Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. marz 1960
MORGUIVBLAÐIÐ
5
glOPP^
ÞVOTTAHUSIÐ
FÓNN
FJOIUCOTU I9B SIMI 17220
Stórt fyrirtæki hér í bænum óskar eftir
skrifstofustúlku
til símavörzlu og almennra skrifstofustarfa. Þarf
að vera vön vélritun. Tilboð sendist MorgunbL
merkt: „Skrifstofustarf — 9349“ fyrir föstudags-
kvöld.
Skrífstofustarf
Viljum ráða nú þegar skrifstofustúlku til þess að
vinna við vélabókhald, svo og aðra almenna skrií-
stofuvinnu.
Landssmiðjan
M atreiðslukona
og afgreiðslustúlka óskast.
Upplýsingar á staðnum.
Matstofa Austurbæjar.
FRAMTÍÐARVINNA
Stórt verzlunarfyrirtæki með fjölbreyttan atvinnu-
rekstur óskar eftir að ráða nú þegar mann til skrif-
stofustarfa. Umsækjandi þarf að hafa góða bók-
haldsþekkingu og kunnáttu í ensku og dönsku. Kig-
inhandarumsókn er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist blaðinu fyrir n.k. laugardag rrjerkt:
„V. II. — 9352“. Æskilegt er að ljósmynd af umsækj-
anda fylgi umsókn, ásamt meðmælum, ef fyrir hendi
eru.
Skrífsfofustúlka
Stúlka óskast til aðstoðar á skrifstofu,
allan daginn eða hálfan. Þarf að vera
vön vélritun. Upplýsingar gefur
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur,
Vonarstræti 4.
Kristjánsson h.f.
Borgartúni 8.
saman
- ☆ -
Verð kr. 875 —
Jfekla
Austurstræti 14
Sími 11687.
Læknar fjarveiandi
Snorri P. Snorrason, fjarv. 3—4 mán
uði frá 22. febr. — Staðgengill: Jón
X>orsteinsson.
Kristján Þorvarðarson læknir verður
fjarverandi til 17. marz. Staðg.: Eggert
Steinþórsson.
Sigurður S. Magnússon læknir verð-
ur fjarverandi frá 14. marz um óákv.
tíma. Staðg.: Tryggvi I>orsteinsson,
Vesturbæjarapóteki. Viðtalstími 4.30—
5 alla virka daga nema laugardaga.
Sími 1-53.40.
STRAUBORÐ
m e ð s æ t i
sem hægt er að leggja
s
s
Honn hefur i
Iykil
Sem kunnugt er hefur kon- ^
ungsfjölskyldan í Englandi i,
ákaflega mikinn áhuga a í1
veðreiðum. Þessi mynd var \
tekin af ungu hjónaleysun- s
um Margréti prinsessu og ^
Armstrong Jones ljósmynd- ^
ara, er þau vora á veðreið- s
um í Newsbury. í
Það hefur nú komið fram ;
í heimsfréttum að Arm- S
strong Jones hafi fengið •
lykil að Buckingham-höll, ^
og geti nú læðst inn og út S
óséður, ef hann vilji. •
s
Mikið er um það rætt s
hvort Armstrong Jones í
verði titlaður á einhvern ^
veg, mönnum er um og ó, s
að börn Margrétar verði í J
framtíðinni aðeins ungfrú, s
frú eða herra. S
S'
Armstrong Jones varð í
þrítugur fyrir skömmu og J
hélt afmælisdaginn hátíð- s
legan með konungsfjölskyld í
unni. J
S
Húsmæðrafélag Reykjavikur: — Síð-
asta saumanámskeið fyrir páska hefst
mánudaginn 21. þ.m. kl. 8 síðd. 1 Borg-
artúni 7. Þær konur, sem ætla að
sauma þar gefi sig fram í síma 11810
og 15236.
Æskulýðsráð Reykjavíkur: — Tóm-
stunda- og félagsiðja miðvikudaginn
16. marz: Lindargata 50 kl. 4,30 Tafl-
kiúbbur, kl. 7,30 Taflklúbbur, Ljós-
myndaiðja og Flugmódelsmíði. — K.R.-
heimilið kl. 7,30 Bast- og tágavinna. —
Ármannsheimilið kl. 7,30 Bast- og tága
vinna og Frímerkjaklúbbur. — Laug-
ardalur (íþróttahúsnæði) kl. 5,15, 7,00
og 8,30 Sjóvinna.
— Sá, sem ekki getur státað af
öðru en forfeðrum sínum, er eins
og kartöflugras — hið eina góða
við hann er neðar moldu.
— Tomas Overbury.
★
— Guð hefur lykilinn að hinu
dula; enginn annar en hann þekk
ir það. — Múhameð.
75 ára er í dag Ingibjörg Þórð-
ardóttir frá Bolungarvík, nú bú-
sett á Vífilsstöðum.
Laugardaginn 12. þ.m. voru
gefin saman í hjónaband ungfrú
Sigrún Magnúsdóttir og Hörður
ísaksson, Sóleyjargötu 23.
MENN 06
= MALÍFNI=
JAPANSKUR læknir,
Clvuji Kimura, skar ný-
Iega stóran vöxt úr kvið-
arvegg ungs manns. Á
röntgenmynd hafði virzt
vera um æxli að ræða,
en þessi vöxtur var ekk-
ert venjulegt æxli. Þeg-
ar hann var athugaður
nánar, kom í ljós höfuð,
15 cm í þvermál og lViá
kg að þyngd. Á höfðinu
var sítt hár, skegg, augna
hár, lokuð augnalok,
þrjár tennur í efri góm,
tvö vansköpuð eyru og
fæðingarblettur á vinstri
kinn, sams konar og var
á andliti sjúklingsins.
Þetta furðuæxli í maga
vegg mannsins var leif
af tvíburabróður hans.
Það kemur stundum fyr-
ir við getnað tvíbura, að
annar verður innlyksa í
hinum, vegna afbrigði-
legrar skiptingar kyn-
fruma, þegar eftir frjóvg
un. —
Þegar fram í sækir,
nærist hinn innilukti af
blóði hins ef svo má
segja, en raunar er ekki
unnt að tala um nema
eitt lifandi fóstur. Þessi
furðuæxli eru oftast lítil
en geta stundum af ó-
þekktum orsökum tekið
að stækka, þar til þeirra
verður vart og pau f jar-
lægð. Einnig geta þaiu
orðið að illkynja æxlum.
Það sem i þessu tilfelli
vakti sérlega athygli
manna var stærð höfuðs-
ins og þroski.
Fyrsta beyglan
★
Synir prestsins og lögreglustjór
ans rifust heiftarlega og fóru í
slag. Milli högganna mátti heyra
þessar sígildu ógnanir:
— Passaðu þig bara, annars
setur hann pabbi þig í steininn.
— O, gættu þín sjálfur, svar-
aði prestssonur, — annars get-
urðu verið viss um, að hann
pabbi jarðar pabba þinn fljótlega
Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda-
flug: Hrímfaxi fer til Glasgow og
Kaupmh. kl. 08:30 í dag. Væntanleg
aftur til Rvíkur kl. 16:10 á morgun. —
Innanlandsflug: I dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Húsavíkur og
Vestmannaeyja. — A morgun til Ak-
ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópa-
skers, Vestmannaeyja og I>órshafnar.
Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er
væntanlegur kl. 7:15 frá New York.
Fer til Stavanger, Kaupmannahafnar
og Hamborgar kl. 8:45. — Edda er
væntanleg kl. 19:00 frá London og
Glasgow. Fer til New York kl. 20:30.
Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti-
foss fer frá Rostock í dag til Hamborg-
ar. — Fjallfoss er í Rvík. — Goðafoss
er á leið til Keflavíkur. — Gullfoss er
í Rvík. — Lagarfoss er á leið til Rvík.
— Reykjafoss er í Hull. — Selfoss er á
leið til Rostock. — Tröllafoss er á leið
til New York. — Tungufoss er á leið til
Rostock.
Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell kem-
ur til Isafjarðar í dag. — Arnarfell er
í Hamborg. — Jökulfell er á leið til
Keflavíkur. — Dísarfell losar á Aust-
fjörðum. — Litlafell losar á Norður-
landshöfnum. — Helgafell er á leið til
Sarpsborg. — Hamrafell er á leið til
Aruba.
Eimskipafélag Reýkjavíkur h f.:
Katla er væntanleg til Keflavkur f
kvöld frá Spáni. — Askja fer væntan-
lega í kvöld frá Frederikshavn áieið-
is til Reykjavíkur.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er í
Rvík. — Herðubreið er 1 Rvik.
Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suður-
leiél. — I>yrill er á leið til Hjalteyrar.
— Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld
til Vestmannaeyja og Hornafjarðar.