Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 9. marz 1960
MORGUNBIAÐIÐ
17
— Ný flokkssaga
Framh. aí bls. 13
▼erkamanna á Ítalíu, Frakklandi
og fjölda annarra landa mikil og
þung högg.“
í>á eru allsherjarbyltingar í
Austur-Evrópu sagðar hafa leitt
til valdatöku kommúnista í þess-
um löndum og aðstoð fró Sovét-
ríkjunum á að hafa „ráðið úr-
slitum í frelsisbaráttu" þessara
þjóða. „Það er nærveru sovézkra
(hersveita í alíþýðulýðveldunum
að þakka, að þróun sósíalismans
gekk greiðlega og gagnbyltingar.
öflin innan lands gátu ekki hrund
ið af stað borgarastyrjöld."
Minnzt er á Tékkóslóvakíu
sambandi við aðrar þær þjóðir,
sem „sneru baki við auðvalds-
skipulaginu í Evrópu", en ekki
vikið að stjórnarbyltingunni í
febrúar 1948, sem stjórnað var
frá Moskvu og leiddi til þess, að
kommúnistar, er voru í minni-
hluta settust við völd.
Ekki er getið um flutninga-
bann Rússa til Vestur-Berlínar
1948—49 og aðeins drepið laus-
lega á Kóreu, þar sem Sovétríkin
eru lofuð fyrir að hafa „komið
því til leiðar, að fundin var frið-
samleg lausn á Kóreuvandamál-
inu.“ Ekki er heldur skýrt neitt
frá viðbrögðum Sameinuðu þjóð-
anna og yfirlýsingu þeirra um, að
Norður-Kóreustjórn og Rauða-
Kína séu árásaraðilar, heldur er
spiluð gömul áróðursplata komm
únista um, að árás Bandaríkj
anna hafi verið „ógnun við kín-
verska alþýðulýðveldið, svo að
kínverskir sjálfboðaliðar hafi
komið íbúum Kóreu til hjálpar.“
„Skylda Sovétríkjanna við um-
heiminn"
Að lokum er það tvennt, sem
sýnir ljóslega áróðurshlutverk
bókarinnar, kaflarnir um sam-
skipti Sovétríkjanna og Júgó
slavíu og um ungversku upp-
reisnina 1956. Ungverska bylting
in er kölluð „gagnbylting", sem
var „hrundið af stað af imperíal-
istum.“ Af þessum sökum, segir
í flokkssögunni, urðu Sovétríkin
að koma ungversku þjóðinni til
hjálpar, „enda hafði ungverska
stjórnin þá beðið um aðstoð og
var það í samræmi við alþjóða
skyldu Sovétríkjanna við um-
heiminn að framkvæma hana.“
í 16. kafla er sagt nokkuð ítar-
lega frá stofnun Kominform árið
1947, þ. e. upplýsingaskrifstofu
kommúnista. Stalín og Lavrenti
Beria, innanríkisráðherra, sem
tekinn var af lífi 1953, er kennt
um vinaslit þau, er urðu með
kominformflokkunum og komm-
únistaflokki Júgóslavíu. Frá
þessu segir þannig:
„Þegar viðleitnin til þess að
jafna þennan ágreining (við
Júgóslavíu) stóð sem hæst, gerði
I. V. Stalín alvarlega skissu ....
Öll bönd milli kommúnistaflokks
Sovétríkjanna og kommúnista-
flokks Júgóslavíu voru rofin.
Fjandsamleg viðbrögð Beria og
áhangenda hans urðu þess vald-
andi, að nokkrar staðlausar ásak-
anir voru bornar á flokksleið-
toga Júgóslavíu."
Víða í bókinni er haldið á lofti
nokkrum grundvallaratriðum í
kenningu leninista um járnaga
innan flokksins, „lýðræðislega"
miðstjóm og sjálfsgagnrýni af
hálfu floksmeðlima. Trú þeirra
Lenins og Stalíns á framtíðar-
sigur kommúnismans birtist einn
ig í þessum orðum: „Barátta hinn
ar vinnandi stéttar fyrir sigri
sósíalismans og kommúnismans í
gervöllum heiminum.“
Við lestur þessarar nýju flokks
sögu verður mönnum ljóst, að
tilgangurinn með henni er að
sýna „reynsluna, sem fengizt hef-
ur í baráttunni gegn oki arð-
ræningjanna og fyrir uppbygg
ingu kommúnismans." Það er
ekki að efa, að hún eigi eftir að
verða leiðarvísir ótal skipuleggj-
ara kommúnista, njósnara og
undirróðurs- og áróðursmanna
um allan hekn og úrslitavaldið
í deilum um kenningar kommún-
ismarvs og stefnu.
Hljósn-
leskar
GUÐRÚN Þorsteinsdóttir frá
Akureyri hélt nýlega tónleika á
vegum Tónlistarfélagsins, sem
teljast verða til stórviðburða
íslenzku tónlistarlífi. Látleysi,
næmleiki og skáldleg tilþrif
samfara frábærum dugnaði, sem
henni er ailt gefið í ríkum mæli,
skipa henni sess meðal framtíð-
arpianista.
Nýtt félag ungra tónskálda og
tónjistarmanna, Musica Nova,
hélt nýlega fyrstu hljómleika
sína í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu
húsi hrifinna áheyrenda. Allir
listvinir fagna þessum nýja fé-
agsskap og þó einkum yngri kyn-
slóðin, sem beinlínis hefir beðið
eftir því, og uppá síðkastið með
nokkrum óróleika að slík sam-
tök yrðu til hér. Flutt voru verk
eftir Beethoven, Prokofiff, Hugo
Wolf og Ibsen. Kristinn Hallsson,
Gísli Magnúss., Peter Ramm, Karl
Lang, Gunnar Egilsson, Sigurður
Markússon, Olav Klamand, Ing-
var Jónasson og Einar Svein-
björnsson fluttu verkin. Stofnun
þessa nýja félagsskapar ber
ánægjulegan vott grósku í ís-
lenzku tónlistarlífi enda var tón-
leikunum tekið með mikilli hrifn
ingu.
Þrír tónleikar voru í vikunni
sem leið í tilefni 150 ára afmæl-
is Chopin. Hátíðatónleikar í
Þjóðleikhúsinu á vegum Sin-
fóníuhljómsveitar Islands undir
stjórn pólska stjórnandans Boh
dan Wodiczko, en einleikarar
voru Jórunn Viðar og Rögn
valdur Sigurjónsson. Tónleik-
arnir voru glæsilegir og ánægju
legir og var stjórnanda og ein-
leikurum ákaft fagnað. Flutt
var auk tveggja verka eftir
Chopin, Grand Polonaise brill-
ante (einleikari Jórunn Viðar)
og Píanókonsert nr. 1 (einleik-
ari Rögnvaldur Sigurgeirsson),
tvö verk eftir samtíðarmann
Chopins, Moniuszko.
1 Austurbæjarbíói voru tvennir
tónleikar á vegum Tónlistarfé-
lagsins einnig helgaðir Chopin
og einungis flutt verk hans.
Komu þar fram þrír píanistar,
Gísli Magnússon, Rögnvaldur
Sigurgeirsson og Ásgeir Bein-
teinsson. Hvert sæti var skipað
í salnum bæði kvöldin og hrifn-
ing áheyrenda mkiil.
Vikar.
Veizlugestir
urðu að gista
FINNBOGASTÖÐUM, 4. marz.
— Guðjón Guðmundscon, hrepp-
stjóri Ámeshrepps, sem varð 70
ára 5. febrúar síðastliðinn, en var
þá staddur í Reykjavík, hélt upp
á afmæli sitt í fyrradag. Um 40
gestir mættu til afmælishófsins
og var veitt af mikilli rausn og
höfðingsskap í hvívetna. Urðu
margir veizlugesta að gista hjá
hreppstjóranum um nóttina, því
seinnihlutann í fyrradag skall á
N-stórhríð með 13 stiga frostL
Komst veðurhæðin upp í 12 vind-
stig um kvöldið.
Margar ræður voru fluttar tll
hreppstjórans, og að lokum tal-
aði Guðjón hreppstjóri og þakk-
aði fólkinu komuna og alla vel-
vild í sinn garð, en harmaði að
veðráttan hefði verið svo óhag-
stæð, að fleiri gestir gátu ekki
komið. — Regína.
. Danskynning
Tvisvoi sinnun '
A . — M J . . MM 1 > MA .( » > > M>% 1> » f» ff Al f r) A « f> f A rf f 1 O 1 1 f 1 AM D11 m J
jöfn atkvæði
Sauðárkóki, 7. marz.
FYRIR HELGI var haldinn \
fundur í verkamannafélaginu l
Fram á Sauðárkróki, og átti að I
kjósa stjórn og aðra ráðamenn
félagsins á þessum fundi. —
Fram komu tveir listar, A-
llisti, borinn fram af stjórn og
trúnaðarmannaráði félagsins
og B-listi, borinn fram af Ola
\adnegaard. Úrslit urðu þau
að listarnir fengu jöfn atkv.,
24 hvor. Samkomulag varð um
að láta fara fram allsherjar-
atkvæðagreiðslu og kom hún
til framkvæmda síðastliðinn
laugardag og sunnudag.
Að kosningu lokinni voru
atkvæði talin og það merki-
Iega kom í Ijós, að atkvæði
voru aftur jöfn, eða 52 fyrir
hvorn lista. Um tvöhundruð
voru á kjörskrá, en þar af
voru fjörutíu fjarverandi.
I ráði mun vera að reyna
enn með allsherjaratkvæða-
greiðslu um næstu helgi.
— Guðjón.
Á undanförnum árum hafa veit-
ingahús í Reykjavík gert tals-
vert að því, að fá söng- og ýmsa
skemmtiskrafta erlendis frá til
þess að koma fram og auka á
fjölbreytni þeirra, gestum til
meiri ánægju. Ennfremur fölgar
okkar íslenzku dægurlagasöngv-
urum einnig og margir þeirra eru
það vinsælir að veitingahúsa-
gestum verður jafnvel á að hugsa
sem svo, — að stundum séu for-
stöðumenn skemmtistaðanna ó-
þarflega ginkeyptir á hina er-
lendu og væri eðlilegra að þeir
litu sér nær í þessu efni.
Nú hefur eitt af danshúsum
borgarinnar, Þórskaffi, sem er í
alla staði mjög vistlegur skemmti
staður runnið á vaðið með ný-
breytni til að auka á dansskemmt
anir fólks og gefa dansinum stíl-
hreinni blæ en ella. Það er und-
anfarið hefur farið þar fram dans
sýnikennsla, er þau Guðlaugur
Bergmann og Aðalheiður Þor-
steinsdóttir hafa annast ásamt 8
—10 öðrum danspörum á mið-
viku- og föstudagskvöldum. —
Kynnir sýningarinnar hefur ver-
ið Pétur Guðjónsson.
Þessi ungu danspör hafa að
undanförnu sýnt og leiðbeint
gestum hússins í oha-cha-oha
dansi og fleiri dönsum, er mest
eru í tízku um þessar mundir.
Þó hér sé um nýbreytni að ræða
hérlendis hvað þetta snertir, þá
mun svipað fyrirkomulag tíðkast
víða erlendis, t. d. í dansklúbb-
um“ í Svíþjóð, þó aðallega meðal
yngri kynslóðarinnar, — þar er
talið að þessi háttur á danskynn-
ingu verði til þess að fá enn
fleiri með í dansinn sér og öðr-
um til meiri gleði, en bægi frem-
ur feimnum æskulýð frá því að
taka sér „glas“, til þess að fá
í sig kjark til að fara út á dans-
gólfið.
Þetta unga og geðþekka dans-
par ,Gulli og Heiða“, eru bæði
mjög þjálfuð sem „amatör“-dans
arar eftir að þau hafa fengið
sína undirstöðu í dansmennt, þó
sérstaklega Heiða í dansskóla
Jóns Valgeirs.
Það er vonandi að danskynn-
ing sem þessi í Þórskaffi eða í
öðru formi eigi eftir að ryðja sér
til rúms, verða vinsæl, stuðla
að meiri dansmennt og síðast en
ekki sízt að fá alla eða sem flesta
er á annað borð sækja dans-
skemmtanir til að vera þátttak-
endur í dansgleðinni, þessari sí-
gildu íþrótt, en gleyma frekar
,glasinu“. —E.M.
Fiskskemmdir í Jamaica
ÞANN 17. febrúar sl. birtist í
nokkrum dagblöðum Reykjavík-
ur greinargerð þeirra Kristjáns
Einarssonar og Jóns Axels Pét-
urssonar, vegna ferðar er þeir
fóru á vegum S.Í.F. til þess að
athuga kvartanir kaupenda á
Jamaica, vegna gæða á íslenzk-
um saltfiski er þangað hafði ver-
ið seldur.
Aðal-niðurstaða þessara grein
argerðar virtist vera að fi.skur
frá einum framleiðanda á fslandi
hefði verið skemmdur og hann
síðan skemmt útfrá sér annan
fisk.
Flest dagblöð og tvö vikublöð
í Reykjavík hafa skrifað um
þetta mál á þessum grundvelli,
málið því almennt afgreitt á
þennan einfalda hátt.
Eftir að ég hefi kynnt mér ým-
is gögn þessu viðkomandi, finnst
mér málið alls ekki svona ein-
falt, heldur vert að athuga það
lítið eitt nánar.
Meðferð fisksins í vörzlu
kaupenda.
Flutningar og geymsla á salt-
fiski 1 hitabeltislöndunum er
mjög háð lofthita, loftraka svo og
útbúnaði flutningatækja og
geymsluhúsa. Kanadamenn, sem
selja mikið af saltfiski til Mið-
og Suður-Ameríku, hafa látið
rannsaka vísindalega geymslu-
þol saltfisks á mismunandi þurrk
stigum, miðað við mismunandi
lofthita og loftraka (Skýrsla At-
lantshafsstöðvar rannsóknar-
nefndar Kanada).
í fréttatilkynningu þeirra Krist
jáns Einarssonar og Jóns Axels
Péturssonar í Morgunblaðinu 17.
febr. sl. segir m.a. um geyrnslu
íslenzka fisksins í vörzlu kaup-
enda:
.....,Létum við í Ijósi undrun
okkar yfir því að nokkrum dytti
í hug að geyma saltfisk í ókæld-
um geymslum í loftslagi Jama-
ica, þar sem hitinn er frá 28—
32°C og þar yfir og loftið mjög
rakt“........
Þetta er vissulega rétt athuga-
semd hjá sendimönnum 8.Í.F.
Kaupandi á hinsvegar að hafa
svarað því að þetta þyldi New-
Foundlandsfiskurinn. Þessi full-
yrðing kaupanda afsannast með
niðurstöðum rannsóknar Kanada
manna, sem verður vikið að hér
á eftir.
Það sem ég vil vekja athygli á
í samandi við geymslu fisksins
í vörzlu kaupanda er eftirfar-
andi:
1. Sé lofthiti og aðrar geymslu-
aðstæður á Jamaica (saman-
ber upplýsingar Kristjáns og
Jóns Axels, svo og upplýsing-
ar Veðurstofu íslands) viðkom
andi geymslu hins íslenzka
fisks, borið saman við töflu
hinnar kanadisku rannsóknar,
verður að álita að íslenzki fisk
urinn hafi verið orðinn soð-
inn, blautur og gulur, eftir 2
vikur frá því að honum var
skipað upp í Jamaica, jafnvel
þótt hann hefði verið töluvert
meira þurrkaður heldur en að
hámarksvatnsinnihaldi því
sem ákveðið er fyrir þennan
markað.
2. Það er ekki kunnugt um að
kaupendur hafi gert nema at-
hugasemd um gæði við upp-
skipun fisksins í Jamaica.
3. Eftir því sem bezt er vitað
er fyrsta kvörtun kaupenda
um fiskinn dagsett um mánuði
eftir að fiskinum er skipað á
land á Jamaica.
4. Þegar Kristján Einarsson og
Jón Axel Pétursson koma til
Jamaica og fara að athuga
skemmdirnar munu liðnir
nærri 2 mánuðir frá því nefnd
um fiskfarmi var skipað á land
á Jamaica.
5. Hingað heim voru sendir
nokkrir pakkar af hinum
skemmda fiski ,aðallega frá
þeirri verkunarstöð sem talið
var í skýrslunni að einkum
ætti skemmda fiskinn. Þa8
vakti strax athygli mína að
þessi fiskur bar það með sér
að hafa soðnað. Ef til vill var
þó eftirtektarverðast að í ein-
um balla sem kom frá annarri
verkunarstöð var allur fisk-
urinn einnig soðinn en um fisk
frá þeirri verkunarstöð hafði
þó verið tekið fram að hann
hefði ekki reynzt skemmdur.
Hér en engan veginn verið að
gera tilraun til þess að breiða
yfir neinar hugsanlegar misfell-
ur er kynnu að hafa verið á
verkum eða mati fisksins. Hins-
vegar er algerlega sýnilegt öllum
sem athuga gögn þau er snerta
þetta mál, að aðallega hefir fisk-
urinn skemmzt í óhæfri geymslu
kaupanda, eftir að fiskinum er
skipað á land í Jamaica.
Ef kaupandi getur kvartað og
krafizt skaðbóta eftir að hafa
sjálfur geymt fiskinn vikum eða
jafnvel mánuðum saman í óhæfri
geymslu, virðist vera nauðsyn-
legt að fiskurinn verði framveg-
is tekinn út við uppskipun af
fulltrúum kaupenda og seljenda,
er geri þá þegar út um málið.
Einnig virðist eðlilegt að ef um
ágreining er að ræða milli kaup-
enda og seljenda um vörugæði,
væri tilkvaddur fulltrúi frá
Fiskimati ríkisins.
B. Á. Bergsteinsson,
fiskimatsstjórL