Morgunblaðið - 05.03.1960, Side 8
8
MORCUyBLAÐ14>
Laugardagur 5. marz 1960
TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Vaitýr Stefánsson (óbm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsirgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Símí 22480.
Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
ÓSIGUR BRETA
| UMRÆÐUNUM um of-
beldisverk Breta út af
Snæfellsnesi, lýsti Bjarni
Benediktsson, dómsmálaráð-
herra því yfir, að ríkisstjórn-
in mundi gera bótakröfur á
hendur þeim yfirgangsmönn-
xxm, sem eyðilögðu veiðarfæri
íslenzkra sjómanna fyrir
hundruð þúsundir króna.
Hann kvaðst jafnframt telja
það eðlilegt, að ríkissjóður
Islands hlutist til um það, að
bætt verði hið beina tjón, sem
þessum aðilum hefur verið
valdið. Við vitum, sagði
dómsmálaráðherrann, að þess
ir menn eru þarna útverðir,
bæði íslenzkra hagsmuna og
íslenzks réttar, og það væri
algerlega rangt ef við létum
það vera komið undir vild
ofbeldismanna, hvort þeir
fengju bætur.
Að sjálfsögðu á svo ríkis-
sjóður íslands endurkröfu-
rétt gegn Bretum.
Almenningur mun vissu-
lega fagna þessari ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar og
telja hana eðlilega og
sjálfsagða.
Alvarlegur atburður
Síðar í þessari ræðu sinni
komst dómsmálaráðherra að
orði á þessa leið:
„Þáð þarf ekki að fjölyrða
um það, hversu alvarlegur
þessi atburður er. Ég hygg þó
að það sé rétt að það komi
fram, að hann er að vissu
leyti vitni þess, að Bretar
finna til þess, að þeir eru
nú komnir að því að bíða
ósigur í þessari deilu. Skýrt
hefur verið frá því, að Bret-
ar ætli að hverfa héðan af
miðunum á meðan Genfar-
ráðstefnan stendur.
Framtíðin ein fær úr því
skorið, hvort sú brottför
Breta af miðunum verður
endanleg eða ekki.
Ég á þó bágt með að trúa
því, að Bretar láti þá
skömm henda sig, að fara
héðan af miðunum, ein-
ungis meðan ráðstefnan
stendur í því skyni og
koma hingað aftur. Þvílík
framkoma virðist með öllu
óboðleg og ótrúleg.“
Sterk röksemdafærsla
Ráðherrann benti síðan á
það, að brotthvarf Breta héð-
an, meðan á landhelgisráð-
stefnunni standi, sanni að
þeir skilji það nú sjálfir að
þeim er til skaða að halda
hér uppi landhelgisbrotum
undir herskipavernd. Ef þeir
álitu ,að það gagnandi mál-
stað sínum og styddi réttar-
kröfur þeirra að vera innan
íslenzku landhelginnar með
þeim hætti, sem verið hefur,
þá mundu þeir allra sízt
hverfa héðan meðan á ráð-
stefnunni stendur. Þá mundu
þeir einmitt sýna, að þeir
vildu styrkja sitt mál með
því að dveljast hér.
Þessi röksemdafærsla ráð-
herrans er mjög sterk og
verður naumast andmælt. Af
henni verður það ljóst, að
enda þótt Bretar hafi ef til
vill ekkert lært og engu
gleymt, þá eru þeir sjálfir
innst inni að sannfærast um
það, að þeir eru nú að því
komnir að bíða ósigur í fisk-
veiðideilunni við íslendinga.
Allar aðrar fiskveiðiþjóðir
hafa í verki virt 12 mílna
fiskveiðitakmörkin. Bretar
einir hafa reynt að brjóta þau
niður með vopnavaldi og of-
beldi.
Mikill ósigur í augum
almenningsálitsins
Yfirgnæfandi meirihluti
þeirra 90 þjóða, sem sitja
munu Genfarráðstefnuna
áfellast þetta atferli Breta
harðlega, án tillits til þess,
hver afstaða þeirra kann að
vera til efnisatriða málsins.
Bretar hafa því í raun og
veru þegar beðið mikinn
ósigur í augum almenn-
ingsálitsins í heiminum í
baráttu sinni gegn verndun
íslenzkra fiskimiða. Sá
ósigur á eftir að verða enn-
þá stærri. Þróunin gengur
sinn gang. Gamall og úr-
eltur yfirgangshugsunar-
háttur Breta fær ekki
hamlað gegn henni.
Tímabil hinnar skefjalausu
rányrkju er liðið. Þjóðirnar
gera sér það nú yfirleitt ljóst,
að vernd fiskistofnanna hefur
grundvallarþýðingu fyrir
framtíð fiskveiða í heiminum.
Á sama hátt og ræktun jarð-
arinnar er nú almennt talin
sjálfsögð verður vernd og
iæktun nytjafiska stöðugt
talin þýðingarmeiri. Fyrr en
varir munu hinir gömlu yfir-
gangsseggir einnig verða að
átta sig á þessu.
Stjórnmálamennirnir
„sitja á tónlistinni"
Lauritz Melchior segir Bandaríkjá
mönnum til syndanna
¥¥INN frægi, danski hetju-
tenór, Lauritz Melchior,
sem talinn er í hópi mestu
Wagner-söngvara, sem uppi
hafa verið, er tekinn að eld-
ast — verður sjötugur hinn
20. þ. m. Enn er hann þó vel
hlutgengur söngvari, meira
að segja í hinum erfiðu
— Það verður að
viðurkenna, oð
listamenn séu
a.m.k. eins mikils
virði fyrir nútim-
ann og iþrótta-
menn, segir hinn
sjötugi „stór-
söngvari" i við-
tali við banda-
riskan fréttamann
Wagnerhlutverkum — og
þegar hann heimsækir fæð-
ingarborg sína Kaupmanna-
höfn í tilefni afmælisins mun
hann syngja hlutverk Sigis-
mundar í óperunni Valkyrjan
eftir Wagner, sem flutt verð-
ur í útvarpið. — Kunnugir
segja, að Melchior sé enn
bæði að útliti og atgervi sem
miðaldra maður.
Einn af fréttamönnum UPI-
fréttastofunnar, Frederik M.
Winahip, hefir náð tali af Melc-
hior fyrir brottörina frá Banda-
ríkjunum, og þar sendir hinn
roskni s.ngvari þessu „fóstur-
Dregst að veita
dr. Banda frelsi
Blantyre í Njassalandi,
3. marz. (Reuter).
VONIR manna um að dr. Banda
foringja Njasslendinga yrði
sleppt úr haldi, þegar eitt ár er
liðið frá handtöku hans urðu að
engu í dag, þegar stjórn Njassa-
lands gaf út tilkynningu um mál
hans.
í tilkynningunni segir Sir. Ro-
bert Armitage landsstjóri frá því
að endurskoðun fari nú fram á
því, hverjum skuli haldið í fang-
elsi vegna neyðarástandsins sem
lýst var yfir í landinu fyrir einu
ári. Sú endurskoðun mun óhjá-
kvæmilega taka nokkurn tíma.
Orton Chirwa, sem er foringi
annars flokks innfæddra og gam
all andstæðingur dr. Banda
sagði í dag ,að Afríkumenn væru
mjög vonsviknir yfir því, hver
i dráttur hefði orðið á því, að dr.
I Banda væri sleppt úr haldi.
landi“ sínu, eins og hann kallar
það, ýmis býsna skörp skeyti —
í sambandi við afstöðu Banda-
ríkjamanna til lista og menn-
ingarmála. Melohior hefir, sem
kunnugt er, starfað lengst af
söngferli sínum í Bandaríkjunum
— og ætti því að vita, hvað hann
er að segja.
Vanrækjum tónlistina
— Ég vil gjarna, segir Melc-
hior í upphafi viðtalsins, segja
nokkur borgaraleg orð til Banda
ríkjanna, sem hafa „ættleitt" mig
í vissum skilningi. Og það er
vissulega mál til komið, að ein-
hver segi meiningu sína. — Við
(þ.e. Bandaríkjamenn) vanrækj-
um tónlistina, enda þótt hún sé
eitt það verðmætasta, sem við
mennirnir eigum. Hér í Banda-
ríkjunum „sitja“ stjórnmála-
mennirnir á tónlistinni, ef svo
mætti segja. Þeir láta nánast sem
þessi fagra list sé ekki til — af
því að þeir græða ekki atkvæði á
henni.
Glæpsamlegar
skemmtanir
— Gerið þér yður grein fyrir
því, heldur Melchior áfram og
hækkar röddina, að við erum víst
hin eina menningarþjóð í heimi,
sem ekki hefir neitt ráðuneyti
fyrir listir? Hvers vegna haldið
þér, að Rússar geri svo mikið
fyrir listina? Af því, að þeir hafa
gert sér ljóst, hve mikils virði
hún er — að mannfólkið hungrar
og þyrstir eftir list. — Haldið
þér, að glæpir ungmenna væru
slíkt vandamál hér, sem raun ber
vitni, ef unglingunum væru veitt
raunveruleg tækifæri til að kynn
ast og komast í snertingu við
góða tónlist og aðrar listgreinar?
En hvað gerum við? — Við fóðr-
um þá á glæpsamlegum skemmt-
unum og ,,villtum“ tónum, sem
æsa upp ástríður — en svo segj-
um við þeim jafnframt, að þeir
megi ekki láta þessar ástríður fá
útrás!
Góða tónlistin o£ dýr
— Sú góða tónlist, sem við höf-
um, heldur Melchior áfram, er
of dýr — og óaðgengileg fyrir
obbann af almenningi. Og svo
sveltum við listamenn okkar. —
Það er meira en tilgangslaust að
vera t.d. að mennta söngvara, ef
sú braut, sem fyrir þeim liggur,
er aðeins öngstræti. — Við verð-
urn að annast unga og efnilega
söngvara af kostgæfni og glæða
hæfileika þeirra eftir föngum —
því að þeir bera guðsneistann í
brjósti sér.
Að laða fram hæfileika
— Ég vil stinga upp á því, að
hvert ríki Bandaríkjanna leggi
lágan, árlegan skatt á útvarp- og
sjónvarp. Af þeim tekjum verði
stofnaður sjóður, sem falinn
verði umsjá nefndar, er skipuð
verði viðurkenndum listamönn-
um. Fé sjóðsins verði síðan varið
til þess að koma á fót sinfóníu-
hljómsveitum í viðkomandi ríki,
óperu eða leikhúsi. — Með slíku
móti mundum við laða fram
hæfileikafólkið og gefa því nauð
synleg tækifæri. — Þegar þeir
útvöldu hafa fengið næga
reynslu og þroskazt í list sinni,
ættu þeir að eiga þess kost að
komast að við hin stóru lista-
MELCHIOR: — Fóðrum ungl-
ingana á glæpsamlegum
skemmtunum og „villtum“
tónum.......
„söfn“ okkar — svo sem Metro-
politan- eða San Francisco-
óperuna. Þetta er leiðin til þess
að þjálfa fullkomlega raddhæfi-
leikanna og læra að syngja fyrir
hið stóra „dýr“ úti í myrkum
salnum — fjöldann.
A. m. k. eins mikils virði
og íþróttamenn
Að lokum segir hinn aldni
söngvari: — Það er til hábor-
innar skammar, að margir af
beztu listamönnum okkar skuli
txlneyddir að skemmta á nætuf-
klúbbum eðá leika í kvikmynd-
um og sjónvarpi — yfirleitt hin
ómerkilegustu hlutverk — til
þess að vinna fyrir sínu daglega
brauði. Hinir ungu listamenn
okkar verða að njóta þeirrar
sæmdar og virðingar, sem þeir
eiga skilið. — Menn verða að
viðurkenna, að þeir séu að
minnsta kosti eins mikils virði
fyrir núntímann eins og íþrótta-
menn.
Presley leikur
í þremur
kvikmynilum
FRANKFURT, 1. marz. — Elvis
Presley fer á morgun flugleiðis
til Bandaríkjanna. Hann er að
Ijúka herþjónustunni, sem hann
hefur gegnt með góðum orðstír.
Faðir hans og amma verða hon-
um samferða. Þau hafa verið í
Þýzkalandi allan tímann, sem
hann hefur gegnt herþjónustu til
þess að matbúa fyrir hann þá
daga, sem hann hafði frí. Presley
ætlar að syngja inn á nokkrar
plötur mjög bráðlega, en hann
kemur fyrst opinberlega fram í
sjónvarpi innan fárra daga. Síð-
an bíða hans þrjár kvikmyndir
—og í viðtali við blaðamenn í
dag sagðist hann langa til að
verða kvikmyndaleikari hvað
sem öllum rokk-söng liði. Hann
er ekki í giftingarhugleiðingum,
þó orðinn sé 25 ára.