Morgunblaðið - 24.02.1960, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.02.1960, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIh Miðv'kudagur 24 febrúar 1960 Silkiklútar — Umboðsmaður Samkeppnisfær birgðasali óskar eftir góðum sölumanni. Svar merkt: ,.600210 4356“, sendist afgr. Mbl. Skrifstofuhúsnœði rúmgott og vistlegt, til leigu við aðalgötu í bænum. Húsgögn geta fylgt. Umsóknir sendist í Pósthólf 748, Reykjavík, fyrir föstudagskvöld. Fáskrúðsfyrðingar Fundur kl. 8,30 í Breiðfirðingabúð, uppi, í kvöld. Öllu hnoðað saman og deig- ið látið bíða í 1 klukkustund. Þá er það flatt út, Vz cm. á þykkt og 12—15 cm. á breidd og þunnum eplasneiðum raðað á miðjuna. Sykri er stráð yfir. Kantarnir eru skornir og beir lagðir saman. Penslað með eggjahvítu og sykri stráð ofan á (ef vill). Sumum þyk- ir gott að strá kanel á, en hann á mjög vel við epli. Epla stóngin er nú bökuð í frekar heitum ofni í 12—15 mín., og þá skorin niður í 5—6 cm. stykki. Þetta er bezt að boroa strax. — ★ — Litlar eplakökur 100 gr. smjörliki 100 gr. sykur 3 egg 2 stk. ■ kardemommur 150 gr. hveiti. \Vz tsk. lyftiduft 4 matsk. rjómi 2 epli og nokkrar möndlur. Smjörlíkið er hrært með sykrinum, eggin látin út í ásamt kardemommunum, hveitinu og lyftiduftinu. Deig- ið síðan hrært saman með rjómanum. Deigið er síðan lát ið í lítil linsuform og smátt skornum hráum eplum og hökkuðum möndlum stráð of- an á. Kökurnar síðan bakaðar við góðan hita í ca. 10 min. Dönsk eplakaka Og svo að lokum er hér uppskrift að danskri eplaköku sem flestum þykir mjög góm- sæt. Hana má einnig nota sem eítirrétt í staðinn fyrir þessa venjulega ábætisrétti: 1 kg. ný epli ca. 1 dl. vatn 100 gr. sykur 100 gr. rasp 100 gr. smjör sultumauk. Eplin eru þvegin, afhýdd og skorin í jafnar sneiðar og soð in í graut eða án vatnsins eft- ir því hvort þau eru safarík eða ekki. Helmingurinn af sykrinum er látinn út í. Smjör ið er brúnað á pönnu og af- gangurinn af sykrinum ásamt raspinu látin út í það og hrært í á meðan það brúnast. — Nú má hvort í senn sem er láta raspið, eplamaukið og sultuna til skiptis í form með lausum botni, þrýsta öllu vel saman (rasplag á alltaf vera efst) og baka í ofni í % klst., eða leggja þetta í skál og sleppa bakstrinum. Svona eplaköku ætti helzt alltaf að bera fram volga, því þegar hún kólnar stífnar smjörið og hún verður þung. Ofan á hana er látinn þeytt- ur rjómi. A. Bj. Laugardagssnúðarnir Laugardagssnúðarnir Uppskriftina fengum við hjá húsfreyju, sem á nokkur börn á skólaaldri. Á laugardags- eftirmiðdögum leyfir hún þeim að bjóða heim nokkrum skólafélögum beint úr skól- anum upp á mjólk og snúða. — Þeir eru fyrst og fremst og ódýrir, sagði húsfreyjan, auðvelt að búa þá til og mjög bragðgóðir. Krakkamir verða mjög vonsvikin fái þau ekki snúðinn sinn á laugardögum. Aðferðin er þessi: 500 gr. hveiti, 75 gr. smjör eða smjörlíki, 50 gr. sykur, 50 gr. ger, 1 tsk. salt, 1 egg og 2% dl. mjólk. Smjörlíkið mulið í hveitið, gerið hrært út í volga mjólk. Egg, sykur og salt sett út í deigið og það hnoðað eins og venjulegt gerdeig. Látið „hef- ast“ í 20 mín. á heitum stað. Á meðan hrært er saman 100 gr. gr. sykur, 100 gr. smjör Iki og kúffull tsk. af kanel. Þessu næst er deigið flatt j út í aflangan ferhyrning, ca. 1 sm þykkan, og kanelkremið smurt yfir. Deigið er rúllað upp eins og rúlluterta, skorið í 3 sm. þykk stykki, þau reist upp árönd og látin standa í hérumbil 15 mín. Sett síðan á plötu og bökuð við góðan hita í hérumbil 15 mín. Glassúr er smurður á snúð- ana, meðan þeir eru enn volg- ir. Úr þessum skammti fæst hérumbil 24 st. — Það er öll- um vorkunnarlaust að borða það á sunnudögum, ef eitt- hvað er eftir, sagði húsfrey- jan, en það er nú hlutur, sem skeður sjaldan. Ég baka þá venjulega á laugardagsmorgn- um, því þá eru þeir orðnir kaldir og glassúrinn stífur, þegar ég ber þá á borð fyrir bömin. Andlit barnanna ljóma þeg- ar ég birtist í dyrunum með kúffullt fat af snúðum, og þetta er siður, sem ég með engu móti vill leggja niður, sagði húsfreyjan að lokum. Gómsœtar ávaxtakökur NÚ HAFA fengizt hér í verzl- unum um nokkurt skeið bæði appelsínur og epli. Við ætt- um að reyna að borða eins mikið af ávöxtum og við mögu lega getum, — en þeir eru e. t. v. heldur dýrir fyrir bam- mörg heimili. En heilsan er aldrei keypt of dýru verði, — við verðum að hafa það hug- fast. Til eru ýmsar kökuupp- skriftir með eplum og appel- sínum og fara hér á eftir nokkrar: Appelsinukaka: 100—125 gr. smjörl. 200 gr. sykur. 3 egg. 1 tesk. lyftiduft. 150 gr. hveiti. % dl. appelsínusafi. rifinn börkur af 1 appelsínu Smjörlíkið og sykurinn er hrært vel ásamt eggjunum, síðan safinn og rifni börkur- inn látinn út í og loks hveit- inu og lyftiduftinu hrært sam- an við. Kakan bakast í spring- formi í ca 45 mín. við 175° (C) eða 350° (F). Þegar kakan er orðin köld er sumrt á hana glerung úr 2 d. flórsykri og 2 matsk. appelsínusafa. — ★ — Appelsíunterta \Vz dl. kartöflumjöl 2 matsk. hveiti 2 tsk. lyftiduft 3 egg 2 dl. sykur rifinn börkur af 1 appelsínu Búið er til sykurbrauðsdeig, sem bakað er í tveim tertu- íormum og botnarnir lagðir saman með kremi: 1 egg 2 matsk. sykur % matsk. kartöflumjöl 1—2 tsk. vanilla 2% dl. mjólk Suðan er látin koma upp á mjólkinni, eggið þeytt með sykrinum, vanillan og kart- öflumjölið látið saman við. Því öllu hrært saman við mjólkina og kremið soðið þar til það fer að þykkna. Þá er það kælt og hrært í á meðan. Botnarnir eru síðan lagðir saman með kreminu og ofan á smurt plerung úr flórsykri og appelsínusafa og rifnum berki stráð yfir. Appelsínukaka með súkkulaðibráð 2 stór eða 3 lítil egg 1 Vz dl. sykur 1 dl. möndlur (50 gr.) 3 matsk. kartöflumjöl 1 appelsína Til skreytingar: 100 gr. suðusúkkulaði Vz dl. möndlur (ca. 25 stk.) Möndlumar eru afhýddar og þær, sem eiga að fara í kök una malaðar í möndlukvörn, en þær, sem nota á til að skreyta kökuna með eru skorn ar eftir endilöngu í strinla og ristaðar á pönnu. Eggin eru hrærð vel með sykrinum, rifinn börkurinn látinn út í ásamt safanum, möluðum möndlunum bland- tð saman við kartöflumjölið og það látið út . — Deiginu er hellt í vel smurt sandköku- form (gott að strá raspi inn- an í formið) og kakan er bök- uð við jafnan hita í ca Vz klst. Kakan er síðan kæld og þá er bræddu súkkulaði smurt utan á hana og síðan ristuð- um móndlum raðað utan á hana. Þetta voru appelsínukök- urnar, og nú skulum við at- huga nokkrar eplakökur. A. m. k. ein af uppskriftunum hefur birzt áður hér á síðunni, en góð visa er aldrei of oft kveðin. EpJasteng 200 gr. hveiti 150 gr. smjörlíki 1 egg 60 gr. sykur 2—3 epli. HEIMILISTRYGGING Er trygging allrar Ijölskyldunnár. Skrifið eða hringið eftir upplýsingum sajmi vn KTxJHJTriRYdp (BnMcs^xns, !?*■£/ SAM6ANOSHÚSfNU - gfYKJAVÍK - SÍMI 17080 Flogið yfir ísland Framh. af bls. 13 Stefán Sigurðsson. verðu. Við sjáum þó niður í gegn um göt annað slagið en fljúga verður eftir áttavita og. korti. Fnjóskadalurinn er alauður og aðeins grátt á Hólsfjöllum. Brátt opnast okkur Vopnafjörðurinn en yfir honum er sæmilega gott skyggni. Eftir hringflug yfir Vopnafjarðarkauptún lentum við á flugvelli, sem er nokkru innar í firðinum. Þar tóku á móti okk- ur m. a. póstmeistarinn, ásamt nokkrum fleirum. Við höfðum skamma viðdvöl, nokkru lengri en það tók Tryggva að fljúga tvö hringflug yfir firðinum með heimamenn af Vopnafirði. Létu þeir vel yfir. Síðan var aftur haldið heim til Akureyrar, en við lækkuðum okkur og flugum tvo hringi yfir bæ fréttaritara Morgunblaðsins á Hólsfjöllum og létum blaða- pakka svífa niður til hans. Á Ak- ureyri lentum við um kl. 5 eftir ánægjulegt ferðalag. Ég vil enda þetta stutta ferða- rabb með því að þakka félögum mínum fyrir ánægjulega ferð og þó sérstaklega Ttryggva Helga- syni flugmanni um leið og ég óska honum til hamingju með hinn ágæta farkost hans. vig. Aðalfundur félagsins ísland— Nore«ur AÐALFUNDUR félagsins fsland —Noregur var haldinn í Háskól- anum 15. febr. 1960 og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. í stjórn félagsins voru kjörnir Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri formaður, Kristmann Guð- mundsson rithöfundur, Gunnar Dal skáld, Eggert Guðmundsson listmálari og Hannes Jónsson fyrrv. alþingismaður. Varamenn voru kjörnir Guðmundur Mar- teinsson verkfræðingur, Ás- mundur Guðmundsson fyrrv. biskup og Árni Böðvarsson cand. mag. Ritari félagsins er Gunnar Dal og gjaldkeri Hannes Jónsson. Tilgangur þessa félags er að stuðla að kynningu og samvinnu íslendinga og Norðmanna. Það eru vinsamleg tilmæli stjórnarinnar að þeir sef vilja styðja og styrkja tilgang félags- ins gerist félagar og tilkynni þátt töku sína einhverjum úr stjórn félagsins. EGGERT CLAESSEN og GtSTAV A. SVEINSSON bæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templ ara >und. Jón N. Sigurðsson Málflutningsskrifstofa hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 10. — Sími: 14934 Jón Þorláksson lögfræðingu*. Hafnarhvoli. — Sími 13501. MAIMAFOSS vefnaðarvöruverzlun Dalbraut 1 — sími 34151.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.