Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 9. marz 1960
MORGVNBLAÐIÐ
15
Gísli Gottskálksson
Nokkur minningarorb
UM þenna látna vin minn — og
samverkamann um nokkurt
skeið — hafa áður verið birt eft-
irmæli í Morgunblaðinu. Get ég
því sparað mér að endurtaka þær
greinargerðir um æviferil hans.
Hins vegar langar mig til að
auka þar við nokkrum orðum,
sem að mestu leyti fjalla nánar
um störf hans í þágu Skagfirð-
inga.
Gísli Gottskálksson var á síð-
astliðnu ári ráðinn yíirverkstjóri
og umsjónarmaður allra vega-
gerða innan Skagafjarðarsýslu.
En snemma sumarsins brá svo
við að hann kenndi ólæknandi
sjúkdóms ,sem varð banamein
hans. Elnaði honum sóttin brátt
svo að hann var fluttur hingað
til Keykjavíkur og lagðist inn á
Landsspítalann. Hitti eg hann
þar rúmliggjandi og mjög þungt
haldinn. — Að lokinni rannsókn
læknanna á Landsspítalanum
var hann fluttur til Kaup-
mannahafnar og gerður þar á
honum heilaskurður. Eftir það
öðlaðist hann í bili nokkra bót,
sem því miður reyndist aðeins
stutt viðdvöl á leið hans til
dauðans. Hann andaðist hér á
Landsspítalanum 4. jan. sl.
Gísli Gottskálksson var Skag-
firiðngur bæði í föður- og móð-
urkyn. Faðir hans var Gottskálk
bóndi á Bakka í Vallhólmi Egils-
son bónda á Skarðsé i Sæmund-
arhlíð Gottskálkssonar á Völlum
Egilssonar. Egill sá bjó á Mið-
grund í Blönduhlíð og var Gísla-
son, bróðir Konráðs hreppstjóra
Gíslasonar á Völlum i Hólmi,
föður Gísla Konráðssonar sagna-
ritara. — Móðir Gísla Gott-
skálkssonar var Salóme Hall-
dórsdóttir. Bjó Halldór faðir
hennar á Syðstugrund í Blöndu-
hlíð, en hann var sonur Einars
smiðs Magnússonar í Krossanesi
og konu hans, Eufemíu Gísla-
dóttvr sagnaritara Konráðssonar.
Halldór Einarsson móðurfaðir
Gísla Gottskálkssonar var bróð-
ir þeirra Indriða Einarssonar
skrifstofustjóra og skálds og
séra Gísla Einarssonar prests í
Hvammi í Norðurárdal og fleiri
þeirra systkma. Átti Gísli Gott-
skálksson ætt sína að rekja til
Gísla Konráðssonar hins fróða
bæði í föður- og móðurkyn eins
og nú hefir verið rakið.
Gísli Gottskálksson var fædd-
ur á Bakka í Vallhólmi 27. febr.
1900. Reyndist hann snemma
ötull og námsgjarn enda var
hann góðum gáfum gæddur.
Lauk hann fullnaðarprófi í gagn-
fræðaskólanum á Akureyri á ár-
inu 1919 og síðar kennaraprófi
í Kennaraskólanum 1934. Hafði
hann áður (1927) gerst barna-
kennari í Akrahreppi og hafði
hann það starf á hendi til ævi-
loka ásamt ýmsum öðrum störf-
um fyrir sveit sína.
Árið 1931 kvongaðist Gísli eft-
irlifandi konu sinni, Nikolínu,
dóttur merkishjónanna Jóhanns
bónda Sigurðssonar og Ingi-
bjargar Gunnlaugsdóttur á Úlf-
stöðum í Akrahreppi, vænni
konu og vel menntri. Reistu þau,
ungu hjónin, bú i Sólheimagerði
í Akrahreppi á árinu 1934. Ari
áður h'afði Gísli keypt jörð þessa,
sem þá mátti kalla örreytiskot,
í hinni mestu niðurníðslu og
húsalausa, því hús öll voru þar
fallin. Hófu þau hjónin skjótar
og miklar framkvæmdir á jörð-
inni. Var þar unnið af kappi að
jarðrækt og húsagerð og varð
jörðin brátt að góðu og glæsilegu
býli í höndum þ eirra. Þeim
hjónum varð fimm barna auðið,
sem öll voru mannvænleg og
hefir þeirra verið nánar getið
áður í minningargrein um Gísla.
Gísli mun hafa verið um það
bil hálf fertugur að aldri er hon-
um var falin verkstjórn í vega-
gerð ríkisins í Skagafirði. Gengdi
hann því starfi til æviloka og
var á siðasta æfiári sínu orðinn
yfirverkstjóri þjóðvega og sýslu-
vega í Skagafirði. Hann var að
eðlisfari kappgjarn og afkasta-
mikill til allra verka. Hafa for-
sagnir hans sem verkstjóra ef-
laust verið í bezta lagi.
Árið 1949 tók Gísli fyrst sæti
í sýslunefnd Skagafjarðarsýslu,
þá sem varamaður, að Gísla
Sigurðssyni á Víðivöllum látn-
um. Átti Gísli Gottskálksson
sæti í sýslunefnd æ síðan til
æfiloka. Eftir að hann varð
sýslunefndarmaður jukust kynni
okkar verulega. Varð hann þá
trúnaðarmaður sýslunefndar um
flest það er að sýsluvegagerð-
inni laut. Er mér ánægja að geta
borið honum það vitni, að hann
var æfinlega vel vakandi og
glöggur í svörum um allt það er
laut að sýsluvegagerðinni og
um önnur atriði er þekkingar
hans var leitað. Hann var vel
máli farinn, laus við fordild og
framhleypni, og minnist eg þess
ekki að hann mælti þar nokkurn
tíma ónytjuorð. Hann var góður
og ánægjulegur félagi, jafnan
glaðvær og oft skemmtinn og
brá þá stundum fyrir sig græsku-
lausri kýmni ef honum þótti það
við eiga. Hann var vel virtur af
okkur samnefndarmönnum sín-
um. Olli því trúmennska hans
og dugnaður að hverju sem hann
gckk. Leiddu framangreindir
kostir hans til þess að hann var
kjörinn til forustu í ýmsum sam-
tökum kennara og verkstjóra,
svo sem áður hefir verið lýst í
eftirmælum um hann. — Hann
var í framboði fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í kosningum til Alþing-
is 1953, 1956 og nú síðast í kosn-
ingunum á síðastl. sumri.
Gísla Gottskálkssonar naut of
skammt við. Hann myndi vissu-
lega hafa átt eftir að vinna
margt til nytsemda í átthögum
sínum ef hann hefði haldið heilsu
Skugga-
myndir
hjá Ferðafélaginu
Á fimmtudagskvöldið kemur
heldur Ferðafélag fslands næsta
skemmti- óg fræðslufund sinn í
Sj álfstæðishúsinu.
Að þessu sinni verða sýndar
litskuggamyndir frá fjölda
mörgum höfuðleiðum félagsins
svo sem um Vesturland, Norður-
og Austurland, en þó flestar úr
óbyggðum og þá fyrst og fremst
og fegurstu og sérstæðustu stöð-
og honum hefði orðið lengra lífa
auðið. Að honum er mér og öðr-
um sem kynntust honura hin
mesta eftirsjá.
En ástvinum hans er þessi
mannskaði þungbærastur. Votta
eg þeim öllum innilega hluttekn-
ingu mína í harmi þeirra.
Sigurður Sigurðsr m frá Vigur.
um öræfanna. Myndirnar heflr
Eyjólfur Halldórsson, verkstjóri
tekið, en hann er bæði mikill
ferðamaður og þaulvanur ljós-
myndari. Hallgrímur Jónasson
skýrir myndirnar og lýsir leiðum
og landslagi. Hafa fáir útvarps-
hlustendur viljað missa af er-
indum þeim er hann hefur flutt
í sambandi við ferðalög sín um
landið með hópa á vegum Ferða-
félagsins mörg undanfarin ár.
Nú fer senn að verða hver síð-
astur með skémmti- og fræðslu-
fundi félagsins á þessum vetri.
Er ferðaáætlun félagsins í und-
irbúningi, og mun eitthvað frá
henni skýrt á fundinum. Að lok-
inni sýningu, verður eins og
venjulega myndagetraunir, og að
síðustu dans.
4 LESBÓK BARNANNA
ÆSIR og ASATRU
3. Einn af jötnunum
taldi sig þó í hópi guð-
anna. Það var Loki. Hann
itti heima í Ásgarði, en
guðirnir gátu samt aldrei
treyst honum. Oft vann
hann Ásunum mikið mein
með svikum og illvirkj-
4. En Þór greip Loka
og hótaði að brjóta hvert
bein í honum, ef hann sæi
ekki um, að Sif fengi nýtt
hár. Hann heimtaði meira
að segja, að það væri úr
um. En Þór, sonur Óð-
ins, neyddi Loka oft til
að ráða bót á þeim ill-
verkum, sem hann hafði
komið af stað.
Einu sinni laumaðist
Loki til að klippa hárið
af Sif, konu Þórs.
gulli og að það greri fast
og yxi af sjálfu sér.
Loki fór til nokkurra
fjölvísra dverga. Þeir
bjuggu til hárið handa
Sif og í tilbót gáfu þeir
Ásunum merkilegt skip.
Skipið mátti brjóta sam-
an, svo að hægt var að
stínga því í vasann, og
þegar það var tekið úr
brotunum, var það svo
stórt, að allir Æsirnir
gátu rúmast í því.
ISl
MAGNEA Inga Tryggva-
dóttir, Vallargötu 5, Sand-
gerði (15—16 ára); Anna
Guðríður Tryggvadóttir,
Vallargötu 5, Sandgerði
(8—9 ára); Ingibjörg
Marmundsdóttir, Svana-
vatni, Austur-Landeyjum,
Rang. (11—13 ára); Ragn-
heiður Brynjólfsdóttir,
Melabraut 6, Seltjarnar-
nesi (19—12 ára); Helga
Thorberg, Skólabraut 15,
Seltjarnarnesi (9—10
ára); Sigríður J. Tyrf-
ingsdóttir, írafossi, Gríms
nesi, Árn. (12—13 ára);
Sigrún Jóhannsdóttir, Ak-
urgerði 22, Akranesi (13
—15 ára); Áslaug Hún-
bogadóttir, Uppsalavegi
5, Sandgerði (9—10 ára).
Rdðningar
Lárétt: 1. Pó; 2. fá; 4.
rís; 5. skóli; 6. L. N; 7.
ah; 9. roðna.
Lóðrétt: 1. Páskar; 2.
fíll; 3. ásynja; 4. ró;
8. ho.
4. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 9. marz 1960.
Segðu mér sögu:
Skrímslið
EINU SINNI í sumar var
ég sendur fram á Smala
dal, sem er hér fram af
bænum, til að leita að
hrossum. Smaladalur er
lítill dalur, grösugur niðri
en hið efra eru kletta-
belti. Nafn sitt dregur
dalurinn af því, að eitt
sinn fyrir mörg hundruð
árum, var það siður að
færa frá og voru smalar
látnir sitja yfir ánum á
daginn. Stundum var
bundinn fullur rjóma-
strokkur á bakið á smöl-
unum. Smalarnir undu
þessu illa og eitt sinn átti
smalinn að hafa steypt
sér með strokkinn á bak-
inu fram af klettunum
fyrir utan Rauðuskriðu,
sem er nær því fremst á
dalnum. Lét hann þar líf
sitt.
Þegar ég fór af stað
heiman, var bjart veður.
Með mér var ungur
hvolpur, sem ég á og
kalla Týra. Segir nú ekki
af ferðum mínum fyrr en
ég er kominn fram í dal-
bctn og er í þann veginn
sð snúa við hrossalaus,
því að engin hafði eg
fundið hrossin. Þá kemur
þokan, fyrst emn og einn
þokuhnoðri og loks er
komin svartaþoka, en ég
var ekkert hræddur u:ir
að villast því áð ég var
vel kunnugur þarna
Þegar ég var kommn
út fyrir Rauðuskriðu þá
heyrði ég eitthvað væl
fyrir aftan mig. Ég leit
við til að vita hvaða hljóð
þetta væri, og sá eitt-
hvað dýr koma á eftir
mér. Þetta dýr sýndist
mér vera á stærð við stór-
an hund. Mér datt í hug
að þarna væri kominn
smalinn eða eitthvert
annað skrímsli, sem ætl-
iði að ná í mig. Tók ég til
fótanna og hljóp alit
hvað af tók heimleiðis.
Um leið ukust hljóðia
um allan helming. Ég
varð ofsalega hræddur og
hvað eftir annað heyrði
ég, að steinn losnaði í göt-
unni fyrir aftan mig og
valt niður brattann. Nú
heyrði ég, að þessi voða-
lega skepna var rétt fyrir
aftan mig, ég heyrði más-
ið í henni og mér rann
kalt vatn milli skinns og