Morgunblaðið - 05.03.1960, Side 9

Morgunblaðið - 05.03.1960, Side 9
Laugardagur 5. marz 19G0 MOKarriRT.AÐIÐ 9 Frú Theodóra og Ólafur Talað við frú Theodóru og Ófaf frá Elliðaey — I>Ú ERT skyldur Bólu-Hjálm- ari, Ólafur? — Nei — nei, alls ekki, ég hef aldrei heyrt það. Þó þekki ég ætt- ir mínir í 4—5 liðu og á marga vegu. — Var ekki einhver kerling þarna í ættinni, sem hét Marsi- bil? —Nei, engin Marsibil í minni ætt. — Hvernig stendur á því að mér finnst þú endilega skyldur honum Bólu-Hjálmari? — Blaðamönnum dettur svo margt í hug, greip frú Theodóra fram í, og gaut til okkar augun- um án þess að hætta ' að stinga sporið. — Nei, ég er ekki skyldur Bólu-Hjálmari, sagði Ólafur. Það máttu bóka. — Þetta er sennilega einhver misskilningur hjá mér, sagði ég. — Það er líklegast, sagði frúin. — En hverjum ertu þá eigin- lega skyldur, spurði ég Ólaf. — Eg er bróðir Jóns Auðuns fyrrum alþingismanns. Ég er fæddur að Garðsstöðum, sem er afbýli frá stórjörðinni Ögri. Fað- ir minn var mikill afla- og Jugn- aðarmaður, móðir mín valkvendi talin. Þegar menn ræða um gamia daga, eru sulturinn og vöntíurinn oftast uppistaðan, en ég þekkti hvorugt í mínu ungdæmi, nema sultinn kannske í smalamennsku og á sjó. Við erum sæmiiega menntuð systkinin, faðir minn hélt húskennara part úr hverjum vetri. Það gekk vel, t.d. hafði Jón bróðir enga aðra rnenntun og komst þó þetta áfram. — Þeir eru nú ekki allir lang- skólagengnir, alþingismennimir, skaut ég inn í. — Nei, kannski ekki, sagði Ól- afur. — Þú varst að tala um lærdóm ínn. — Já, ég var gleypinæmur á þululærdóm, en skilningur í verra lagi eins og sést á því að ég átti erfitt með að læra stærð- fræði. En ég kann þó að leggja saman og draga frá ef nauðsyn- legt er, kunni þó betur við að leggja saman í gamla daga, þeg- ar ég stundaði refaræktina. — Já, refaræktin. En áður en við förum út í þá sálma. segðu mér, hvað hét faðir þinn? — Jón Einarsson. Hann var dótt ursonur Ólafs hattamakara, sem kallaður var. Hann bjó á Seyðis- firði. Þegar hann var í Danmörku 1807 tók hann þátt í stríðinu. — Er kannski einhver ófriður í blóðinu, spurði ég. — Onei, þetta eru allt mestu friðsemdarmenn og ég held hatta- makarinn hafi ekki einu sinni skotið af byssu, hann var nefni- lega í flutningaliði konungs. Fað- ir hans var merkilegur maður. Hann fór til Englands og dó þar 1806. — Af hverju merkilegur? — Af því hann fór til Eng- lands, það voru ekki allir sem gerðu í þá daga. Hann bjó á Flateyri við önundarfjörð. — Þú sagðist vera fæddur við Ögur. Það var stór jörð? — Já, og þar hafa búið stór- miklir kvenskörungar, eins og Gríma í Fóstbræðrasögu, Valgerð ur frænka þeirra Vatnsfirðinga, sem sagt er frá í Sturlungu og nú síðast Þuríður Ólafsdóttir, ömmusystir mín og dætur iienn- ar tvær eftir hennar dag. — En heyrðu góði, þú veizt það, hefur oft verið deilt um það, sem segir í Fóstbræðrasögu um þrælinr Kol bak, þegar hann vó að Þormóði Kolbrúnarskáldi. Þá hafa beit- arhúsin staðið, þar sem Garðs- staðabær stendur nú, held ég. í fyrstu máldögum ögurkhkju er hvergi getið um Garðsstaði. — Þú ert auðvitað hrifinn af Þormóði? — Nei, hann var of laus á kost- unum fyrir mig. Mér líkar betur við Sighvat. En Þormóður stóð sig vel að þeirrar tíðar hugsun- arhætti. Hann hefndi vina sinna og stóð ekkert upp á hann í líf- inu. Hann var alinn upp við sii- ungsát og hefur því vafalaust verið skáld gott. — Við silungsát? — Ójá, það vantaði ekki vatn- ið við túnfótinn á Laugarbóli. Þú manst að Sighvatur borðaði sil- unginn úr Apavatni og fékk skáldgáfuna þaðan. Guðmundur Friðjónsson fékk líka nógan sil- ung, og svo Mývetningarnir. Og ekki Tómas Guðmundsson síður. En ekki hef ég trú á þvi að atóm- skáldin borði mikið af silung. — Nei, ekki það? — Þú hefur nú ekki heldur borðað mikinn silung um dagana, skaut frúin inn í. Ólafur sinnti þessari athuga- semd lítt. Hann sagðist hafa ver- ið alinn upp á mótum vélaaldar og róið eina vertíð á áraskipi hjá Einari Þorsteinssyni bónda á Eyri, en orðið að hætta sjó- mennsku 22 ára vegna vanheilsu: — Ég fór á hælið, einn af fyrstu sjúklingunum sem þangað fóru. Frú Theódóra leit nú á okkur og sagði fast: — Og samt hafa þeir aldrei fundið neina berkla í þér, hvorki í blóði né hráka, það hefur dr. Sigurður sagt mér. — Jú — jú, það var áreiðan- lega eitthvað gegndi Ólafur, en við skulum ekki tala um það. —- Svona var nú þetta samt, þú með þitt takmarkalausa traust á læknum, hélt hún áfram. — Það hafa orðið miklar féptm- farir, sagði ég. — Já, auðvitað, en svona var nú þetta, sagði frúin. — Læknarnir vita alltaf, hvað þeir syngja, sagði Ólafur ákveð- inn. Fjögur systkini mín dóu úr berklum. — Og hvað fórstu svo að gera- spurði ég. — Sem allra minnsta. Ég var atvinnulaus og óvinnufær í 3 ár, en þá fékk ég í hendur bók, sem gjörbreytti lífi mínu. Einar bróð- ir minn hafði keypt hana úti í Danmörku, hún var eftir Carl Hagerback, dýratemjarann þýzka sem stofnaði dýragarðinn í Ham- borg. Ég las þessa bók í veikind- um mínum, og þegar ég sá, hvað honum tókst vel að láta ýmis dýr tímgast í dýragörðum, sem var óþekkt í þá daga, hélt ég að auðvelt væri að hafa hér refa- rækt. Jóni bróður mínum fannst þetta líka skynsamlegt og við reyndum að hafa samband við menn, sem höfðu ráð á eyjum. Það varð úr að við keyptum Ell- iðaey á Breiðafirði, gamalt erfða- fé frá Staðarfelli, úr búi Boga Benediktssonar. Þær áttu hana saman frænkurnar, Jarðþrúður Jónsdóttir, háyfirdómara kona Hannesar Þorsteinssonar og Þóra Pétursdóttir, biskups, kona Þor- valds Thoroddsens, Vildi Þorvald ur ekki selja, því hann þurfti þess ekki með, svo ég fór til Reykja- víkur og talaði Jarðþrúði á mitt mál. Hún varð hrifin af fyrirætl- an okkar, því hún var nýunga- kona í eðli sínu, og skrifaði frænku sinni til Hafnar, og þá var jörðin laus. — Hvernig líkaði þér reía- ræktin? — Nokkuð vel. Við keyptum eyjuna 1913, en ég fluttist ekki þangað fyrr en tveimur árum síðar. Ég hélt það væri nóg að hafa refina lausa og kasta í þá mat og svo mundu þair tímgast eins og kindur. En því var ekki að heilsa, þeir eru að einu leyti verri en nafnar þeirra uppréttir: Hafa þá náttúru að éta hver undan öðrum. — Og hvað gerðirðu þá? — Keypti hvolpa um allt land og fór vanalega eina hringferð á ári í þeim erindagerðum. A þeim tíma höfðu Bretar allt í höndum við okkur um útflutning og borguðu svo illa fyrir skinn- in að ég var að gefast upp. En við friðarsamningana 1919 stór- hækkuðu refaskinn á svipstundu og þann vetur átti ég skinn fyrir 10 þús. kr. sem var meiri pen- ingur en jörðin hafði kostað okk- ur bræður. Þá keypti ég eyjuna af Jóni bróður og bjó einn á henni í 14 ár og hafði peninga rúmt um hendur, fór t.d. með 10 pör af bláref til Noregs 1928 og seldi fyrir 10 þús. norskar krónur. — Hvernig líkaði nú frúnni refaræktin, spurði ég. — Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera, svaraði frú Theodóra. Þær voru ósköp leiðinlegar tófugreyin. Þær votu einu persónurnar, sem ég var afbrýðissöm út í. Mér fannst Ól- afur alltaf geta sinnt þeim og það var ekkert of gott í þær. Oft skrapp hann til Stykkishólm; og ætlaði að koma á næsta falli, en frétti þá til yrðlinga út og suður og strax af slað til að kaupa. Stundum var hann marga daga að heiman án þess ég vissi, hvar hann væri og þá sagði maður bara við sjálfan sig: — Nú hefur Ólafur heyrt um yrðling. — Við fiuttumst til Stykkis- hólms 1929, hélt frú Theodóra áfram, og árið eftir hirti ég ref- ina. Þá höfðum við mörg hundruð dýr. Það var leiðinlegt starf, lykt in vond og slátrun erfið, en þó fór mér að þykja vænt um ein- staka tófu. Þær voru svo hænd- ar að mér, að ég gat gefið þeim bita úr hendinni. Ég man eftir tveimur systkinum, stegg og læðu, sem voru sérlega hænd að mér og gættu þess vandlega að bíta mig ekki. Eitt sinn var ég að gefa þeim kjöt, þegar stegg- urinn hjó óvart í nöglina á mér — en veinaði um leið, því hann vissi hvað hann hafði gert og þótti það leiðinlegt. Ég spilaði stundum á munnhörpu fyrir tóf- urnar. Þá stukku þær upp á búr- in glaðar og ánægðar og hlust- uðu á, en svo þegar ég hætti að spila, fóru þær að orga og stukku niður aftur. Þær eru svo músík- alskar. — Nú skulum við slá botninn í þetta refatal, sagði Ólafur og var orðinn heldur óþolinmóður. — Já, en ég ætla að segja blaða manninum frá því, þegar ég fékk tófurnar fyrst til að gjóta hjá mér. Þá var ég stolt. — Var það í Stykkishólmi? — Já. — Af hverju gutu þær ekki fyrr? — Ég held þær hafi bara ekki viljað gjóta fyrir Ólaf. Þeim hef- ur sennilega litizt eitthvað bet- ur á mig. Maður þarf að kynn- ast tófunni vel, hún hugsai eins og fólk. Ólafur var búinn að fá nóg af refaræktinni. Hann fór að segja mér frá því, þegar hann kom fyrst í Elliðaey og flutti efni í nýtt íbúðarhús með vélbáti frá ísafirði. Hann sagðist hafa lagt fyrstu lóðina í sjóinn 24. júní. Þegar hann dró hana um nóttina, voru á henni tvær flyðrur, en í þau 14 ár sem hann bjó í eyjunni veiddi hann aldrei aftur flyðru á þessu miði um þetta leyti árs. — En mig langar að tala meira um refina, sagði ég. Mér skilst þeir séu lítið verri en . . . . — Ég vil ekki meira um þá tala, sagði Ólafur, eigum við ekki heldur að tala um Snæfellingana. — Líkaði þér vel við þá? — Já, þeir eru ágætt fólk og drengir góðir. Það voru margir skemmtilegir menn í Hólminum sem gaman var að tala við. Þú hefur heyrt talað um Guðmund lækni, sem dó í Vestur-Indíum? Hann var stórskemmtilegur mað- ur og af honum eru margar smellnar sögur: Við vorum saman í hrepps- nefnd. Það var um það leyti sem breytingin varð sem mest á öllu verðgildi í fyrra stríði, eða á bannárunum svonefndu. Við þurftum að jafna niður miklu hærri upphæð en áður tíðkaðist í Stykkishólmi. Guðmundur lækn- ir fækk 900 kr. útsvar, en hafði ekki haft nema 3—400 kr. Þegar hreppsnefndin ræddi um útsvör okkar hreppsnefndarmanna, geng um við út og vorum frammi í annarri stofu meðan okkar útsvör voru diskúteruð. Guðmundi iík- aði það illa og átti erfitt með að bíða. Þegar minnst varði snarað- ist hann inn úr dyrunum, leit á blaðið, en hrekkur við þegar hann sér töluna: — Herða skal það í blóði Sigfússona og annarra brennumanna, sagði hann, svo við heyrðum allir, og átti þá auðvitað við brennivínsreseptin. Guðmundur hafði mjög gaman af lífsspeki og heimsádeilum og kunni allt þessu viðvikjandi, bæði í Passíusálmunum og annars staðar, en gætti þess vandlega að hlaupa yfir það sem snerti trú- mál. Oftast fór hann seint á fæt- ur. Eitt sinn hitti ég hann á götu snemma morguns og var hann þá að skeggræða við Ágúst Þór- arinsson, verzlunarstjóra, bróður séra Árna. Ágúst segir þá við hann: — Hvað ertu fyrst að koma á fætur núna? Ég fer & fætur kl. 6. Það gerir Ólafur oddviti líka. Ólafur þessi var reglumaður og þótti passasamur í peningamál- um. Guðmundur lítur á Ágúst og segir: Margir upp árla rísa, ei geta sofið vært, eftir auð heimsins hnýsa Holdsgagnið er þeim kært. Ágúst var bráðskemmtilegur maður eins og séra Árni og mér ógleymanlegur .En bezt ég segi þér aðra sögu af honum Guð- mundi: Jóhanna hét kona Gísla í Skóg- arnesi og var greindarkona hia mesta. Eitt sinn var Guðmundur í læknisvitjun sunnan fjalls og var að tala við hana og sagði hún honum ýmsar vafasamar fréttir, en bætir svo við: — Ég veit nú ekki hvort það er satt, þó Ágúst segi það. Þá svaraði Guðmundur: — Getur það ekki verið satt, þó Ágúst segi það? Ágúst hafði gaman af að segja þessa sögu. Maður hét Hildiþór á Harra- stöðum í Dalasýslu, drykkjumað- ur mikill og hafði Guðmundur oft gefið honum resept. Svo dó hann einn góðan veðurdag. Stuttu síðar kom bóndi nokkur til Guð- mundar læknis og bað um resept, en bætti svo við: — Ég átti líka að biðja um resept fyrir Hildiþór á Harrastöðum. Þá glotti Guð- mundur og sagði: — Drekkur hann enn? Karlinn fékk samt sitt resept. Guðmundi var illa við dans og ólæti og hafði alltaf yfir sömu setninguna, þegar hann kom inn á dansleik og hafði hana eftir Shanum af Persíu: — Þegar Napoleon III oauð shanum eitt sinn á dansleik, sagði persinn og benti á dansendur: — Þetta iát- um við þrælana okkar gera! Guð- mundur dáðist mjög að þessari setningu. Guðmundur var Guðmundsson prests á Stóru-Vóiium Hann var afskaplega vel gefinn í mörg- um efnum, enskumaður ágætur og var mér sagt af glöggum manni, að hann hefði aldrei staðið á gati í ensku, þekkti öll blóm með nafni, músikalskur mjög og afar skemmtilegur, en snöggur upp á lagið, tók sitt glas en kunr.i að fara með það. — En mér er sagt þú sért sjálf- ur frægur af sögusögnum, Ólaf- ur? — Jæja, hefurðu heyrt það. Framh. á bs. 14. efir eru músíkalskir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.