Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 5
Surmudagur 6. marz 1960 Moncinsni 4ðið 5 Kona nokkur, sem gift var mið aldra manni, hafði lengi reynt að fá hann til að taka inn yngingar- pillur, sem hún hafði keypt handa honum. Eitt kvöldið lét hann undan suð inu og tók nokkrar töflur áður en hann fór að sofa. Næsta morgun átti hún í mikl- um erfiðleikum með að vekja hann. Hún hristi hann og hróp- aði: — Vaknaðu maður, það er löngu kominn timi til að fara á fætur. — Þá það, þá það, svaraði hann ólundarlega og nuddaði stírurnar úr augunum — ég skal svo sem fara á fætur, en ég fer ekki í skólann í dag. Laugardaginn 27. febrúar voru gefin saman í hjónaband ungfrú Edda Gísladóttir og Þröstur Lax- dal, stud. med. Heimili þeirra er að Hátúni 4. — Ljósm.: ASIS. 4. marz voru gefin saman í hjónaband hjá borgarfógeta, ung- frú Vilborg Andrésdóttir og Sig- urður Sigurðsson (Einarssonar frá Holti). Heimili ungu hjón- anna verður fyrst um sinn að Drápuhlíð 24. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú ína Dóra Sigurðardóttir, Kárastíg 7 og Jón Sigurðsson, Víðimel 35. Sækið æskulýðsgnðsþjónusturnar MENN 06 = MALEFN!= i I hafnarborginni Akadir á Atlantshafsströnd Ma- rokkó hefur geigvænlegur atburður gerzt. Beinist hug ur manna um allan heim I til hinna ógæfusömu íbúa og aðstandenda þeirra, sem misstu ástvini sína í nátt- úruhamförunum. Ef við rennum huganum aftur til ársins 1911, kem- ur í ljós, að einnig þá var hafnarborgin Akadir vett- vangur sögulegra atburða. Þá var Marokko orðið verndarsvæði Frakka, en Þjóðverjum, sem bjuggu í Akadir, fannst um of geng- ið á sinn hlut og vildu ekki viðurkenna yfirráð Frakka í júlí árið 1911 sendi 1 Þýzkaland fallbyssubátinn Panther til Agadir undir því yfirskyni, að hann ætti að vernda Þjóðverjana sem þar byggju og eignir þeirra Frakkar tóku þessu óstinnt upp og álitu það merki um fjandskap. Um tíma voru horfur á að til ófriðar drægi milli Frakka og Þjóðverja, en svo varð þó ekki. Mun það hafa haft nokkur áhrif að Bretar studdu Frakka algerlega. Úrslit málsins urðu þau, að í nóvember sama ár tók ust samningar og viður- kenndu Þjóðverjar þá yfir- ráð Frakka í Marokko, en / fengu í staðinn væna spildu J af frönsku Kongó. 1 - -. Karnival skrúðgöngurnar í Þýzkalandi eru ákaflega vin- sælar, enda margt gert til að gera þær sem fjölbreyttastar og skemmtilegaslar. Myndin hér að ofan er frá slíkri skrúð göngu, sem farin var í Mainz nú fyrir skömmu. Sýnir hún de Gaulle Frakklandsforseta í heldur óskemmtilegu gerfi. Eimskipafélag tslands h.f. — Detti- foss er í Immingham. — Fjallfoss er i Hamborg. — Goðafoss fór frá Stykkis- hólmi í gær til Skagastrandar. — Gull- foss er í Kaupmannahöfn. — Lagarfoss er í New York. — ReykjaCoss er 1 Rotterdam. —- Selfoss fór frá Hafnar- firði í gær til Isafjarðar. — Tröllafoss er í Reykjavik. — Tungufoss fór frá Gautaborg 2. þ.m., væntan'.egur til Keflavíkur á mánudagsmorgun, Skipadeild S.Í.S.; — Hvassafell fór frá Kaupmannahöfn 3. þ.m. áleiðis til Austfjarðahafna. — ArnarfeU er á Dal- vík. — Jökulfell losar á Húnaflóahöfn- um. — Dísarfell er í Rostock. — Litla- feli er í olíufiutningum í Faxaflóa. — Helgafell er á Akureyri. — Hamrafell er í Reykjavík. Hafskip: —- Laxá er í Gautaborg. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla var væntanleg til Roquetas í gær. — Askja er i Frederikshavn. H.f. Jöklar: — Drangajökull er í Ventspils. — Langjökull er á leið til Islands. — Vatnajökull er á leið til Reykjavíkur. Loftleiðir h.f.: — Edda er væntanleg kl. 7:15 frá New York. Fer til. Osló, Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 8:45. — Leiguflugvélin er væntanleg kl. 19:00 frá Amsterdarn og Glasgow. Fer til New York kl. 20:30. ★ Þriðjudaginn 8. marz, á 50 ára af- mæli alþjóðabaráttudags kvenna, efna Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna til almenns fundar í Framsókn arhúsinu. t>ar flytur erindi sænska vis- indakonan Andrea Andreen, med. dr. A fundinum flytur Asa Ottesen ávarp, en Aðalbjörg Sigurðardóttir ræðu. Þ>á syngur Þuríður Pálsdóttir með undir- leik Jórunnar Viðar. — Allir eru veí- komnir á fundinn, sem hefst kl. 8,30 síðd. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði: — Æsku lýðsvikunni íýkur í kvöld og talar þá Felix Olafsson kristniboði. • Gengið • Sölugengi 1 Sterlingspund ....... kr. 106.84 1 Bandaríkjadollar ..... — 38.10 1 Kanadadollar ......... — 40.07 100 Danskar krónur ....... — 551.95 100 Norskar krónur ....... — 533.25 100 Sænskar krónur ....... — 735.75 100 Finnsk mörk .......... — 11.93 100 Franskir Frankar ..... — 776.30 100 Belgiskir frankar .... — 76.40 100 Svissneskir frankar .. — 878,65 100 Gyllini .............. — 1010.40 100 Tékkneskar krónur .... — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk ..... — 913.65 1000 Lírur .............. — 61,32 100 Austurrískir sehillingar — 146.55 100 Pesetar .............. — 63.50 100 reikningskrónur Rússl. Rúmenía, Tékkóslóvakía Ungverjaland .......... — 100.14 Skráð jafngengi: Bandaríkjadollar L'martjfo^ .../ ’OE Lr. 5 95 Jfekla Austurstræti 14, Sími 11687. Sinfóníuhljómsveit fslands Hátíðatónleikor í Þjóðleikhúsinu þriðjud. 8. marz 1960 kl. 20,30 í tilefni af 10 ára afmæli hljósveitarinnar Stjórnandi: Dr. Róbert Arbraham Ottósson. Efnisskrá: Beethoven: Egunont-forleikur, op. 84, Páll ísólfsson: Lýrísk svíta (flutt í fyrsta sinn), Schubert: Sinfónía nr. 8, „Ófullgerða sinfónían". Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. w Fermingarúrin Við fluttum inn fermingarúrin fyrir ára- mót. Almenningur hefir, eins og við, fyrra fallið á við innkaup sin. Það gengur því nokkuð á birgðir okkar. Við bendum því okkar föstu og traustu við- skiptavinum á að velja fermingarúrið, heldur fyrr en seinna, meðan úrvalið er stærst. ífon Sipunítsson Skortyripaverzlun }} -y acjur <jnpur tií ijndió er æ t>VOTTAH«ISIO SAHJUM- se/zdumW' FJOIUCOTU I9B SIMI 17220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.