifreið- um sem framleiddar eru í Evr- ópu, hefur Taunus 12 M náð mestri sölu í Danmörku og verða væntanlegir kaupendur þar að bíða í einn mánuð eftir af- greiðslu. Af General Motors bif- reiðum er mest eftirspurn eftir Opel Kapitan. Trabant: Plast. Ekki má gleyma að minnast hér á Mercedes bifreiðirnar, sem þarna verða sýndar. Þjóðverjar eru farnir að afgreiða meira af Mercedes bifreiðum innnlands, sem þýðir það að þeir hafa minnk að útflutninginn. Eftirspurnin er mikil eftir þessum vögnum, sér- staklega Mercedes 220 SE, sem var í fyrsta, öðru þriðja og hátt. Önnur sænsk bifreiðateg- und mun vekja mikla eftirtekt, en það er hin nýja „sport“ bif- reið frá Volvo-verksmiðjunum, sem fyrst var sýnd á bílasýningu í Genf fyrir stuttu, og sagt var frá hér í blaðinu. NÝLENDU- KÚGARAR KOMMÚNISTAR hér á ís- landi og víðar láta sem þeir séu harðsnúnir andstæð- ingar allrar nýlendukúgunar. En þetta er eintóm hræsni og yfirdrepsskapur. Þjóðviljinn og önnur málgögn kommún- ista hamast að vísu á hinum gömlu nýlenduveldum í Vest- ur-Evrópu, Bretum og Frökk- um, fyrir nýlendukúgun þeirra í fortíð og nútíð. Hins- vegar keppast kommúnistar við að verja nýlendukúgun Sovétríkjanna. Sem betur fer hafa hin gömlu nýlendu- veldi verið knúð til þess að veita mörgum þjóðum, sem þau hafa kúgað og arðrænt, jafnvel um aldir, frelsi. — Nýlendukúgun með nýju sniði En það hörmulega hefur skeð, að á sama tíma sem vestrænar þjóðir eru að hverfa frá nýlendustefnunni og þjóðir þær, sem þær hafa undirokað, eru að fá frelsi sitt, upphefst ný nýlendu- kúgun. Það eru Rússar, undir forystu kommúnista, sem að henni standa. Sú nýlendu- kúgun er sízt fegurri eða mannúðlegri en hin eldri. — Þannig hafa Rússar t. d. bein- línis innlimað í Sovétríkin 3 ríki við Eystrasalt, sem sjálf- stæði hlutu í svipaðan mund og ísland, í lok heimsstyrjald arinnar fyrri. En þar að auki hafa Sovét- ríkin lagt kúgunarfjötra nýrr- ar nýlendustefnu á mörg önnur lönd í Evrópu. Svo þykjast kommúnistar hér á íslandi þess umkomnir að vera boðberar frelsisins og þykjast jafnvel vera hinir einu sönnu andstæðingar allr- ar nýlendukúgunar! Þeir ættu að skammast sín — en þeir kunna það ekki. ☆ Tvær franskar bifreiðir verða þarna kynntar í fyrsta sinn opin- berlega í Danmörku, báðar frá Renault verksmiðjunum. Eru það Renault Dauphine með Gordini vél og Renault Floride, sem er „sport“-bifreið. ★ Hollendingar sýna þama nýj- ung, sem þeir nefna DAF og er með sjálfskiptingu. Þar er aðeins stýri, benzíngjafi og hemlar. Fyrir nokkrum dögum kom í Fiat verksmiðjurnar ítölsku sýna þarna um 12 mismunandi gerðir, allt fró Fiat 500 til Fiat 2100, þar á meðal tvær gerðir „sport“ bifreiða. ☆ Bandaríkin sýna þarna fjölda af bifreiðum, en búizt er við að „smá“-bílarnir Ford Falcon, Chevrolet Corvair og Chrysler Valiant vekji mesta athygli. Fjórði „smó“bíllinn, Mercury Comet, sem þarna átti að sýna í fyrsta sinn í Evrópu, mun ekki væntanlegur til Danmerkur fyrr en um miðjan marz. Ford verk- fimmta sæti í Monte Carlo kapp- akstrinum í síðasta mánuði. Sýningin í Forum, sem verður opnuð kl. 10 á föstudag, mun standa yfir í 10 daga og er reikn- að með að um 100.000 áhorfendur sæki hana. Á síðasta ári voru seldar rúm- lega 52 þúsund bifreiðir í Dan- mörku, og er það um 50% meira en á árinu 1958. Á þessu ári er búizt við að salan aukist enn. ☆ Það eru danskir umboðsmenn bílaframleiðenda sem standa í þessari sýningu í Forum, en ekki bílaframleiðendur sjálfir. Er þetta allkostnaðarsöm auglýsing. Hver fermetri sýningarsvæðis er leigður út á d. kr. 100,— og hafa stærstu innflytjendurnir 500— 600 fermetra svæði. Kortsnoi eístur Eftir 12 umferðir á 27. skák móti Sovétríkjanna, er stórmeist arinn Kortsnoi efstur með 8(4 vinning. Núverandi Rússlands- meistari, Petrosjan, með 8 vinn- inga af 11 mögulegum, Geller er þriðji einnig með 8 vinninga af 12 möguleikum og f jórði er Krog ius með 7Yz. DAF: Aðeins stýri, benzíngjafi og hemlar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.