Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. marz 196ð
MORGUNBLAÐ1Ð
5
Það er þó alltaf eitt gott við karl
menn — að þeir eru karlmenn.
★
Rússi nokkur hafði náð í banda
riskt auglýsingablað og sagði við
félaga sína:
— Sjáið hér, félagar, hér er
heilmargt, sem við eigum eftir
að finna upp.
★
H. C. Andersen, sem eins og
kunnugt er var ótrúlega ímyndun
arveikur á stundum, var haldinn
hræðilegum ótta við að verða
kviksettur. Á hverju kvöldi áður
en hann fór að hátta, skrifaði1
hann eftirfarandi orð á miða. —
Eg er ekki dauður, ég sýnist að-
eins vera það. Þennan seðil lagði
hann á teppið fyrir framan rúmið
sitt, og þar hirti þjónninn hans
miðann og las á hverjum morgni,
henti honum síðan í ruslakörfuna.
★
Læknirinn sagði reyndar að ég
ætti að halda mér frá kökum,
sagði frá Hansen og andvarpaði
létt. En hann kállaði mig allt.af
frú Ólsen, svo hann getur ekki
hafa átt við mig.
S.l. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Árelíusi
Níelssyni ungfrú Margrét Lúð-
vígsdóttir, símastúlka á Selfossi
og Þorfinnur Valdimarsson, stúd
ent, sama stað.
S.l. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Ragnheiður
Stefánsdóttir frá Fagraskógi, klin
ikdama, Fornhaga 24 og stud.
polyt. Haraldur Sveinbjömsson
frá Ófeigsfirði, Ströndum, Gamla
Gaiði.
Jt
— Við vorum að tala um mat-
argerð móður minnar, en ekki
meltingartruflanir föður míns.
MENN 06
= MALEFN!
Sem kunnugt er var
séra Þórir Stephensen
kjörinn prestur á Sauð-
árkróki um s. 1. helgi.
Séra Þórir er fæddur
í Reykjavík 1. ágúst
1931. Foreldrar hans eru
Þóra Daníelsdóttir og
Ólafur Stephensen, sem
látinn er fyrir nokkrum
árum.
Þórir varð stúdent frá
Menntaskólanum í Rvík
vorið 1951 og lauk guð-
fræðiprófi frr. Háskóla
islands í janúar 1954
eftir aðeins tveggja og
hálfs árs nám. Hann var
settur sóknarprestur í
Staðarhólsþingum 19.
júní 1954 og vígður árið
eftir. Þórir átti sæti í
fræðsluráði Dalasýslu og
skólaráði Staðarfells-
skóla frá 1955.
Á stúdentsárum sínum
var Þórir formaður
Bræðralags kristilegs fé-
lags stúdenta. Hann er
kvæntur Dagbjörtu
Gunnlaugsdóttur frá
Sökku í Svarfaðardal.
ÍFYRIR NOKKRU varð ægi-
legt námuslys í kolanámum í
Zwickau í Austur-Þýzkalandi.
Yfir 100 manns fórust, þegar
sprenging varð í námunum og
eldur logaði næstum 1000 m
niðri í jörðinni.
Mynd þessa tók Jón Gauti,
rafmagnsfr., suður við Zwick-
au-námu fyrir um 30 árum.
Var hann þá á ferð þar með
dönskum stúdentum, sem
fengu að kynna sér þessar
frægu námur.
Þegar myndin var tekin
fyrir þrem áratugum voru
námugöngin komin niður í
600 metra dýpi en hafa síðan
haldið áfram að dýpka. —
Zwickau-námumar voru löng-
um alræmdar fyrir slæma að-
búð verkamannanna, sem
unnu niðri í miklu dýpi. Mun
sú aðbúð lítt hafa batnað og
eru námuvinnslutækin úrelt
og gömul.
H.f. Eimskipafélag ísiands: — Detti
foss fór frá Amsterdam í gær til Töns
berg. Fjallfoss er á leið til Rvíkur.
Goðafoss fer frá Akureyri í kvöld til
Raufarhafnar. Gullfoss er á leið til
Leith og Rvíkur. Lagarfoss er á leið
tii Rvíkur frá New York. Reykjafoss
fer frá Rotterdam 10. þ.m. til Antwerp
en. Selfoss fór frá Flateyri 7. þ.m. tU
Vestmannaeyja og þaðan til Amster-
dam. Tröllafoss fer frá Rvik í kvöld
U1 New York. Tungufoss er i Rvík.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fór
frá Rvík í gær vestur um land 1
hringferð. Herðubreið er á Austfjörð-
um á norðurleið. Skjaldbreið fer frá
Reykjavík á morgun vestur um land
til Akureyrar. Þyrill er á leið frá
Vopnafirði tU Fredrikstad. Herjólfur
er væntanlegur til Rvíkur í dag frá
Vestmannaeyjum.
Eimskipafélag Reykjavikur hf.: —
Katla er á leið til Vestmannaeyja.
Askja er í Frederikshavn.
Hafskip hf.: Laxá er i Gautaborg.
H.f. Jöklar: — Drangajökull er á leið
tU Islands. Langjökull lestar á Breiða
firði. Vatnajökull er í Reykjavík.
Skipadeild SÍS: — Hvassafell kemur
til Húsavikur i dag. Arnarfell er á leið
til Arósa. Jökulfell er á Akureyri. Dís-
arfell er á leið til Hornafjarðar. Litla-
fell er í olíuflutningum í Faxaflóa.
Helgafell er á Húsavík. Hamrafell er
á leið tU Aruba.
☆
Flugfélag Islands hf.:— Hrímfaxi
fer til Glasgow og Khafnar kl. 8:30 í
dag. Væntanleg aftur til Rvíkur kl.
16:10 á morgun.
Innanlandsflug: I dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Húsavíkur og
Vestmannaeyja. A morgun: til Akur
eyrar, Egilsstaða, Kóoaskers, Vest-
mannaeyja, Þórshafnar.
Loftleiðir hf.: — Edda er væntanleg
kl. 7,15 frá New York. Fer til Stavang-
er, Khafnar og Hamborgar kl 8:45.
Leifur Eiríksson er væntanl. kl. 22:30
frá London og Glasgow. Fer til New
York kl. 24:00.
Verkamenn
óskast í byggingavinnu. Upplýsingar
gefur Þórarinn Þórarinsson, sími 1-55-77.
Þýzkur ungbarnafatnaður
Drengjaföt
Kjólar
Sokkabuxuir
Peysur
Ungbarna-nærföt
Tvíofnar bleyjur
Laugavegi 70
Sími 14625
Ú tsa I a
KVENSLOPPAR. Verð frá kr. 117.—
KVENPEYSUR. Verð kr. 129.—.
BARNAPEYSUR með löngum og stutt-
um ermuni. — Verð frá kr. 20.—.
SOKKABUXUR. Verð kr. 65.—.
(Smásala) — Laugavegi 81
Atvinna
Dugleg stúlka getur fengið atvinnu við iðnaðarstörf
Upplýsingar í verksmiðjunni í dag kl. 10—12 og
3—5.
Nærfataefna- og prjönlesverksmiðjan
Bræðraborgarstíg 7
Seelgœtis- og
tóhaksverzl un
til Ieigu í fullum rekstri á góðum stað.
Þeir sem hefðu áhuga, leggi tilb. inn á
afgr. Mbl. merkt: „Verzlun—9623“.
A gamla verðinu
Báruplötur og þakhellur
úr aspest-sement.
illarz Trading & Co.
Klapparstíg 20. Sími 17373
FONN
SAKJUM-QFWUM
•A