Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐlb Miðvikudagur 9. marz 1960 Tvö herbergi og eldhús x kjallara til leigu strax. — Tilboð sendist í pósthólf 39. Bíll! — Húseigendur! Vil taka á leigu 2—3 herb. og eldh. Vil láta bíl upp í leiguna. Allskonar önnur skipti koma til greina. — Sími 24653. Vil kaupa hulsubor og blökkþvingur. Uppl. í síma 10976, eftir kl. 7 eftir hádegi. Fertugur maður óskar eftir samb. við konu, sem vildi vinna húsverk. Tilb., sem greinir aldur, þjóðemi og e.t.v. fl., send- ist Mbl., f. 15. marz, merkt „íslendingur — 9845“. íbúð Fjölskylda, nýkomin frá Ameríku, óskar eftir íbúð. Tilb. sendist blaðinu merkt „H. F. — 9837“. Bflskúr Góður, upphitaður bílskúr til leigu. Upplýsingar í síma 33919 og 13383. Tapast hafa tóbaksdósir merktar: Gísli Gíslason. — Finnandi vinsaml. hringi í síma 36207. Súkkulaði-hjúp-vél lítil, óskast til kaups. Tilb. sendist Mbl., fyrir 12. þ.m., merkt: „Yfirdekkjari-9326“ ” issningarsandur frá Þorlákshöfn, til sölu á 16 kr. pr. tunnan. — Pant- mir í síma 22577. Tvenn fermingarföt til sölu, önnur ný mjög fal- leg, á frekar stóran dreng, hin meðalstærð. Seljast á mjög góðu verði. Sporða- grunn 4, ( ekki sími). Keflavík Amerísk eldavél (stærri gerð), til sölu. Upplýsing- ar í síma 2330. Þvoum og bónum bíla öll kvöld og um helgar. — Upplýsingar í síma 32687 og 33733. — íbúð íbúð óskast strax. — Upp- lýsingar í síma 2-37-74. — Til sölu, milliliðalaust 3ja herb. og 2ja herb. íbúð í steinhúsi á bezta stað í bænum. Tilb. sendist Mbl. fyrir föstud.kv„ merkt: „Góður staður — 9775“. Fundið Nýleg gleraugu hafa fund- izt í Landsbankanum. Vitj- ist til húsvarðar. í dag er miðvikudagur 9 marz 67. dagur ársins Árdegisflæði kl. 03.06. Síðdegisfiæði kl. 15.31. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringmn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Vikuna 5.—11. marz verður nætur- vörður í Vesturbæjar Apóteki. Næturlæknir I Hafnarfirði: — Eirík- ur Björnsson. Sími 50235. I.O.O.F. 7 = 140398 V2 == Spilakv. Björgunarsveit Ingólfs. — Munið að námskeiðin hefjast í kvöld kl. 8,30. — Stjórnin. Borgfirðingafélagið hefur spilakvöld á morgun 1 Skátaheimilinu við Snorra braut kl. 21.00 stundvíslega. Húsið opn að kl. 20,15. Listamannaklúbburinn í baðstofu Naustsins er lokaður í kvöld vegna viðgerða. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju held- ur skemmtifund föstudaginn 11. marz kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Kaffidrykkja, félagsvist og kvikmyndasýning. Leiðrétting. — Sú villa var í greininni um gjafimar til Prestbakkakirkju i blaðinu 2. þ.m., að gjöf Guðjóns Magn ússonar var talin 100 kr. en átti að vera 1000 kr. Leiðréttist þetta hér með. ★ Orð lífsins: — En ef nú er pré- dikað, að Kristur sé upprisinn frá dauðum, hvernig segja þá nokkurir á meðal yðar, að upp- risa dauðra sé ekki til? En ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upprisinn, en ef Kristur er ekki upprisinn, þá er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar, og jafn- framt einnig þeir glataðir, sem sofnaðir eru í trú á Krist. En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, sem frumgróði þeirra, sem sofn- aðir eru. (1. Kor. 15). Kristján Þorvarðarson læknir verð- ur fjarverandi í 7—10 daga. frá 7. þ.m. Staðg.: Eggert Steinþórsson, Háteigs- vegi 1. Viðtalst. mánud., miðvikud., föstud. kl. 4.30—5.30. Þriðjud , fimmtud kl. 2—4, laugard. kl. 10—11. K.F.U.K., Amtmannsstíg 2b, hefir fundi fyrir norrænar stúlkur, sem eru búsettar eða starfandi hér í bænum hvert miðvikudagskvöld kl. 8,30. Er breytileg dagskrá og kaffidrykkja. — Þeir, sem hafa norrænar stúlkur í þjónustu sinni ættu að vekja athygli þeirra á þessum fundum. Stúlkurnar hafi með sér handavinnu. Félagar I Hjúkrunarfélagi íslands hafa kaffisölu í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 13. marz. Eru félagar beðnir að koma kaffibrauði í Sjálf- stæðishúsið frá kl. 9.30 f.h. á sunnu- dag, gengið inn frá Vallarstræti. Æskulýðsráð Reykjavíkur: Tóm- stunda- og félagsiðja miðvikud. 9. þ.m. Lindargata 50: Kl. 4,30 Taflklúbbur (yngri flokkur). KI. 7,30: Taflklúbbur, Ljósmyndaiðja, Flugmódelsmíði. KR.-heimilið: Kl. 7,30: Bast- og tága vinna; Taflklúbbur. Armannsheimilið: KI. 7.30: Bast- og tágavmna; Frímerkjaklúbbur. Laugardalur: (íþróttahúsnæði) Kl. 5,15; 7,00 og 8,30 e.h.: Sjóvinna. Eitt bros í rauðri vör í veizslusal, einn heitur hlátur bak við læstar dyr eitt dúnmjúkt spor á fyrsta danstcik vorsins, það er ég. Ein hljómlaus stuna í húmi einnar nætur, eitt hróp, einn hræðsluglampi i skjálgu auga, eitt stirðnað glott á ásýnd dáins manns, það er ég. STEINN STEINARR Líkaminn þjáist aldrei svo mik ið, að ekki verði sálinni til góðs. (George Meredith) Sá sem ætlar að stjórna öðr- um, verður fyrst að verða sjálfs sín herra. (Philip Massinger) Gjafir og áheit til Strandakirkju. Af- hent Morgunblaðinu: — J>.E. 40; E.S. 500; O.I.S.P. 200; NN 50; A.S. 50; Gam alt áheit 50; NN 20; G.A.K.H. 200; K.A. 200. Rafnkelssöfnunin: — Eg hefi móttek ið frá Baldri Jónssyni forstj. Isafirði, m.b. Guðbjörgu IS 14, m.b. Hrannar IS 46, m.b. Gunnvör IS 270, m.b. Sæ- björn IS 16, m.b. Gunnhildur IS 246 samtals kr. 5000,00. Frá S.Þ.O. kr. 1500; Þuríði Gísladóttur 200; Sveini Pálssyni Nýjabæ 100; Jóni Valdimars- syni 500; H.B.H. 1000. — Hjartkærar þakkir. — Björn Dúason. rr/eóóur Hallgrímskirk ja: Föstuguðsþjónusta kl. 8,30 síðd. Séra Sigurjón Arnason. Dómkirkjan: — Föstumessa kl. 8,30 í kvöld. Sr. Oskar J. Poriáksson. Laugarneskirk ja: Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8,30. Séra Garðar ávafars- son. Neskirkja: Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Jpn Thorarensen. 1 2, 3 4 m u B ? t 9 10 L fl 12. M “ B „ m ,s /V I? ■ L J SKÝRINGAR: Lárétt: — 1 kaupstaður — 6 maður — 7 í kirkjunni — 10 lengdareining — 11 fæða — 12 samhljóðar — 14 tveir eins — 15 höfðingja — 18 meiðsla. Lóðrétt. — 1 fugl — 2 tímarit — 3 keyra — 4 tauga — 5 band 8 draga úr — 9 vondar — 13 úr- komu — 16 verkfæri — 17 haf. Lausn síðustu krossgátu: Lárétt: — 1 Akranes — 6 ári — 7 Grámann — 10 aur — 11 nón — 12 NN — 14 tá — 15 nafna — 18 raulaði. Lóðrétt: — 1 argan — 2 ránar — 3 arm — 4 nían — 5 sanna — 8 runna — 9 notað — 13 afl — 16 au — 17 Na. ÍEkki alls fyrir löngu fengu Reykvíkingar að h e y r a hvernig tón- list Kínverjanna lætur í eyrum. I>egar kín- verska óperan var hér í haust, var það mál manna, að víst væri það list, sem þar gat að sjá og heyra — en einnig voru margir, sem full- yrtu, að söngur þeirra líktist engu meir en kattarmjálmi. Víst er, að Vesturlanda búar eru meir og meir að fá eyra fyrir austur- lenzkri tónlist. Finnst mörgum hún ákaflega heillandi, þegar þeir kynnast henni betur. En Kínverjar eru einnig óð- um að kynnast betur tón list Vesturlanda. Ungi maðurinn á myndinni hér að ofan heitir Choo Hoey og er kínverskur hljómsveitarstjóri, sem rétt fyrir helgina stjórn- aði Fílharmonisku hljóm sveitinni í Osló við mikla hrifningu áheyrenda. Á efnisskránni voru verk ef tir Elgar, Riehard Strauss og Beethoven, og vakti túlkun hans á höfundunum mikla at- hygli. VILLISVAIMIRIMIR — Ævintýri eftir H. C. Andersen Nú var farið með hana burt úr hinum glæsilegu konungssölum, og hún var lokuð inni í dimmum, rök- um klefa, þar sem vindur- inn blés inn um grinda- gluggann. 1 staðinn fyrir flauel og silki var henni nú fengið netluknippið, sem hún hafði tínt. Það var víst fulgott undir höfuðið á henni, og hinar hörðu netlubrynjur, sem voru svíðandi sárar, skyldi hún hafa fyrir sængurföt. En í rauninni hefði ekki verið hægt að gefa henni kær- komnari gjöf. Hún hóf starfið á ný og bað til guðs. Úti fyrir sungu götustrák- arnir háðvísur um hana. Enginn vék að henni einu einasta huggunarorði. En um xvöldið barst henni til eyrna þytur af svanavængjum fyrir utan gluggagrindina. Þar var kominn yngsti bróðir henn- ar. Hann hafði fundið syst- ur sína. Hún hágrét af gleði, enda þótt hún vissi, að næsta nótt gæti orðið hin síðasta, sem hún lifði. En nú var starfi hennar brátt lokið, og bræðurnir voru komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.