Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. marz 1960 Þegar ég lenti í bílslysinu, sagði fólkið „Þetta var henni mátulegí” ÞAÐ er ekkert auðvelt að fara að skrifa svona upp úr þurru um sjálfa sig. Þá er eins og hverfi allt í einu frá manni bæði minni og hugmyndaflug. Hvers er t. d. að minnast frá bernskunni. Bernskuárin liðu mörg í húsi uppi í sveit, skammt frá bænum Vercors. Þetta var á stríðsárunum. Við áttum heima í Lyons og faðir minn átti verksmiðju í Del- finato. En hann var orðinn þreyttur maður og dvaldist lengstum með fjölskyldu sinni uppi í sveit. Ég minnist þess, hve garðurinn var stór og kvöldin á stéttinni fyrir fram- an húsið voru guðdómleg. Ég var mjög ánægð með tilver- barn. En ég er hrædd um, að ég hafi um leið verið einmana una, enda var ég eftirlætis- barn. Foreldrar mínir voru dásamlegir og sama get ég sagt um bróður minn og syst- ur, en bæði voru allmiklu stærri en ég. Ég lifði því í rauninni eingöngu með pabba og mömmu. Annars er ég haldin undar- legri tilfinningu, sem mér finnst stundum óþægileg. Mér finnst eins og engin stór breyt ing, ekkert stökk hafi orðið milli bernskuunnar og full- orðinsáranna. Annaðhvort hef ég verið orðin fullorðin þegar ég var barn, eða ég er ennþá barn. Ég átti marga bekkjar- félaga, — samt undi ég aldrei í skólanum. Ég var alltof við- kvæm og næm og full af minnimáttarkennd. Ég stam- aði mikið, nú er ég búin að sigrast að mestu á því, en í þá daga var það ægilegt. Og svo lét mamma mig hafa hatt á höfðinu og ég var látin vera með fléttur, sem hinir krakk- arnir toguðu í. Ég var líka lát- in ganga í stígvélum sem náðu upp að hnjám meðan allir hin- ir krakkarnir voru í lágum skóm, — í stuttu máli, — harmleikur. Og svo það sem verst var, ég fékk alltaf beztu einkunnirnar. Ég var efst í bekknum. Ég var alltaf efst og alltaf var ég hædd fyrir það. Flutt til París En dag einn var styrjöldinni lokið og við fluttum frá Lyons til Parísar. Ég var orðin tólf ára, — einhver börn buðu mér í afmælisveizlu og allir í veizl unni stríddu mér og gerðu grín að mér, allt af sömu á- stæðunni. Börn eru vissulega oft harðlynd. Ég sneri grát- andi heim en daginn eftir var hörmunum lok’ð. yiétturnar vyru klir mér og ég fékk 1 i jpp frá þess- um d ég allt önnur marmesKja, úr mér hvarf allur beygur og ég fór að þora að hafa mig í frammi. En í rauninni var ég alltaf hamingjusömust heima. Ég lék mér mikið við sjálfa mig og las mikið. Já, mjög m'íkið. Fyrst las ég allar bækur sem venjulegt er að börn á þessum aldri lesi, en man nú ekkert úr þeim, — síðan las ég allt sem ég kom höndum yfir. Það var ekki mikið eftirlit með því heima, hvað maður las. Það er alltaf verið að skrifa um það, að ég hafi í æskunni lifað venjulegu lífi, en að ég hafi síðan skyndilega sprungið út sem rithöfundur, þegar ég var 18 ára. Þetta er ekki rétt. Það þróaðist allt saman smátt og smátt. Milli 12 og 17 ára ald- urs fór ég að svíkjast um í skólanum. Það var ómeðvituð afleiðing þess, hve ég hafði verið óhamingjusöm í barna- skólanum, og afleiðing ann- arra atburða. Mér leið illa í gagnfræðaskólanum. Ég eyddi hverjum deginum á fætur öðr um í að reika um strætin og skoða fólkið, að lesa og hugsa um tilveruna. Ég byrjaði á því að koma í veitingakjallarana í Saint- Germain-de-Brés (listamanna hverfi í París), þegar ég var 15 eða 16 ára. Ég fór að sækja böll með 17—18 ára ungling- um á hverju fimmtudags-, laugardags og sunnudags- kvöldi. Þau stóðu langt fram á nótt og voru dásamleg. Svo var maður að flýta sér á morgnana til þess að ná strætisvagninum og verða ekki of seinn í skólann. Oft fékk ég ákúrur, en ég hataði það, þegar verið var að tala um fyrir mér og segja mér að bæta ráð mitt. Ennþá líður mér illa og ég verð óhamingju söm, þegar fólk er að segja mér að bæta ráð mitt. Maður er eins og maður er og það er lang bezt. Líf manns breytist — ekki maður sjálfur Það eina sem getur breytt lífi manns er einhver sem elsk ar mann eða einhver sérstak- ur atburður, en að þeir geti breytt manni sjálfum, nei, það er útilokað. í mínu lífi hafa verið þrír örlagaríkir atburðir og þeir eru vinsældir bóka minna, hið fræga bílslys sem ég lenti í og hjónabandið. Peningarn'r sem ég fékk fyrir skáldsögurnar hafa vissu lega breytt lifnaðarháttum mínum, en hafa þeir nokkuð breytt sjálfri mér? Velgengni mín leyfir mér að lifa hátt og ég þarf ekki að vinna nema annað hvert ár. A þeim tíma- bilum, þegar ég er að skrifa, vinn ég reglulega öll kvöld. Jafnvel þó ég sé illa upp lögð vinn ég fram að miðnætti, en sé ég í góðu stuði, þá vinn ég áfram þangað til klukkan fimm, sex eða sjö um morgun- inn. Sarnt er það svo, að jafn- vel þegar ég er bezt upplögð, tekst mér aldrei að vinna eins mikið og ég hafði sett mér og ég er aldrei ánægð með árang- urinn. Ég skrifa ekki fyrir fólkið. Ég þekki góðar bækur og ég veit, að það þarf eitthvað til að skrifa slíkar bækur. Það þarf eitthvað til að skrifa góð- ar bækur. Mér finnst að enn hafi mér aldrei auðnazt að skrifa góða bók. Það eina sem ég leyfi mér að vona er að lesandinn finni hreiminn, röddina, finni að á bak við þessar línur er mannsandi. Trúi á heiðarleikann Fólkið heldur að ég beri ekki virðingu fyrir neinu, þó trúi ég á vissa hluti, til dæmis á heiðarleikann. Og mér finnst heiðarleikinn fela það í sér, að maður meti mikils hug- myndir sem eru einhvers virði. Það sem ég hef lært að meta æ meir eru bókmenntirn ar. Ég virði mikils líf annarra Francoise Sagan lýsir lífi sínu og þú ósjálfrátt um leið ástríð ur annarra af ýmsum gerðum, ástríður þeirra í ástinni, í líf- inu, í starfinu. Því að ástríður- eru aðeins ein hlið á því sem er kallað gjafmildi eða örlæti. Svo er það frelsið sem ég met mikils. Ég vænti þess að aðrir virði mitt frelsi vegna þess.að ég virði frelsi annarra. í hjónabandinu virðist það t. d. mögulegt, að tveir einstak- lingar hafi frelsi hvor við hlið annars. Annars langar mig ekki til að tala mikið um það. Þetta er viðkvæm tmál og persónulegt fyrir mig eins og blöðin hafa skrifað mikið um. En svo ég snúi aftur að því sem ég var að tala um, — segjum að annarhver maður hafi góða hæfileika til að að- laga sig og halda sér í jafn- vægi, meðan hinn helmingur inn hefur ekki slíka hæfileika. Hjúskapurnn er þolraun fyrir þá sem vilja hann. Minn hjú- skapur breytti lifnaðarháttum mínum nokkuð. Það er mjög mikill munur á því að eiga vini sem maður hittir við og við eða að búa stöðugt við hlið einhvers. Maður þarf allt- af að taka tillit til hins og get- ur það verið mjög þreytandi, sérstaklega ef hinn aðilinn er skapstirður. Francoise Sagan Hef jafnaðargeð. Ég held ég sé fremur ánægð með líf mitt eins og það er, enda held ég að það miði allt að því, að gefa mér jafnað- argeð. Ég leita ekki-í örvænt- ingu að öðru en ég hef og harma ekki það sem ég hef misst. Ég er umburðarlynd og tek lífinu eins og það er. Ég veit vel að fjöldi fólks fer að hlægja, þegar ég segi að ég hafi jafnaðargeð. Jafn- aðargeð þeirra er eingöngu fólgið í því, að gera allt var- lega og hófsamlega. En oft getur sá sem gerir eittihvað hófsamlega verið hræðilega út úr jafnvægi. Þeir framkvæma tóm heimskuverk og synda í þeim miðjum eins og fiskar. Fyrir mig er jafnaðargeðið að hátta á kvöldin og fara í rúmið laus við allan ótta og vakna hug- rökk að morgni. Nú sem stendur er ég eins og ég sagði áðan fremur á- nægð með líf mitt. Ég hef látið af ýmsum öfgum mín- um frá fyrri tíð. I hverju fólust þær:Ég átti hraðskreiða bíla, fór á dansleiki á hverju kvöldi, kom ekki heim fyrr en lýsti af degi, eyddi öllum tíma mínum á Bláströndinni, hafði alltaf í kringum mig hóp vina. Það sem nú hefur breytt þessu er bílleysið. Kynni mín af þjáningunni Ég ímyndað mér þangað til slysið varð, að ég væri ó- særandi. Ég hélt ekki að neitt gæti komið fyrir mig, ekki einu sinni, að ég gæti orðið veik. En þá skeði ógæfan á einu andartaki. Ég náði ekki meðvitund fyrr en eftir tvo daga. Ég mundi ekkert. Verstu þjáningarnar byrjuðu þó ekki fyrr en eftir þrjár vikur eða mánuð. Ég hafði orðið að þola margar skurðaðgerðir, síðan ætlaði ég að standa á fætur, en annar fóturinn lagðist mátt laus saman undir mér. Þá ímyndaði ég mér, að ég myndi verða örkulma alla ævi og ég var ógnarlega hrædd. Svo liðu þrír mánuðir áður en ég gæti farið að ganga. Allt fór vel á endanum, en dvölin á sjúkra húsinu í Garches var mikil- vægur reynslutími. Þarna var mér gefið nýtt deyfilyf gegn sársaukanum og ég hafði ekki lengur tilfinningu. Ég var eins og dýr, sem taug- arnar höfðu verið skornar úr. Ég fór stundum að gráta án þess að hafa hugmynd um hvers vegna, slíkt hafði aldrei komið fyrir mig áður. Þegar ég fékk að fara út úr sjúkraklefanum varð sjúkrahúsveran ennþá undar- legri. Allt í einu var ég kom- in inn í hóp af fólki sem var allt meira og minna geðbilað. Þessi litli lokaði heimur var eins og skopmynd af heimin- um útifyrir. Þarna var t. d. kona ein, sem hugsaði um ekk ert nema hundinn sinn, ímynd aðan hund, er aldrei hafði ver- ið til. Hún minnti mig á hina mörgu, sem tala um hæfileika sína eða menntun, sem þeir hafa aldrei öðlazt. Eftir sjúkarhúsvistina leið mér enn illa, vegna þsss að ég fékk ekki lengur deyfilyfið til að draga úr sársaukanum. — Taugarnar í fætinum voru bólgnar (ískiss). Fylgir því einhver hræðilegasti sársauki, sem hægt er að hugsa sér og kemur hann í hviðum. Ég var nú komin suður á suðurströnd Frakklands til vina minna. — Eftir tvo mánuði af heitum böðum, gönguf«rðum og c- vítamínum hafði ég loksins sigrazt á þessum þjáningum. Nú voru S£X mánuðir liðnir síðan slysið vildi til og á þessum tíma hafði ég mikið hugsað um sjúkdóma og þján ingu. Fram til þessa hafði ég ætlað að mesti sársaukinn væri fólginn í ógæfusamri ást. Nú skildi ég, að mesta þján- ing sem hægt er að hugsa sér er að vera veikur. Það er ekki hægt að hugsa sér neitt hræði legra en þegar maður missir heilsuna og verður sjúkur: Það er ekki nóg með það, að maður glati frelsi sínu, held- ur verður manni allt ómögu- legt. Þegar fólk talar nú við mig um hamingjuna, þá kem- ur mér aðeins eitt í hug, sú hamingja að vera góð til heils unnar. Mér líður vel af því, að ég er góð til heilsunnar og ég finn að ég er samstillt jörð inni, lífinu, ljósinu, samstillt allri tilverunni. Ég er ham- ingjusöm hvort sem ég á stefnumót með einhverjum Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.