Morgunblaðið - 13.03.1960, Page 15

Morgunblaðið - 13.03.1960, Page 15
Sunnudagur 13. marz 1960 MORCTINRJ AÐIÐ 15 GuðmundurGrímsson F. 11. jan. 1889. — D. 7. marz 1960 Minningarorð. ENN einu sinni stendur engill hinnar miklu þagnar við gröf lát- ins vinar. Rödd hefur þagnað, hjarta hætt að slá, og enn önnur lífselfa horfið í hafið. Á skilnaðarstund, þegar mann- leg sál hefur lagt af sér duftsins hjúp og horfið inn á lönd hins eilífa friðar, þá er þögnin inn- fjálgari en nokkur orð mannlegr- ar tungu. Þá getur manni fundizt að bezt sé að hafa engin orð, því að í raun og veru sé þegar búið að segja allt, sem sagt verður, og að allt sé í rauninni fullkomn- að. Er það ef til vill ekki í raun- inni svo, að sérhver maður finni sjálfan sig í dauðanum? Víst er um það, að í sorginni brjótast fram allar beztu og göfugustu til- finningar mannlegs hjarta. Og hafi þar búið kærleikur, mun hann eflast x sorginni og lyfta andanum upp í hæðir hins eilífa dags. Það er hins vegar fagur siður að leggja blóm á leiði látins vin- ar og minnast hans með þakk- læti fyrir samfylgdina á liðinni ævi. Þess vegna er það, að ég ræðst í að rita nokkur fátækleg orð í þakklætis- og kveðjuskyni við gamlan vin minn, Guðmund Grímsson, sem nú er horfinn til feðra sinna, saddur lífdaga. Ég kynntist Guðmundi fyrst fyrir um hálfri öld. Þá var hann ungur maður og framsækinn. Ég dáði hann fyrir þrek hans og snerpu, þótt eigi væri hann hár í lofti eða þéttur á velli. Guðmund ur var mörgum Reykvíkingum að góðu kunnur, einkum þeim af gömlu kynslóðinni, því að hann stundaði fisksölu um áratuga skeið hér í bæ. Hann var áreið- anlega sá fyrsti til að skipuleggja fisksölu hér í bænum í stórum stíl og sjá bæjarbúum fyrir nýj- um fiski á degi hverjum. Guð- mundi varð snemma ljóst, að fisk sala gat orðið arðvænlegur at- vinnurekstur í vaxandi bæ. — Hann hafði óbugandi trú á vaxt- armöguleikum Reykj avíkur. Og hann gekk til verks af einstökum dugnaði. En fisksala í Reykjavík var erfitt verk í þá tíð. Þá var engin útgerð hér 1 bær. Þá reru einstalca menn á opnum fleytum út á miðin og fiskuðu lítið. Helzt var að afla fisks í útlendum tog- urum, er komu að landi til að fá vatn og vistir, einkum frönsk- um. En þar stóð Guðmundur vel að vígi, því að hann var bráð vel gefinn og tungumálamaður góð- ur. Hann talaði frönsku með ágæt um. Þótti þetta alveg sérstakt í þá daga. Þá kunnu fáir aðrir er- lend mál en embættis- og mennta menn, er þó voru ekki ýkja marg ir. Ég var einn þeirra, sem undr aðist á því, hvar Guðmundur hafði getað aflað sér svona stað- góðrar þekkingar á erlendum tungumálum. Þetta var ekki ávöxtur langrar skólagöngu, þótt hann lyki að vísu prófi úr Iðn- skólanum eftir nám í húsasmíði hjá mági sínum, Guðmundi Brynjólfssyni. Undirstöðuna að málakunnáttu sinni fékk hann á bændabýli í nágrenni Rvíkur. Þegar Guðmundur var á fimmta ári andaðist faðir hans frá all-stórum barnahóp. Foreldr ar Guðmundar voru þau hjónin Grímur Gunnlaugsson og Sigríð- ur Ólafsdóttir, er bjuggu að Grjóti í Garðahreppi. Börnin voru sjö, og heimilið fátækt. Og eins og all-títt var í þá daga var heimilið leyst upp og börnunum komið fyrir á ýmsum stöðum. — Guðmundi var komið í fóstur til hinna merku sæmdarhjóna Bjarna Magnússonar og Ragnhild ar Ólafsdóttur, er bjuggu rausn- arbúi í Engey í þá tíð. Þetta var hið mesta menningarheimili. Þar dvaldist Guðmundur fram yfir fermingaraldur, og þar fékk hann þá undirstöðu að menntun og góðum siðum, sem entust hon- um til æviloka. Guðmundur gleymdi aldrei Engeyjarheimil- inu og minntist jafnan dvalar sinnar þar með einlægu þakk- læti í huga. Þegar Guðmundur kvaddi Engey, fór hann til bæj- arins og tók að nema trésmíði hjá mági sínum, eins og áður segir. En trésmíðanámið var ekki við hans hæfi, þótt hann lyki því. Hugur hans stefndi í aðra átt. Hann var í raun og veru athafna maður, sem eygði möguleika þar sem aðrir sáu enga. Þá var það sem hann tók að fást við fisksölu mál bæjarins með góðum árangri enda þótt hann nyti ekki ávaxt- anna af brautryðjandastarfi sínu nema takmarkaðan tíma. „Vér leikum oss, börnin, við lánið valt, og lútum þó dauðans veldi', eins og skáldið kvað. Guðmundur gekk að eiga eft- irlifandi konu sína, Guðmundínu Oddsdóttur, 12. júlí 1913. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Eitt þeirra andaðist í æsku, gull- falleg telpa. Hin e ru uppkomin, allt myndar börn, vel gefin og góðir þegnar okkar bæjarfélags. Guðmundur dó eins og hann lifði, hljóðlátur og æðrulaus. Þrjátíu ár ævi sinnar var hann sjúkur maður. Allan þennan langa tíma bar hann sjúkleika sinn möglunarlaust. — Honum hraut aldrei æðruorð af vörum, hversu þjáður sem hann var. En hann átti því láni að fagna, að eiga tryggan lífsförunaut, sem hjúkraði honum og hlúði að hon um af fórnfúsum kærleika í öll þessi löngu og erfiðu ár. Þar er vissulega að finna fyrirmynd góðrar konu, sem finnur laun sín og gleði í óeigingjarnri og fórn- fúsri þjónustu við manninn, sem einu sinni vann hjarta hennar. Slíkar manneskjur uppskera laun sín í eilífðinni. Guðmundur vinur minn er nú laus við veraldarinnar strit og amstur og hefur fundið hinn ei- lífa friðinn. Ólafur, bróðir hans, er sá eini, sem eftir lifir af syst- kinunum sjö frá Grjóti. Hann er nú á 74. aldursári. Hann missti sjónina fyrir nokkrum árum, en hann ber kross sinn eins og sannri hetju sæmir. „í dauða hjá einstaka áfangastað á öræfum tímans vor Er við kveðjum vin, sem horf- inn er inn fyrir hið mikla for- tjald dauðans, verður okkur ljóst, hversu lítið vi* skynjum og skiljum af leyndardómum mannlegrar tilvistar. Við verðum hljóðir og hógværir menn. Þá kann okkur að verða ljóst sann- leiksgildið - oi’ðum rkáldsins. — „Hvað vita menn um sælu og sorg, sem supu aldrei lífsins veig í dreggjar“. Hin mikla þögn sveipaði ásjónu vinar míns Guðmundar, blæju hins eilífa friðar. Hann hvíidi eins og hann svæfi. Göngu hans er lokið. „Hann lokaði augunum hugarhreinn með hvarm mót sólarskini.". S. Sörenson sál stendur við“. Húseigendur á hitaveitusvæðinu Athugið að það er dýrt að hafa hitakerfið í ólagi. Við höfum fengið tæki til að hreinsa miðstöðvarkerfi og ofna. Talið við okkur ef kerfið er ekki í lagi. Jóh. Valdimarsson Jóh. E. Jóhannsson pípulagningam. pípulagningam. Ránarg. 10. Sími 14091 Seljavegi 3. Sími 19361 T I L S Ö L U Clœsileg íbúð í nýju húsi að Borgarholtsbraut í Kópavogi. tbúðin er um 130 ferm. Fjögur stór herb., eldhús, bað, þvottahús og geymslur. Allt á sömu hæð. Skipti á minni íbúð gegn milligjöf gætu komið til greina. Upplýsingar á staðnum í dag og næstu daga frá kl. 3 til 7 e.h. P Y R I R BÖRN OG F U LLORONA í GÚMMÍSTÍ6VÉL í SKl'oASKÓ 0« ÓIM INNISMÓR WÚIR FRAMLEIÐSLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.