Morgunblaðið - 13.03.1960, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. marz 1960
Danska sendiráðið er það elzta í Reykjavík. Það hefur alla
tíð verið til húsa við Hverfisgötu.
Á GÖTIJM Reykjavíkur
sjáum við oft bíla, sem
bera auk hins venjulega
bílnúmers lítið svart spjald
með tveimur hvítum bók-
stöfum, CD. Flestir vita, að
þar fara bílar erlendra
sendiráða og starfsmanna
þeirra í höfuðstaðnum.
Færri vita sennilega, að
CD er skammstöfun á
Corps Diplomatique. Á
undanförnum árum hefur
þessum bílum farið sífjölg-
andi og munu nú telja
nokkra tugi. — Ekki er
laust við að þessi bílamerk-
ing setji örlítinn heims-
borgarblæ á smábæinn
Reykjavík. En þetta er til-
tölulega nýtt fyrirbrigði
hjá okkur, því fyrsti er-
lendi sendiherrann á ís-
landi hafði ekki annað far-
artækja en þrjá hesta. Og
ekki voru þeir merktir
Corps Diplomatique.
Fyrsti sendiherrann kom
1919
Nú sitja átta erlendir sendi-
herrar á íslandi og þar að
auki hafa 19 sendiherrar á ís-
landi aðsetur erlendis. Johann
es E. Böggild var fyrstur er-
lendra sendimanna, sem bar
sendiherranafnbót á íslandi.
Eins og að líkum lætur var
hann danskur, kom hingað
haustið 1919. — Áður
ur hafði verið hér margt ræð-
ismanna erlendra ríkja. Bæði
voru það sérlega útsendir
menn og íslendingar, sem tóku
að sér ræðismennsku fyrir út-
lönd. Frá upphafi gegndi störf
um þessum höfðingsmenn,
sem klæddust glæsilegum ein-
kennisbúningum og sómdu sér
vel við öll hátíðleg tækifæri
svo sem konungskomur og
annað slíkt. En segja má, að
starf þeirra hafi einkum verið
fólgið í því að veita sjómönn-
um, sem hingað leituðu, nauð-
synlega fyrirgreiðslu.
Mest kvað að Frökkum
Sögur fara af ræðismönnum
allt frá dögum Jörundar
hundadagakonungs og jafnvel
fyrr, en þá var í Reykjavík
maður að nafni Parker, sem
kallaðist enskur konsúll. —
Lengi vel og fram yfir alda-
mót bar mest á frönskum á
þessu sviði. Frakkar höfðu
hér mikilla hagsmuna að gæta
í sambandi við útgerð sina á
íslandsmið. Þeir reistu í
Reykjavík vöruskemmu,
sjúkrahús — og Frakkar urðu
líka fyrstir til að byggja sér-
stakan ræðismannsbústað hér
í höfuðstaðnum.
Var reimt í Höfða?
Húsið var byggt upp úr alda
mótunum. Flestir Reykvíking-
ar kannast við það, því þetta
er Héðinshöfði, sem stendur á
sjávarbökkum inn undir Laug
arneíý. Höfði, eins og húsið er
yfirleitt nefnt, er ekki ein-
ungis merkur í sambandi við
sögu erlendra sendimanna á
íslandi, því þar bjó Einar
Benediktsson fyrir eina tíð,
síðar Matthías Einarsson
læknir og loks keyptu Bretar
húsið til afnota fyrir ræðis-
mann sinn. Höfði var í eigu
Breta frá því nokkru fyrir
stríð og fram til 1952, er þeir
seldu hann. Sögusagnir voru
þá á kreiki um, að þar væri
reimt í meira lagi. En núver-
andi eigandi, Ingólfur Esphó-
lín, þvertekur fyrir alla reim-
leika þar svo að ekki verður
véfengt.
Fyrsti ambassadorinn 1955
Brezki ræðismaðurinn bjó
í Höfða, þegar styrjöldin skall
á. Með hernámsliðinu 1940
kom hingað brezkur sendi-
herra, Howard Smith, sem áð-
ur hafði verið sendimaður
Breta í Kaupmannahöfn. —
Leysti hann ræðismanninn af
hólmi og varð annar sendiherr
ann á Islandi. Embættisferill
hans varð samt stuttur Hfí-,
því Smith lézt við laxveiðar
uppi í Borgarfirði sumarið
1942. — En skömmu á eftir
brezka sendiherranum kom
sá bandaríski og varð þriðji
í röðinni.
Eftir að ísland hlaut algert
sjálfstæði og fékk öll utan-
ríkismál í eigin hendur fjölg-
aði sendiherrunum eins og
vænta mátti. Sendiherrarnir
átta, sem hér sitja, bera nú
allir ambassadorsnafnbót og
starfsfólk sendiráðanna í
Reykjavík og hingað flutt
skyldulið er komið hátt á
annað hundrað.
Sendiherra Norðmanna, sem
þá var Torgeir Anderssen-
Rysst, var fyrstur útnefndur
ambassador, árið 1955. Að
vísu er ein undantekning frá
þessu, því á lýðveldishátíð-
inni 17. júní 1944 voru þrír
sendimenn á íslandi útnefnd-
ir „ambassador ad hoc“ — þ.
e. a. s. þeir báru titilinn sem
fulltrúar þjóða sinna við há-
tíðahöldin.
Flestir sendiherranna
sitja erlendis
í Reykjavík hafa nú aðset-
ur sendiherrar Norðurland-
anna þriggja, V-Þýzkalands,
Frakklands, Bretlands, Banda
ríkjanna og Ráðstjórnarríkj-
anna. Auk þess eru hér sendi-
ráðsskrifstofur Póllands og
Tékkóslóvakíu, en sendiherr-
arnir sjálfir sitja í Ósló. —
Sænska sendiráðið hefur fæst
starfsfólk, það bandaríska
flest.
Þá hafa 19 ríki sendiherra
á íslandi með aðsetur er-
lendis. Flestir þeirra sitja í
Ósló. Auk þess tékkneska og
pólska eru þeir 11 þar, 4 í
Stokkhólmi, 2 í London, 1 í
París og sendiherra Kúbu á
íslandi situr í Haag. Og meðal
fjarlægra landa, sem skipað
hafa sendiherra á íslandi, eru
Japan, Argentína, íran og
ísrael.
Ræðismenn margra þjóða
Þegar tillit er tekið til þess
hve íslands gætir lítið á al-
þjóðavettvangi er tala sendi-
herra á íslandi alls ekki lítil.
En smá er hún í samanburði
við tölu sjálfstæðra ríkja,
innan vébanda Sameinuðu
þjóðanna eru þau yfir 80.
Lönd þau, sem skipað hafa
sendiherra á íslandi með að-
setri erlendis, hafa allmörg
ólaunaðan vararæðismann,
ræðismann eða aðalræðis-
mann hérlendis og eru þeir
allir tslendingar. Finnland
hefur flgsta, eða þrjá. Sex
þeirra ríkja, sem hér hafa bú-
settan sendiherra, hafa líka ís-
lenzka ræðismenn og vara-
ræðismenn, bæði í Reykjavík
og úti á landi. Flesta hafa
Danir og Norðmenn, sex hvor-
ir. —
Rússar fjölmennastir
Fjölmennasta sendiráðið
hér er það bandaríska, sem
fyrr segir. Þó munu fleiri
rússneskir sendiráðsmenn en
bandarískir vera í Reykjavík.
Munurinn er sá, að Banda-
ríkjamenn hafa allmarga ís-
lenzka starfsmenn í sendiráði
sínu, en Rússar að jafnaði
engan. Þeir senda hingað
menn til allra starfa, jafnt
bílstjóra sem þjónustufólk, en
fá öðru hvoru íslendinga til
að annast þýðingar. Rúss-
nesku starfsmennimir og kon-
ur þeirra munu vera hér nær
50 og eru þá börn þeirra ekki
meðtalin.
Stúdent frá M.R.
í sænska herinn
Sænska sendiráðið hefur
fæst starfslið. Auk sendiherr-
ans er þar einungis tvennt.
Vararæðismaðurinn, Gunnar
Rocksén, og sænsk skrifstofu-
stúlka, sem gift er íslenzkum
manni. Rocksén er búinn að
vera hér allra sendiráðsmanna
lengst. Hann kom til íslands
beint úr hernum, þegar ræðis-
mannsskrifstofan var opnuð í
Reykjavík 1930. Og hér hefúr
hann verið síðan, kvænzt ís-
lenzkri konu, Helgu Jónsdótt-
ur, og talar íslenzku. Þau
Helga eiga einn 'son, ’Karl
Erik, sem verður stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
í vor. En þótt Karl sé að öllu
leyti alinn upp á íslandi er
hann sænskur ríkisborgari og
mun sennilega gegna þjónustu
í sænska hernum að afloknu
stúdentsprófi í Reykjavík.
Irinn í brezka sendiráðinu
Gunnar Rocksén hefur
starfað hér með sex ræðis-
mönnum og sendiherrum. —
Þannig er það yfirleitt, að
sendiráðsmenn eru aðeins látn
ir dveljast nokkur ár ksama
landinu í senn. Hjá Rússum og
Bandaríkjamönnum er það
einna stytzt, 2—3 ár, en held-
ur lengra hjá flestum öðrum.
Þetta er gert bæði til að veita
starfsmönnunum víðtækari
þjálfun í starfi og sennilega
til þess að þeir festi ekki um
of rætur í öðrum löndum.
Þó eru alltaf gerðar undan-
tekningar svo sem með Gunn-
ar Rocksén og t. d. vararæðis-
manninn í brezka sendiráð-
inu, Brian Holt, sem hér hef-
ur verið í 11 ár og vill hvergi
annars staðar vera. Holt er
íri og kvæntur íslenzkri konu.
Hann talar reiprennandi ís-
lenzku, fékk undirstöðuna á
stríðsárunum. Þá var hann hér
um tíma í hernum.
Vill fá islenzkt veitingahús
í London
Annar landi hans, Peter
Kidson, annar sendiráðsritari,
talar líka íslenzku, enda þótt
hann hafi ekki verið hér nema
í þrjú ár En það er eins með
hann og Brian Holt, Kidson
var hér á styrjaldarárunum
og byrjaði strax að læra ís-
lenzku í frístundum sínum:
— Ég fór í íslenzkutíma til
Þjóðverja eins hér í bænum.
Það var dálítið skrýtið, að
kennarinn minn skyldi ein-
mitt vera Þjóðverji, sagði
ivugujenko lærði íslenzk
una mest af því að lesa
dagblöðin
Fjölskylda David B. Timmins, annars ritara bindaríska sendiráðsins, er dæmigerð fyrir
sendimann, sem víða fer, því (talið frá vinstri): Mark, 6 ára, er fæddur í Salt Lake City,
Karen 7(4 mánaðar, er fædd í Reykjavík, og Rob, 3 ára, er fæddur í London. Hjónin munu
senn á förum héðan, því starfstíminn í Reykjavík er á enda. Timmins er Mormónatrúar. —