Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 6. marz 1960 MORGVISBLAÐIÐ 13 ~ * iT IIMiÍs r *JT „Fuglinn í fjörunni, hann heitir már“ REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 5. marz Ekld með glöðu geði Það tiltæki Breta, að opna nú í vikunni tvö „verndarsvæði" fyrir ólöglegar veiðar innan ís- lenzkrar fiskveiðilandhelgi, sýn- ir, að ákvörðun þeirra um að kalla herskip sín héðan, meðan á Genfarráðstefnunni stendur, er ekki gerð með glöðu geði. Þetta verður enn augljósara af yfir- gangi brezkra togara innan „verndarsvæðisins“ við Snæ- fellsnes. Skiljanlegt kann að vera, að brezkum togaramönnum sé nú gramt í geði. Frá því í september 1958 hafa brezkir togarar, hvort sem skipstjórar vildu eða ekki, orðið að fiska innan hinnar ís- lenzku fiskveiðilögsögu. Mörg dæmi eru þess, að skipstjórarnir hafi gert þetta þvernauðugir, einungis samkvæmt beinum fyr- irmælum herskipanna. Veiðarn- ar hafa yfirleitt ekki aðeins orð- ið Bretum til lítillar ánægju, heldur og til mikils tjóns. Sárir iiudan osigr mum Ofan á þetta bætist nú, að Bretar viðurkenna sjálfir að öll hafi herförin hingað orðið þeim til slíkrar skammar, að þeir sjálfra sín vegna hafa orðið að hætta við hana á meðan Genfar- ráðstefnan stendur yfir! Togara- mönnum finnst þess vegna með réttu, að þeir hafi verið hafðir að fíflum. Skapstillingin er þá ekki meiri en svo, að þeir gera sig bera að beinni skemmdar- starfsemi við íslenzka sjómenn undir lokin. Þetta gera sömu mennirnir og í öðru orðinu tala fagurlega um „bræðalag á hafinu“. Von er að íslendingum finnist lítið til um þá stórmennsku, er í þessu lýsir sér. Hugmyndir okkar um Breta voru aðrar. Ber vissulega að vona, að hinir vitrari menn þar í landi láti nú þessi mál svo til sín taka, að þessum skammar- lega ferli verði skjótlega lokið. Öld „fallbyssubáta-stjórnvizk- unnar“ er endanlega lokið í þess um hluta heims. Fer bezt á því, jafnvel fyrir þá, sem harma að svo er komið, að bera þann harm í hljóði og hegða sér fremur í samræmi við þær hugmyndir, sem Bretar vilja láta vera tengd- ar við orðið „gentleman". Agadir Eitt af kunnustu dæmum um ,fallbyssubáta-stjórnviskuna‘ var þegar Þýzkalandskeisari sendi fallbyssubátinn „Panther" til Agadir 1911. Sú'sending var gerð til að ögra Frökkum í kapphlaupi þeirra og Þjóðverja um nýlendur í Afríku. Munaði þá litlu, að heimsstyrjöld brytist út. Á henni varð þó þriggja ára frestur. Nú er svo komið, að Evrópu- menn eru að missa yfirráð sín í Afríku. Allra síst munu fslending ar harma það, því að okkur þyk- ir einsætt, að hver þjóð eigi án tillits til litarháttar að njóta síns eigin lands. Hitt er hryggðarefni að nú skuli Agadir svipað og var fyrir 49 árum aftur vera á allra vörum og að þessu sinni vegna ægilegs landsskjálfta, sem þar hefur orðið. Hamfarir náttúru- afla eru nógu ægilegar, þótt eigi sé bætt á vandræðin með óþörf- um ófriði. Vonandi líður ekki langur tími þangað til Afríku- þjóðir og aðrir, sem nú aru beittir kúgun, fái að njóta frelsis og sjálfstæðis. Fýla Framsóknar Fleiri en brezkir togaramenn eru í fýlu um þessar mundir. Af Tímanum sjást sár vonbrigði Framsóknarbroddanna yfir því, að deilan um afurðaverð til bænda skuli hafa leystst á far- sælan hátt. Tíminn er enn að rífast yfir því, að Sjálfstæðis- menn hafi ekki stöðvað útgáfu bráðabirgðalaga Alþýðuflokks- stjórnarinnar í september sl. — Þetta varð ekki gert nema með því að efna til stjómarkreppu, sem hefði getað haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Von Fram- sóknarbroddanna var raunar sú, að þá kynnu þeir að nýju að fá lykilstöðu í íslenzkum stjórnmál- um, vegna þess að alger klofn- ingur yrði milli Sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokks. Sjálf- stæðismenn sáu aldrei neina ástæðu til að búa þannig í hag- inn fyrir Framsókn. Þeir sögðu þegar í stað að málið myndi leys- ast á farsælan hátt, eftir kosning- ar, er friður fengist til þess að leita lausnar, sem flestir eða all- ir gætu við unað. Þegar á þing kom, reyndu Framsóknarmenn að hindra þetta og gerðu sitt til að koma í veg fyrir sættir í mál inu. — Hagsmunir bænda skiptu Fram- sóknarbroddana engu Skeleggur málsvari bænda, Jónas alþingismaður Pétursson, lýsti réttilega gangi þessara mála hér í blaðinu hinn 1. marz sl., er hann sagði: „En það er öllum alveg Ijóst, sem til þessara mála þekkja, að það samkomulag um endurskip- un 6 manna nefndar. og önnur atriði, er undirritað var af full- trúum bænda og neytenda á mið- nætti 14.—15 des. sl., hefði aldrei náðst, ef Alþingi hefði þá setið. Þetta vissi Eysteinn Jónsson og aðrir Framsóknarþingmenn. Þá voru það ekki hagsmunir bænda, sem þeir vildu tryggja. Nei. Þá mátti fórna hagsmunum bænda, ef unnt væri að skapa ríkisstjórn inni sem mesta erfiðleika. — Þá skiptu hagsmunir bænda Eystein Jónsson engu. Samkomulagið um breytingu þá á framleiðsluráðslögunum, sem nú er að ná samþykkt á Al- þingi, náðist fyrir einbeitta for- ystu Ingólfs Jónssonar, landbún- aðarráðherra. Það er skiljanleg tilraun Tím- ans að klóra yfir framkomu for- ystumanna Framsóknar í þessu máli. Framkoma þeirra er hins vegar með þeim endemum að bændur sjá hið rétta. Þen- munu átta sig á, að mestan og beztan þátt í farsælli lausn þessa máls á núverandi landbúnaðarráð herra, Ingólfur Jónsson“. „Vel mælt og drengilega46 Halldór Kristjánsson skrifar mikla grein í Tímann hinn 1. marz og rifjar þar upp ummæli, sem Bjarni Benediktsson við- hafði í fundarferð um Vestfirði vorið 1958. Hefur hann það eftir Bjarna, að hann hafi þá spurt, hver vildi ganga fram fyrir verka menn og benda á einhverja í þeirra hópi og segja: „Þú átt að vera atvinnulaus. Þú átt ekkert að fá að vinna“. Ennfremur minnir Halldór á, að Bjarni hafi talið, að hagfræði- legar tölur frá öðrum þjóðum um eðlilegt hlutfall milli fjárfesting- ar og þjóðartekna ættu takmark- að erindi til Islands og segðu lít- um það, hvað væri eðlilegt eða heppilegt hér. Hér væru upp- byggingarstörfin svo mikil. Halldór fer miklum viður- kenningarorðum um þessi ræðu- höld og segir: „Þetta fannst mönnum gott að heyra og þótti það vel mælt og drengilega. Þetta þótti mönnum líka skyn- samlega mælt“. „Með erlcndum lántökum44 ? En nokkuð verður frásögnin endaslepp hjá Halldóri, því að um veigamesta atriði efnahags- málanna, erlendu lántökurnar, rifjar hann þetta eitt upp úr Vest fjárðaræðunum 1958: „Þessari miklu fjárfestingar- þörf vildi ræðumaður svo mæta með meiri framleiðslu, hófsemi í lifnaðarháttum og erlendum lántökum". Það er rétt munað hjá Halldóri Kristjánssyni, að Bjarni Bene- diktsson varaði 1958 mjög við því að fara þannig að í efnahags- málum, að hér skapaðist atvinnu- leysi. Og eins benti hann á, að fjárfestingarþörf væri meiri á íslandi en í þeim löndum, sem miklu lengra væru á veg komin í uppbyggingu. Allt er þetta í jafnmiklu gildi nú og var 1958. Stefna núverandi ríkisstjórnar brýtur sízt í bága við þessi megin boðorð, eins og Halldór sýnist þó vilja vera láta. Frásögn Hall- dórs af skoðun Sjálfstæðismanna vorið 1958 á erlendum lántökum er og alveg villandi. Af því til- efni er ástæða til að rifja upp þaðj sem Morgunblaðið sagði hinn 24. júní 1958 af þessum ræðuhöld- um, sem Halldóri Kristjánssyni er svo tíðrætt um. „Hið ískyggi- le^asta er hallinn gagnvart útlöndum44 Undir þessari fyrirsögn, sem náði yfir þrjá dálka á fremstu síðu Morgunblaðsins 24. júní 1958, er þetta haft eftir Bjarna Benediktssyni um efnahagsmál- in: „Rétt væri, að fyrrverandi stjórnir hefðu ekki til hlítar ráð- ið við vanda efnahagsmálanna. En þó hefði nú mun verr til tek- izt en nokkru sinni áður. Undir- staða lækningarinnar væri, að menn gerðu sér grein fyrir ástæðunum til meinsemdar verð- bólgunnar. Þar kæmu þessi atriði einkum til: Nokkur verðbólga væri í flestum eða öllum frjálsum lýð- ræðislöndum. Hér væri því síður en svo um einstakt fyrirbæri að ræða, þegar velja ætti um at- vinnuleysi eða verðbólgu. Væru menn að vonum hikandi að velja „hæfilegt atvinnuleysi", er ýms- ir hagfræðingar teldu skilyrði þess að komið yrði í veg fyrir verðbólguna. Ekki væri um að villast að atvinnuleysi væri versta bölið. Vegna smæðar þjóðfélagsins er erfiðara að halda fullu jafn- vægi í íslenzku efnahagslífi en með hinum stærri þjóðfélögum Hallinn út á við Á Islandi þarf á skömmum tíma að byggja upp þjóðfélag, sem hundruð eða þúsund ár hafa verið að þróast annarsstað- ar. Þess vegna hlýtur hin svo- kallaða fjárfesting að verða meiri hér en víðast annarsstaðar. Loks er á það að líta að í sum- um verkalýðsfélögunum hafa fengið völdin menn, sem vilja nota afl þeirra til að sprengja fjárhagskerfið og þar með sjálft þjóðskipulagið. Til að ráða bót á þessu hefðu kommúnistar nú verið teknir inn í ríkisstjórn, en það hefði einungis gert illt verra. Verðbólgan hefði aldrei verið í örari vexti en nú og sjálfir stjórnarherrarnir, eins og Ey- steinn Jónsson, viðurkenndu að „bjargráðin" væru aðeins hálf- kák. -— Hið vertsa við ástandið nú er þó ekki álögurnar inn á við og skattaaukningin, þó að gífurleg sé. Hið ískyggilegasta er hallinn út á við og eyðsluskuldafjötur- inn, sem lagður er á þjóðina. Þessi lán eru ekki fengin með eðlilegum hætti, heldur sem af- leiðing þess, að stjórnin sveik loforð sitt um brottrekstur varn- arliðsins“. „Atvinnuleysi versta bölið44 Engin nýlunda er, að það sé borið á stjórnmálamenn, að þeir tali nokkuð með öðrum hætti, þegar þeir eru í stjórnarandstöðu en þegar þeir eru við völd. Þess vegna er það hið eftirtektar- verða við hin tilvitnuðu ummæli, að þau sanna, að stéfna Sjálf- stæðismanna er nú alveg hin sama og 1958. Þau lýsa raunsæu mati jafnt á viðfangsefnum 1958 og 1960. Stjórnarandstæðingar halda því að vísu nú fram, að ríkisstjórnin stefni að því, að skapa atvinnuleysi og stöðva framkvæmdir. Þetta er hið versta öfugmæli. Tilgangurinn með efnahagsráð stöfunum nú er einmitt sá, að koma í veg fyrir öngþveiti og atvinnuleysi, sem við blasti, ef ekkert var að gert. Mestu máli skiptir, að forðast versta bölið, atvinnuleysi. Undirstaða áfram- haldandi uppbyggingar í þjóð- félaginu er, að sleppa við hinn geigvænlega greiðsluhalla. Um- fram allt varð að komast úr svikamyllunni, sem krafðist sí- aukins innflutnings á hátollavör- um fyrir erlent lánsfé. Tekin hafa verið ný og ný eyðslulán, sem leggja skuldahelsi á þjóðina og hlóta að leiða til efnahagslegs ósjálfstæðis. Ein afleiðing þessa hefur komið fram í því, sem Ein- ar Olgeirsson fullyrðir, að þrátt fyrir allar kauphækkanir frá 1947 hafi lífskjörum almennings hrakað. Úr þessu ófremdar- ástandi verður þjóðin að komast. Það verður ekki gert með nein- um afturhaldsráðstöfunum, sem Framsókn og kommúnistar nú fjasa um. Heldur verður að gera það með því að sameina einstak- lingsfrelsi og íhlutun ríkisvalds á þann hátt, að full atvinna verði trýggð jafnframt því, sem komið verði í veg fyrir að kauphaekk- anir verði engum til gagns held- ur einungis til hindrunar eðlileg- um atvinnurekstri. Framkvæmd- ir og aukin afköst verða þá þjóð- inni allri, ekki sízt verkalýðnum að gagni. Með stórauknum al- mannatryggingum verður einnig séð betur fyrir hag hinna verst stæðu en nokkru sinni áður. „Miklu léttbærari í áðstaf amr íí Tvísögli Framsóknarbrodd- anna lýsir sér m. a. í því, að þeir hafa í nýlegri „ályktun aðalfund- ar miðstjórnar" flokksins sam- þykkt, „að erfiðleikum líðandi stundar í efnahagsmálunum hefði átt að mæta með miklu léttbærari ráðstöfunum en ríkis- stjórnin stofnar til — “. í ályktuninni er hins vegar vandlega þagað um, hverjar þess ar „léttbærari ráðstafanir" hefðu átt að vera. Það er hernaðar- Framh. á bs. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.