Morgunblaðið - 24.02.1960, Page 20
20
MORGVNBLÁÐIÐ
Miðvikudagur 24. febrúar 1960
Ég hlýt að hafa hrópað eins
hátt og ég gat, því að ég fann að
Condor greip með heljarafli um
handlegginn á mér.
„Reynið að stilla yður, í ham-
ingjunnar bænum“. Hann hljóp
að kveikjaranum og kveikti aft-
ur ljósið. Aðeins lampinn á borð-
inu varpaði fölri Ijóskeilu und-
an gulum skerminum.
„Fjandinn hafi það. Maður
verður að fara með yður eins og
sjúkling. Þarna — setjist þér nú
aftur. Það hafa miklu alvarlegri
mál verið rædd á þessum stól.“
Hann færði sig nær mér: „Og
gerið þér svo vel að hafa hljótt
um yður. Æsið yður um fram allt
ekki upp. Þér komið og kvein-
ið: „Ég þoli það ekki“. En slíkt
veitir mér ekki næga vitneskju.
Ég verð að vita, hvað það er sem
þér þolið ekki. Hvað er það, sem
yður finnst svo skelfilegt við þá
staðreynd, að þetta veslings barn
skuli vera dauðástfangið?“
Ég dró andann djúpt að mér og
ætlaði að svara, en Condor hélt
áfram:
„Verið þér ekki að flýta yður
neitt. Og um fram allt, blygðist
yðar ekki. Ég get vel skilið það,
að maður verði skelfdur þegar
ástríðufullri ástarjátningu er
dembt yfir mann. Það eru eins
bjánar, sem hafa ánægju af að
vera svokölluð „kvennagull“ að-
eins fífl. Sannur karlmaður verð-
ur miklu fremur skelfdur við þá
vitneskju, að kona hafi fellt til
hans sjúklegan ástarhug, ef hann
getur ekki endurgoldið tilfinn-
ingar hennar. Ég get skilið það
allt. En þar sem þér eruð svo
æstur, svo mjög æstur, þá hlýt
ég að spyrja hvort hér sé ekki
um eitthvað alveg sérstakt til-
felli að ræða . . .“
„Hverskonar tilfelli? “
„Ja . . . sú staðreynd, að Edith
. . . Það er erfitt að koma orðum
að slíku . . . ég á við . . . fyllir
. . . fyllir líkamslýti hennar yður
sérstökum viðbjóði?"
„Nei, alls ekki“, sagði ég með
ákafa. Hafði það ekki einmitt
Ég skal fleygja vistum niður
til ykkar á morgun, Markús.
Ágætt. Og Súsanna, hugsaðu
vel um Baldu.r
verið vanmáttur hennar og varn-
arleysi, sem laðaði mig svo ómót-
stæðilega að henni. Og þegar það
kom fyrir, að tilfinningar mínar
til hennar nálguðust á einhvern
dularfullan hátt blíðu elskhugans,
þá var það einungis vegna þess,
að þjáningar hennar einstæðings-
skapur hrærðu mig til meðaumk
unar. „Nei, alls ekki“ endurtók
ég. — „Hvernig getur yður dott-
ið slíkt í hug?“ ,
„Gott og vel. Sannfærir mig að
nokkru leyti. Sem læknir fær
maður tækifæri til að athuga
slíkar sálfræðilegar hindranir hjá
fólki, er virðist fullkomlega heil-
brigt. Ég verð að viðurkenna, að
ég hefi aldrei getað skilið þá
menn, sem hafa látið hvert
minnsta líkamlegt afbrigði kon-
unnar fylla sig viðbjóði, en það
eru margir menn sem líta slíkt
svo aívarlegum augum, að um
ástamök verður alls ekki að
ræða. Því miður sigrast enginn
á þessarri óbeit, fremur en flest-
um öðrum eðlishvötum — og þess
vegna gleður það mig alveg sér-
staklega mikið að heyra, að það
skuli ekki vera lömun hennar,
sem veldur áhyggjum yðar. Þess
vegna get ég aðeins ýmyndað
mér . . . má ég segja alveg eins
og mér býr í brjósti?"
„Að sjálfsögðu".
„Að það sé ekki staðreyndin,
sjálf, sem vekur hrylling yðar,
heldur hugsunin um afleiðingarn
ar ... ég á við, að þér séuð ekki
hræddur við ást aumingja stúlk-
unnar, heldur hitt, að fólk kunni
að frétta það og hæðast að því
. . . Að mínum dómi eru þessar
öfgafullu áhyggjur yðar ekkert
nema sérstakur ótti — ef ég má
orða það svo — við að verða
hlægilegur í augum annarra, í
augum herfélaga yðar“.
Mér fannst því líkast, sem
Condor hefði stungið mig í hjart-
að með einni af hinum fínu,
beittu nálum sínum. Því að í und
irmeðvitundinni hafði ég fyrir
löngu fundið það, sem hann var
nú að segja, en aldrei leyft mér
Ég verð sú bezta hjúkrunar-
kona sem hann hefur nokkurn
tíma haft. Veizt þú það Markús,
að hugsa það. Alveg frá byrjun
hafði ég verið hræddur við það,
að félagar mínir, liðsforingjarn-
ir, myndu hæðast að þessu undar
lega sambandi mínu við bækluðu
stúlkuna og henda gaman að því,
á þann góðlátlega hátt, sem sér-
staklega einkennir Austurríkis-
menn. Ég vissi allt of vel. hvern-
ig þeir gerðu gys að hverjum
þeim, sem þeir mættu í fylgd
með ófríðri og óaðlaðandi konu.
Það var af þessum sökum einum,
sem ég hafði ósjálfrátt dregið
markalínu í lífi mínu, milli þess-
arra tveggja heima, herdeildar-
innar annarsvegar og Kekesflava
hinsvegar. Condor hafði hitt
nagiann á höfuðið. A því augna-
b’iki, sem mér urðu Ijósar til-
finningar hennar, hafði ég
skammazt mín, eingöngu vegna
þess, hvað annað fólk myndi
hugsa — faðir hennar, Ilona,
Josef, félagar mínir — hafði jafn
vel skammast mín fyrir hina
skaðvænlegu meðaumkvun mína.
Allt í einu fann ég hina segul-
mögnuðu snertingu Condors á
hné mér.
„Nei, þér þurfið ekki að blyðgð
ast yðar fyrir neitt. Ef nokkur
getur skilið ótta yðar. við aðhlát-
ur félaga yðar, þá er það ég. Þér
hafið séð konuna mína, er ekki
svo? Enginn gat skilið hvers-
vegna ég kvæntist henni. Allt í
þessu lífi, sem víkur frá hinni
beinu og, ef svo mætti segja,
venjulegu linu, vekur fyrst undr-
un fólks og síðan hneykslun. Það
barst samstundis út meðal em-
bættisbræðra minna, að ég hefði
beitt við hana rangri læknisað-
gerð og kvænst henni af einskær-
um ótta. Hinir svokölluðu vinir
mínir breiddu það hinsvegar út,
að hun ætti mikla peninga, eða
ættí von á arfi. Móðir mín, mín
eigin móðir, neitaði í tvö ár að
taka á móti henni, því að húxi
hafði ætlað sér annað kvonfang,
— dóttur prófessors — eins fræg-
asta sérfræðmgs síns tima — og
ef ég hefði kvænzt henni, þá
heíði ég ÍRuan þriggja vikna feng
að í fyrstu hélt ég að Súsanna
væri á eftir þér og ég var að
verða afbrýðisöm.
ið kennaraembætti við háskóla,
orðið prófessor og getað lifað
áhyggjulausu og góðu lífi, það
sem eftir var æfinnar. En ég
vissi, að það var úti um konuna
mína, ef ég yfirgæfi hana. Hún
trúði á mig — mig einan, og ef
ég hefði svipt hana því trausti,
þá befði hún ekki getað lifað
lengur. Ég get líka viðurkennt
það fyrir yður, að ég hefði aldrei
séð eitir þcirri ákvörðun minni.
. . . Trúið mér“ — og skyndilega
fann ég hlýju og viðkvæmni, sem
virtist streyma frá honum. —
„Það er tilvinnandi að taka á sig
þungt skyldustarf, og beita sjálf-
an sig hörðu, ef maður íéttir ein-
hverjum öðrum lífið með því“.
Hinn djúpi, titrandi tónn í rödd
hans snart mig. Ég fann veik-
an sviða í brjósti mér, þennan
þrýsting, sem ég var farinn að
kannast svo vel við, eins og
hjartað væri að þenjast út. Ég
fann meðaumkvunina ólga fram
í hugann, enn einu sinni, við
hugsunina um hið vonlausa á-
stand þessa ógæfusama barns. Ég
vissi, að ofsaleg geðshræring, sem
ég stóð algerlega vanmáttugur
gagnvart, myndi brjótast fram
innra með mér. En — „ekki að
gefast upp“, sagði ég við sjálfan
mig. „Láttu ekki flækja þér í
þetta aftur.“ Ég leit því upp og
sagði ákveðið:
„Hr. læknir, hver maður þekk-
ir takmörk sinnar eigin getu og
máttar, betur en nokkur annar.
Ég verð því að ráða yður ein-
dregið frá að treysta á mig. Það
er nú á yðar færi, en ekki mínu,
að hjálpa Edith. Ég hefi þegar
gengið miklu lengra, en í þessu
máli en ég ætlaði mér í fyrstu og
ég get sagt yður það hreinskiln-
islega, að ég er ekki eins . . .
eins góður og fórnfús og þér hald
ið. Ég þoli ekki að vera tilbeð-
inn, dýrkaður, þoli ekki að þurfa
að haga mér eins og ég óskaði
þess eða sætti mig við það. Það
er betra að þér skiljið allar að-
stæður nú, en að þér verðið fyr-
ir vonbrigðum síðar. Ég fullvissa
yður um, að mér er bláköld
alvara, þegar ég vara yður við að
treysta á mig, ofmeta mig“.
Orð mín hljóta að hafa verið
mjög sannfærandi, því að Condor
leit á mig, rannsakandi og ekki
laus við óróleika í svipnum.
„Maður gæti næstum haldið,
að þér væruð nú þegar búinn að
taka einhverja fasta ákvörðun".
Svo spratt hann skyndilega á
fætur.
„Ég vil heyra allan sannleik-
ann, ekki hálfan. Eruð þér nú
Þakka þér skjallið Sirrí. En ég
býst við að Súsanna hafi önnur
áhugamál núna.
þegar búinn að stíga eitthvert
. . . óafturkallanlegt skref?“
Ég stóð líka á fætur.
„Já”, sagði ég og dró lausnar-
beiðnina upp úr vasanum. —
„Hérna. Gerið þér svo vel að lesa
það sjálfur."
Gordon tók hikandi við skjal-
inu og gaf mér órólegt hornauga,
áður en hann gekk að borðinu,
þar sem birtan var meiri. Hann
las það hægt og þegjandi. Svo
braut hann það saman og sagði
ofur rólega: „Ég þykist vita, eft-
ir það sem ég hefi sagt við yður,
að yður sé kunnugt um afleiðing-
arnar. Við höfum komizt að
þeirri niðurstöðu, að þau áhrif,
sem brottför yðar hefði á barnið,
rnyndu jafngilda morði — eða
leiða til sjálfsmorðs . . . og þér
vitið fyllilega, geri ég ráð fyrir,
að . . . að flótti yðar fæli ekki
einungis í sér afsögn yðar, held-
ur og líka dauðadóm yfir vesl-
ings barninu".
Ég þagði.
„Ég hefi lagt fyrir yður spurn-
ingu, hr. liðsforingi, og ég end-
urtek þá spurningu: Hafið þér
gert yður fyllilega grein fyrir
hinum óhjákvæmilegu afleiðing-
um? Viljið þér taka alla ábyrgð-
ina á samvizku yðar?“
Ég þagði enn.
Hann kom nær með samanbrot-
ið bréfið í hendinni — og rétti
mér það.
aiútvarpiö
Miðvikudagur 24. febrúar
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Marnrna
skilur allt“ eftir Stefán Jónsson;
VIII. lestur (Höfundur les).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand. mag.).
20.35 Með ungu fólki (Jón R. Hjálm-
arsson skólastjóri).
21.10 Kórsöngur: Lög úr óratóríunni
,Strengleikar“ eftir Björgvin Guð
mundsson (Kantötukór Akureyr-
ar og einsöngvarar syngja undir
stjórn tónskáldsins).
21.30 ,,Ekið fyrir stapann", leiksaga
eftir Agnar Þórðarson, I. kafli.
Sögumaður: Helgi Skúlason.
Leikendur: Ævar Kvaran, Her-
dís Þorvaldsdóttir, Jón Aðils,
Jónas Jónasson og Halldór Karls-
son. höfundurinn stjórnar flutn-
ingnum.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (8).
22.20 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson)
22.40 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs
Reykjavíkur.
23.20 Dagskrárlok.
ð:o5ri.aume perj
Fimmtudagur 25. febrúar.
8.00—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregn
ir. — 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 ,,A frívaktinni", sjómanna
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla 1 frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Þegar Islendingar brugð-
ust Jóni Sigurðssyni (Lúðv. Krist
jánsson rithöfundurh
20.55 Einsöngur: Hjálmar Kjartansson
syngur lög eftir Schubert: Fritz
Weisshappel likur undir á píanó.
a) „An die Musik*. — d) „Der
Tod und das Mádchen'*. c) ,,Die
Stadt". — d) „Aufenthalt". —
e) „Der Atlas“.
21.15 „Nótt", kvæði eftir Þorstein
Erlingsson (Gerður Hjörleifsdótt
ir les.)
21.30 Organtónleikar: Ragnar Björns
son leikur verk eftir Bach.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (9).
22.20 Smásaga vikunnar: „Gamla kon
an“ eftir Berthold Brecht, í þýð-
ingu Bjarna Benediktssonar frá
Hofteigi. (Þorsteinn Gunnarsson)
22.40 Sinfóníutónleikar:
„Sinfonia antartica" eftir Vaug-
han Williams. Flytjendur: Marga
ret Ritchie sópransöngkona og
kór ásamt Hallé sinfóníuhljóm-
■veitinni; Sir John Barbirolli
stjórnar.
23.30 Dagskrárlok.
Skáldið ocf mamma litla
1) Ég er búinn að leita að gras-
klippunum hátt og lágt um allt húsið,
í kjallaranum, háaloftinu, geymsl-
unni og skúrnum!
2) Hvaða aulaháttur er þetta. Get-
urðu ekki fundið klippurnar? Við
vorum að nota þær í sumar!
3) . . . Hefurðu þá leitað í grasinu?