Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 16
16 MOnCVlSBLÁÐÍÐ Miðvikudagur 16. marz 1960 Mlahdi sála verði var við ferðir ykkar. Við liðskönnun á morgun verður það einfaldlega tilkynnt að þér hafið verið sendur burt í áríðandi erindagerðum, svo að enginn greini neitt sérstakt. — Hvernig þér gerið upp endanleg- ar sakir við gamla manninn og dóttur hans, kemur mér ekki við. Þér verðið sjálfur að gera svo vel og bjarga yður úr persónu- legum vandræðum. Mér ber að- eins að gæta þess að þetta mál verði ekki til umtals og hneyksl- is innan herdeildarinnar....... Jæja, þetta er þá útkljáð mál. — Þér komið hingað á minn fund kl. hálf sex í fyrramálið, ferð- búinn með staf í hönd, ég afhendi yður bréf og svo leggið þér taf- arlaust af stað. Skiljið þér það?“ Ég hikaði. Það var ekki af þeim sökum sem ég hafði komið. Ég hafði ekki verið að leita að leið til undankomu. Bukencic tók eft ir því hvað ég hikaði með svarið. „Skiljið þér það?“ endurtók hann næstum ógnandi. „Já, hr. oberst", svaraði ég í köldum hermannlegum tón. Bezt að leyfa gamla fíflinu að segja bað, sem .hann vildi, hugsaði ég með mér. Ég mun gera það, sem mér ber að gera.... „>á segjum við það. Á morgun klukkan hálf sex fyrir hádegi“, Ég sló saman hælunum að her- mannasið. Hann kom til mín. „Að hugsa sér að það skyldi nú endilega vera þér, sem lentuð í þessa déskotans klípu. Mér er það mjög þvert um geð, að láta þessa náunga í Czaslau fá yður til sín. Ég hef alltaf kunnað bezt við yður af öllum ungu liðsfor- ingjunum. Ég sá að hann var að hugsa um það, hvort hann ætti að rétta mér hendina að skilnaði. Hark- an var að mestu horfin úr aug- um hans. „Nokkuð fleira, sem þér vilj- ið? Ef ég get orðið yður á ein- hvern hátt að liði, þá látið ekki bregðast að leita til mín. Ég skal með ánægju gera það sem ég get. Ég vil ekki að fólk haldi að þér hafið fallið í ónáð, eða eitt- hvað þvílíkt. Get ég gert nokkuð fyrir yður?“ „Nei, þökk fyrir, hr. oberst". „Þeim mun betra. .. í guðs friði. .. í fyrramálið, klukkan hálf sex. Gleymið því ekki“. „Já, hr. oberst“. Ég leit á hann, eins og maður lítur á einhvern í síðasta skipti. Ég vissi, að hann var síðasti mað- urinn sem ég myndi tala við í þessu lífi. Á morgun yrði hann sá eini, sem vissi allan sannleik- ann. Ég sló saman hælum eins snyrtilega og ég gat, rétti úr bak- inu og gekk út úr herberginu. En jafnvel gamli, sljói harðr stjórinn hlýtur að hafa orðið ein- hvers var. Það hlýtur að hafa verið eitthvað grunsamlegt víð svip minn, eða göngulag, því að hann kallaði allt í einu á eftir mér: „Andartak, Hofmiller!" Ég sneri mér eldsnöggt við. — Hann sperrti upp augabrýrnar og athugaði mig vandlega með hvöss um rannsóknaraugum. Loks taut aði hann, í senn bæði önugt og vingjarnlega: „Mér lízt ekki alls kostar vel á útlit yðar, ungi maður. Mér virð- ist útlit á því, að þér ætlið að gera yður að fífli, að þér séuð að ráðgera að vinna eitthvert glópskuverk. En ég kæri mig ekki um að þér gerið neina vit- leysu, vegna slíkra smámuna .. með skammbyssu .. eða ein- hverju öðru. .. Ég vil það ekki. .. Skiljið þér það?“ „Já, hr. oberst“. „Oh, látið þér ekki svona. Þér getið ekki blekkt mig. Ég fædd- ist ekki í gær“. Rödd hans varð mýkri. — „Réttið mér höndina". Ég gerði það og hann þrýsti hana fast. „Og nú“, hann horfði hvasst í áugun á mér. — „Nú heitið þér því við drengskap yðar, að gera ekkert heimskupar í kvöld, Hof- miller. Heitið því, að þér skulið koma hingað á minn fund, klukk- an hálf sex í fyrramálið og fara að því búnu til Czaslau“. ,',Ég heiti því við drengskap hinn, hr. oberst“. „Jæja, þá er það í lagi. Ég var, eins og þér skiljið, dálítið hrædd ur um að þér mynduð í hita augnabliksins gera eitthvað kjánalegt. Maður veit aldrei hvað þessir ungu og ofsafengnu strákar geta fundið upp á að gera. .. Þeir eru alltaf að flýta sér að ljúka einhverju, jafnvel þótt til þess þurfi skammbyssu. .. Seinna fáið þið svo meiri skyn semi í kollinn. Maður kemst yfir slíka hluti. Sannið þér bara til, Hofmiller, Þetta kemst allt í samt lag aftur. Ég skal sjá um það, að ekkert af þessu komizt á kreik. Svo verðið þér varkárari næst. — Jæja, nú megið þér fara — það hefði verið leiðinlegt, með snotran, ungan pilt, eins og yð- llr** Ákvarðanir okkar eru háðari löngun okkar til að samlagast stétt okkar og umhverfi, en við viljum viðurkenna. All-mikill hluti af hugsunum okkar er, ef svo mætti segja, ósjálfráð afleið ing áhrifa og kennda, sem orðin eru hluti af okkur sjálfum. Og hver sá, sem frá barnæsku hefur verið alinn upp í hinum stranga skóla hernaðarlegs aga og hlýðni, er sérstaklega hneigður til að láta undan hinu svæfandi og þvingandi valdi boða og skipunar orða — valdi, sem er rökrænt al- gerlega óskiljanlegt og grefur óhjákvæmilega undan vilja hans. í spennutreyju einkennisbúnings ins framkvæmir liðsforingi fyrir mæli sín, jafnvel þótt hann viti fullkomlega um fjarstæðu þeirra, eins og svefngengill, mótstöðu- laust og næstum óafvitandi. Einnig ég, sem af 25 ára langri ævi hafði eytt fimmtán síðustu árunum, fyrst í herskóla og eft- ir það í hernum, hætti gersam- lega frá því augnabliki er ég heyrði skipun ofurstans, að hugsa eða framkvæma sjálfstætt. Ég íhugaði ekki lengur! Ég hlýddi aðeins. Heili minn mundi aðeins eitt — að ég þyrfti að gefa skýrslu kl. hálf sex og hafa þá lokið við allan undinbúrning minn. Ég vakti þjóninn minn og sagði honum í fáum orðum, frá því, að við hefðum fengið áríð- andi fyrirmæli um að fara til Czaslau með morgninum og hjálpaði honum við að ganga frá farangrinum. Okkur tókst með naumindum að Ijúka því sem ljúka þurfti á réttum tíma og stundvíslega kl. hálf sex stóð ég ferðbúinn í herbergi ofurstans og beið þess að taka við hinum nauð synlegu embættisskjölum. Sam- kvæmt skípunum hans, yfirgaf ég svo herskálana, án þess að nokkur yrði þess var. Þessi sefjun eða lömun viljans, hélzt aðeins meðan ég var innan fjögurra veggja herskálanna og ég hafði ekki fullkomlega fram- kvæmt skipanir mínar. Við fyrsta skröltið í lestinni, hvarf þessi sljóleiki, sem hafði komið yfir mig og ég vaknaði til veruleik- ans, eins og maður, sem kastast hefur til jarðar við ægilega sprengingu, en staulast svo á fæt- ur og uppgötvar sér til mestu furðu, að hann er ómeiddur með öllu. Fyrsta undrunarefni mitt var, að finna að ég var enn á lífi. Hið næsta, að ég sat í járnbrautar- vagni, hrifinn burt úr hinu venju legu, daglegu tilveru minni. Og naumast fór ég að muna eftir at- burðum kvöldsins, þegar þeir þutu allir með óráðskenndum hraða í gegnum huga minn. Ég hafði verið að því kominn að leiQa málið til lykta og svo hafði skammbyssan verið slegin úr hendi minni. Ofurstinn hafði sagt, að hann myndi kippa öllu í samt lag, en aðeins að því leyti sem það snerti herdeildina og hið svokallaða „álit“ mitt sem liðs- foringja. — Kannske stóðu félagar mínir, liðsforingj- arnir, frammi fyrir honum á þessu augnabliki og hétu því við heiður sinn og drengskap að minnast ekki einu orði á þetta leiðinlega atvik. En engar skip- anir gátu haft áhrif á hugsanir þeirra. Þeir hlutu allir aQ gera sér grein fyrir því, að ég hafði snautað í burtu eins og hugleys- ingi. Og hvað svo með Edith, Kekesfalva og öll hin? Hver myndi láta þau vita, útskýra allt fyrír þeim? Klukkan sjö! Nú myndi hún rétt vera að vakna og fyrsta hugsun hennar myndi vera um mig. Kannske var hún nú þegar komin upp á svalirnar — ah, þessar svalir, hvers vegna fór alltaf um mig kuldahrollur, þegar ég hugsaði um handriðið? Kannske sat hún nú og beindi sjónaukanum sínum að heræfing ar-vellinum, horfði á herdeildina okkar, án þess að vita, án þess að gruna, að einhvern vantaði. En síðdegis færi hún að bíða og ég kæmi ekki og enginn hefði sagt henni neitt. Ég hafði ekki skrifað henni eina línu, hvað þá meira. Hún myndi hringja, henni yrði sagt að ég hefði verið flutt- ur til annars staðar og hún myndi ekki skilja, ekki gruna hið rétta. Eða það sem var enn skelfi legra. hún myndi skilja, skilja það undir eins og svo: Skyndi- lega gat ég séð fyrir mér augun á Condor, sem störðu ógnandi á mig, í gegnum glansandi nefgler- augun. Énn einu sinni gat ég heyrt hann hrópa til mín: „Það væri glæpur, morð!“ Og jafnvel birtist önnur mynd á eftir hinni fyrri, mynd af Edith, þar sem hún hafði lyft sér upp úr hjólastóln- um sínum og kastaði sér á hand riðið — sjálfsmorð, hyldýpið, speglaðist í augum hennar. Ég varð að gera eitthvað, gera eitthvað undir eins. Ég varð að senda henni skeyti frá stöðinni, senda henni einhverja orðsend- ingu. Ég varð, hvað sem það kost- aði, að hindra það að hún gerði eitthvað hvatvíslegt, óbætanlegt í örvæntingu sinni. Nei, það var ég sem mátti ekki gera neitt hvatvíslegt, óbætanlegt, hafði Condor sagt og ef eitthvað hræði legt kæmi fyrir, þá átti ég þegar — Eigum við að kaupa tvær pylsur og fara í leikhúsið, eða tvö fcuff og vera heima? Fáðu þér sæti Markús meðan Jóna býr til kaffi. Eg er sannar- lega feginn að sjá þig. Segðu mér hvað ég get gert fyrir þig. Svo ég snúi mér beint að efn- inu, Watson þingmaður, þá er ég hérna vegna friðlandsins 1 Háu- skógum. Eg hefi frétt að þú hafir I Hm. Eg verð að skýra þetta lagt fram frumvarp um að selja | fyrir þér, það er löng saga. það. í stað að gera honum aðvart! Ég hafði heitið honum því og þau heit urðu ekki rofin. Til allrar hamingju hafði ég tvær klukku- stundir til umráða í Wien, til að koma þessu í kring, þar eð lestin mín lagði ekki af stað fyrr en um hádegið. Kannske ætti ég að fara heim til Condors? Ég varð að hitta hann. Ég afhenti þjóninum mínum allan farangurinn og sagði hon- um að fara beint til Norð-Vestur stöðvarinnar og bíða mín þar. — Því næst ók ég í leiguvagni heim til Condors og bað heitt og inni- lega alla leiðina (annars er ég að eðlisfari ekki trúaður): „Ó, guð, láttu hann vera heima, láttu hann vera heima! Hann er eini mað- urinn, sem ég get útskýrt þetta fyrir, eini maðurinn, sem getur skilið, getur hjálpað". En vinnukonan kom þramm- andi á móti mér, með mislitan vasaklút vafinn um höfuðið. Hr. læknirinn var ekki heima, sagði hún. Gæti ég biðið eftir honum? „Hann kemur ekki til miðdegis- verðar". Vissi hún hvar hann var? „Nei, vissi það ekki! Hann þyrfti að fara í marga staði“. — Gæti ég kannske fengið að tala við læknisfrúna? „Ég skal spyrja“, sagði hún og yppti öxl- um. SHÍItvarpið Miðvikudagur 16. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt“ eftir Stefán Jónsson;, XIV. (Höfundur les). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Frá eynni Mön, — erindi (Einar Guðmundsson kennari). 21.05 Sænsk kórlög: Utvarpskórinn I Stokkhólmi syngur lög eftir David Wikander og Gunnar de Frumerie, við Ijóð eftir Pár Lag- erkvist. Söngstjóri: Eric Ericson. 21.30 „Ekið fyrir stapann", leiksaga eft ir Agnar Þórðarson, flutt undir stjórn höfundar; IV. kafli. — Sögumaður Helgi Skúlason. Leik- endur: Ævar K. Kvaran, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðmundur Páls- son, Karl Guðmundsson, Sigrún Sigurðardóttir, Halldór Karlsson og Snædís og Tinna Gunníaugs- dætur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálumur (26). 22.20 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.40 I léttum tón: Frá kvöldskemmt- un karlakórsins Fóstbræður í Austurbæjarbíó 1. þ.m. 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 17. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 „A frívaktinni**, sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Landhelgisráðstefnan í Genf (Benedikt Gröndal alþingis- maður). 20.55 Einsöngur: Renata Tebaldi syng- ur aríu úr „La Bohéme'* og „Madame Butterfly" eftir Puccini og „La Traviata" eftir Verdi. 21.15 Upplestur: Andrés Björnsson les Ijóð eftir Þorstein Valdimarsson. 21.25 Einleikur á selló: Erling Blöndal Bengtsson leikur svítu nr. 5 í c- moll eftir Bach. 21.50 Ljósir blettir á liðinni ævi, — frásöguþáttur (Sigurður Jónsson bóndi á Stafafelli). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (27). 22.20 Smásaga vikunnar: — „Nútíma draugasaga" eftir Wilhelm Meiss- el, í þýðingu t>orvarðs Helgason- ar (Þýðandi les). 22.35 Sinfóníutónleikar: Sinfónía í þremur köflum eftir Igor Straw- insky (Fílharmoníuhljómsveitin í New York leikur undir stjórn höfundar. — Dr. Hallgrímur Helgason kynnir verkið). 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.