Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 23
MiðvHcudagur 9. marz 196(T MORGUNBLAÐ1Ð 23 A 10 ára aimæli Sinfóníuhljómsveifarinnar: Hljómsveitin hefur áft þann eig- inleika oð hrífast af verkum sínum í GÆR voru haldnir með viffhöfn í Þjóðleikhúsinu, — 10 ára af- mælistónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Viffstödd tónleik- ana voiru m.a. forsetahjónin, ráff- herrar og sendimenn erlendra ríkja. í upphafi var leikinn þjóff- söngurinn, þvinæst tók til máls Gylfi Þ. Gislason menntamála- ráðherra og sagði m.a.: Höfum viff efni á því aff vera íslendingar? Hvað er okkur efst í huga á þessari hátíðastundu, þegar minnzt er 10 ára afmælis Sin- fóníuhljómsveitar íslands? Er það þakklæti til brautryðjenda íslenzks tónlistarlífs, — þeirra sem af listrænum áhuga og með fórnfúsu starfi sáðu þeim fræj- um, sem síðan hafa borið ávöxt í sívaxandi tónlistaráhuga og sí- batnandi tónmennt? Þessara manna er sannarlega ljúft og skylt að minnast, þó engin nöfn verði hér enefnd. An þeirra hefðu Islendingar ekki eignazt Sin- fóníuhljómsveit jafn snemma á þroskaferli íslenzkrar tónmenn- ingar og raun ber vitni. Eða er það kannske þakklæti til mannanna, sem beittu sér fyr- ir stofnun þessar hljómsveitar fyrir 10 árum, eða þeirra, sem — Neyðarkall Framh. af bls. 24. Hafði síðasta kallið, sem átti að vera frá skipinu, borizt kl. 12.53, og það verið miðað. Leit út fyrir að kallið kæmi alls ekki frá hafinu sunnan við ísland, heldur frá New Jersey, einhvers staðar í nánd við borgina Trent- on. Var rannsókn í fullum gangi í gær, og álitið að „radíóamatör“ á þessum slóðum hefði sent „neyðarkallið“. Ekki veit blaðið um íslenzk skip, sem voru á þessum slóðum, en veðurskipið Indía, sem er undir brezkri stjórn, fór á stað- inn og eins tvær flugvélar, önn- ur frá Prestwick og hin frá Kefla víkurflugvelli. Mega affeins senda á ákveffnu sviffi í gærkvöldi átti blaðið tal við Carl J. Eiríksson, rafmagnsverk- fræðing hjá Landsímanum. — Sagið hann að í Bandaríkjunum væri geysimikið um radíóama- töra, skiptu þeir tugum þúsunda. Hefðu þeir leyfi til að senda með tækjum sínum á ákveðnu sviði, og notuðu sumir það ákaflega mikið. Aftur á móti væri þeim algerlega bannað að senda á öðr- um sviðum. Ef hér hefir verið um radíó- amatör að ræða, hafi hann gerzt marg-brotlegur við lögin, ekki einungis sent á öðru sviði en honum er leyfilegt, heldur einn- ig sent neyðarkall og gefið upp rangt kallmerki, sem benti til að um skip frá Ósló væri að ræða. Sagði hann að fyrst þegar slíkt kall heyrðist gæti verið alveg ógerlegt að segja um hvaðan það bærist, jafnvel þó sendistöðin væri allnálægt. En ef farið væri að miða hana út, væri öðru máli að gegna. Leiðrétting f frétt af ferðalagi á Fjarðar- heiði í blaðinu í gær, misritað- ist nafn Þorbjörns Arnoddsson- ar, eiganda snjóbílsins, en hann var sagður Arnórssoa. hafa starfað í henni og fyrir hana í þennan áratug? Þeir eiga allir skilið þakkir okkar hinna, þakk- ir þjóðarinnar allrar fyrir þjón- ustu sína og göfuga menningar- viðleitni. Eða var það kannske í huga einhverra nú á þessari stundu, spurningin um, — hvort við höf- um í raun og veru efni á þessu, að halda uppi íslenzkri sinfóníu- hljómsveit. Þeirri spurningu vil ég einmitt nú, á þessum stað og á þessari stundu svara með ann- arri spurningu: — Höfum við efni á því að vera íslendingar. Það er dýrt að vilja vera fslend- ingur og vera það. Stórátök í tónlistarlífi Næstur tók til mál Jón Þórar- insson, framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar og sagði hann m.a.: „Því er ekki að leyna, að braut in hefur hvorki verið slétt né krókalaus og þegar litið er um öxl verður ljóst, að ýmislegt hefði niátt betur fara. Er það sem vænta má, því hvergi annars staðar í heiminum mun hafa verið ráðizt í önnur eins stórátök til eflingar tónlistarlífi á jafn skömmum tíma og við sambæri- leg skilyrði. Því hefur ekki verið unnt nema að litlu leyti að styðj- ast við reynslu annarra þjóða og innlend reynsla engin til að byggja á í þessu efni. Fyrir okkur, sem næst stöndum Sinfóníuhljómsveit íslands er þetta 10 ára afmæli hennar ekki nein sigurhátíð, heldur fyrst og fremst sjónarhóll þar sem við l emurn staðar litla stund og lít- um yfir farinn veg ekki sízt til að glöggva okkur á þeim víxl- sporum, sem við höfum vissulega stigið og reyna að draga af þeim einhverja þá lærdóma, sem gagns gætu orðið í framtíðinni. Er hér margs að gæta, því að starf hljóm sveitarinnar í þennan áratug er orðið býsna margþætt. Benda má á, að þótt hlutverk stofnunar sem þessarar sé það fyrst og fremst að koma fram fyrir almenning er þó meginhluti starfsins unninn í kyrrþey á löng um og lýjandi æfingum. Það hefur verið gæfa þessara hljómsveitar, að hún á í ríkum mæli þann eiginleika að hrífast af verkefnum sínum og því hefur hún valdið ýmsum þeim viðfangs efnum, sem annars hefðu verið talin ofviða. Hafa margir erlend ir stjórnendur, sem hér hafa ver- ið haft orð á þessu. Beztir þegar mest á reyndi Um hljóðfæraleikaranna, sagði Jón, vil ég leyfa mér að segja það í áheyrn þeirra sjálfra og al- þjóðar, að þeir hafa að mínu viti reynzt því betur, sem meiri listrænar kröfur voru til þeirra gerðar. Fyrir þetta og fyrir sam- starl undanfarinna tíu ára vil ég við þetta tækifæri flytja þeim þakkir, bæði þeim sem sitja hér nú og þeim sem fjarri eru en hafa á liðnum árum lagt sinn skerf til að hljómsveitin hefur náð þeim árangri í starfi sem raun er á. Jón Þórarinsson tók einnig fram eftirfarandi: — Án stuðn- ings ríkisins og Reykjavíkurbæj- ar og án samstarfs við Ríkisút- varp og Þjóðleikhús hefði Sin- fóníuhljómsveit á íslandi ekki minnzt 10 ára afmælís síns í dag. Að lokum sagði Jón'. Sinfóníuhljómsveit íslands vill ekki vera baggi á þjóðinni. Hún vill á sinn hátt vinna fyrir hverj um þeim eyri, sem til hennar rennur. Hún vill eftir beztu getu fylla þann sess, sem henni ber, sem hún nú um sinn hefur reynt að skipa í gróandi íslenzku menn- ingarlífi. Hljómleikarnir Að ræðuhöldum þessum lokn- um gekk stjórnandinn Róbert A. Ottósson fram og hófust hljóm- leikarnir. Viðfangsefni Sinfóníu- hljómsveitarinnar að þessu sinni voru: Egmont-forleikurinn eftir Beethoven. Þá var frumflutt lýr- isk svíta eftir dr. Pál ísólfsson og að lokum flutt Sinfónía nr. 8. Var stjórnanda hljómsveitannn- ar og hljómsveitinni sjálfri fagn að ákafar og innilegar en nokkru sinni fyrr, á þessum heiðursdegi hennar. Sýnír í Mólorn- gluggnnum G A M A L L Reykvíkingur, Jón Bjarnason, trésmiður, sýnir nú 1 Málaraglugganum 12 olíumál- verk. Jón er 71 árs að aldri og hann hefur fengizt við teikningu og listmálun í frístundum í um sextíu ár. Hann var á teikniskóla hjá Stefáni Einarssyni á barna- skólaaldri og hefur veriff virkur meðlimur í félagi frístundamál- ara. Jón sýndi fyrir skemmstu í Mokkakaffi. Stjórn slysavarnadeildarinnar Unnar á Patreksfirffi skipa þess- ar konur, taliff frá vinstri: Sigríffur Hansen, Elínborg Þórarins- dóttir, Þórunn Sigurffardóttir, formaffur, Jóhanna Kristjáns- dóttir, Kristbjörg Olsen og María Jóakimsdóttir. — Sjá frétt á bls. 9. Til fyrrverandi lesenda ísafoldar & Varðar Vinsamlegast sendið sem allra fyrst svör við bréfi útgáfustjórn- arinnar dags. 8, jan. sl. viðvíkj- andi kaupum á Morgunblaðinu. Jlltfnitistlifafrife Eiginmaður minn, DAVlÐ JÓHANNESSON lézt 8. þ.m. Sigrún Arnadóttir Móðir mín, ANNA STEFÁNSDÓTTIR prestsekkja frá Stað Súgandafirði andaðist 5. marz. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna: Brynjólfur Þorvarðsson Kveðjuathöfn um móður okkar og fósturmóður STEINUNNI JÓNSDÓTTUR frá Gauksstöðum, fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 10. marz kl. 2. Jarðsett verður frá, Útskálakirkju laugardaginn 12. marz kl. 2 s.d. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti Slysavarnarfélag Islands njóta þess. Börn og fóstursonur. Móðir okkar, HANNA ZOEGA verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudag. 11. marz kl. 10,30 árd. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Barnaspítala- sjóð Hringsins. Nanna, Svava og Sveinn Zoega Útför ÁRNA MAGN0SSONAR frá Iðunnarstöðum, fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 12. marz kl. 14. Blóm eru vinsamlega afbeðin, en þeim, sem vildu minn- ast hans er bent á að láta Sjúkrahús Akraness njóta þess. Systurnar. Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, guðbjargar Þ. KRISTJANSDÓTTUR og heiðruðu minningu hennar á einn og annan hátt. Sérstaklega þökkum við Ástríði Pálsdóttur og Sigur- borgu Jakobsdóttur, Mánagötu 22, (sem hún dvaldi hér síðast hjá) fyrir sérstaka nærgætni og ástúð, sem þær auðsýndu henni til hinztu stundar. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Gunnarsson, Bergþóra Haraldsdóttir Kristbjörg Gunnarsdóttir, Ingólfur Magnússon, Kristín Valdemarsdóttir, Þorgils Georgsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.