Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 13
Miðvilcudagur 9. marz 1960
MORQTJmtLAÐlÐ
13
Ný flokkssaga
komin út í Rússlandi
samin á grundvelli „sögulegra staðreynda"
í JÚNÍ sl. sumar var gefin út
bók austur í Moskvu, sem vert
er að veita nánari athygli. Bók-
in heitir „Saga kommúnista-
flokks Sovétríkjanna", og túlkar
hún afstöðu flokksins til ein-
staklinga og atburða í fortíð og
nútíð. Hingað til höfðu leiðtogar
flokksins, ræðumenn og áróðurs-
postular innan lands og utan
orðið að sækja lærdóm- sinn í
eldri sögu flokksins, sem gefin
var út 1938 undir handleiðslu
Jósefs heitins Stalíns. Þótti hún
(þá hinn mesti kjörgripur og ó-
missandi „heimildarrit“ og er
talið, að við dauða Stalíns árið
1953 hafi verið búið að prenta
hana í kringum 50 milljónum
eintaka. Þar var rakin saga
kommúnismans í Sovétríkjunum
fyrstu tvo áratugi hans, sögð frá
sjónarhóli Stalíns, og er jafnvel
haldið, að hann hafi sjálfur skrif-
að suma kafla bókarinnar.
Uggvænlegum atburðum sleppt
Eftir dauða Stalíns varð þessi
flokksbók algerlega ófullnægj-
andi; bæði var hún orðin gömul
og viðhorf flokksforystunnar
breytt. Þó var ekki hafizt handa
um undirbúning að nýrri útgáfu,
fyrr en á 20. þingi sovézka komm
únistaflokksins í febrúar 1956.
Það var á þessu þingi, sem for-
sætisráðherrann Nikita Krústjoff
hélt hina frægu „leyniræðu" sína
og réðist gegn persónudýrkun
Stalíns. Þá fordæmdi hann einn-
ig flokkssögu Stalíns og lagði til,
að samin yrði ný flokkssaga á
grundvelli „sögulegra stað-
reynda," eins og hann komst að
orði. Það var og úr, í lok þings-
ins voru tíu menn skipaðir í rit-
nefnd, og formaður hennar var
kjörinn B. N. Ponomarev, einn
fremsti kennimaður flokksins og
talsmaður. Rúmum þremur árum
síðar, þ. e. í júní 1959, var bókin
tilbúin til prentunar og gefin út
af Bíkisútgáfu stjórnmálarita í
Moskvu.
Hin nýja flokkssaga er 736 bls.
að stærð. Grunntónn hennar er
hógværari en hinnar eldri og snið
gengnar eru allar augljósari
hættur „persónudýrkunarinnar."
Sieppt er sumum af uggvænlegri
atburðum í sögu Sovétríkjanna,
á aðra er rétt minnzt með fáum
orðum, en aftur á móti skýrt ná-
kvæmlega frá atburðum og ein-
staklingum, sem koma heim við
stefnu flokksins nú. Þannig er
t. d. aðeins minnzt óbeint á
hreinsanirnar í Moskvu á árun-
um 1936—38, sem náðu langt inn
í forystulið flokks og hers og
snertu tugi þúsunda smærri fórn
ardýra, og atburðarásinni breytt.
Hlutur Stalins minni en áður —
hlutur Krúsjeffs meiri
Eins og við er að búast, er
Krúsjeff snemma nefndur á nafn
og hlutur hans gerður langtum
stærri en gert var í gömlu flokks
sögunni (t. d. í borgarstríðinu
frá 1918-—20). Nú er hann einnig
settur í fremstu víglínu í frásögn
af öllum stærri viðburðum í tíð
kommúnismans í Rússlandi, einn
ig þegar hann var ungur maður
og í raun og veru lítið númer
innan flokksins. Yfirleitt er nafn
hans hafið yfir önnur, að undan-
skildum Lenin, en þó er það gert
af meiri hógværð en gert var við
nafn Stalíns í gömlu flokkssög-
unni. Hér er hlutur Stalíns aftur
á móti gerður minni og stefna
hans í sumum málum gagnrýnd.
Þá er gert lítið úr mörgum þekkt
um flokksforingjum eða nafni
þeirra sleppt algerlega í frásögn-
um af atburðum, sem vitað er,
að þeir tóku þátt í. Á þetta eink-
um við um meðlimi svonefndrar
„flokksandstöðu.“
'Sviðsljósinu er mikið beint að
Lenin og betur skýrt frá kenn-
ingum hans og stefnumálum en
fyrr, og er það einnig í samræmi
við stefnu flokksins og „aftur-
hvarfið til leninismans“ eftir
dauða Stalíns. Jafnframt er hylm
að yfir ýmiss atriði og mistök í
stjórnmálaferli Lenins, t. d.
hina miskunnarlausu uppræt-
ingu mensjevika og sósialiskra
byltingarsinna, og ekki getið um
hið algera bann hans við starf-
semi andbolséviskra flokka. Sagt
er í smáatriðum frá atburðum,
er leiddu til bolsévikabyltingar-
innar 7. nóvember 1917, en ekki
talað um, að bolsévikar voru þá
í minnihluta, né heldur minnzt á
útreið þeirra í almennum kosn-
ingum um það leyti. Ekki er
heldur vikið að því, er Lenin
rauf stjórnlagaþingið 18. janúar
1918.
Níundi kafli bókarinnar fjallar
um borgarastríðið frá 1918 til
1920. í frásögn gömlu flokkssög-
unnar af þessu tímabili er Krús-
jeff aðeins nefndur á nafn ásamt
öðrum, er önnuðust pólitíska upp
fræðslu manna í rauða hernum.
Nú er honum aftur á móti skipað
á bekk með þeim, „sem báru
þunga ábyrgðarinnar af því að
lina þjáningar eftirstríðsáranna
og byggja upp nýtt sósíaliskt
þjóðfélag“. Skýrslur sýna þó, að
árið 1918 var Krúsjeff aðeins 24
ára og nýlega orðinn félagi í
kommúnistaflokknum og gegndi
minni háttar starfi í bolséviska
hernum.
Víðar er hlutur Krúsjeffs mikl
aður í bókinni. Þannig fjallar 16.
kafli um 19. flokksþingið, sem
haldið var í október 1952. Aðal-
ræðumaðurinn, sem flutti þing-
inu hinn opinbera boðskap flokks
ins, var Georgi Malenkov. í hinni
nýju flokkssögu er hins vegar að-
eins minnzt á Malenkov í sam-
bandi við „flokksandstöðuna," en
þess í stað er greint frá skýrslu,
sem Krúsjeff er sagður hafa
skýrt þinginu frá, um breytingar
á flokkslögum.
Ekki nefndir á nafn
í 10. kafla segir frá umbrota-
árunum eftir byltinguna og
borgarastríðinu frá 1921 og þar
til í janúar 1926. Á þessu tíma-
bili var mikið um verkföll og
önnur merki um ókyrrð og ó-
ánægja meðal iðnaðarmanna var
tíð, en alvarlegust var Kronstadt
uppreisnin, sem gerð var af sjó-
liðunum, er stutt höfðu Lenin til
valda. Þeir kröfðust nýrra og
leynilegra kosninga og endur-
heimtan þess frelsis, sem bolsé-
vikarnir höfðu rænt þá. Að skip-
an Lenins var uppreisnin bæld
niður af bolséviskum herjum
undir forystu Leon Trotskys og
Mikhail Tukhachevskys. Trotsky
var síðar dæmdur í útlegð af
Stalín, og árið 1940 var hann
myrtur í Mexíkó. Tukhadhevsky
marskálkur var einn af fremstu
mönnum rússneska hersins, sem
Stalín lét taka af lífi 1937. Hvor-
ugur þessara manna er nú nefnd-
ur á nafn í sambandi við Kron-
stadt uppreisnina, en mörgum
fögrum orðum er farið um „hetju
skap og dirfsku" K. Y. Vorosjil-
ovs, er gekk mest fram í að bæla
hana niður. Til samanburðar má
geta þess hér, að í 51. bindi af
hinni miklu sovézku alfræðiorða
bók, sem gefin var út 1958, er
Tukhackevsky talinn meðal
Lenin og Stalin
„fremstu hermálaforingja“ lands
ins.
Frásögnin af flokkshreinsunum
í Moskvu 1*936—38 er nú ekki
aðeins í rangri tímaröð í hinni
nýju kennslubók flokksins, held-
ur er hún og ruglingsleg og vill-
andi. Þar segir m. a.: „Margir
saklausir og heiðarlegir komm-
únistar og utanflokksmenn urðu
fórnardýr ofbeldisaðgerðanna ..
Á sama tímabili gegndi og (Nic-
olei) Yezhov, sem verið
hafði innanríkisráðherra, ill-
ræmdu hltuverki .... Yezhov og
Beria fengu réttláta refsingu
fyrir glæpsamlegt athæfi."
Sannleikurinn var hins vegar
sá, að réttarhöldunum vegna
hreinsananna var stjórnað af lög
regluforingjanum Genrikh Yag-
oda, sem sjálfur var handtekinn
og skotinn 1938. í fótspor Yagoda
fylgdi Yezhov, sem hvarf tveim-
ur árum síðar, en við starfi hans
tók svo Beria. í nýju flokkssög-
unni er ekki minnzt á Yagoda,
og talað er um Yezhov í sömu
andrá og Beria, sem tekinn var
af lífi 13 árum síðar.
„Ágreiningur milli heimsvalda-
sinna“
Lengsti kafli bókarinnar er um
síðari heimsstyrjöldina, sem á
máli höfundanna heitir „föður-
landsstríðið mikla“ (þ. e. a. s.
tímabilið frá innrás nazista í sov-
étríkin og til styrjaldarloka).
Þátttaka Sovétríkjanna í styrjöld
inni er vegsömuð og að sama
skapi gert minna úr hlut banda-
manna. Því er haldið fram, að
styrjöldin hafi upphaflega
ekki verið annað en „ágreiningur
milli heimsveldasinna“, en þegar
nazistar réðust inn í Sovétríkin
varð hún „réttlát" styrjöld, eins
og Leninistar komast að orði,
hvað varðar þátttöku Rússa. Lít-
ið er gert úr viðureign banda-
manna við öxulveldin eða jafn-
vel ekki minnzt á slíkt. Getið er
um boð ríkisstjórna Bretlands
og Bandaríkjanna um aðstoð við
Sovétríkin, en ekki sagt, hvort
það kom til framkvæmda og í
engu vikið að þeim 11 milljörð-
um dollara, sem Bandaríkin
veittu Rússum samkvæmt láns
og leigusamningum.
Sovétríkin eru sögð hafa verið
hinir raunverulegu sigurvegarar
í stríiðnu í Evrópu, eins og sjá
má af þessari setningu? „Hern-
aðarsigrar rauða hersins sýndu
greinilega, að Sovétríkin gátu
hjálpai'laust sigrað hið fasiska
Þýzkaland og frelsað hinar und-
irokuðu þjóðir Vestur-Evrópu
undan áþján þýzkra nazista."
Svipuð er sagan af sovézkum
sigrum á Kyrrahafi. „Áður en 11
dagar voru liðnir, eða 19. ágúst
(1945), hafði rauði herinn ger-
sigrað Kwantung herinn, aðal-
sóknarher Japana." Sannleikur-
inn var hins vegar sá, að Rússar
sögðu Japönum stríð á hendur 8.
ágúst, og sovézkir herir réðust
inn í Mansjúríu og Kóreu 9.
ágúst. Þá hafði japanska keisara-
stjórnin (þ. e. 10. ágúst) hins
vegar þegar til íhugunar upp-
gjafaskilmála, og fjórum dögum
síðar, 14. ágúst, tilkynnti Japan
uppgjöf sína.
Zúkov í 11. sæti
I 7. bindi hinnar Miklu sov-
ézku alfræðiorðabókar er varnar
málanefnd ríkisins, sem stofnuð
var 30. júní, eignuð öll þátttaka
flokksins í hernaðarstörfum.
Meðlimir nefndarinnar voru þar
sagðir hafa verið þeir Stalín,
Molotov, Vorosjilov, Malenkov
og Bería. í síðari útgáfu af al-
fræðiorðabókinni, sem kom út
eftir dauða Stalíns, var nafni
Bería sleppt. Nú bregður aftur á
móti svo við, að varnarmálanefnd
in er ekki nefnd á nafn í hinni
nýju flokkskennslubók. Þar seg-
ir svo: „(Kommúnista)- flokkur-
inn vann geysimikið starf í rauða
hernum og flotanum. Hann sendi
þangað beztu starfskrafta sína ..
Afburðamenn eins og K. Y.
Vorosjilov, A. S. Zhdanov, D. Z.
Manuilski, N. S. Krúsjeff og A. S.
Sjcherbakov voru látnir taka við
æðstu stöðum innan hersins."
Eins og áður segir er fáujn
orðum vikið að meðlimum svo-
nefndrar „flokksandstöðu", þar
til hún var upprætt (í júní 1957),
þá er sagt nákvæmlega frá hennL
Er þá fyrst að telja þá Molotov
og Kaganovits, sem höfðu hlotifl
viðurkenningu í gömlu flokkn-
sögunni frá 1938. Nú er ekU
minnzt á feril Malenkovs f
flokknum og lítið gert úr flokke-
starfsemi Búlganins. í kaflanum
umi heimsstyrjöldina er G. K-
Zúkov marskálkur í ellefta sæti
í skrá yfir „fremstu herforingja
á vígvellinum.“ En aftur á móti
er því lýst með mörgum orðum,
þegar hann var rekinn úr em-
bætti varnarmálaráðherra árið
1957 og greint frá ákærum flokks
ins á hendur honum. í sambandi
við frásögnina af orrustunni við
Stalingrad, sem í bókinni er talin
hafa ráðið úrslitum styrjaldarinn.
ar, er minnzt á hershöfðingjann
Cjuikov og nokkra aðra, en hers-
höfðingjarnir Vasilevsky, sem
skipulagði varnargerðirnar, og
Zúkov, sem samræmdi þær, eru
ekki nefndir á nafn.
„Nærvera sovézkra hersveita“
Sama máli gegnir um frásögn-
ina af gangi málanna eftir styrj-
öldina; hún ber öll keim
af flokkslínu miðstjórnarinnar.
Þannig er farið mörgum orðum
um Jaltaráðstefnuna, sem haldia
var í febrúar 1945, afstaða Sovét-
ríkjanna vegsömuð og lofuð, en
nafn Bandaríkjaforseta, F. D.
heitins Roosevelts, er ekki nefnt
í þessu sambandi né heldur ann—
ars staðar í bókinni og heldur
óvirðulegum orðum er farið um
aðra vestræna leiðtoga.
Eins og kunnugt er var tilraua
um skæruliðasveita kommúnista
til að ná Grikklandi á sitt vald
hrundið af grisku stjórninni.
Þessu er breytt þannig í frásögn.
bókarinnar af þessu tímabili:
„Á árunum 1947—49 tóku alþjóð
leg afturhaldsöfl í heiminum
höndum saman og báru þjóðerni*
hreyfinguna í Grikklandi ofur-
liði og greiddu frelsisbaráttu
Framhald á bls. 17.
Churchill, Roosevelt og Stalin á Jaltaráðstefnunni