Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. marz 1960
1 einu fann ég þennan heita
straum meðaumkunar ólga fram
í hugann, sem kallaði brennandi
tár fram í augun, fann hjarta
mitt mýkjast, viljann veikjast.
Enn einu sinni var ég algerlega
á valdi minnar eigin meðaumk-
unar. Svona gat ég ekki látið
hann fara, þennan gamla mann,
sem hafði komið til þess að bjóða
mér barnið sitt, það eina sem
hann var kært á þessari jörðu.
Ég gat ekki ofurselt hann þannig
örvæntingarfullu vonleysi. Ég
gat ekki slitið þannig lífið úr lík-
ama hans. Ég varð að segja eitt-
hvað meira við hann, eitthvað
huggandi, sefandi, hughreystandi.
Og svo hljóp ég á eftir honum.
„Hr. von Kekesfalva", hrópaði
ég. „Þér megið ekki misskilja
mig! Þér megið ekki fara svona
og segja henni. .. Það yrði alveg
hræðilegt fyrir hana á þessu
augnabliki og .. og .. það væri
heldur ekki satt“.
Ég varð stöðugt æstari og æst
ari, vegna þess að ég sá að gamli
maðurinn hlustaði ekki á mig.
örvæntingin hafði breytt honum
í saltstólpa. Hann stóð þarna eins
og rólfestur, skuggi í skuggan-
um, lifandi lík. Löngunin — jafn
vel þörfin — til að hugga hann,
varð sífellt sterkari og sterkari.
„Það væri í raun og veru ekki
satt, hr. von Kekesfalva, ég sver
það .. og ekkert myndi hryggja
mig meira, en að móðga eða
styggja Edith, dóttur yðar, eða
.. iáta hana halda, að ég væri
ekki einlæglega hrifinn af henni.
.. Enginn ber hlýrri tilfinningar
til hennar, en ég, það sver ég yð:
ur — enginn gæti elskað hana
sannar en ég geri. Það er í raun
inni fullkomin sjálfsblekking'
hjá henni að halda ao hún sé mér
einskis virði .. þvert á móti. ..
Ég átti einungis við það, að það
væri alveg tilgangslaust fyrir
mig að segja nokkuð .. núna ..
núna. .. Það eina sem nokkru
varðar á þessu augnabliki er, að
hún gæti sín fullkomlega og sjái
fótum sínum forráð .. að hún
hljóti lækningu sem fyrst...."
Það má ekki höggva þessi tré,
Tómas. Þau eru á friðlandi, sem
er almenningseign.
Ég veit það, Markús. En það
verður það ekki lengi.
„En svo .. þegar henni er
batnað?“
Hann hafði snögglega snúið sér
að mér. Augu hans, sem fyrir and
artaki höfðu verið stirðnuð og
dauð, leiftruðu nú i myrkrinu.
Ég fylltist hryllingi. Ósjáífrátt
skynjaði ég hættuna sem ógnaði
mér. En á þessu andartaki minnt-
ist ég þess að allar vonir hennar
voru blekkingar. Hún yrði áreið-
anlega ekki læknuð svo fljótt. —
Það gat eins vel tekið mörg,
mörg ár. Hugsið ekki of langt
fram í tímann, hafði Condor sagt.
Það sem fyrst og fremst þurfti
að gera, var að friða hana, hugga
hana. Var ekki réttast að gefa
henni örlitla von? Var ekki sjálf
sagt að gera hana hamingjusama,
þótt ekki væri nema í stuttan
tíma?
„Þegar henni verður batnað",
sagði ég, „þá kem ég auðvitað ..
þá kem ég auðvitað sjálfur til ..
hennar....“
Hann starði á mig og það fór
skjálfti um allan líkama hans.
Mér virtist eitthvert innra afl
knýja hann. „Má ég .. má ég
segja henni það?“
Aftur skynjaði ég hættu, en ég
hafði ekki lengur mátt til að
standast hið biðjandi augnaráð
hans. — „Já, segið henni það“,
svaraði ég ákveðinn og rétti hon-
um hendina.
Augu hans Ijómuðu og fyllt-
ust af þakklætistárum. Þannig
hlýtur Lazarus að hafa litið út,
þegar hann reis upp úr gröf sinni
og leit himininn og blessað dags-
ljósið einu sinni enn. Ég fann
hönd hans titra í greip minni
með vaxandi ofsa. Svo laut gamli
maðurinn höfði, dýpra og enn
dýpra. Ég minntist þess allt í
einu hvernig hann hafði einu
xinni áður lotið höfði og kysst
hönd mína. Ég flýtti mér því að
draga hana að mér.
„Já“, endurtók ég, „segið
senni það, gerið svo vel og segið
henni það. Segið henni að hafa
engar áhyggjur. Og um fram allt
—■ henni verður að batna fljótt;
vegna hennar sjálfrar — vegna
okkar allra“.
Watson gamli þingmaður hef-
ur lagt fram frumvarp í þing-
inu um sölu á þessu friðlandi.
„Já“, bergmálaði hann frá sér
numinn. — „Henni verður að
batna, batna fljótt. .. Nú fer hún
undir eins, oh, það er ég alveg
viss um. Nú fer hún undir eins
og fær fullan bata, vegna yðar,
vegna yðar. .. Ég vissi það strax
í upphafi, að guð hafði sent yð-
ur til min. .. Nei, nei, ég get ekki
þakkað yður. .. Megi guð launa
yður. .. Nú verð ég að fara. ..
Nei, verið þér bara kyrr, gerið
yður ekkert ómak mín vegna.
Ég er að fara“.
Og með allt öðru göngulagi,
en því sem ég þekkti, léttum,
fjaðurmögnuðum skrefum, hljóp
hann bókstaflega með svörtu
frakkalöfin flaxandi á eftir sér,
til dyranna, sem skall aftur á
hæla hans með hvellu og næst-
um fjörlegu hljóði. Ég stóð einn
eftir inni í myrku herberginu,
ruglaður, eins og sá er löngum,
se mstígið hefur örlagaríkt skref,
án þess að hafa ákveðið það fyrir
fram. En hvað það var, sem ég
hafði raunverulega gefið loforð
um, í veikleika mínum og með-
aumkun, rann upp fyrir mér
með öllum sínum afleiðingum,
klukkustund síðar, þegar þjónn-
inn minn, drap hikandi að dyr-
um og færði mér bréf, skrifað á
bláu arkirnar se még var farinn
að þekkja svo vel.
„Við förum á morgun. Ég er
búin að lofa pabba því. Fyrirgef
ið mér framkomu mína þessa síð-
ustu daga, en ég var svo utan
við mig af hræðslu við það, að
ég væri yður til byrði. Nú veit
ég hvers vegna og fyrir hvern ég
verð að láta mér batna. Nú finn
ég ekki lengur til neinnar
hræðslu. Komið þér á morgun,
eins snemma og þér getið. Ég
hef aldrei beðið komu yðar með
meiri óþreyju. Alltaf yðar ein-
læg E“. —
„Alltaf“. Það fór hrollur um
mig, þegar ég las þetta orð, sem
bindur mann óriftanlega og um
alla eilífð. En nú varð ekki aftur
snúið. Enn einu sinni hafði með-
aumkun mín orðið vilja mínum
yfirsterkari. Ég hafði gefið sjálf-
Hvað þá? Watson er mjög
fylgjandi friðun svæða. Hvers
vegna skyldi hann gera þetta?
an mig. Ég átti mig ekki lengur
sjálfur.
Reyndu að jafna þig, sagði ég
við sjálfan mig. — Þetta er það
mesta, sem hún getur þvingað
út úr þér, þetta hálf-loforð, sem
þú þarft aldrei að efna. Einn dag
ur enn ,tveir dagar og þá fara
þau og þú tilheyrir aftur sjálf-
um þér. — En eftir því sem á
kvöldið leið, varð ég stöðugt ergi
legri og ergilegri og þeim mun
óbærilegri varð mér tilhugsunin
um, að þurfa að mæta hinu blíða,
einlæga augnatilliti hennar, með
lygi í hjarta. Það bar ehgan árang
ur, þótt ég reyndi að masa
áhyggjulaust við félaga mína. •—
Ég hafði sáran höfuðverk, ákaf-
an hjartslátt og sviða í taugum.
Og munnurinn á mér var svo
skrælþurr innan, að líkast var
sem hálf-slökktur eldur brynni
og logaði innan í mér. Ég bað um
koníaksglas, sem ég tæmdi í ein-
um sopa. Það kom ekki að neinu
gagni. kverkar mínar voru jafn
skrælnaðar og áður. Og svo bað
ég um annað glas og það var ekki
fyrr en ég hafði tæmt þriðja glas
ið, sem ég uppgötvaði hinn undir
meðvitaða tilgang minn: Ég var
að drekka til þess að auka sjálf
xxm mér kjark, svo að ég yrði
hvorki kjarklaus né viðkvæmur,
þegar ég kæmi heim til Kekes-
falva. Það var eitthvað í sjálfum
mér, sem ég vildi svæfa, áður —
kannske ótti, kannske blygðun,
kannske einhver mjög góð,
kannske einhver mjög vond til-
finning. Já, þannig var það —
þess vegna var hermönnum gef-
inn tvöfaldur rommskammtur,
áður en lagt var til orrustu. Ég
vildi deyfa, sljógva tilfinningar
mínar, til þess að vita ekki of ná-
kvæmlega um hinar tvíræðu,
kannske hættulegu, kringum-
stæður, sem biðu mín. En fyrstu
áhr.ifin af þessum þremur glös-
um urðu einfaldlega þau, að fæt
urnir á mér virtust þungir sem
blý og það var niður og titring-
ur í höfðinu á mér, eins og eftir
bor hjá tannlækni. Það var því
engan veginn sjálfsöruggur og
því síður glaður ungur maður,
sem rölti hikandi og með ákafan
hjartslátt eftir hinum endalausa
þjóðvegi — eða virtist mér hann
einungis vera það í dag? — í átt-
ina til hinnar ógnvekjandi hallar.
Allt reyndist þó miklu betra
og auðveldara, en ég hafði búizt
við. Önnur betri vima beið mín,
göfugri, hreinni, en sú sem vín-
andinn veitti. Hégómagirndin
blekkir líka, þakklætið svífur
líka á mann og viðkvæmnin get-
ur líka ruglað skynjunina. — I
dyrunum kom góði, gamli Josef
til móts við vig með fögnuði í
Vegna þess að Brotkin fyrir-
tækið sagði honum að gera það.
Þeir lögðu mikið fé i kosninag-
sjóðinn hans.
Ja hérna.
svip og fasi: „Oh, hr. liðsforingi“,
hrópaði hann og horfði á mig__
ég get ekki orðað það betur á
annan hátt — eins og maður star
ir á dýrðslingsmynd í kirkju. —
„Vill hr. liðsforinginn gera svo
vel að ganga inn í salinn. Frau-
lein Edith hefur búizt við hr.
liðsforingj anum allan síðari
hluta dagsins", hvíslaði hann í
flýti, eins og hann blygðaðist sín
fyrir geðshræringuna.
Hvers vegna horfði gamli
þjónninn svona frá sér numinn
á mig? spurði ég sjálfan mig
undrandi. Hvers vegna var hann
svona hrifinn af mér? Varð fólk
raunverulega svona gott og ham
ingjusamt, við það að sjá aðra
sýna gæzku og meðaumkun? Ef
svo var, þá hafði Condor rétt fyr
ir sér. Ef svo var, þá hafði hver
sá, sem gerði einn einstakling
hamingjusaman, fullnægt til-
gangi tilveru sinnar. Það var sann
arlega þess vert, að helga öðrum
alla krafta sína. Ef þessu var
þannig farið, þá var hver fórn
réttlætt og jafnvel lygi, sem gerði
aðra hamingjusama, var mikil-
vægari en sjálfur sannleikurinn.
Allt í einu fann ég að skref min
urðu styrkari, öruggari, því að
maður sem veit að hann er að
færa öðrum hamingju, verður
ósjálfrátt léttari í spori.
Á þessu augnabliki kom Ilona
til móts við mig og einnig hún
Ijómaði af gleði. Hið dökka augna
ráð hennar virtist faðma mig og
veita mér ástaratlot, með við-
kvæmri blíðu. Aldrei fyrr hafði
hún þrýst hönd mína svo hlýtt
og innilega. — „Þakka yður fyr-
ir“, sagði hún og það var eins og
rödd hennar kæmi í gegnum hlýtt
sumarregn. — „Þér vitið ekki
hvað þér hafið gert fyrir veslings
barnið. Þér hafið bjargað henni
— já, þér hafið raunverulega
bjargað henni. En komið þér nú
fljótt, hr. liðsforingi. Ég get ekki
lýst því, með hve mikilli óþreyju
hún bíður eftir yður“.
Hurðin hreyfðist hægt og hljóð
laus. Ég hafði eitthvert hugboð
um, að einhver stæði og hlustaði
á okkur, fyrir innan hana. Gamli
maðurinn kom inn og augu hans
voru ekki lengur full af dauðleg
um hryllingi, eins og í gær, held
ur hlýrri birtu. „Það er gott að
þér komuð. Þér munuð verða
undrandi, er þér sjáið breyting-
una sem orðin er á henni. Ég
hef aldrei séð hana jafn káta,
jafn hamingjusama, öll þessi ár
frá því er hún veiktist. Það er
kraftaverk, sannkallað krafta-
verk. Guð launi yður það, sem
þér hafið gert fyrir hana — fyrir
okkur“.
Hann gat ekki sagt meira, en
snökti og hikstaði og blygðaðist
sín fyrir geðshræringu sína, sem
smátt og smátt fór að hafa áhrif
á mig. Hver gat líka algerlega
ósnortinn verið vitni að slíku
þakklæti? Ég held að ég hafi
aldrei verið hégómalyndur mað-
ur, sem dáir eða ofmetur sjálf-
an sig og jafnvel enn í dag hef
ég litla trú á góðmennsku minni
eða andlegri orku. En hið ákafa
og takmarkalausa þakklæti
sfllltvarpiö
Laugardagur 5. marz
8-00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir) .
14.00 Laugardagslögin. —- (16.00 Fréttir
og veðurfregnir).
17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins-
son).
17.20 Skákþáttur (Baldur Möller).
18.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma
skilur allt“ eftir Stefán Jónsson;
XII. lestur (Höfundur les).
18.55 Frægir söngvarar: Elisabeth Schu
mann syngur lög eftir Schumann,
Brahms og Hugo Wolf.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Oskalindin", velskur
gamanleikur eftir Eynon Evans í
þýðingu Sveins Einarssonar fil.
kand. — Leikstjóri: Gísli Hall-
dórsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (17).
22.20 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
Skáldið og mamma litla
1) Mamma, það eru bara hrein
andklæði á baðinu!
2) Hvað á ég að gera?
3) .... nota eitt þeirra, eða hætta
við að þvo mér um hendurnar?