Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUNTtLAÐlÐ Miðvikudagur 16. marz 1960 Kristmann Guðmundsson skrifar um Jarðnesk Ijóð eftir Vilh|á!m frá Skáholti /arðnesk ljóð. Eftir Vilhjálm frá Skáholti. Með formála eftir Helga Sæmundsson. Bókaverzlun Kr. Kristjáns- sonar. t ÞESSA bók Vilhjálms frá Ská- holti hefur hann safnað úrvali ljóða sinna frá fyrstu tíð. Ég er manna gleymnastur, en þó hafa mér um tugi ára verið tiltækar tvær hendingar úr ljóð- um Vilhjálms og hygg ég því að ómögulegt sé að gleyma þeim. Hann er ekki talinn meðal hinna mestu á skáldaþingi, en hver er eiginlega fær að dæma um það, í samtíðinni? Gallar verka hans liggja í augum uppi, svo að ná- lega hver bögubósi gæti séð þá Vilhjálmur frá Skáholti «g jafnvel leiðrétt. En kostunum er okkur kannski ekki eins tamt að flíka. Þeir eru þó margir og góðir: Hann er glö^gskyggn á ýms fyrirbrigði lífsins og ver- aldarinnar, og hann er frumleg- ur í hugsun, kann að vinna úr sinni margþættu reynslu ýmsa þá hluti, sem koma lesandanum þægilega á óvart og verða hon- um minnisstæðir. Hann hefur ferska lýriska æð og líkist ekki öðrum, heldur á sinn eigin tón, sín eigin sjónarmið og viðhorf. Hinsvegar má segja að hann vandi ekki verk sitt, það er eins og hann hafi ekki getað tileinkað sér sjálfsaga og þjálfun til snjallr ar efnismeðferðar og alloft virð- ist orðaval hans tilviljunarkennt. Hann virðist meira að segja gera sér leik að því, að koma til dyr- anna eins og hann er klæddur — eins og hann myndi sennilega sjálfur orða þetta. Kvæði hans minna ósjálfrátt á vorleysingar, og þótt flaumurinn í þeim geri lesandanum stundum gramt í geði, verða þau honum ekki leiði- gjörn; maður nennir að rifja þau upp fyrir sér að nýju og finnur þá stundum í þeim nýja kosti, sem gera meira en sætta mann við gallana. Vissulega hefur honum þó far- ið fram, í mótun og smíð, á síð- ari árum, en stundum virðist það hafa orðið á kostnað ferskleik- ans og upprunaleikans, sem all- oft einkenndu hin fyrri ljóð hans. — „Tvö veglaus börn“, fyrsta kvæði bókarinnar, er til dæmis ekki laust við rímgalla, en það er fullt af setningum sem laumast inn í vitund manns: „Tvö lítil börn að leik í hvítum sandi, með ljóð í svip, tvö dreymin hjörtu er drógu burt frá landi sín draumaskip. Enn má sjá hvar sigla undan landi, tvö sorgmædd böm, um langsótt haf í leit að hvítum sandi, við litla tjörn; tvö vanrækt hjörtu er villtust burt frá landi, tvö veglaus börn. Meðal þessara fyrstu ljóða er( „Herbergið mitt“. Það var fyrsta kvæðið sem ég las eftir Vilhjálm frá Skáholti og í því er að minnsta kosti em setning, sem mér hefur aldrei tekizt að gleyma: „Á borðinu stendur mynd af mér og Kristi, mönnunum sem enginn hefur skilið“. En það er margt fleíra skemmti legt í þessu kvæði, og þótt það sé gallað, hvgg ég að það muni verða langlíft í landinu. „Þorpið“ er skelegg mynd af litlu þorpi, „lítilla sæva og lítilla sanda“. Þar er engu ofaukið, ekki stóryrði nein, en.mál sem skapar sterka mynd í einfaldleik sínum: „Örfáar hræður tanga-þorpið telur þó trúa menn enn, að því sé búinn gróður. Sögu þess birtir soltið barn og móður sigggróin hönd og tár, sem jörðin felur“. Því skal ekki leynt að ég held að kvæðið „Jesús Kristur og ég“ sé það bezta sem Vilhjálmur frá Skáholti hefur gert, þegar á allt er litið. Ég las þetta kvæði ung- ur, er ég eignaðist bók hans, sem mig minnir að héti „Vort daglega brauð“, ágæta bók, sem fljótlega var stolið frá mér Ég man enn hvað ég hreifst af þessu kvæði. Viljum selja lítið notaða 5LÁTTUVÉL frá Fordson Major dráttarvél. Tækifærisverð. Búnaðarfélag Grunnavíkurhrepps Sætúni, Símsstöð: Unaðsdalur. Kona eða stúlka sem fengist hefur við matreiðslu óskast strax Hagkvæmur vinnutími. Sími 19611. sem vjiumm iiirrr^.. JS Hrjúfar hendur — klofnar neglur BRENNISTEINN í sápu og þvottaefni léttir húsmóður- inni mjög alla vinnu, t. d. við uppþvott og tauþvott. En sá galli fylgir gjöf Njarðar að hann fer mjög illa með hend- urnar. Það bezta fyrir húsmæður væri að nota gúmmíhanzka við allan þvott, hvort sem er í eldhúsinu eða þvottahúsinu, Dg er þeim það lítil vorkunn, þar sem mjög þunnir gúmmí- hanzkar fást nú í hverri verzl- un. En þrátt fyrir það mega konur ekki gleyma að þurrka hendurnar vandlega eftir notkun þeirra og nudda þær með handábuðri eftir hvern þvott. Er gott ráð að hafa flösku af handáburði til staðar bæði í baðiherbergi og nálægt eldhúsvaskinum. Á kvöldin, þegar andlitið er núið með nærandi kremum, mega hendurnar ekki verða útundan. Setjið kremslettu á hverja nögl og mýkið upp naglaböndin. Hafi neglurnar tilhneigingu til að klofna, þrátt fyrir það að dagleg fæða innihaldi nægi legt kalkmagn (mjólk og ost- ar eru okkar beztu kalklind- ir), er hætt við að orsök þess sé sú, að nælonhár séu í nagla burstanum. Sé svo, verður að skipta um bursta og kaupa einn með gömlu, góðu svíns- hárunum, og sjá til hvort það hjálpar ekki. Það verður ætíð að hafa það hugfast, að snyrtar hendur bera vott um hreinlæti á háu stigi. Ætti engin húsmóðir að sjá eftir því tímabroti sem fer Koddar vara- samir í vöggur MARGT getur komið fyrir unngbarn, sem hreyfingar- laust liggur í vagni sínum eða vöggu, og þarf stöðuga að- gát að hafa þar á. Eitt af því, sem varast ber, er að hafa lausa kodda undir höfði barnsins. Hafa oft orðið slys af þeim, börnin grafið höf- uðið á einhvern hátt í eða undir koddann og kafnað. Margar konur, sérílagi þær, sem annast sitt fyrsta barn, setja stolt sitt í að hafa kodd- ana sem allra skrautlegasta, með blúndum og útsaumi. Þetta er alrangt og getur leitt til slysa. Komið hefur fyrir að börn festi fingurna í blúnd unum og dragi koddana yfir höfuðið, svo daémi sé nefnt. Miklu öruggara er að brjóta teppi eða ullarstykki við höf- uðlagið og breiða lak yfir það, troða því þétt og örugglega undir dýnuna. Þetta er að vísu ekki eins fallegt og pífusettir svæflar, en hafa verður í huga að barn er hvorki leikfang né skrautmunur á heimili, og ber ekki að meðhöndla það sem slikt. Öryggi barnsins er fyrir öllu. í að snyrta hendurnar né horfa um of í kostnaðinn. Lauksúpa FRANSKAR lauksúpur eru sígildar og heimsfrægar. Þess utan eru þær með ódýrustu súpum, sem hægt er að búa til. í þessa uppskrift þarf: 4 meðalstóra lauka, 2 matsk. smjör eða smjörlíki, salt og pipar (ef til vill má einnig nota krydd eins og merian, basillicum og timian) IV* líter vatn (ekki soðið). Laukamir eru skornir í skífur og gullinbrúnaðir í feitinni. Vatninu bætt við smátt og smátt og látið sjóða á milli. Súpan bragðbætt með kryddinu og látin sjóða í um það bil korter. Með súpunni er borið fram stökkt, ristað ostabrauð. — Franskbrauðssneiðarnar eru skornar í teninga, þeir steiktir í feiti, sem samanstendur af rúatarolíu og smjörlíki, jafn mikið af hvoru, rifnum osti stráð yfir brauðbitana með- an þeir eru á pönnunni. Til tilbreytingar má líka bera með súpunni ristaðar eða óristaðar franskbrauðssneiðar með þykku lagi af osti, sem settar hafa verið örstutta stund efst í bakarofninn við vægan yfirhita. Osturinn bráðnar og fær fallegan lit Og mér finnst það ekki hafa tap- að neinu á árunum, sem liðið hafa. Það ætti að vera sönnun þess að mikið sé í kvæðið spunn- ið, því æðimargt er það í skáld- skap aldar vorrar sem ekki þolir að vera lesið aftur eftir aldar- fjórðung. I þessu kvæði kemur vel fram hinn sérstæði tónn Vil- hjálms frá Skáholti, kannski bet- ur en annars staðar, tónn, sem engum öðrum líkist og sem hann á sjálfur. Svo er í því setning, er ég hygg að ómögulegt sé að gleyma. Hún hljóðar svo: „Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur, hvað gera þeir við ræfil eins og mig?“ og þótt ég tali vart í auðmýkt andans, ber enginn dýpri respekt fyrir þér. Hvað sem trú vor týndum sauði lofar, er taglsins auðmýkt nær í hjartað inn, mig langar til er tunglið færist ofar, að tala við þig eins og bróður minn. „Þá uxu blóm“ er snoturt ljóð, með þessari fallegu setningu m. a.: „Þá uxu blóm í öllu sem mig dreymdi, og eitt varst þú“. Þá er litla, laglega kvæðið til næturinnar: Þessi setning er endir kvæðis- ins. Efni pess er nefnilega sam- tal skáldsins við, Jesú Krist, á kletti út við sjóinn: Hér sit ég einn með sjálfstraustið mitt veika, á svörtum kletti er aldan leikur við. A milli skýja tifar tunglið bleika, cg trillubátar róa fram á mið. Af synd og fleiru sál mín virðist brunnin. Ó, setztu hjá mér, góði Jesú, nú, því bæði ertu af æðstu ættum runninn og enginn þekkir betur Guð en þú. Ég veit þú þekkir einnig eðli Fjandans, t sem alla daga situr fyrir mér, „Þá sorg sem tíðum tár á vöngum elur, þér tókst að hugga. Ég ann þér, nótt, með ast þess barns, er felur sinn eigin skugga“. Þegar fram í sækir og á líður bókina verður rímið nokkuð betra og efnismeðferð þjálfaðri, þótt óvíða megi kallast snjöll nema í fáum glitrandi setning- um, eins og t. d. þessari— í hinu ágæta kvæði „Uppgjöf“: „Á illum gjörðum sínum þekkjast þeir, sem þykjast geta frelsað heiminn". „Frelsisdraumurinn" er gott kvæði, en bezt þessi vísa: „Sú bæn varð til, í brjósti hins þjáða manns, að blessun draumsins, engu hjarta týndi. — Og það var hann, sem svipu valdsins sýndi, að sigur þrælsins bjó í draumi hans“. „Mín fyrsta ást“ á sér fagra lýsingu, tærrar, bersögli, sem er ilmandi hrein: „Hönd þín var mjúk, og brjóstin blíð og nakin, brjóst þín, sem voru líkust hvítum rósum, sprungu út í barm minn vafinn lokkum ljósum, ljúfum sem bros hins fyrsta morgungeisla“. „Dúna“ er einnig fallegt kvæði, svo og „Gömul mynd“, „Hamingjublómið", „Við tvö og blómið“, „Sæktu þín gull“ og „Ljóð um æsku og ástir“ — tvö fyrstu erindi þess eru einkum bráðsnotur. Aftur á móti er „Brúðurin mín“, „Hugleiðingar um lífið“ og.ýms fleiri ljóð, sem ég hirði ekki að nefna, heldur lé- leg. Svo kemur aftur „Ast og draumur", prýðilegt kvæði, vel ort og innihaldsmikið. „Ljóð“ er laglegt, svo og „Islenzkt ástar- ljós“. „Spurðu einskis ungi mað- ur“ er og snoturt, einkum fyrsta erindið. Þá er „Næturómar"; annað erindið er snjallt. í „Höll draumalandsins" eru og miklar töggur. „Hugsað á jólum 1943“ er gott kvæði, einnig „Gömul synd“. t'ramh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.