Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 19
Miðvilcudagur 9. marz 1960 MORGTJTSBLAÐ1Ð 19 Guðni Þórðarson skákmeistari Akraness AKRANESI, 3. marz: — Skák- þingi Akraness er nú lokið. I 1. flokki voru 10 þátttakendur. Skákmeistari Akraness 1960 varð Guðni Þórðarson. Hlaut hann 8 vinninga og tapaði engri skák. Annar til þriðji urðu Hjálmar Þorsteinsson og Guðmundur Ejarnason með 6Ms vinning hvor. í 2. fl. voru 12 þátttakendur. Efstir urðu Björn Lárusson og Guðjón Guðmundsson með 9% vinning. 3—4 urðu Skarphéðinn Árnason og Sigvaldi Loftsson, með 9 vinninga hvor. Þeir flytjast upp í 1. fl. þar eð þeir hafa hlotið 80% vinninga. I unglingaflokki voru 12 þátt- tekendur. Þar sigraði Guðlaug- ur Þórðason frá Vegamótum, 11 ára. Vann hann alla sína keppi- nauta og hlaut 11 vinninga. •— Oddur Skíðaskálinn í Seljalandsdal ISAFJÖRÐUR, 3. marz. — Ákveðið er að skíðaskólinn á Seljalandsdal taki til starfa nú um helgina. Er nú kominn mikill og góður Snjór á dalinn og skil- yrði öll orðin hin ákjósanlegustu. Skólastjóri hefir verið ráðinn hinn kunni skíðakappi Haukur O. Sigurðsson. Er gert ráð fyrir að skólinn starfi í fjórar vikur og hefir skólagjaldið verið ákveð ið kr. 500 á viku, en kr. 100 á dag fyrir þá, sem dvelja skemmri tíma. Virðist ætla að verða góð að- sókn að skólanum. Sérstaklega eru margir, sem hafa í hyggju að dvelja á skólanum um tíma í vetrarfríi sínu. Er það sérstak- lega fó.'k, sem hefir miklar inni- verur, enda fátt heilsusamlegra en vera á skíðum upp á fjöllum þegar fer að vora. Hér hefir verið veðurblíða tvo síðustu daga. Hefir skólafólkið sérstaklega notað sér það til að skreppa á skíði upp í Stórurðina. Er nú kominn það mikill snjór, að hægt er að vera á skíð- um í Stórurðinni. A sunnudaginn fer fram hin árlega firmakeppni skíðaráðs Isa fjarðar í svigi. Er gert ráð fyrir að um 50 keppendur taki þátt í keppninni. — J. Nýr kaupfélags- stjóri FINNBOGASTÖÐUM, 4. marz — Loksins er búið að ráða kaup- félagsstjóra við Kaupfélag Strandamanna, en staðan hefur verið auglýst laus öðru hverju síðan í vor. Þrír menn sóttu um stöðuna síðastliðið vor, en stjórn Kaupfélagsins líkaði enginn um- sækjanda. Fyrir skömmu bað stjórnm Gunnstein Gislason, kennara hér í hreppnum, að taka stöðuna, og varð hann við þeim tilmælum. Gunnsteinn hefur verið kenn- ari við barnaskóla Árneshrepps síðastliðin 5 ár og er hans mjög saknað úr því starfi, og þá ekki síður hans ágætu konu, Margrét- ar Jónsdóttur, sem verið hefur ráðskona skólans og eldað góðan, mikinn og ódýran mat fyrir börn in. Fráfarandi kaupfélagsstjóri, Sveinn Sigmundsson, tekur við kaupfélagsstjórastarfinu á Skaga strönd, af Birni Pálssyni, sem nú 'situr á alþingi. Flytur Sveinn með fjölskyldu sína héðan um mánaðarmótin maí og júní. — Regína. Allt ódýrar vörur Sirz, léreft, tvisttau, poplín, strigaefni, ullar- og gerfiullarefni, silki, nælon og perlonefni, rayonefni, náttfataefni, fóður, fiúnnel, flauel, lakaléreft, dún- heit léreft, damask, giuggatjaldaefni. — Einnig blússur, síðbuxur, sokkar, náttföt, undirföt, ullargarn, baðmottusett. Verzlunin Osk Laugavegi 11 Starfsmannafélag Reykjavíkurbœjai Aðalfundur félagsins verður haldinn í kvöld kl. 20,30 í Tjarnarcafé (niðri). Dagskrá samkvæmt 11. gr. félagslaga Félagsmenn sækið fundinn réttstundis. Stjórnin Skákþing Islands 1960 fer fram um páskana og er áætlað að það hefjist 14. apríl (skírdag) en Ijúki 23. apríl. Teflt verður í meistaraflokki og landsliði, eftir Monrad-kerfi, ef þátttaka verður mikil. Tilkynningar um þátttöku skulu hafa borizt stjórn Skáksambands Islands fyrir 1. apríl n.k. AÐALFUNDUR SKAKSAMBANDSINS verður hald- inn meðan á skákþinginu stendur, og verður fundar- tími nánar auglýstur síðar. Stjórn Skáksambands Islands Opinn fund (útbreiðslufund) halda góðtemplarastúk- urnar Einingin, Minerva og Sóley í G.T.- húsinu í kvöld (miðvikudag 9. marz) og hefst hann kl. 8,30. Ræðumenn: Páll Jónsson, verzlunarmaður, Hendrik Ottósson fréttamaður og Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri. Til skemmtunar verður: Leikþáttur, upplestur, og svo syngur Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari við undirleik Skúla Halldórssonair tón- skálds.. Á eftir skemmtiatriðum, fara fram frjáls- ar umræður um áfengis og bindindismál, og verður utan-reglu-mönnum gefin kost- ur á að koma þar fram með sín sjónarmið. Öllum er heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir, og er þeim, sem hafa hug á að kynnast betur baráttu Góðtemplara- reglunnar gegn áfengisbölinu, ráðlagt að koma á þennan fund. Undirbúningsnefndin Þórscafé II. Danskynning Dansleikur í kvold kL 9 sextettinn Söngvarar: ELLÝ og ÖÐINN Rock — Jitterbug Cha — Cha kl. 9,30—11 Hópur dansara kennir GULLI og HEIÐA sýna Allir í Þórscafé Dansstjórl : HELGI EYSTEINS Gönilu dansarnir í kvöld kl. 9. Hljómsveit Árna ísleifssonar Söngvari Sigrún Ragnarsd. Aðgöngumiðasala hefst kl. 8 Sími 17985 Breiðfirðingabúð Vetrargarðurinn Dansleikur í kvöld kl. 9 Stefán Jónsson og Plúdó-kvinntettinn skemmta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.