Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. marz 1960
MORGUNBLAÐIÐ
3
Ljósm. blaðsins, Ól. K. Mag.
tók þessa mynd í fyrrakvöld
á ytri höfninni í Reykjavik,
þegar komið var inn með
vélskipið Vísund brennandi
af miðunum, eins og skýi-t
var frá í blaðinu i gær. Drátt
arbáturinn Magni tók þar við
Vísundi af varðskipinu Gaut,
og kom honum upp að
bryggju- Hér sést Magni með
Vísmnd á síðunni. Reyk lagði
upp af bátnum, en eldurinn
var „lokaður“ niðri í lest.
— ★ —
Eldur
um borð
ENN RAUK talsvert úr vél-
skipinu Vísundi, þegar Magni
lagðist með hann að Sprengi-
sandi um miðnætti í fyrra-
kvöld, þó þá væri búinn að
vera eldur í skipinu í 10 tíma.
Á bryggjunni beið slökkvi-
liðið og lögregluþjónar, og
strax var hafizt handa um að
ráða niðurlögum eldsins, sem
var í vélarrúmi. Var mikill
hiti þarna niðri, er brunaverð-
ir komu um borð, að sögn Sig-
urðar Gunnars Sigurðssonar,
varaslökkviliðsstjóra. Slökkvi
starfið gekk samt vel og tók
um stundarfjórðung.
Ekki virtust miklar skemmd
ir ofan þilj a, en báturinn er
stálskip. I vélarrúmi sýndist
aftur á móti allt brunnið sem
brunnið gat, enda höfðu skip-
verjar „lokað“ eldinn þar
niðri áður en þeir yfirgáfu
skipið, fljótlega eftir að elds-
ins varð vart um 2 leytið síðd.
Skipverjar voru allir heilir
á húfi í varðskipinu Gaut, sem
sigldi á eftir Magna og lagð-
ist upp að Sprengisandi
skömmu á eftir honum, og á
þilfari þess lá gúmmíbjörgun-
arbáturinn, sem þeir höfðu
bjargað sér í yfir í annan bát.
í gær höfðu skoðunarmenn-
irnir, Agnar Guðmundsson,
skipstjóri og Þorsteinn Arna-
son, vélstjóri, farið um borð í
Vísund til að kanna bruna-
skemmdir. En þær munu vera
minni en ætla mætti. Vísund-
ur er vátryggður hjá Sjóvá.
Eigandi skipsins er Stefán
Franklín, ekki Jón Franklín,
eins og sagt var í blaðinu í
gær.
Skipverjar ' hrygg-jp í Reykja
nstjórin’- ^ísli Magnússon, er lengst t*’ '
Síökkviliðið ræðst til atlögu við eldinn, eftir að búið er að leggja bálnum að bryggju. -
scst Agnar Guðmundsson, skoðunarmaður.
þiciust
8T4KSTEIMAR
Söluskattur nn
Flestir skattar eru óvinsælir
meðal almennings. Söluskattur-
inn er þar engin undanteKmmg.
Framsóknarmenn og kommún-
istar reyna nú að gera ser sem
mestan mat úr óvinsældum þessa
skatts. Báðir hafa þó þessir
j flokkar tekið þátt í því að leggja
söluskatt á og innheimta hann.
Gunnar Thoroddsen, fjármála*
ráðherra, gerði söluskattinn að
umtalsefni í ræðu sem hann
flutti í efri deild i fyrrakvöld.
Sýndi hann fram á það með töl-
um, að útgjöld meðalfjölskyldu,
vísitölufjölskyldunnar, lækka, er
söluskatturinn hefur verið lög-
leidtíiur, en niðurfelldur tekju-
skattur og útsvar. Hann kvað
aukaútgjöld vísitöluf jölskyldunn-
ar nema 1400 krónum á þessu ári
af völdum skattsins. En af afnámi
tekjuskattsins af almennum launa
tekjum mundi leiða 1450 króna
gjaldalækkun á þessu ári og út-
svarslækkunin mundi a. m. k.
nema 700 krónum hjá visitölu-
fjölskyldunni.
7—800 króna lækkun
Með þessum breytingum á
skattalögiunum verður þannig um
i 7—800 króna lækkun á sköttum
hjá meðalfjölskyldu á þessu ári.
Af þessum upplýsingum fjár-
málaráðherra má marka það,
hversu fráleitar þær staðhæfing-
ar kommúnista og Framsóknar-
manna eru, að söluskatturinn fell
í sér stórfelda kjaraskerðingu
fyrir almenning.
Vinnufriður
í Vestmannaeyjum
Það er vissulega vel farið að
ekki skyldi koma til verkfalls og
átaka í Vestmannaeyjum. Fór það
betur en á horfðist um skeið.
Kommúnistar höfðu haft alla til-
burði til þess að stöðva athafna-
líf þessarar þróttmiklu verstöðv-
ar um hávertíðina. Þeir börðust
fyrir verkfallsheimild sér til
handa, áð'ur en að samnin^avið-
ræður höfðu verið uppteknar við
útvegsmenn um fiskverðið. Má
segja, að það hafi verið hið furðu
legasta háttalag. í atkvæðagreiðsl
una um verkfallsheimildina tóku
aðeins þátt um 130 manns af á
fimmta hundrað, sem voru i þeim
félögum, er að atkvæðagreiðsl-
unni stóðu. Sjómenn í Vest-
: mannaeyjum eru nú hins vegar á
annað þúsund.
Kommúnistar gugnaðitf
Þegar til átti að taka gugnuðu
svo kommúnistar á því að stöðva
framleiðsliuna í Vestmannaeyjum
um hávertiðina. Samningar tók-
ust um óbreytt fiskverð og
nokkra samrýmingu á kjörum
sjómanna í Vestmannaeyjum og
kjörum sjómanna í verstöðvunum
við Faxaflóa.
Alþjóð er nú orðið það ljóst,
hversu fráleitt það er, að örlítill
hópur manna í stórum og fjöl-
mennum verþalýðsfélögum geti
! skellt á verkfalli og valdið með
því stórkostlegum truflunum í
atvinnulifi þjóðarinnar. Þetta fyr
irkomulag er vissulega fjarri því
að eiga nokkiuð skylt við lýðræði.
En þetta er það fyrirkomulag sem
kommúnistar berjast fyrir og
telja sér henta einkar vel til þess
að geta misnotað launþegasam-
tökin til alls konar óhappaverka
gagnvart þjóðfélaginu.
En á kommúnistum að takast
það um alla framtíð? Vissulega
ekki. Óhjákvaemilegt er að nýjar
og lýðræðislegri reglur verði
j settar um það, hvernig atkvæða-
| greiðslum um verkfallsheimildir
I skuli háttað.