Morgunblaðið - 04.03.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.03.1960, Qupperneq 11
Föstudagur 4. marz 1960 MORGVNBTAÐTÐ 11 Norrænu- deild við Harvard- háskóla BANDARISKI prófessorinn Ein- ar Haugen við háskólann í Wis- consin, sem margir hérlendis þekkja vegna dvalar hans í Reykjavík, upplýsir norska blað- ið Aftenposten nýlega um það, að í ráði sé að stofna Norrænu- deild við Harvard-háskóla, fræg ustu menntastofnun Bandarikj- anna. Jafnframt skýrir Haugen frá því, að honum hafi verið boðið að veita þessari norænudeild Harvard-háskóla forustu. Kveðst hann hafa fallizt á að gera það fyrsta kennslumisserið, en að því liðnu hyggst hann snúa aftur heim til Wisconsin. Einar Haugen hefur annars verið á stöðugum ferðalögum að undanförnu. Hann dvaldist um tíma í Japan og sat þar í alþjóð- legri menntamálanefnd. Síðan ferðaðist hann um 14 Asíulönd og er nú loks kominn til Oslo. Þar mun hann dveljast um skeið til þess að kynna sér síðustu þróun í norskum bókmenntum og málvísindum. Flýgur vestur Á MEÐAN Katalínaflugbátur Flugfélags íslands er í viðgerð, mun Björn Pálsson fjjúga til Patreksfjarðar, Þingeyrar og til Bíldudals. Hafði Björn flogið vestur í gær. Hann mun ekki halda uppi flugi á þessa staði, ákveðna daga vikunnar, heldur eftir því sem aðstæður og þörf krefur. Geir Thorsteinsson útgerðarmaBur, sjötugur Frá hófi Læknafélagsins. Læknofélug Reykjovíkiu minnist 50 órn ofmælis síns LÆKNAFÉLAG REYKJAVlKUR efndi til veizlu í Framsóknar- húsinu við Fríkirkjuveg sl. laugardag til þess að minnast hálfrar- aldar afmælis félagsins, sem var í október sl. Vegna annríkis lækna og af ýmsum öðrum orsökum var ekki unnt að efna til hátíðaveizlu nálægt afmælinu og var því frestað þar til nú. Hófið sátu rúmlega 200 manns og var það eitt hið bezta og veglegasta sem læknafélagið hefur haldið. Forseti fslands hr. Ásgeir Ás geirsson ávarpaði samkvæmið, en ræður fluttu formaður félags- ins Arinbjörn Kolbeinsson, land- læknir Sigurður Sigurðsson, heil- brigðismálaráðherra Bjarni Bene diktsson og forseti bæjarstjórnar Gunnar Thoroddsen ráðherra. Fyrir minni kvenna mælti dr. med. Óskar Þ. Þórðarson og fyrir minni íslands próf. Guðmundur Thoroddsen. Flutt voru tvö afmæliskvæði eftir óþekktan höfund og sömu- leiðis afmæliskantata einmg eft- ir óþekktari höfund, var hún ílutt af Árna Tryggvasyni leikara. Ao flutningi loknum voru höfundar „Arsói" í Súgandafirði minnist 40 ára afmœlis kallaðir fram og reyndist höfund ur kvðanna vera Óiafur Tryggva son læknir ,en höfundur kantöt- unnar Þórarinn Guðnason lækn- ir. Var þeim vel fagnað af veizlu- gestum. Hátíðadagskrá var gefin út prýdd karikatur myndum af stjórn félagsins og fyrrverandi formönnum, myndir hafði teikn- að Guðmundur Bjarnason læknir. EINN af brautryðjendunum í út- gerð botnvörpuskipa, Geir Thor- steinsson, er sjötugur í dag. Hann er fæddur í Reykjavík, sonur hinna merku hjóna, Thor- steins Thorsteinsson kaupmanns og konu hans Kristjönu, er var dóttir Geirs kaupmanns Zoega. Geir ólst upp í andrúmslofti mikilla viðskipta á þeirra tíma mælikvarða. Faðir hans hafði rekið jöfnum höndum verzlun og útgerð. Geir fékk alhliða, hagnýta verzlunarmenntun, en snemma hneigðist hann að botnvörpuskipa útgerðinni, og var einna yngstur að aldri þeirra, er réðust í þá at- vinnugrein. Hann hefur því verið virkur þátttakandi þess atymnu- vegar hátt í fimmta tug ára, og komið víða við í þróunarsögu hans. f stjórn hinna ýmsu félagssam- taka togaraútgerðarinnar heíur Geir átt sæti um langan aldur, og er ennþá í fullu starfi útgerð- armannsins, þótt nú sé að vísu kominn við hlið hans sonur bans. Enn samtíðarmönnum Geirs er í fersku minni þegar hann „reri einn á bát“, í sktifstofú sinni, og hafði 2 skip í sinni umsjá að öliu leyti. Auk togaraútgerðar rak Geir síldarútgerð á Ingólfsfirði og reisti þar mjög myndarlega síld- arverksmiðju. Geir Thorsteinsson er vinsæll maður, hógvær í allri framkomu, réttsýnn og staðfastur. Kvæntur er Geir Sigríði dótt- ur Hannesar Hafsteins skálds og fyrv. ráðherra. Börn þeirra eru Þorsteinn verkfræðingur, Hannes loftskeytamaður, Kristjana Milla kona Alfreðs Elíassonar forstjóra, Ragnheiður Guðrún skrifstofu- stúlka og Ragnar útgerðarmaður. Viðar Thorsteinsson gistihús- eigandi er sonur Geirs. Hinir mörgu vinir Geirs og fjölskyldu hans senda honum og þeim í dag hugheilar árnaðarósk- ir. — f dag munu Geir og kona hans vera í Kaupmannahöfn á Hotel Kongen af Danmark. VERZLUNIN SKEIFAM SNORRABRAUT (á horni Njálsgötu og Snorrabr.) Útsala ¥— Úfsala SUÐUREYRI, 21. febrúar. — 8. febrúar sl. átti Kvenfélagið Arsól, Súgandafirði, 40 ára af- mæli og var þess minnzt með hófi hér í Félagsheimilinu í gær- kvöldi. Var þar saman komið mikið fjölmenni. Formaður félagsins, Lovísa Ibsen, stjórnaði hófinu og rakti sögu þess. Fyrstu stjóm félagsins skipuðu þessar konur: Asa Grímsson, formaður, Aðalheiður Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Þóra J. Hjartar, ritari, og Sigríður H. Jóhannesdóttir og Sigríður Þor- valdsdóttir meðstjórnendur. Félagið hefur jafnan látið menningar- og mannúðarmál til sín taka og gefið rausnar- legar gjafir til slysavarna, kirkju, barnaskóla og sjúkra- skýlis, sem nú er í byggingu hér og í tilefni 40 ára afmælis- ins gaf það 10 þús. kr. til kaupa á hjúkrunargögnum eða húsbúnaði í hið nýja sjúkraskýli. Þá hefur félagið á umliðnum árum haft marg- ar leiksýningar, ýmist eitt eða í samvinnu við íþróttafélagið. Hermann Guðmundsson, odd- viti, þakkaði rausnarlega gjöf fé- lagsins til sjúkraskýlisins, svo og margháttaðan stuðning þess við menningar- og liknarmál á liðn- um árum. Ávörp fluttu sr. Jó- hannes Pálmason, Sturla Jóns- son, hreppstjóri, Kristján G. Þor- vaidsson og Amfriður Guð- mundsdóttir, en hún var ein af stofendum félagsins. Formaður félagsins las upp nokkur skeyti er félaginu höfðu borizt í tilefni afmælisins, m. a. kveðjur og heillaóskir frá fyrsta formanni félagsins, Ásu Gríms- son, en hún er nú búsett á ísa- firði og gat ekki setið hófið. Þær Þóra J. Hjartar, Akranesi, og Ragnhildur Þorvarðardóttir, Reykjavík, er lengi gegndu for- mannsstörfum í félaginu, og Helga G. Þórðardóttir, Reykja- vík, ritari félagsins í 27 ár, sendu því forkunnarfagran blómavasa. Jón Kristjánsson söng gaman- vísur er ortar höfðu verið í til- efni afmælisins og nokkrar kon- ur úr félaginu sungu og léku und ir á gítara. Að borðhaldi loknu var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu. Núverandi stjórn félagsins skipa þessar konur: Lovísa Ibsen, formaður, Kristín Sturludóttir, gjaldkeri, Guðrún Guðjónsdótt- ir, ritari, og meðstjórnendur Aðalheiður Snorradóttir og Guð- rún Valdimarsdóttir. Félagskonur eru nú um átta- tíu. — Fréttaritari. Snjóskíðin sett á vegna sjúkraflngs 1 GÆR setti Björn Pálsson flug- maður snjóskíðin undir sjúkra- flugvél sína. Hann hafði fengið beiðni um að koma til hjálpar að Gautlöndum í Mývatnssveit, því þar hafði kona handleggs- brotnað. Þetta er i fyrsta skipti í vetur, sem ég set skíðin undir flugvélina, sagði Björn, en nú er líka allt á kafi á Norðurlandi. Ég bíð nú byrjar norður. Snjókoma og dimmt hafði verið yfir Mý- vatnssveitinni í gær og gat Björn því ekki farið í þetta sjúkraflug Hann kvaðst mundu lenda rétt við bæinn og skila sjúklingnum til Akureyrar. Aðeins örfáir dagar eftir 150 stk. TELPUKÁPUR á kr. 240.— 100 stk. DRENGJAFRAKKAR á kr. 240.— HERRAFRAKKAR kr. 275 — 390.— 450 — 490. KVENPOPLINKÁPUR á kr. 300.00. — 390.— Allar þessar yfirhafnir eru úr ágætis efni og fara mjög vel, en þar sem þær eru af eldri bia-gðum seljum við þær aðeins fyrir saumalaun- um. — Hér er því um stórkostlega hagstæð kaup að ræða. Einnig seljum við mikið af allskonao- sokkum og nærfatnaði fyriir karla, konur og börn með mjög hagstæðu verði VERZLUNIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.