Morgunblaðið - 05.03.1960, Side 13

Morgunblaðið - 05.03.1960, Side 13
Laugardagur 5. marz 1960 MORCVVUtLAÐiÐ 13 Valgerður Sunnutúni, VAL.GERÐUR Jónsdóttir, frá Sunnutúni, Stokkseyri, verður í dag til grafar borin, í þeirri merk ingu, sem við notum þau orð. Hún hefur nú, í hartnær þrjá aldarfjórðunga lifað hinu hljóða, kyrrláta lífi, hinnar óbreyttu, ís- lenzku alþýðukonu og í dag flytj um við henni síðustu kveðjuna hérna megin grafar. Engin segir til um það nú, hvert okkar verð- ur fyrst til þess að heilsa henni á ný. Hún var fædd að Skúmstöð- um á Eyrarbakka hinn 13. dag apríl mánaðar árið 1885, og ólst þar upp í foreldrahúsum til full- orðins ára, að þeirrar tíðar hætti, sem nútíma íslendingum er fram andi og sem þeir þekkja aðeins af frásögn þess fólks, sem þá tíma lifði. Það, mun ekki vera laust við, að íslenzkri æsku í dag, finnist keimur af þjóðsagnablæ yfir slíkri frásögn. Svo fjarlæg eru þau lífskjör og aðstæður, sem mótuðu bernsku og æsku þeirra öldunga, sem nú ganga til grafar, með vinnulúna hönd og sáran fót. Árið 1908, eða á 23. alddursári giftist Valgerður Sigurði Sig- urðssyni, ættuðum úr Holtum og settu þau bú saman að Tjörn á Stokkseyri. Þar bjuggu þau um tveggja ára skeið, en færðu sig þá um set að Götuhúsum á Stokkseyri. Þar bjuggu þau síð- an allan sinn búskap í liðlega 40 ár, eða þar til ársins 1951, að Sigurður maður hennar dó. Þau eignuðust 11 börn, en að eins 6 þeirra komust á legg, og eru enn á lífi. Elzt þeirra er Kristín, búsett í Reykjavík, þá Halldóra, á Selfossi, Sigurður, heima á Stokkseyri, Sigríður, í Kópavogi, Valgerður, á Stokks- eyri og Jón, einnig heima á Stokkseyri. Hin helga bók segir: að hið góða tréð, beri góðan ávöxt. Val- gerður var hreinhjörtuð og góð kona. Hún bar líka góðan ávöxt. Hún ól þjóð sinni góða þegna. Hún vígði helgan reit í hjarta sínu af manndómi og mann- gæzku, börnum sínum og ölium afkomendum til handa. Hjarta- hlýja og fagurt viðmót við allt lifandi, var hennar aðalsmerki og listfengi í starfi hennar reisn. Það er sagt að eplið falli sjald- an langt frá eikinni. Hér hefur það ekki gert það. Móðirin hafði ekki til einskis fórnað orku smni í ástríki og umönnun fyrir börn- um sín um.Strax og geta leyfði, réttu litlar, hagar hendur, hjálp til hversdagslífsins og lærðu þannig að virða og meta um- hyggjusama móður, öll sem eitt. Þau lærðu einnig að tileinka sér mannkosti hennar og að hennar fordæmi lærðu þau að binda byrðamar í viðráðanlegri bagga, með þeim, sem aflfátt varð við að axla sínar byrðar. Fórnfúsar hendur voru aðall heimilis henn- ar, eins og börnin bera henni henni vitni um, hvert í sínu lagi. Þegar faðirinn dó, tóku synir hennar, Sigurður og Jón, hana til sín í heimili að Sunnutúni og ófu þannig fegursta þáttinn í hallandi ævi sinnar góðu móður, sem þær lögðu og virka hönd að systurnar, fyrst Halldóra og síð- an Valgerðar. Með sæmd og virð ingu veittu þau henni skjól og fagurt ævikvöld og gera nú út- för hennar af rausn og myndar- skap. Að svo miklu leyti, sem ég þekkti lífssferil þessarar öldnu konu, fannst mér hún einkenn- andi fyrir þá, sem af hæversku og virðuleik færa þjóð sinni mik- il verðmæti. Hún var gædd frábærum hag- leik og smekkvísi í handavinnu sinni. En það tilheyrði ekki hennar tíma, hennar ungdóms- og manndómsárum, að leggja rækt við slíkt, fram yfir það sem vinna varð, til daglegra þarfa, með Jónsdóttir Stokkseyri sem skjótustum hætti. Eyða ekki tíma til óþarfa föndurs, mun hafa verið kjörorð þess tíma. Hannyrðir voru störf, sem henni var i blóð borið að vinna. Aðal lega hekl og listprjón. En kring umstæðurnar voru þær, að hún þurfti sem ung móðir að sitja uppi um nætur og prjóna sjó- vettlinga, til þess að selja, og afla sér þannig aura fyrir mjólk handa smáum börnum sínum. Þá er hægt að gera sér í hugarlund, hver afgangur hefur verið handa henni sjálfri, af tíma og þrótti, til þess að sinna sínum hugðar- efnum. Stokkseyrarbrimið þjóðkunna, mun þá hafa dunað þungt í eyr- um hennar. Þannig líða fyrstu búskaparárin. Eftir því sem börn in vaxa upp og létta henni störf- in, fær hún aukna möguleika til þess að geta gert þeim fallegri vettlinga og flíkur en áður, með prjónum sínum og heklunál. Hún fær aukið rými til þess að leggja meiri vinnu í það, sem hún efnir til handa börnunum. Hún getur meira en áður sinnt þrá sinni til sköpunar á fögrurn hlutum. Mitt í sínum óbreytta starfs- ferli, sem eiginkona og móðir, hefur hún sig yfir hversdagsleik- ann, með slíku listfengi í störfum sínum að fágætt mun vera. Hún tekur til við að hekla og prjóna hina margvíslegustu hluti og flíkur af slíkri snilld, að hrein listaverk mega kallast. Vettlinga, klukkur, peysur, blúndur og dúka, af öllum stærðum og gerð- um, prjónaði hún og heklaði af hinum fínasta þræði — þegar svo bar undir — með svo mikl- um hagleik, að það hljóta að vera aðeins meistarahendur, sem orka slíku. Þolgæði hennar og elja með prjónana, er ofar skilningi hins venjulega manns. Þess má geta, að stærsti dúkurinn semhún prjónaði, tók hana tæp þrjú ár. Hún „tók hann upp“ úr þýzkum doðranti, og skildi ekki orð í þýzku.Slíka gátu ætla ég mér ekki að ráða. Valgerður átti því láni að fagna að geta að verulegu leyti helgað sig þessari köllun sinni á efri árum, í skjóli barna sinna. Ég veit það fyrir víst, að umhyggj- an, sem börnin veittu henni sið- ustu árin, eða allt frá því, að maður hennar dó, var henni sá lífsneisti sem mesta sköpunargleði veitti henni. Tifið í prjónunum hennar varð við það léttara, þrátt fyrir árin að baki, og þá varð brim- gnýrinn hlýlegt undirspil. Nú er tifið í prjónuunm þagnað og hönd þessarar ókrýndu listakonu stirðnuð, sem þræðinum stýrði. En báran brotnar ennþá við ströndina og tónfallið heldur áfram að vera eins og hver og einn hlustar á það. Það er óend- anleikinn. Við skiljum það öll, að sá sem lifað hefur lífinu, hlýtur að hverfa okkur sjónum. Það er ekkert líf án dauða. Eigi að síður hlýtur öllum að vera harmur í huga að sjá slíkri konu á bak, sem Valgerður var, er náðu að kynnast henni og handbragði hennar. Sjálf hefur hún reist sér veglegan bautastein á meðal okkar með listfengi sinni og hag- leik. Við biðjum þessari góðu konu velfarnaðar á þeirri leið, sem hún á nú fyrir höndum og með aðdáun, þakklæti og virðingu signum við gröf hennar. Skarphéðinn Össurarson. Ileffiarfjörður Hafnarfjörður Slysavarnadeildin Hraunprýði heldur fund í Sjálfstæðis- húsinu þriðjud. 8. marz kl. 8,30 e.h. Venjuleg fundarstörf Kosnir verða fulltrúar á 10. landsþing S.V.F.l. Til skeninitunar: Spilað bingó og verðlaun veitt. Kaffidrykkja. Konur fjölmennið STJÓRNIN. Ný sending Þýzkar kuidahúfur Glugginn Laugaveg 30. 3ja herb. íbuð til sölu nálægt miðbænum. Upnlýsingar í síma 23295. Hafnarfjörour nágrenni Pokkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihiísið Frost hf. Hafnarfirði — Sími 50165. Golf-skyrtur IVýkomnar • Gott flibbasnið • Vandaðar • Endingargóðar Gamalt vorð kr. 184.— Fást aðeins hjá: Batarelagið Bjorg Aðalfundur félagsins verður haldinn á morgun (sunnu- dag) I Grófinni 1 kl. 2 e.h. stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, Önnur mál, Kvikmyndasýning. STÓRNIN. KEFLAVÍK OG NÁGRENNI Svein B. Johansen heldur áfram erindaflutningi sínum um þýðingarmiklar spurningar lífsins. Næst talar hann um efnið: Hvernig mikilvægustu spurn- ingu lifsins var svarað. 1 Tjarnarlundi kl. 20:30, sunnu daginn 6. marz. — Einsöngur. Allir velkomnir. Vanir flatningsmenn óskast í Hafnarfjörð. Upplýsingar í síma 12298 og 50716. Góð 4ra—5 herb. íbiíð óskast til leigu. Þrennt fullorðið í heimili. Upplýs- ingar í síma 15398 eftir hádegi í dag og á morgun. LEYNÐARDÓMUR GUÐS OPINBERAST nefnist 5. erindið í erindaflokki um boðskap Opinberunarbók- arinnar, sem Júlíus Guðmunds son skólastjóri, flytur í Aðvent kirkjunni sunnudaginn 6. marz kl. 5 síðd. Frú Anna Johansen syngur ein söng. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.