Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 9
Föstudagtir 4. marz 1960 MORCl’ISBLAfílÐ Frá atburðinum út af Snæfellsnesi. Á myndinni sjást brezki togarinn Arsenal, herskipið Undine og varðskipið Ægir. — Alþirtgi ræð/r ofbeldi Breta meðan Genfarráðstefnan stæði yfir gerðu þeir tilraunir til að opna tvö ný verndarsvæði hér við land. Ofbeldisaðgerðir þeirra væru ekki aðeins ósvífnar, held- ur furðuíegar. Aukinn áróður Benedikt Gröndal, 5. þm. Vest- urlands, kvað nauðsynlegt að beita auknum áróðri í sambandi við landhelgismálið. Brezkir tog- araeigendur hefðu nýlega ákveð- ið að verja einni milljón króna til áróðurs fram að þeim tíma er Genfarráðstefnan kæmi sam- an, en íslendingar hefðu til þessa of litla rækt lagt við þessa hlið málsins. Nefndi hann sem dæmi, að fréttir af átökum á miðunum hér við land bærust stundum til blaða hér fyrir milligöngu Reut- er, en okkur væri nauðsyn, að koma íslenzku útgáfunni af frétt- ! unum á framfæri út um heim. Frá bæjarstjórnarfundi Rætt um barnaleik- völl í bæjarstjórn Genfarráðstefnunni stendur. — Framtíðin ein fær úr því skorið, hvort sú brottför Breta af mið- unum verðúr endanleg eða ekki. Ég á þó bágt með að trúa því, að Bretar láti þá skömm henda sig, að fara héðan af miðunum, einungis meðan ráðstefnan stend ur í því skyni að koma hingað aftur. Þvílík framkoma virðist með öllu óboðleg og ótrúleg. Ég skal bó ekkert um það segja. Kíkissjóður borgi tjónið Eins og ég segi: Framtiðjn ein Framh. af bls. 1 Að öðru leyti verða frekari ákvarðanir um meðferð máisins að bíða þess, að fullnaðarskýrsl- ur komi i hendur dómsmálaráðu- reytisins. Að athugun lokinni verða teknar ákvarðanir um, hvað gera skuli til þess að reka réttar þeirra manna, sem þarna hafa orðið fyrir freklegri árás og lögbrotum. til bráðabirgða Ég -vil þó skýra frá því nú þeg- ar, að ég tel sjálfsagt, að þeim mönnum, sem þarna hafa orðið fyrir tjóni, verði það tjón bætt. Fyrst og fremst ber að gera kröfur um bætur á hendur þeim aðilum, sem hér hafa brotið lög Og við verðum að telja að brezka rikisstjórnin beri ábyrgð á at- hæfi þeirra. í blaði í morgun sá ég, að jafnvel brezki sjóliðsfor- ingihn hefði látið orð falla í þá átt, að hið beina tjón mundi bætt. Hvort þar er um nákvæma frásögn að ræða, eða bindandi skuldbindingu þessa yfirmanns í brezka flotanum, get ég ekki sagt um á þessu stigi, en það er eitt af þeim atriðum sem skoða verður. Hvað sem líður kröfu- gerð á hendur Breta af þessum sökum, þá tel ég það eðlilegt, að rikissjóður Islands hlutist til um það, að bætt verði hið beina tjón, sem þessum aðiium hefur verið rvaldið. Við vitum, að þessir menn eru þarna útverðir, bæði íslenzkra hagsmuna og íslenzks réttar, og það væri algerlega rangt, ef við létum það vera komið undir vild ofbeldismanna, hvort þeir fengju bætur. Ég hef því talið það eðlilegt og mun gera tillögu um það, að ríkissjóður greiði til bráðabirgða þessár bætur, auðvitað með end- urkröfurétti gegn Bretum. Landhelgisgæzlan gerði þegar í gær það sem hún gat til þess að koma í veg fyrir þetta ofbeldi, og ég vona, að aðstoð hennar hafl átt einhvern þátt í, að ekki hlauzt þó verra af heldur en varð. Hitt vitum við allir, að skip okkar og flugvél mega sín lítils gegn því ofurefli, sem við er að etja, ef í beina valdbeit- ingu á að fara. Vitni ósigurs lireta Það þarf ekki að fjölyrða um það, hversu alvarlegur þessi at- burður er. Eg hygg þó, að það sé rétt, að það komi fram, að hann er að vissu leyti vitni þess, að Bretar finna til þess, að þeir eru nú komnir að því að bíða ósigur í þessari deilu. Skýrt hefur verið frá því, að Bretar ætli að hverfa héðan af miðunum á meðan á fær úr því skorið. En um það verður ekki deilt, að brotthvarf Breta héðan, meðan á landhelgis- ráðstefnunni stendur, sannar að Bretar skilja það sjálfir, að þeim er til skaða þessi vist þeirra hér. Ef þeir álitu, að það gagnaði sin- um málstað og styrkti þeirra rétt arkröfur að vera innan íslenzku fiskveiðilandhelginnar, m ð þeim hætti, sem verið hefur, þá mundu þeir allra sízt hverfa héðan með- an á ráðstefnunni stendur. Þá mundu þeir einmitt sýna meðan á ráðstefnunni stendur, að þsir vildu styrkja sitt mál, með því að dveljast hér. Brotthvarf þeirra sannar þeSs vegna, að þeir vita sjálfir, að þeim er það til tjóns að vera hér á þann veg sem þeir hafa verið. Ekki með glöðu geði Það er svo ljóst, af því sem nú hefur gerzt, að sumir af þeim mönnum, sem leiðzt hafa út í þetta herhlaup, gera það nú ekki með glöðu geði, að sjá fyrir end- ann á því. Þeir telja sig illa leikna, að hafa meira og minna verið kúgaðir til þess, af brezkri flotamálastjóm að vera hér við fiskveiðar sem þeir hafa bæði haft fjárhagslegt tjón og skömm af, og eiga svo að hverfa héðan, málstað Breta tii styrktar, ein- mitt þegar Genfar-ráðstefnan nýja á að hefjast! Ég hygg að þetta fáheyrða of- beldi, sem nú hefur átt»sér stað, verði í raun og veru ekki skýrt nema sem eins konar gaðvonsku kast þeirra manna, sem hafa séð sig sjálfa neyddu út í ófæru, yfir því að verða nú að hverfa héðan við jafnlitla sæmd og raun ber vitni. Bretar hafa með þessu sjálfir kveðið þyngstan áfellis- dóm yfir þessu herhlaupi sínu og skal ég ekki fjölyrða meira um það. Ég vona, að Genfarráðstefnan fari þannig, að sjálft deilumálið leysist á friðsamlegan hátt og settar verði ótvíræðar reglur, sem allir telji sér skylt að hlíta. Hitt er nú þegar komið í ljós, að íslendingar muni ekki láta undan fyrir ofbeldi í þessu máli, Og sá sem ofbeldinú ætlar að beita, hefur af því mestan skaða sjálfur. Ekki bara landhelgisbrot Lúðvík Jósefsson, 4. þm. Aust- urlands, talaði næstnr. Kvaðst hann vilja taka undir þau mót- mæli, er fram hefðu komið. Hér væri ekki aðeins um brot á land- helgislöggjöfinni að ræða. Hér h.fðu Bretar brotið þær reglur, sem þeir hefðu margsinnis lýst yfir að þeir mundu virða, þær, að skemma ekki veiðarfæri ann- arra þjóða skipa löglega frágeng- in. Þetta brot fremdu þeir svo í skjóli herstyrks. Kveðja varnarliðið til hjálpar Þórarinn Þórarinsson, 7. þm. Reykvíkinga, kvað ekki um það c’itt að ræða að bæta orðið tjón, heldur að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtæki sig. Taldi hann eðlilegt að athugað yrði, hvort varnarlið það, er . landinu væri, vildi ekki veita að- stoð til að hindra að slíkur at- burður endurtæki sig. Ósvífnar og furðulegar Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, sagði að skýrslur lægju ekki enn fyrir, en ótvírætt virtist, að togarinn hefði gert sér leik að því að eyðileggja veiðarfæri bátanna. Nánari ákvarðanir yrðu teknar í málinu þegar er fullnaðarupp- lýsingar lægju fyrir. Ráðherrann kvað það athyglisvert, að á sama tíma og Bretar tilkynntu öllum heimi, að þeir hygðust færa tog- ara sína úr íslenzkri landhelgi Á BÆJARSTJÓRNAR- FUNDI í gær var tekin til umræðu svohljóðandi tillaga frá Guðmundi Vigfússyni: „Bæjarstjórnin felur Ieikvalla- nefnd að vinna að því í samráði við skipulagsnefnd, að svæðinu neðan Hverfisgötu, milli Ingólfs- strætis og Barónsstígs, verði séð íyrir nauðsynlegum barnaieik völlum þegar á næsta sumri, ef möguiegt er“. Flutningsmaður fylgdi tillög- unni úr h!aði með nokkrum orð- um. Kvað hann svæði þetta j.'ggja milli tveggja stórra um- íeröaæða, en að vísu væri þetta ekki eina hverfið í bænum, sem vantaði leikvöll. Þá gat hann þess, að þarna væri allstórt ó- byggt svæði á Vitatorgi. Frú Auður Auðuns borgar- stjóri tók næst til máls. Sagði hún, að í þessu hverfi væri ekki neitt svæði í eigu bæjarins, er til greina kæmi undir barnaleik- völl. Vitatorg hefði verið talið óæskilegt fyrir leikvöll af sér- fræðingum, sem um það hefðu fjallað. Minntist borgarstjóri í því sambandi á erlendan sér- fræðing, er kannað hefði leik- vallagerð hér. Hefði hann lagt til, að Reykjavikurbær keypti upp 6 lóðir með mannvirkjum á horni Vatnsstígs og Lindar- götu til að gera barnaleik- völl fyrir þetta hverfi, en bæj- arráði hefði þótt framkvæmdin of kostnaðarsöm. Í árslok 1955 hefði leikvallarnefnd bæjarins skilað heildartillögum sínum og þá ekki talið ástæðu til að láta gera sérstakan le)kvöll i þessu hverfi. Taldi borgarstjóri að e. t. v. hefði það verið vegna barn- fæðar, en samkvæmt manntali 1958 hefðu verið rúm 200 börn aðeins á þessu svæði. Borgarstjóri lagði til að lok- um, að tillögu Guðmundar Vig- fússonar yrði visað til pæjar- ráðs, enda væri sjálfsagt að þetta mál yrði kannað til hlítar. Kvaðst flutningsmaður fyrir sitt ,eyti geta fallizt á þá málsmeð- ferð. Frá búnaðarþingi: Rætt um búfjárræktariögin varðandi hrossarækt Á FUNDI búnaðarþings í gær flutti Páll Zóphoníasson, fyrrv. búnaðarmálastjóri, erindi um forðagæzlu og fóðurbirgðafélög. Tvö mál afgreidd Tvö mál voru til síðari um- ræðu, erindi dómsmálaráðuneyt- isins varðandi breytingu á gild- andi umferðalögum og erindi hreppsnefndar Ðyrhólahrepps varðandi sjóð fóðurbirgðafélags hreppsins. Voru þau bæði af- greidd frá búnaðarþingi án um- ræðna. Í gær var hér í blaðinu skýrt frá efni erindanna. Til fyrri umræðu var í gær erindi hrossaræktarráðunauts o. fl. varðandi breytingu á lögum 1. hæð hússins verkamanna- til um áramöt VERKAMANNAHUSH) við höfn ina var tekið á dagskrá bæjar- stjórnarfundar í gær samkvæmt beiðni Guðmundar J. Guðmunds sonar. Reifaði hann málið og rakti sögu þess nokkuð, en taldi að framkvæmdir hefðu verið hægar að undanförnu þar sem aðeins fjórir menn hefðu verið við vinnu í húsinu frá því það var steypt upp í haust. Þá varp- aði Guðmundur fram fyrirspurn- um til borgarstjóra fjármála, þess efnis, hve miklu fé hefði verið varið til verkamannahússins, hvað áætlað væri að það kostaði fullbúið og hvenær gert væri ráð fyrir að byggingu þess væri lok- ið. Geir Hallgrímsson borgarstjóri, varð fyrir svörum. Skýrði hann svo frá, að um síðustu mánaða- mót hefði um þremur millj. kr. verið varið til byggingar hússins, en áætlað væri að það kostaði ca. 5,7 millj. fullbúið. Gert væri ráð fyrir að fyrsta hæð hússins yrði tekin í notkun um næstu áramót. Borgarstjóri gat þess, að af þeim 5,7 milljónum, sem áætl- að væri að húsið kostaði, væru fyrir hendi 4,8 milljónir. um búfjárrækt. Bjarni Bjarnason talaði fyrir ályktun búfjárrækt- arnefndar, en samkvæmt henni fellst nefndin í meginatriðum á breytingar þær, sem farið er fram á í erindinu, en þær fela í sér um 40 þús. kr. hækkun rík- isframlags, ef framkvæmdar verða allar í náinni framtíð. Talsverðar umræður urðu um rnáiið, og töldu sumir ræðumenn ástæðu til nokkurra breytinga á einstökum atriðum ályktunarinn ar, einkum það er varðat inn- heimtu hreppsnefnda á folatoll- um. Ennfremur töldu sumir að rétt væri að láta þessar breýting- ar fylgja öðrum breytjngum, sem gera pyrfti á búfjárræktarlögun- um. Tiil máls tóku auk framsögu- manns: Gunnar Guðbjartsson, Sigmundur Sigurðsson, Gunnar Bjarnason, Jón Gíslason, Stein- grímur Steinþórsson og Haf- steinn Pétursson. 1 gær var búnaðarþingsfull- trúum boðið að skoða verksmiðju Málningar h.f. í Kópavogi en í dag munu þeir sitja boð landbún- aðarráðlherra í ráðherrabústaðn- um. Fundur hefst á venjulegum fundartíma í dag. Friðrik vann BIÐSKÁKIR úr fyrstu umferð á Skákþingi Reykjavikur voru tefldar sl. þriðjudagskvöld og fóru þannig, að Friðrik vann Jönas og Bragi vann BjÖrn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.