Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 1
24 siður Átta f i s- lenzku sendi- nefnd- inni sem fer til Genfar BLAÐINU barst i gær eftirfar- andi fréttatilkynning um hvernig •endinefnd íslands á ráðstefn- unni um réttarreglur á hafinu verður skipuð: „Eins og kunnugt er, hefst í Genf hinn 17. marz nk. á vegum Sameinuðu þjóðanna önnur al- þjóðaráðstefna um réttarreglur á liafinu, og er hlutverk ráðstefn- unnar að setja reglur um víðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu. í sendinefnd íslands á ráð- atefnunni eiga þessir menn sæti: Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, formaður, Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, Hans G. Andersen, ambassador, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Henrik Sv. Björnsson, ráðu- neytisstjóri, Hermann Jónasson, fv. forsæt- isráðherra, tilnefndur af Fram- sóknarflokknum, Jón Jónsson, fiskifræðingur, Lúðvík Jósepssson, fv. ráð- ■herra, tilnefndur af Alþýðubanda laginu". Tveir famir — hinir fara um helgina. Tveir nefndarmanna, Hans G. Andersen, og Davíð Ólafsson fóru utan með flugvél á mánudags- morgun, en flestir aðrir munu fara um helgina, á laugardag eða mánudag, en ráðstefnan hefst á fimmtud í næstu viku, eins og áður er sagt. ----------------------------4 Á reki í WáShington 8. marz (NTB), Reuter). BANDARÍSKA flugvélamóður- skipiið „Kearsarge“ hefur bjarg- að fjórum rússneskum sjómönn- um, sem verið hafa á reki á Kyrrahafinu á landgöngubáti, hálffullum af sjó, í 49 sólar- hringa, Hermönnunum var bjarg að síöastliðinn sunnudag og voru þeir þá orðnir máttfarnir og þjakaðir eftir að hafa rekið rúm- lega 1,000 sjómílur og ekki haft nema þrjár dósir af niðursoðnu kjöti og eitt brauð sér til matar. Flugvélamóðurskipið fann bát- inn, sem er aðeins 16 metrar á lengd og illa farinn, vegna óveð- urs, um 1.000 sjómílum vestnorð vestur af Midway-eyju. Var þá mikill sjór kominn í bátinn, en fjórmenningarnir höfðust við á afturþiljum. Enginn fjórmenninganna tal- ar annað en rússnesku. Einn af áhöfn móöurskipsins gat gert sig skiljanlegan á því máli, og komst hann að því að hermennina hafði rekið til hafs í óveðri hinn 17. janúar sl. fyrir norðan japönsku eyjuna Hokkaido. Fundust iifandi í * rústunum Rábat, Marökkó, 8. marz. — (NTB — Reuter). — T V E I R Marokkóbúar fundust í dag lifandi í rústum Agadirborgar, átta dögum eftir að jarð- skjálftinn mikli lagði borgina í eyði. Voru þetta feðgar, faðir og sonur, og fundust þeir undir rústum byggingar í Talbordj-hverfinu, sem byggt var bæði Marokkó og Evrópumönnum. — Þetta hverfi varð einna verst úti í jarðskjálftun- um. — Björgun feðganna varð til þess að björgunarliðið lagði enn harðar að sér við leitina í rústunum í þeirri von að fleiri væru enn lifandi grafnir. Æ I isnum nyrbra í fyrri viku var innsti hluti Eyjafjarðar lagður all þykk Varnarbandalag Vesturheims um is, sem náði út fyrir Krossanes. Ekki var ísinn þó þykkari en það, að tog- skipin brutu scr leið um hann, þó smábátarnir kæm- ust ekki leiðar sinnar. Þarna sést strandferðaskipið Hekla brjóta sér rennu gegnum ís- breiðuna og sigla hiklaust inn til Akureyrar. Myndina tók Bjöm Pálsson úr sjúkra flugvél sinni. 49 daga Hermennirnir fjórir voru lagð ir á sjúkrastofu móðurskipsins, þar sem þeir verða undir læknis- höndum meðan skipið heldur áfram ferð sinni til San Frans- isco, en þangað er það væntan- legt 13. þ. m. Þeir hafa létzt um 20 kíló vegna matarskorts, en þeim lán- aðist að safna regnvatni til drykkjar. WASHINGTON, 8. marz. EISENHOWER forseti flutti í kvöld bandarísku þjóðinni Þjóðverjar greiða Dönitm bætur KAUPMANNAHÖFN, 8. marz (NTB). — Gengið hefur verið frá bráðabirgðatillögum um bóta greiðslur frá Vestur Þýzkalandi til fyrrverandi pólitískra fanga í Danmörku, sem teknir voru fast ír á hernámsárunum. Er það gert ráð fyrir því að fangar sem sendir voru til Þýzkalands fái greiddar 100 danskar krónur fyr- ir hverja byrjaða viku í fanga- búðum, en þeir sem sátu í fanga- búðum í Danmörku fái greiddar helmingi minni bætur. Þeir fangar sem urðu að þola sérlega slæma aðbúð, fái aukalega greiddar þjáningarbætur. Gyðingar, sem flúðu til Svíþjóð ar og þeir meðlimir mótstöðu- hreyfingarinnar, sem ekki voru fangelsaðir en biðu tjón við að geta ekki lokið námi á réttum tírna, fá engar bætur. Tilraun til samstöbu París, 8. mars (NTB—Reuter) FULLTRÚAR Bandaríkjanna, Bretlands, Kanada, Frakklands og Italíu komu saman til fund- ar í París í dag til að reyna að undirbúa sameiginlega stefnu- skrá fyrir væntanlega afvopnun- arráðstefnu, sem hefst í Genf 15. þ. m., en þar munu að auki mæta I fulltrúar frá Sovétríkjunum, ÍPóllandi, Rúmeníu, Tékkó- slóvakíu og Búlgaríu. Parísarfundurinn mun standa í tvo daga og verður þar reynt að jafna skoðanamismun sem rikir milli Bandaríkjanna og Bretlands annars vegar og Frakk lands hins vegar. Fulltrúi franska utanríkisráðu neytisins segir að ekki sé um að ræða neinn grundvallarmis- mun á skoðunum Bandaríkjanna og Frakklands, nema ef til vill hvað snertir á hvaða tíma af- vopnunin á að fara fram. skýrslu um ferð sína um Suð- ur-Ameríku. Var henni bæði útvarpað og sjónvarpað. Sagði forsetinn að Brazilía, Argentína, Chile og Uruguay beri sömu virðingu fyrir frelsi, mann réttindum, lögum og réttlátum friði og gert er í Bandaríkjun- um. Eisenhower sagði að þessi fjögur lönd væru ákveðin í því að vinna að auknum framför- um og að bættum lífsskilyrðum. Þótt Suður-Ameríkulöndin eigi mörg sameiginleg vandamál, vegna legu þeirra, hafi þó hvert þeirra sína sérstöðu, sem taka Spring- ur hún? Nýju Delhi, Indlandi, 8. marz (Reuter). INDVERSKUR þingmaður sagði í dag að Kínverjar mundu sprengja kjarnorkusprengju, sem framleidd væri með aðstoð Rússa, að morgni dags hinn 28. marz n.k. Dr. Raghuvira, sem er þing- iv.aður Congress flokksins, sagði að rússneskir sérfræðingar hefðu aðstoðað við undirbúning að kjarnorkusprengingunni, sem íramkvæmd verður á Gobi eyði- mörkinm., Ekki vildi Raghuvira láta uppi hvaðan upplýsingarnar voru fegnar, en sagðist hafa fengið áreiðanlegar upplýsingar frá sömu aðilum á undanförnum ár- um. Rússneskur kjarnorkuvísinda- maður, Vassily S. Emelyanov prófessor, sem er staddur á Ind- Framh. á bls. 2 verður tillit til hvað varðar bandaríska samvinnu. Aðstoð Bandaríkjanna hefur stuðlað að miklum framförum, en öll uppbyggingaráform eru fyrst og fremst háð framlögum landanna sjálfra. Forsetinn lagði áherzlu á að margskonar misskilningur ríkti milli Bandaríkjanna og Suður- Ameríku og endurtók að Banda- ríkin hefðu skuldbundið sig til að standa við Rio-sáttmálann um sameigilegar varnir Vesturheims. Batnandi síldvciði við Noreg BERGEN, 8. marz. — (NTB) — Norska síldarsalan hefur til- kynnt að sl. mánudag á miðnætti hafi verið búið að landa 863.455 hektólítrum af vorsíld að verð- mæti n. kr. 20.722.920,— Á sama tima í fyrra var aflinn 711.265 hl. að verðmæti 15,6 millj. n. kr. Aflinn á mánudag var 90.755 hl. 88 þús. hl voru ísaðir til út- flutnings, 146 þús. hl. fóru í fryst- ingu, 78 þús. hl. í salt, 40 þús. hl. í niðursuðu og 479 þús. hL í bræðslu. □--------------□ Miðvikudagur 9. marz. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Iðnlærðir menn flykkjast 4 námskeið. — 6: Hæstaréttardómur. — 8: Fréttir. — 10: Kvennadálkar. — 12: Ritstjórnargreinar: Friðarspill* ir. — Einn kemur . . « — 13: Ný flokkssaga. — 15 og 16: Lesbók barnanna. — 22: Skák. — Kvikmyndir. — íþróttir. □---------------------------□

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.